Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er ábyggilega mikið til í því að margir þeirra sem tilheyra frétta- og blaða- mannastéttinni á Ís- landi séu frámunalega sjálfhverfir einstaklingar, uppfullir af rang- hugmyndum um eigið mikilvægi. Samt furðar maður sig stundum á því hversu djúpt sú þörf sumra kolleganna virðist rista að hefja upp raust sína og ræða um það hversu ömurlegri stétt manna þeir tilheyra. Ég tel ekki sjálfur að blaðamenn eigi að vera að upphefja störf sín að óþörfu, þó að fjölmiðlar sem slíkir leiki mikilvægt hlutverk á þjóðmálavettvangi þá er þetta vinna eins og hvað annað, vinna sem má inna vel af hendi eða illa. En mér finnst pínulítið furðulegt að heyra hvernig blaðamenn tala stundum um eigið starf; held ekki að fólk í öðrum starfsstéttum tali almennt þannig um viðurværi sitt. Það er auðvitað mikilvægt hverri manneskju að vera þokka- lega sátt við það sem hún sýslar á degi hverjum. En hitt er, að ég hef grun um að þeir blaðamenn sem mest tala á áðurgreindum nótum geri það oft- ar en ekki í þeim tilgangi að upp- hefja sjálfa sig á kostnað annarra. Mér koma til dæmis í hug skrif Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV, í þessu sambandi. Jónas telur raunar greinilega að hann og blað hans stundi einhverja æðri tegund af blaðamennsku en aðrir á Íslandi. Ekki er ég þó viss um að allir sem flett hafa DV myndu taka undir það með rit- stjóranum. Sjálfum finnst mér merkilegast hversu veikur Jónas er fyrir gagn- rýni, nú síðast í tengslum við þá ákvörðun DV að birta nafn og mynd af manni sem liggur veikur á sjúkrahúsi hér í borg. Tveir aðilar sem gagnrýnt hafa blaðið – Steinunn Stefánsdóttir, pistlahöfundur á Fréttablaðinu, og Sigurður Guðmundsson land- læknir – fengu það semsé óþvegið fyrir að voga sér að gagnrýna DV. Var grein Steinunnar í ritstjórn- arpistli sögð hafa verið „maka- laus“, „skólabókardæmi um hvað blaðamaður ætti ekki að segja“. Eins og blaðamenn hljóti allir að vera á sömu skoðun um hvað telst góð blaðamennska og hvað ekki. Raunar má ljóst vera að svo er ekki. Jónas hefur til að mynda sjálfur oftsinnis skrifað sitthvað sem mér finnst „skólabókardæmi“ um hvað blaðamaður, eða yfirhöf- uð nokkur maður, ætti ekki að segja. Hér nægir að vísa í þá útreið sem Sigurður Guðmundsson land- læknir fékk í sérdeilis ómálefna- legum leiðara hjá Jónasi í síðustu viku vegna málsins sem áður var vísað til. Vestur í Bandaríkjunum gerðist það nýverið að hulunni var svipt af því hver hefði verið „Deep Throat“, leynilegur heimildar- maður dagblaðsins The Wash- ington Post í Watergate-málinu svokallaða, en skrif blaðsins í því máli urðu Richard Nixon Banda- ríkjaforseta á endanum að falli. Kom þessi uppljóstrun í kjölfar umræðu vestra um notkun ónafn- greindra heimildarmanna al- mennt, vikuritið Newsweek hafði sem sé lent í heldur erfiðum mál- um sökum þess að það hafði stuðst við ónákvæma frásögn ónafn- greinds heimildarmanns. Á annan tug manna beið bana í óeirðum í Afganistan í kjölfar lít- illar fréttar í blaðinu er ekki reynd- ist, strangt til tekið, á rökum reist. Í þessu máli voru ráðamenn í Hvíta húsinu fljótir til að fordæma skrif Newsweek, sögðu að frétt þess hefði „augljóslega verið röng“ og töldu ekki nóg að blaðið drægi frétt sína (um að í innanbúðar- skýrslu hersins væri staðfest að kóraninn hefði verið saurgaður í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu með tilteknum hætti) til baka, það yrði að gera enn meira til að vinna gegn þeim skaða sem málið hefði valdið ímynd Bandaríkjanna í múslímaheiminum. Richard Boucher, talsmaður ut- anríkisráðuneytisins bandaríska, lét svo um mælt að það væri „rosa- legt“ að Newsweek hefði fjallað um „upplýsingar sem ekki hefði verið búið að staðfesta“. Allt hljómar þetta heldur skringilega þegar það er haft í huga að efnislega var frétt News- week ekki svo fjarri lagi, þó að ekki hafi verið staðfest í skýrslunni sem vitnað var til að kóraninum verið saurgaður með einmitt þeim hætti sem blaðið lýsti. Og þetta hljómar líka skringilega þegar það er haft í huga að núverandi ráðamenn í Bandaríkjunum gerðu innrás í Írak í mars 2003 á grundvelli upp- lýsinga sem nú er ljóst að voru ófullnægjandi, beinlínis rangar. Sýnist mér sem óhætt sé að slá því föstu að yfirvöld í Bandaríkj- unum hafi gerst sek um hræsni með viðbrögðum sínum við mistök- um Newsweek. En í Hvíta húsinu er menn auðvitað illa haldnir af „paranoju“ gagnvart „hinu frjáls- lynda fjölmiðlaumhverfi“ [e. the liberal media], sem þeir nefna svo. Sem leiðir hugann aftur að „Deep Throat“ en sú kenning hef- ur heyrst að ein af afleiðingum Watergate-málsins hafi verið sú að ný kynslóð blaðamanna óx úr grasi – líklega sú sem víðast hvar er ein- mitt um þessar mundir áhrifamikil í fjölmiðlum heimsins – menn sem töldu rétt að draga þann lærdóm að aldrei væri hægt að treysta kjörnum ráðamönnum; það væri hlutverk þeirra, blaðamannanna, að fletta ofan af þeim. Auðvitað er það út af fyrir sig rétt, að blaðamenn eiga að varpa ljósi á mál og fletta ofan af mis- gjörðum ráðamanna þegar slíku er að skipta. En spurningin er sú hvort ekki sé skammur vegur á milli þessarar afstöðu, sem hér hefur verið rakin til Watergate, og hroka eins og þess sem gerður var að umtalsefni fyrr í þessum pistli; nefnilega þeirrar tilhneigingar blaðamanna að fyllast rang- hugmyndum um eigið mikilvægi. Fjölmiðlar hér og þar Sjálfum finnst mér merkilegast hversu veikur Jónas er fyrir gagnrýni, nú síðast í tengslum við þá ákvörðun DV að birta nafn og mynd af manni sem liggur veikur á sjúkrahúsi hér í borg. VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is FYRSTU vikuna í júní voru haldnir Smáþjóðaleikar í Andorra. Keppt var í tíu íþróttagreinum og Ís- lendingar sendu hundrað og tuttugu keppendur auk þjálfara, flokks- stjóra, læknis og sjúkraþjálfara, samtals hátt í tvö hundruð manns. Þetta var glæsilegur hópur, sem ekki aðeins vann til rúmlega sjötíu verð- launapeninga, heldur var þjóð sinni til sóma í reglusemi, aga og íþróttamannslegri framkomu. Það var mikið ánægjuefni að fylgjast með og fylgja þessu unga fólki til leiks í framandi landi. Andorra er ekki í alfaraleið Ís- lendinga, þegar þeir leggja land undir fót, enda engar flug- samgöngur til þessa smáríkis í Pýrennea-fjöllunum. En fallegt er þar og móttökur allar hinar ljúf- mannlegustu. Eins og jafnan þegar leikar smáþjóðanna fara fram. Þetta voru elleftu leikarnir, nokk- urs konar Ólympíuleikar lítilla þjóða, sem eiga sér bæði litríka sögu og hefðir og líta á íþróttir sem hluta af sinni menningu. Það er með öllu ástæðulaust að líta niður á þennan viðburð, Smáþjóðaleikana, sem óverulega eða minniháttar íþrótta- keppni, eins og því miður gerir vart við sig í umfjöllun íslenskra fjöl- miðla. Ríkisútvarpið eitt og sér stóð sína pligt og flutti fréttir af frammi- stöðu íslenska liðsins á leikunum, en flestir aðrir fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að gera þessum leikum skil, nema í smáa letrinu. Það voru okkur mikil vonbrigði og þá ekki síst íþróttafólkinu sjálfu, sem verðskuldar fylli- lega, að frá því sé sagt sem það afrekar. Sannleikurinn er sá að frammistaða ís- lensku keppendanna var framúrskarandi góð í flestum íþrótta- greinunum, og jafnvel þótt sigrar hafi ekki alls staðar unnist, þá er það frásagnarvert, að mínu mati, að fylgjast með og segja frá, þegar glæsilegir fulltrúar ís- lenskrar æsku eru landi sínu og þjóð til sóma. Og vinna til verðlauna í hin- um ólíkustu íþróttagreinum. Fallegt ungt fólk, sem hefur með aga og ein- beitingu, þjálfun og aftur þjálfun, náð hæfni og getu til að leika listir sínar, til jafns við aðrar þær íþróttir, listir og/eða skemmtanaiðju, sem oftast eru í hávegum hafðar í fjöl- miðlum og öðru kastljósi. Er það ekki einhvers virði, á tím- um óreglu, hreyfingarleysis, iðju- leysis eða tómarúms, að til sé æsku- fólk sem leggur sig fram og skarar fram úr á sínu sviði? Er til fyrir- myndar og eftirbreytni í lífsstíl. Í Andorra, sem annars staðar þar sem við höfum keppt á undanförnum árum, eru Smáþjóðaleikar menning- arviðburður, listahátíð, sem viðkom- andi þjóðir lifa sig inn í og fylgjast með af áhuga. Það er litið upp til Ís- lendinga, vegna afreka okkar fólks, vegna fjölhæfni og frammistöðu og vegna þess metnaðar sem lagður hefur verið í undirbúning og æfingar og þá breidd sem við höfum í íþrótt- unum. Af einhverjum ástæðum hefur þessum leikum ekki verið sýnd sam- bærileg virðing og athygli hér heima á Íslandi. Það er miður. Við eigum sjálf að kunna að meta þessa leika að verðleikum og skilja að þeir hafa þýðingu og gildi, fyrir landið, fyrir íþróttirnar og fyrir allan almenning, ekki síst unga fólkið, sem getur sótt sínar fyrirmyndir í ímynd hraustra, lífsglaðra ungmenna, sem eiga það inni hjá okkur, hvort heldur í sigri eða ósigri, að njóta sannmælis og jafnréttis, þegar kemur að því að beina kastljósinu að framgöngu íþróttafólks almennt. Afreksfólk í Andorra Ellert B. Schram fjallar um Smáþjóðaleikana í Andorra ’Af einhverjum ástæð-um hefur þessum leik- um ekki verið sýnd sambærileg virðing og athygli hér heima á Íslandi.‘ Ellert B. Schram Höfundur er forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. MJÖG áhugaverð grein eftir Gunnar Bjarnason um utanvega- akstur torfæruhjóla birtist mér fyrir nokkru í Morgunblaðinu. Ég er í einu og öllu sammála Gunnari í skrifum hans. Gunnar vitnaði í grein sem skrifuð var í Fréttablaðið 13. maí sl. og langar mig aðeins að bæta við þá at- hugasemd. Með grein- inni í Fréttablaðinu fylgdi mynd af ljótum förum eftir mótorhjól upp mosagróna brekku. Það sem vant- aði í fréttina var að myndatökumaðurinn sneri sér í 180 gráður og tæki mynd í hina áttina, þar sem búið er að taka stóran hluta úr fjallinu vegna mal- arnáms. Við stjórnvöld að sakast Með vaxandi inn- flutningi á torfæru- mótorhjólum síðustu ár hefur utanvegaakst- ur mótorhjóla aukist með tilheyrandi gróð- urspjöllum. Varla er við ökumenn þessara tækja að sakast, heldur ætti að saka stjórnvöld um að þjónusta ekki þegna sína. Á u.þ.b. síðustu 5 árum hafa u.þ.b. 2000 fjór- og torfærumótorhjól verið keypt til landsins. Ef miðað er við að hvert nýtt torfæruhjól kosti 600 þús- und þá hafa eigendur þessara hjóla borgað u.þ.b. 400 milljónir í ríkissjóð í formi tolla og virðisaukaskatts. Sú upphæð ætti að duga til að leggja sérhannaða vegi til að aka svona tækjum á. Þá má einnig nefna að eigendur torfæruskráðra mótorhjóla greiða fullt verð fyrir hvern bens- ínlítra sem þeir kaupa, en af hverj- um lítra fer viss upphæð til vega- gerðar, sem þeir mega ekki aka á. Því væri það sanngjörn krafa að rík- ið legði vegi fyrir mótorhjólamenn fyrir tekjur sem það hefur af þeim í ríkissjóð og héldi þessum sömu veg- um við með skattinum sem þeir greiða af bensíninu. Búnir að borga okkar vegi Ég er ekki að öfundast út í reiðhjólanotendur fyrir sína reið- hjólastíga eða hesta- menn fyrir sínar reið- götur, sem þeir fá án þess að leggja nokkuð af mörkum í ríkissjóð. Það gefur hins vegar auga leið að torfæru- mótorhjólanotendur eru fyrir löngu búnir að leggja inn sína inni- stæðu. Á hverju vori má lesa í fjölmiðlum um skemmdir vegna ut- anvegaaksturs á tor- færumótorhjólum. Reykjanes virðist verða illa úti vegna þessa síðustu árin. Mótorhjólamenn svara hinsvegar því til að þá vanti svæði til að aka á, sem sannarlega er rétt. 1971 var gerð akst- ursæfingar- og keppn- isbraut við Grinda- víkurafleggjrann. Á þessari braut hefur verið ekið og keppt í meira en 30 ár. Fyrir nokkrum árum tók sýslumaðurinn í Keflavík upp á því að banna akstur á umræddri braut og sektaði hvern þann sem braut bannið um 30 þúsund krónur. Þetta varð til þess að ökumenn fóru bara bak við næsta hól og keyrðu þá þar sem ekki mátti aka. Nýjasta dæmið er þegar Grindavíkurbær veitti Vél- hjólaíþróttaklúbbnum leyfi til æf- ingaraksturs við Kleifarvatn frá 1. mars til 1. júní á ógrónu svæði við norðurenda vatnsins. Um páskana mátti sjá á milli 50-70 iðkendur dag- lega á öllum aldri stunda þessa íþrótt þarna í mölinni við vatnið. Strax eftir páska kom svo reiðar- slagið: Sýslumaður hafði bannað að þarna væri ekið og fór stjórn Vél- hjólaíþróttaklúbbsins fram á að fé- lagar hættu æfingum þarna, sem flestir gerðu. Með þessum aðgerðum sendi sýslumaðurinn menn aftur á bak við hólinn til að spóla og róta upp viðkvæmum gróðri. Nú er skaðinn skeður. Skaðvald- urinn er ekki mótorhjólamenn held- ur sýslumaðurinn sem bannið setti. Grandalausir blaðamenn skrifa svo sínar fyrirsagnir og kenna torfæru- mótorhjólum um í stað yfirvalda á hverjum stað. Kanadíska kerfið gott Á heimasíðum torfærumótor- hjólamanna bæði í Kanada og Am- eríku má finna greinar um gerð mót- orhjólavega fyrir torfæruhjól. Einn vinsælasti mótorhjólagarðurinn í Kanada er m.a.s. inni í miðjum þjóð- garði, en þar hefur sérlegur „mót- orhjóla-stíga-gerðar-maður“ eftirlit með vegunum og ekur þá daglega og sér um viðhald á þeim. Íslendingar hafa gjarna reynt að gera eins og gert er í útlöndum. Því er spurt af hverju þeir geti ekki tek- ið sér Kanadamenn til fyrirmyndar? Undirritaður hefur átt mótorhjól í yfir 20 ár, hefur starfað við skipu- lagningu akstursíþrótta um árabil fyrir vélhjólamenn og er virkur fé- lagi í Vélhjólaíþróttaklúbbnum. Ég tók upp á mitt einsdæmi að gera gróðurtilraunir með grasfræ að vopni sem ég fékk gefins frá Land- græðslu ríkisins og sáði í ógróið land sem fékkst undir keppnisbrautirnar. Mótorhjólin voru síðan notuð í stað plóga. Með þessari „landgræðsluað- ferð“ náðist frábær árangur t.d. á Húsavík, Þorlákshöfn, Hellu og víð- ar. Enginn sá ráðamaður, sem haft var samband við, hafði hins vegar áhuga á að skoða eða ræða það á einn eða annan hátt. Aðeins tveir að- ilar í opinberu starfi, garð- yrkjustjórar í sínu sveitarfélagi, höfðu orð á því að gróðurtilraunir undirritaðs hefðu skilað verulega góðum árangri í sínu umdæmi. Meira um utanvega- akstur mótorhjóla Hjörtur L. Jónsson fjallar um ástæður fyrir utanvegaakstri torfærumótorhjóla ’… væri þaðsanngjörn krafa að ríkið legði vegi fyrir mót- orhjólamenn fyrir þær tekjur sem það hefur af þeim í ríkis- sjóð …‘ Hjörtur L. Jónsson Höfundur hefur starfað við skipu- lagningu akstursíþrótta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.