Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 25 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR NÝJAR gerðir af sjónvarpstækjum hafa að undanförnu selst vel í heimilistækjaverslunum landsins. Svokölluð veggtæki eru hvað vin- sælust. Þau þykja hentug þar sem þau taka ekki mikið pláss og sum bjóða jafnvel upp á háskerpugæði. Mörg eru einnig breiðari en áður, svokölluð breiðtjaldssjónvörp. En það er ekki nóg að hafa tækið. Út- sendingar í íslensku sjónvarpi hafa hingað til ekki verið á réttu formi til að myndin nýtist sem best á breiðtjaldsformi eða í „widescreen“ eins og það er kallað. Það verður til þess að svartir borðar verða til hliðar við myndina eða að myndin teygist örlítið út til hliðanna. Einn- ig er ekki sent út í háskerpu sem bætir myndgæðin umtalsvert. Það sem stendur í vegi fyrir allsherjar breytingum á þessu sviði er að þorri sjónvarpstækja landsins er með skjái í hlutföllunum 4 á móti 3 en breiðtjöld eru í hlutföllunum 16 á móti 9. Ef mynd sem send er út í breiðtjaldsformi er sýnd á 4/3 skjá koma svartir borðar undir og yfir myndinni, í stað þess að koma til hliðanna ef það er öfugt, og mynd- in verður hlutfallslega minni en ella. Eins og kom fram í fréttum mbl.is 3. júní sl. hefur Ríkis- útvarpið tryggt sér eina rás sem það áætlar að nota fyrir háskerpu- sjónvarp í framtíðinni. Áætlunin er einnig að hefja stafrænar útsend- ingar sem fyrst sem auðvelda breiðtjaldsútsendingar í 16/9 hlut- föllunum. Hins vegar ræður núver- andi dreifikerfi og tæknibúnaður RÚV ekki við útsendingar á breið- tjaldsformi. Hjá Skjá einum fengust þau svör að það væri einfaldlega of dýrt fyrir Íslenska sjónvarps- félagið að fara út í háskerpu- sjónvarp sem stendur, en að í sum- ar mun tilraunastarfsemi standa yfir á breiðtjaldsforminu og munu væntanlega flestar bíómyndir verða breiðtjaldsvænar með haust- inu. Hjá 365 ljósvakamiðlum er á stefnuskránni að breyta útsending- arforminu hjá félaginu enda muni það vera það sem koma skal. Það mun þó ekki gerast strax og yrði að vera í samráði við aðila hér á landi sem telja að eftirspurnin eftir „widescreen“ útsendingum sé orðin nógu mikil. Einfaldast verður að breyta forminu á Stöð 2 bíó og stefnt er að því að kvikmyndir þar verði komnar í breiðtjaldsform eft- ir nokkra mánuði, jafnvel vikur. Það virðist vera að þrýstingur á útsendingar í hlutföllunum 16 á móti 9, það er fyrir breiðtjalds- sjónvörp, fari minnkandi eftir því sem að móttökubúnaður verður öfl- ugri, að minnsta kosti frá helstu sjónvarpsstöðvum landsins. Á mörgum tækjum er hægt að stækka og færa fram og til baka myndina á skjánum sem hjálpar til við hlutfallavandamálið. Á Digital Ísland er nú ein erlend rás sem send er út á 16/9 formi, þýska stöðin ADR.  TÆKNI Eru breiðtjöldin að taka yfir? Gefið hefur verið út að Heims- meistaramótið í knattspyrnu 2006 verði einungis sent út á breiðtjaldsformi svo að for- sjálir fótboltaunnendur ættu að fara að huga að plasma-, LCD- eða breiðtjaldssjón- varpskaupum fljótlega. NÚ ER komin á markað í Banda- ríkjunum einnota myndbands- upptökuvél, sem seld er út úr búð á innan við tvö þúsund krónur. Vél þessi er fær um að taka upp efni í allt að tuttugu mínútur með hljóði og má klippa efnið til strax. Kaupendur þessara véla geta svo skilað vélinni í viðkomandi verslun í skiptum fyrir DVD-myndband, sem kostar sem svarar 830 krónum og hefur að geyma upptökuna, seg- ir í netmiðli Evening Standard. Ennfremur segir að vélin sé handhæg og auðveld í meðförum. Hún vegur aðeins 140 grömm og getur sent myndskeið með tölvu- pósti. Vélar þessar fást nú í yfir 1.400 verslunum vítt og breitt um Banda- ríkin. Einnota mynd- bandsupp- tökuvélar  TÆKNI GRÆNMETI er stútfullt af vítamín- um og steinefnum og góður kostur þegar auka á trefja- neyslu. Grænmeti er fitusnautt og inniheldur ekki kól- esteról. Tegundir eins og spergilkál, grænar paprikur og spínat innihalda andox- unarefni, efni sem hægir á oxun sem er náttúrulegt ferli sem skemmir frum- ur og vefi. Þá inniheldur það líka svokölluð fýtóefni sem talin eru hafa fyr- irbyggjandi áhrif á suma króníska sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, syk- ursýki og sumar tegundir af krabbameini. Það er mismunandi eftir grænmetistegundum hvaða vítamín þau inni- halda. Aspas er t.d. með hátt hlutfall af C-vítamíni og fólasíni og gulrætur eru frábær kostur þegar leitað er eftir A-vítamíni. Þess vegna gildir að borða grænmeti í ýmsum litum til að fá öll hugsanleg bætiefni. Litrík samsetning er líka skemmtilegri á diskinum. Lykilatriði að borða grænmeti í ýmsum litum  MATUR Ljósmynd/Haraldur Jónasson Grænmeti er stútfullt af vítamínum og steinefnum.                       Morgunblaðið/Eyþór Mynd á breiðtjaldi er í hlutföllunum 16 á móti 9. Hægt er að fá sjónvörp með þunnum skjá, háskerpumynd og jafnvel stilla hlutföll á mynd skjásins. En gera útsendingar sjón- varpsstöðvanna ráð fyrir þessu? Reuters Hefðbundið sjónvarp eins og er að finna á mörgum heimilum landsins. Skjárinn er í hlutföllum 4 á móti 3, mynd- gæðin góð og hentar vel fyrir núverandi útsendingar íslensku sjónvarpsstöðvanna. Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS – AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.