Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Það er rétti árstíminn til þessað kaupa ferskan aspasþegar vinkonurnar Sólveigog Margrét, eða Solla og Magga eins og þær eru kallaðar, bregða sér í bíltúr til þess að skreppa í búð. Bíltúrinn er í lengra lagi í þetta skiptið, og liggur yfir landamærin til Þýskalands frá heimili þeirra í Lúx- emborg. Þær hitta áhugasaman blaðamann í smábænum Traben- Trarbach, sem liggur við ána Mósel í vesturhluta Þýskalands, og taka hann með sér í stórmarkað. Eins og gjarnan er í íslenskum stórmörkuðum er gengið beint inn í grænmetisdeildina, og þar segjast vinkonurnar alltaf versla mikið, enda orðnar vanar því að hafa salat með öllum mat. Það er ávani sem kostar þær lítið, enda verðið á grænmetinu langtum lægra en þær eiga að venj- ast þegar þær skreppa í heimsókn til Íslands og kaupa í matinn í íslenskum stórmörkuðum. „Á Íslandi kaupum við öðruvísi í matinn, maður verður að stilla sig í grænmetisdeildinni. Ef að ég ætla að elda einhvern rétt sem ég geri oft í Lúxemborg, til dæmis grænmetis- lasagne með öllu fersku, þá verður það miklu dýrara en við eigum að venjast,“ segir Solla. Solla og Magga skella báðar aspas í körfuna, Solla kaupir bæði grænan og hvítan, en Magga bara grænan, enda þarf minna að hafa fyrir honum þar sem ekki þarf að skræla hann eins og þann hvíta. Þegar knippin af ferskum aspas eru komin í körfuna liggur leiðin áfram í grænmetisdeild- ina, þar sem úrvalið af hráefni í salat er bæði ferskt og fjölbreytt. Alltaf ferskt spínat Ýmislegt ratar í körfuna sem blaðamaður kann lítil skil á, svo sem fennel, sem minnir á einhvers konar blöndu á lauk og kálhöfði. „Það er rosalega gott að nota fennel sem kraft fyrir allskonar fiskisósur, og hann er góður líka steiktur með lambakjöti,“ segir Solla. „Svo passa ég alltaf að eiga vorlauk, og nota hann bæði í salöt og sósur. Í salötin nota ég svo bæði rautt og grænt kál, og er svo alltaf með ferskt spínat.“ „Solla er náttúrulega ekki venju- leg, hún er sælkerakokkur, ég er hins vegar venjuleg,“ segir Magga, en set- ur þó svipað grænmeti í körfuna. Þær eiga báðar stórar fjölskyldur, eig- inmann og þrjá uppkomna syni hvor. Eitt af því sem þær stöllur kaupa alltaf er tilbúin deigblanda sem hægt er að setja í brauðvél. Hægt er að fá úrval tegunda í þessum frekar litla stórmarkaði, allt frá fransbrauði að níu korna og svo að sjálfsögðu þýskt kartöflubrauð. Magga segir að þær hafi báðar keypt sér brauðvélar fyrir stuttu, og þær séu enn sem komið er duglegar að nota þær. Sérstaklega þó þar sem hægt sé að fá hráefni í pakka og bæta bara við vatninu. Betra sætabrauð á Íslandi Fyrir 30 árum þegar þær fluttu frá Íslandi var bara til hvítt brauð á Ís- landi á meðan brauðmenningin blómstraði í Lúxemborg. Síðan hefur mikið breyst og úrvalið á Íslandi er orðið jafn fjölbreytt og þær eiga að venjast. Verðið er þó ekki sambæri- legt, og segist Solla alltaf fá hálfgert áfall þegar hún fer í bakarí á Íslandi. Hún gerir það samt þegar hún kemur í heimsókn, enda sætabrauðið svo miklu betra á Íslandi en í Lúx- emborg. Solla og Magga segjast báðar nota pasta af og til, bæði ferskt og þurrk- að. Þegar rölt er framhjá pastarekk- unum reka þær augun í fagurrautt pasta sem þær hafa ekki séð í Lúx- emborg. „Sérðu þetta, rauðvínspasta. Þetta er ekkert smá flott á litinn,“ segir Magga, og þó þær hafi aldrei heyrt um rauðvínspasta áður skella þær báðar einum poka hver í körf- una. „Af hverju ekki?“ spyr Solla. „Ég hef keypt svartar núðlur sem voru með kræklingabragði svo af hverju ekki að prófa þetta? Svo er þetta líka svo flott á litinn.“ Rauðvín á tilboði Rauðvínspastað ætti að passa vel með kvöldmatnum hjá vinkonunum, enda eru þær oft með rauðvín með matnum. „Það er eiginlega jafn mik- ilvægt að muna eftir að kaupa rauð- vín í stórmarkaðnum eins og að muna eftir mjólkinni,“ segir Magga. Í Lúx- emborg versla þær gjarnan í frönsku stórmarkaðakeðjunni Auchan, sem er með risavaxna víndeild, og nota sér þau fjölmörgu tilboð sem eru jafnan í gangi. Oft er hægt að kaupa kassa með sex flöskum og fá annan í kaupbæti, eða kaupa tvo kassa og fá þann þriðja með. „Það sem er á tilboði hjá þeim eða þeir mæla með, eru alltaf góð vín, þeir hafa aldrei brugðist mér,“ segir Solla. Það er ekki hægt að fara í stór- markað í Þýskalandi án þess að ganga fram hjá löngum kæli- geymslum fullum af ýmsum teg- undum af pylsum. Þær eru þó ekki eitthvað sem Solla og Magga eru hrifnar af, þó það sé nú hægt að henda einni og einni á grillið þegar hentar.  HVAÐ ER Í MATINN? | Rauðvínspasta og ferskur aspas duttu í innkaupakörfuna í Þýskalandi Þarf að kaupa inn öðruvísi á Íslandi Mataræðið hjá vinkon- unum Sólveigu Stef- ánsdóttur og Margréti Rósu Jóhannesdóttur hefur orðið fyrir miklum evrópskum áhrifum á þeim þremur áratugum sem þær hafa búið í Lúxemborg. brjann@mbl.is Morgunblaðið/Brjánn Jónsson Sólveig Stefánsdóttir og Margrét Rósa Jóhannesdóttir óku til Þýskalands frá Lúxemborg til að gera innkaupin. Bónus Gildir 9. jún.–12. jún. verð nú verð áður mælie. verð Egils kristall plús 6 pk. ......................... 498 598 166 kr. ltr KF grill lambalærisneiðar ...................... 699 998 699 kr. kg Marineraður lax á grillið ........................ 779 1198 779 kr. kg Hrefnukjöt frosið 04 ............................. 499 699 499 kr. kg Sprite zero 2 ltr .................................... 98 169 49 kr. ltr Bónus kaldar grillsósur 270 ml ............. 139 0 514 kr. ltr KF kartöflusalat / hrásalat 350 g .......... 95 159 271 kr. kg Fjalla grill lambalærisneiðar .................. 1397 1795 1.397 kr. kg Tropi 1 ltr ............................................ 98 159 98 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 9. jún.–11. jún. verð nú verð áður mælie. verð Fjallalambs kryddað sirlonsneiðar ......... 1.415 1.887 1.415 kr. kg Fjallalambs grillsneiðar......................... 1.038 1.384 1.038 kr. kg FK reyktar svínakótilettur ...................... 917 1.528 917 kr. kg Fk jurtakryddað lambalæri .................... 995 1.659 995 kr. kg SS rauðvíns helgarsteik ........................ 1.167 1.458 1.167 kr. kg FK Hrásalat 320 g................................ 88 149 275 kr. kg FK kartöflusalat 320 g.......................... 88 149 275 kr. kg KF bratwurtst pylsur ............................. 657 875 657 kr. kg FK blandaðar lærisneiðar...................... 1.049 1.748 1.049 kr. kg Hagkaup Gildir 9. jún.–12. jún. verð nú verð áður mælie. verð Holta úrb.kjúkl.læri í tandoori kryddi ...... 1.104 1.699 1.104 kr. kg Holta kjúkl.lundir kryddl. í western ......... 1.294 1.990 1.294 kr. kg Hunts BBQ grísakótilettur...................... 1.084 1.548 1.084 kr. kg Nautalundir Nýja-Sjáland ..................... 2.387 3.979 2.387 kr. kg Kjötb. Lambainnralæri.......................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg Chicago town pizza slice pepperoni ....... 299 399 1.196 kr. kg Kjötb. Lambaprime .............................. 2.320 2.900 2.320 kr. kg Nettó Gildir 9. jún.–12. jún. verð nú verð áður mælie. verð Fetaostur í kryddolíu ............................ 126 259 126 kr. stk. Cocoa Puffs 535 g ............................... 135 299 135 kr. stk. Kjúklingabitir ferskir magnpakkning ....... 299 598 598 kr. kg Bautabúrs lambasneiðar ...................... 399 589 589 kr. kg Gourmet lambalæri villikryddað............. 799 1599 1.599 kr. kg Bautabúrs lambagrillsneiðar ................. 499 698 698 kr. kg Tómatar .............................................. 96 249 249 kr. kg Vínber rauð/græn/blá.......................... 146 299 299 kr. kg Lays snakk 200 g................................. 89 229 229 kr. stk. Léttmjólk 1 ltr ...................................... 31 65 31 kr. stk. Samkaup/Úrval Gildir 9. jún.–12. jún. verð nú verð áður mælie. verð Gourmet meyrnuð piparsteik ................. 1.986 2.721 1.986 kr. kg Matfugl kjúkl.leggir magnkaup .............. 389 599 389 kr. kg Lambagrillsn.m.pestó Borgarneskjötv. ... 979 1.399 979 kr. kg Lambalærissn þurrkr.Borgarneskjötv. ..... 1.398 1.998 1.398 kr. kg Ostapylsur Borgarneskjötv..................... 733 1.047 733 kr. kg Myllu heilhveitibrauð 770 g .................. 99 259 129 kr. kg McCain súkkulaðikaka 510 g ................ 298 489 584 kr. kg Matfugl kjúkl.BBQ leggir/læri ................ 349 499 349 kr. kg Gourmet pestó grísakótil.úrbeinaðar ...... 1.499 1.998 1.499 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir 8. jún.–14. jún. verð nú verð áður mælie. verð Vöffluduft 500 g Katla .......................... 386 299 598 kr. kg Big Vanillukremkex 500 g ..................... 169 229 338 kr. kg Grísa grillkótilettur, ferskar .................... 749 998 749 kr. kg Lamba grill framhr.sneiðar, kryddað....... 898 1498 898 kr. kg Grísa grillkótilettur, kryddaðar ............... 749 998 749 kr. kg Murray Sykurlaust kex Cremes 184 g ..... 98 221 533 kr. kg Helwa Ískex 110 g 3 teg. ...................... 89 148 809 kr. kg Big Súkkulaðikremkex 500 g................. 169 229 338 kr. kg Fjörmjólk 1 ltr ...................................... 103 69 69 kr. ltr Þín verslun Gildir 9. jún.–15. jún. verð nú verð áður mælie. verð Hunt́s tómatsósa 680 g........................ 109 147 152 kr. kg Tilda Rizazz réttir 250 g ........................ 219 278 876 kr. kg Kjúklinga grillleggir m/jurtakryddi .......... 350 699 350 kr. kg Tex Mex kjúklingavængir ....................... 250 499 250 kr. kg Mexico kryddaðar lambakótilettur.......... 1.358 1.698 1.358 kr. kg Frón Appelsínukex 300 g ...................... 199 265 656 kr. kg Big Súkkulaðikex 250 g........................ 89 149 365 kr. kg Möffins 400 g...................................... 279 367 697 kr. kg 1944 Austurlenskur kjúklingur .............. 526 658 526 kr. pk. Tilboðsverð á steikum á grillið  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Saltimbocca al la Romana 12 sneiðar (10x20 cm) mjög þunnt skorið meyrt kálfakjöt t.d. fillet eða af hrygg (t.d. skorið þykkt í áleggsvél). 3 stórir laukar 1–2 glös hvítvín 1 Boursin hvítlauksostur, um 300 g, (eða annar hvítlauks smurostur) Salt, pipar 12 litlar sneiðar hráskinka 12 salvíu blöð (Sage) 12 sneiðar mosarellaostur Kálfakjötsneiðarnar eru lagðar saman (brotnar til helminga) með salvíublaði, hrárri skinku og mosarellaosti á milli, festar saman með tann- stöngli, og kryddaðar með salti, pipar og basilikum. Síðan eru þær snöggsteiktar á pönnu í ólífuolíu og haldið heitum í ofni á meðan sósan er gerð. Til að gera sósuna er byrjað á því að brytja laukinn smátt niður og mýkja hann á pönnu. Hvítvíni er svo hellt á pönnuna og látið sjóða aðeins niður, síð- an er Boursin-hvítlauksostur bræddur út í og soðið saman við. Svo eru kjötsneiðarnar lagð- ar ofan á og þetta er síðan borið fram með t.d. grilluðum tómat og kartöflumús eða kúrbítsgratíni. Kúrbítsgratín 800 g grænn kúrbítur 4–5 meðalstórar kartöflur 200 g raspaður ostur 40 g smjör 1 dós sýrður rjómi 2 egg 5 hvítlauksgeirar Fullt af saxaðri persillu Salt og pipar Kúrbíturinn er skorinn í bita og kartöflurnar afhýddar og skornar í bita. Þetta er soðið saman í litlu vatni. Síðan er soð- inn kúrbíturinn og soðnar kart- öflurnar settar í sigti og vatnið látið renna af, aðeins kælt. Þetta er sett í matvinnsluvél og maukað (eða stappað saman). Hvítlauknum, persillu, ostinum, salti og pipar er bætt í mat- vinnsluvélina. Egg og sýrður rjómi er þeytt saman og allt sett saman í skál og hrært saman. Þetta er svo sett í smurt eldfast mót og rifnum osti stráð yfir. Þetta er svo bakað í ofni við 200°C í 45 mínútur. Saltimbocca al la Romana með kúrbítsgratíni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.