Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HólmfríðurAndrésdóttir fæddist í Reykjavík 4. september 1915. Hún lést á Landspít- alanum að morgni 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrés Andr- ésson, klæðskeri og kaupmaður í Reykjavík, ættaður frá Hemlu í Vestur- Landeyjum, f. 7. júní 1887, d. 23. október 1970, og kona hans Halldóra Þórarinsdóttir, ættuð úr V- Skaftafellssýslu, f. 9. apríl 1888, d. 5. apríl, 1940. Bróðir Hólmfríð- ar var Þórarinn, kaupmaður í Reykjavík, f. 15. október 1911, d. 14. október 1989. Seinni kona Andrésar var Ingibjörg Stefáns- dóttir, ættuð frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði, f. 18. nóvember 1915, d. 9. apríl 1987. Börn Andr- ésar og Ingibjargar eru Sigrún, f. 17. maí 1944, d. 3. ágúst 1978, Berglind, f. 16. janúar 1946, Andrés, f. 15. febrúar 1951, og björn, hagfræðingur, f. 3. septem- ber 1965, maki Gunnhildur Sveins- dóttir, börn þeirra eru Ásgeir Skorri og Tryggvi. B) Gunnar, lög- fræðingur, f. 30. október 1969, maki Auður Stefánsdóttir, börn þeirra eru Gunnar Ágúst, Hildur Vala og Arna. C) Ásgeir, læknir, f. 18. apríl 1971, maki Þórdís K. Þor- steinsdóttir, börn þeirra eru Tóm- as Jökull og Ingibjörg. D) Fríða, B.A., heimspeki, f. 2. nóvember 1980. 3) Agnar Frímann, trygg- ingaráðgjafi, f. 18. febrúar 1946, kvæntur Ástu Sigríði Hrólfsdóttur, ferðafræðingi, f. 7. júní 1949. Börn þeirra eru: A) Erna, sálfræðingur, f. 10. mars 1971, maki Már Másson, börn þeirra eru Birna María og Agnar Már. B) Fríða, kennari, f. 23. mars 1974. C) Edda Björk, hag- fræðingur, f. 28. mars 1978, maki Sigfús Ragnar Oddsson. Hólmfríður ólst upp í Reykjavík, stundaði nám í Landakotsskóla, Kvennaskólanum, Tónlistarskólan- um og í húsmæðraskóla í Dan- mörku. Auk húsmóðurstarfa starf- aði Hólmfríður að félagsmálum í kvenfélaginu Hringnum frá 1944, hún var varaformaður 1963 til 1966, heiðursfélagi Hringsins frá 1994, í kvennadeild Rauðakrossins og í kvenfélaginu Vinahjálp. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Stefán, f. 6. apríl 1952. Hómfríður giftist 12. desember 1938 Svanbirni Frímanns- syni, bankastjóra, f. á Akureyri 14. júlí 1903, d. 9. júlí 1992. Foreldrar hans voru Frímann Jakobsson, trésmíðameistari á Akureyri, f. 12. ágúst, 1868, d. 6. júní 1937, og Sigríður Björnsdóttir, f. 13. mars 1874, d. 27. maí 1963. Börn Hólmfríð- ar og Svanbjörns eru: 1) Andrés, verkfræðingur, f. 20. október 1939, kvæntur Björk Timmer- mann, B.A., f. 16. ágúst 1942. Börn þeirra eru: A) Frímann, út- fararstjóri, f. 24. október 1972, maki Sigríður Óðinsdóttir, sonur þeirra er Breki Þór. B) Markús Þór, myndlistamaður, f. 11. mars 1975, maki Dorothée Kirch. 2) Sigríður Halldóra, þroskaþjálfi, f. 26. nóvember 1944, gift Ásgeiri Thoroddsen, hrl., f. 7. febrúar 1942. Börn þeirra eru: A) Svan- Við söknum þín, Fríða, en fögnum samfundum þínum við Svanbjörn. Ásgeir Thoroddsen. Ein fyrsta minning mín var í fjöl- skylduboði uppi hjá ömmu og afa. Þá hafði ég verið á klósettinu en gat ekki hneppt smekkbuxunum mínum og hljóp því fram til að biðja um hjálp. Amma spurði hvort hún mætti hjálpa mér en ég horfði á hana fýlulega og sagði: „Nei, mamma“ og fékk um leið alveg hrikalegt samviskubit. Amma og afi bjuggu í sama húsi og var ég stöðugur heimagangur hjá þeim. Í grunnskóla fór ég alltaf upp til ömmu að borða þar sem hún átti alltaf besta matinn, hvort sem það var eplakaka, brauðsúpa eða fiskur með gulri sósu, svo var þar einnig lítil skúffa í eld- húsinu fyllt af litlum sætum súkku- laðibitum. Amma spilaði á píanó og var yndislegt að hlusta á hana spila. Svo gat hún alltaf hjálpað með nót- urnar þegar ég var að læra. Í menntaskóla bjó ég á háaloftinu hjá henni og er ég ekki frá því að ég hafi fitnað dálítið þar sem hún var enda- laust að bjóða mér eitthvert góðgæti. Einhvern tíma fór ég upp til henn- ar í risastórum og lafandi grænum buxum. Hún horfði á mig og hló: „Jiii, í hverju ertu barn? Ekki ferðu svona í skólann?“ Svo hló hún og hló með sínum smitandi fallega hlátri og var svo fljót að bæta við: „Hvad klæder ikke skönhed.“ Amma var svona önnur mamma, endalaust ljúf og góð og brosandi. Ef maður var ekki brosandi og kátur sagði hún: „Smil og hele verden smil- er til dig.“ Af hinum mörgu dönsku slettum ömmu að dæma finnst mér dálítið skrítið að ég hafi ekki orðið „flúent“ í dönsku bara á því að kynn- ast ömmu. Elsku amma mín, þú varst svo stór hluti af mínu lífi og því hluti af því sem ég er í dag. Takk fyrir mig, elsku þú. Fríða Thoroddsen. Þegar við systurnar minnumst ömmu Fríðu í sameiningu koma margar góðar minningar upp í huga okkar. Efst í huga eru þá sérstaklega allar þær samverustundir sem við áttum með henni og afa Svanbirni í sumarbústaðnum þeirra Móakoti við Þingvallavatn. Þegar við vorum yngri eyddum við drjúgum hluta sumranna í Móakotslandi og mætt- um við alltaf mikilli hlýju og vænt- umþykju frá ömmu og afa. Þar áttum við margar góðar stundir með þeim og var alltaf jafn eftirsóknarvert að fá að gista í kojunni í litla herberginu og fara í berjatínslu með ömmu úti í móa. Amma fylgdist alltaf vel með því sem við höfðum fyrir stafni hverju Hún var alltaf kölluð Fríða. Þau Svanbjörn höfðu reist sér kofa við Þingvallavatn á stríðsárunum. Á unglingsárum mínum eignuðust for- eldrar mínir bústað við sömu vík. Þannig hófust kynni mín af þeim ágætu hjónum og þau áttu eftir að verða nánari þegar ég krækti í Siggu Dóru, dóttur þeirra. Seinna leyfðu Fríða og Svanbjörn börnum sínum að byggja bústaði í Móakotslandinu þeirra. Samleið okkar Fríðu var löng og náin vegna þess að við vorum ekki bara nágrannar við Þingvallavatn heldur líka á Flókagötu 19, þar sem við Sigga Dóra höfum búið flest okk- ar hjúskaparár. Það staðarval varð okkur gæfuspor, þótt þau Fríða og Svanbjörn hafi bent á hætturnar sem gætu skapast af slíkri nálægð þegar við ungu hjónin værum að finna okk- ar sjálfstæðu tilveru. Aldrei bar þó skugga á og nutum við þess ríkulega að ala upp börnin okkar með afa og ömmu uppi á lofti. Samgangur var alltaf mikill og góður. Amma Fríða varð aðal barnapían okkar. Hún var mikil húsmóðir og gestrisin með ein- dæmum og hélt þétt um frændgarð sinn. Nutum við þess vel. Alltaf var Fríða að, ef ekki í eldhúsinu þá við prjónaskap fyrir barnabörnin eða Hringinn sem var hennar hjartans málefni. Oft var hún staðin að því að læðast ofan í þvottahús og strauja skyrtur okkar feðga. Við kvörtuðum ekki. Fríða var ljúf og hafði góða nánd. Það voru forréttindi að hafa fengið að kynnast henni, eiga hana sem tengdamömmu og vin. Væntumþykja hennar og umhyggja fyrir velferð okkar og barnanna var einstök. Fríða var gæfukona, þau Svan- björn áttu farsælt, langt og traust hjónaband. Minningin um Fríðu er björt. Síðustu árin bjó Fríða á Skjóli við góða og einlæga umönnun starfs- fólksins sem við þökkum af heilum hug fyrir. Þótt hún væri farin að heilsu var alltaf notalegt að heim- sækja hana og sjá brosið fallega sem fyrr. ,,Takk og kom snart igen,“ sletti hún gjarnan á dönsku þegar við kvöddum. sinni og sýndi því einlægan og sannan áhuga, sem við systurnar kunnum vel að meta. Við litum því oft inn hjá ömmu og afa á Flókagötunni og var ávallt tekið hlýlega á móti okkur með opnum örmum og glaðværu brosi. Þar lékum við okkur ýmist á háaloftinu eða fengum að æfa okkur á flygilinn undir tilsögn ömmu, enda var hún frá- bær píanóleikari. Ekki sakaði heldur að alltaf gat amma galdrað fram ný- bakaðar skonsur og eplaköku, þó svo hún vildi meina að „ekkert væri til í kotinu“ að bjóða okkur upp á. Amma Fríða var mikil handa- vinnukona. Hún saumaði, prjónaði og heklaði af mikilli list og eru þær ófáar peysurnar og húfurnar sem hún hef- ur prjónað á okkur systurnar. Mun- aði hana þá ekkert um að gera þrjú eintök í sama mynstrinu. Amma átti greinilega góðar minn- ingar frá Kaupmannahöfn, þar sem hún var í húsmæðraskóla sem ung kona, eða „grautarskóla“ eins og hún kallaði hann, því þó svo að minnið hafi verið farið að gefa sig síðustu ár- in, þá ljómaði hún alltaf þegar talið barst að Kaupmannahöfn og því sem danskt var. Það mátti líka heyra hana nota einstaka dönsk orð og orðasambönd, sem okkur barnabörn- unum fannst stundum hlægilegt, en sem seinna meir hefur komið sér af- skaplega vel að hafa lært og margoft hefur verið gripið til. Við þökkum þann tíma sem við átt- um saman með ömmu Fríðu og eig- um fallegar og hlýjar minningar sem munu fylgja okkur alla tíð. Það er líka notalegt að vita til þess að þessar minningar munu reglulega rifjast upp þegar við dveljumst í Móakoti í framtíðinni. Erna, Fríða og Edda Björk. Fríða og Svanbjörn eiginmaður hennar fengu það erfiða hlutverk að fóstra mig í eitt ár á táningsárum mínum. Þau reyndust mér sem bestu for- eldrar, Svanbjörn áhugasamur um skólaverkefni, og Fríða spjallandi um áhugamál og dagleg viðfangsefni. Hlýja þeirra og áhugi studdu mig, Alltaf beið matur og spjall, þegar ég kom heim úr skóla. Á seinni árum var gott að koma í heimsókn til Fríðu, hún standandi á stigapallinum: „Ert þetta þú? – En gaman – komdu inn.“ Í sumarbústaðnum Móakoti var tekið á móti með sömu hlýju, með kaffi og eplaköku, ég keyrð niður í þægilegan stól, og áhugasamt andlit Fríðu: „Jæja, elskan, hvað segirðu?“ Eftir stendur eftir öll árin mikil væntumþykja og söknuður vegna persónu sem var svo rík af kærleika og gaf mikið af sér. Samúðarkveðjur til ættingja. Dóra Thoroddsen. HÓLMFRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG HALLA JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Skeljatanga 27, Mosfellsbæ, andaðist þriðjudaginn 6. júní á dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Jón Erling Einarsson, Guðrún Jónsdóttir, Elín Björk Einarsdóttir, Sigurður G. Marinósson, Ragnhildur Halla Bjarnadóttir, Sindri Önundarson, Hjördís Rut Jónsdóttir, Ingi Már Björnsson, Sigrún Dóra Jónsdóttir, Barði Sigurjónsson, Bogi Hrafn Guðjónsson, Einar Örn Guðjónsson, Einar Sigurður Jónsson og barnabarnabörn. Það var um vorið 1955 að ég hitti Sigurð Jónsson fyrst. Þá var hann á reiðhjóli á leið neðan úr bát og heim til sín með bilaðan mótor úr dýptarmæli en verk- stæðið hans var þá uppi á loftinu á Birkiteigi 12 í Keflavík. Húsið var þá í smíðum sem krafðist mikillar vinnu og auk þess var hann sýningarmaður á kvöldin í bíóinu. Um þetta leyti hóf ég útvarpsvirkjanám hjá Friðriki A. Jónssyni í Simrad-umboðinu í Garðastræti 11 í Reykjavík. Síðan þá vorum við Siggi vinir og í býsna góðu sambandi þó að síðustu 45 árin höf- um við búið hvor á sínu landshorn- inu. Næstu árin var Sigurður með verkstæði í Keflavík og þjónaði Suð- urnesjaflotanum með viðhaldi á sigl- inga- og fiskleitartækjum, þá sér- staklega Simrad- og Decca-tækjum en Siggi lagði sig mjög fram um að koma góðum fiskleitartækjum í Suð- urnesjaflotann og bauð þar Simrad- tæki. Var hann svo góður sölumaður að hann var sjaldan kallaður annað en Siggi Simrad. Hann var sérstak- lega ósérhlífinn og fylgdi vel eftir tækjum sem hann hafði séð um sölu á og var ávallt reiðubúinn að sinna viðgerðarkalli hvort sem var á nóttu eða degi. Í kringum 1960 var mikill upp- gangur í síldveiðum á sumrin en þá voru að komu ný og endurbætt són- artæki á markaðinn og voru Simrad- tækin talin þar fremst. Á um tveimur árum voru sett ný sónartæki í næst- um allan íslenska síldveiðiflotann, þar af um 100 sónartæki af Simrad- gerð. Var því mikill samgangur á milli Sigga og okkar strákanna hjá Simrad, Kára, Jóns Más, Halldórs, Jóns Magg og Jóa Helga. Síðar, eftir að ég fluttist norður, þeirra Árna Mar, Gumma og Guðna. Sigurður fylgdist alltaf vel með tækniþróuninni á skipatækjunum og sótti m.a. námskeið með okkur bæði SIGURÐUR JÓNSSON ✝ Sigurður Jóns-son fæddist í Reykjavík 21. maí 1930. Hann lést á heimili sínu 1. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 11. mars. hérlendis og erlendis. Það var létt og kátt á hjalla hjá okkur þegar við komum saman og Siggi með sinn bein- skeytta húmor féll vel í hópinn. Um það bil 1965 kom Jóhannes Helga í samstarf með Sigga og fyrirtækið Sónar varð til. Það styrktist svo enn frekar við komu Kristins Daníels tækni- fræðings nokkru síðar, en þá voru þeir félagar farnir að flytja inn sín eigin tæki. Ég átti því láni fagna að verða fljótt eins konar heimagangur á heimili þeirra Þóru og Sigga og síðar fórum við hjónin varla um Keflavík nema að koma við eða jafnvel gista. Heldur fjölgaði aftur samverustund- unum er Guðrún dóttir þeirra settist að í Ólafsfirði því þá komu þau hjónin og Siggi yngri stundum norður. Þá voru einnig dýrmætar samveru- stundirnar í Skorradalnum í Þóru- koti sem hefðu átt að vera miklu fleiri. Sem táknrænt fyrir Sigga nefni ég atvik er ég gleymdi rafhlöðu úr myndavél hjá þeim hjónum á Birki- teignum og var kominn til Finnlands er ég uppgötvaði það en Siggi fann einhverja ótrúlaga leið til þess að koma henni til Helsinki á mettíma og bjarga málinu. Þannig var það svo sjálfsagt að hans mati varðandi tæki og varahluti fyrir bátana. Þá þurfti þjónustuvilja og kraft og að vera allt- af á tánum við að standa sig og bjarga hlutunum ekki seinna en strax. Þar meðal annars var Siggi í essinu sínu. Þetta eru síðbúin þakkarorð, Siggi minn, til þín fyrir vináttuna, sam- fylgdina og samstarfið en við hjónin vorum erlendis er sorgarfréttin um fráfallið barst okkur. Við minnumst þín sem góðs vinar og hvað er betra en eiga slíka. Þakka 50 árin með hlýjuna, hláturinn og glettnina sem þér var svo eðlileg. Þóru, börnum og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau. Hilmar Jóhannesson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.