Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 31 UMRÆÐAN Allt að gerast á Austurlandi! Þann 17. júní fylgir Morgunblaðinu glæsilegur blaðauki um Austurland, landsfjórðung í örum vexti. Meðal efnis er mannlíf og menning, framtíðarsýn fjórðungsins, húsbyggingar og þróun fasteignaverðs, umsvif og atvinna, áhugaverðir staðir og margt fleira. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 14. júní. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is ÞÆR umræður sem fram fara í dag um sjúkdóma, fæðu, lyf og lyfja- gjafir eru af hinu góða og segja okk- ur kannski einna helst hversu langt við erum komin frá upprun- anum. En sem betur fer eru fleiri og fleiri að verða nógu kjark- aðir til að sjá hvað við höfum runnið út af sporinu og eru farnir að sporna við þessari þróun. Það er stöðugt verið að finna upp hjól- ið. Þegar „hefð- bundnar“ lækningar komu til, var auðvitað lítið að gera með þá vitneskju sem fyrir var, það varð að búa til ný sannindi til þess að hægt væri að græða peninga og um það snúast hlutirnir í dag, að búa til ný lyf, nýja peninga. Jafnvel er gengið svo langt að setja upp sýndarrannsóknir, þar sem til verða rangar niðurstöður sem skapa nýjan vanda. Fræg er rannsókn sem Kaliforníuháskóli var keyptur í af lyfjafyrirtæki og átti að rannsaka fæðu og tengsl hennar við brjóstakrabbamein kvenna. 19.500 konur tóku þátt í rannsókninni. Og hvað skyldi nú hafa komið út úr rannsókninni? Jú. Þær konur sem borðuðu almenna fæðu með fitu og öllu, var minnst hætta búin á að fá brjóstakrabbamein, en eftir því sem fæðan þynntist og fór meira út í grænmeti og það sem við köllum al- mennt „diet-fæði í dag, þá jókst áhættan stórlega. En hver var útgef- in niðurstaða? Jú. Konur eiga að borða meira „diet“-fæði og er græn- meti þar innifalið. Og hver ætli hafi verið tilgangurinn með þessari rang- færslu? Jú. Það þurfti auðvitað að bregðast við auknum brjósta- krabbameinstilfellum með nýjum rannsóknum og í framhaldi nýjum lyfjum og auka þannig við hagn- aðinn, arðgreiðslurnar. Sjúkdómavæðing virðist vera í al- gleymi í heiminum og mörg og ljót eru dæmin sem lesa má um á vefsíð- um virtra erlendra lækna, sem láta sig í alvöru varða heilsu almennings, en peninga kannski minna. Umræð- an í dag snýst mikið um gríðarlega notkun á rítalíni hér á landi. Maður efast stundum um að fylgst sé nógu vel með rannsóknum og tilraunum sem gerðar eru út um heim. Þekkt er það sem kallast arfgeng- ur næringarskortur og hefur hann m. a. alvarleg áhrif á hegðun þess sem fyrir verður. Hér hjálpar til þessi skelfilega vatnsdrykkja sem fólki er att út í og sem leiðir t.d. til þess að vítamín og steinefni skolast hreinlega burt úr líkamanum. Skemmst er að minnast litlu stúlk- unnar í Arisona sem lést eftir of mikla og langvarandi vatnsdrykkju, en foreldrar hennar refsuðu henni ef hún gerði ekki allt eins og þau sögðu, með því að láta hana drekka glas af vatni. Hún reyndist vera orðin vítamín- og steinefnalaus að mestu. Foreldrarnir voru dæmdir í fangelsi fyrir manndráp. Vatn eigum við fyrst og fremst að fá úr fæðunni sem við neytum. En aftur að rítalíninu og hegð- unarvandamálum. Þrír breskir læknar stóðu fyrir tilraun sem gerð var í unglingafangelsi á Englandi, en þetta voru ofbeldisfangar sem sátu inni fyrir gróft ofbeldi, morð og inn- brot af ýmsu tagi. Læknunum datt í hug að gera tilraun á föngunum og sjá hvort og hvernig áhrif aukin vítamínneysla hefði á þá. En því hef- ur lengi verið haldið fram að alvar- legur vítamín- og steinefnaskortur valdi alvarlegum hegðunarvanda. 300 fangar fengu belgi með extra skömmtum af vítamínum og stein- efnum og aðrir fangar fengu belgi með engu í. Eftir inntöku í aðeins rúmar tvær vikur, mátti sjá greini- legan mun á hegðun þeirra sem fengu vítamínin. Í fangelsisgarðinum var vítamínhópurinn orðinn mun ró- legri og þoldi orðið illa áreiti frá hin- um og sama gilti við teríuborðið. Þeir voru nánast hættir að vera með óskammfeilnar at- hugasemdir yfir matn- um og gefa fokkmerki og fl. í þeim dúr til þeirra sem afgreiddu þá. Og það sem meira var, félagar völdust orð- ið öðruvísi saman, því að vítamínhópurinn þoldi ekki hina og því skiptu margir um sessunaut eða félaga. Þetta sannaði fyrir þessum læknum að vítamín og steinefni gerðu gæfumuninn. Persónulega þekki ég dæmi af konu sem ráð- lagt var að taka inn ákveðið efni til að auka þrótt og bæta líðan. Rúmlega tveim- ur mánuðum eftir að konan byrjaði að taka inn efnin, hitti ég hana á götu og spurði hún mig þá, hvort ég vissi til þess að eitthvað róandi væri í við- komandi efnum. Ég sagði henni að svo væri nú ekki, en ef vítamín og steinefnabúskapur hennar hafi verið orðinn lélegur, þá væri ekki óeðlilegt að hún hafi verið orðin talsvert óró- leg og trekkt á taugum. Nei, sagði hún, ég er ekki að tala um mig, held- ur 15 ára gamlan son sem er greind- ur ofvirkur, en ég hef gefið honum með mér á morgnana og hann hefur breyst svo mikið, ég hef eiginlega eignast nýjan son, svo að ég hélt kannski að það væri eitthvað róandi í þessu. Þetta sagði mér allt sem segja þurfti. Gæti ekki verið ráð að byrja á því að athuga vítamínbúskap hjá börn- um með hegðunarvanda og sjá hvort ekki er hægt að ráða bót á vandanum og koma í veg fyrir ofbeldi með vítamínum og steinefnum? Svo mæli ég með að landsmenn slaki á þessari gerræðislegu vatnsdrykkju, svo þeir skoli ekki burt því litla af vítamínum sem eftir er, hjá sumum. Mikil vatns- drykkja hefur meira að segja verið tengd við Alzheimer sjúkdóminn, sem einn orsakavaldurinn. Nýjar og gamlar staðreyndir Aðalsteinn Bergdal fjallar um sjúkdóma og lækningar Aðalsteinn Bergdal ’Sjúkdómavæð-ing virðist vera í algleymi í heim- inum …‘ Höfundur er leikari. SAMSKIPTI og samræming skóla- og íþróttastarfs í Garðabæ var umræðuefni fyrsta Íþróttaþings bæjarins sem haldið var í Flataskóla 11. maí 2005. Þingið var haldið að frumkvæði Íþrótta- og tóm- stundaráðs Garða- bæjar (ÍTG). Góð mæting var á þingið en til þess var boðið aðilum frá skólum og íþróttafélögum, bæj- arfulltrúum og öðrum tengdum aðilum í bænum. Íþróttaþing sem þetta er nýmæli varðandi samstarfsvettvang upp- eldisstofnana sem koma að íþrótta- starfi í sveitarfélagi. Fullyrða má að þing sem þetta marki ákveðin tímamót. Á þinginu kynnti Bryndís Björk Ásgeirsdóttir frá Rannsóknum og greiningu stöðu ungmenna í Garðabæ miðað við landið í heild sinni. Staðan er almennt góð og virðist íþróttaþátttaka vera meira í Garðabæ en gerist á landinu al- mennt. Íþróttafélög bæjarins kynntu barna- og unglingastarf sitt. Félögin eru Stjarnan, Golf- klúbbur GKG, Hestamannafélagið Andvari og Golfklúbburinn Oddur. Íþróttafélögin eru greinilega stór- huga í uppbyggingu á barna- og unglingastarfi sínu. Þess má geta að þrjú fyrstnefndu félögin öðl- uðust fyrir stuttu æðstu við- urkenningu ÍSÍ sem veitt er fyrir íþróttastarf en það er að mega kalla sig „Fyrirmyndarfélag ÍSÍ“. Golfklúbburinn Oddur hefur ekki verið með barna- og unglingastarf til þessa en er að byrja að byggja það upp. Magnús Teitsson íþrótta- kennari kynnti námskrá og áherslur og Helgi Grímsson skóla- stjóri kynnti hugleiðingar um hvernig auka mætti samstarf á milli uppeldisstofnana. Að loknum framsöguerindum ræddu vinnu- hópar ákveðnar spurningar varð- andi það hvernig mætti efla sam- starf. Niðurstöður þingsins voru afar jákvæðar fyrir samstarf á þessum vettvangi og ljóst að fag- aðilar vilja bæta starfið enn frekar á vettvangi íþróttanna í Garðabæ. Niðurstöðurnar verða ræddar áfram á vettvangi ÍTG á næstu fundum og áætlanir gerðar í fram- haldinu. Almenn ánægja var með þingið. Þar mættust helstu uppeld- isstofnanir bæjarins og mörg sjónarmið voru rædd. Fyrir- hugað er að halda íþróttaþing árlega og taka nýtt efni fyrir hverju sinni. Í þeim efnum er af nógu að taka, t.d. málefni barna- og unglinga- íþrótta, brottfall, af- reksíþróttir, almenn- ingsíþróttir, íþróttastarf eldri borgara o.s.frv. Ég nefni þetta íþróttaþing til að vekja athygli ráðamanna sveitarfé- laga, skóla og íþróttafélaga á mik- ilvægi þess að þær stofnanir í bæj- ar- og sveitarfélögum sem sinna uppeldisþætti ungmenna hittist reglulega til að stilla saman strengi sína og auka framboð og gæði starfsins. Ekki bara á sviði íþrótta heldur einnig almennt varðandi lýðheilsu. Foreldrar gera kröfur um gæðastarf á öllum svið- um þjónustu uppeldisstofnana. Garðabær ætlar sér að vera í fremstu röð á því sviði sem og öðr- um. Með samstarfi skóla og íþróttahreyfingar má auka fram- boð og gæði íþróttastarfs með það að aðalmarkmiði að sem flestir geti verið með. Í ljósi upplýsinga um breytt hreyfi- og fæðumynstur er nauðsynlegt að brugðist sé við. Skóli og íþróttafélög í Garðabæ efla samstarf Stefán Snær Konráðsson fjallar um samstarf ÍTG og skóla í Garðabæ ’Með samstarfi skóla ogíþróttahreyfingar má auka framboð og gæði íþróttastarfs …‘ Stefán Snær Konráðsson Höfundur er formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. KVEINSTAFIR Alfreðs Þor- steinssonar út af oki Orkuveit- unnar vegna Perlunnar, einu mest áberandi tákni Reykjavíkur, minntu mig á hugmynd um ráð- stefnuhelli inni í Öskjuhlíðinni vestan frá, tengdan Perlunni og framtíðarsýn um nýtingu svæð- isins í þróun miðborgar Reykja- víkur. Þessa hugmynd viðraði sendi- herra Bandaríkjanna þá, Charles J. Cobb, í lok ráðstefnu Amerísk- íslenska verslunarráðsins í Perl- unni fyrir áratug eða svo. Núna er heila galleríinu, tónlistarhúsi og ráðstefnuhöll, stefnt saman á hafnarbakkann með yfirvofandi sjávarflóðum. Annars er það með miklum ólíkindum þegar yfirlýsingar og umræða um borgarmál snúast orðið um hvort þróa eigi byggðina ýmist út í opið haf eða upp til heiða. Þetta eru öfgafullar um- ræður. Sérlega á meðan flugvall- arsvæði Reykjavíkur er í gíslingu í staðinn fyrir að það sé nýtt í manna- og miðborgarbyggð. Nú hefur áðurnefndur Alfreð, oddviti, lýst því yfir að hann vilji flugvöllinn burt og út á Skerja- fjörð fyrir 10-20 milljarða, munar ekki miklu! Af hverju ekki bara burt? Skondin í og með þessi skipti en samt samhljóma skerja- stefna út í opið haf sem er að færa sig upp á skaftið og kallar á sífellt hærri varnargarða. Að lokum legg ég til að Orku- veitan selji Reykjavíkurborg Perluna, enda á Orkuveitan rán- dýrt monthús eingöngu yfir sjálfa sig, a la Alfreð. Hvað kostar það annars á ári? Herbert Guðmundsson Ráðstefnuhellir undir Perlunni Höfundur er fv. framkvæmda- stjóri AMÍS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.