Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 37
varð Mundi þannig þátttakandi í lífi mínu frá frumbernsku minni. Sem ungur drengur fékk ég oft að dvelj- ast í Laugarási í Biskupstungum hjá Jósý og Munda og fjölskyldu. Þaðan á ég minningar sem munu ávallt snerta mig djúpt. Á þessum árum kynntist ég Munda best, hjartahlýju hans, ríkri réttlætiskennd og rök- festu. Græðgi í samfélaginu var hon- um lítt að skapi. Hann hafði ríka kímnigáfu og mikið yndi af tónlist og af hvoru tveggja fékk ég að njóta. Það ómaði alltaf djass í Laugarásn- um og þegar ég hugsa til baka heyri ég horn eða trompet, silkimjúka tóna, og stundum var það Mundi sjálfur sem blés þessa mjúku tóna úr trompetinu sínu. Þar var menning- arheimili í víðasta skilningi þess orðs. Mundi var líka mikill sælkeri og hjá fjölskyldunni í Laugarási lærði ég að eta osta sem bragð var að! Þetta var mér dýrmætur tími. Ég minnist hestaferða og fjallaferða á Rússajeppanum, af mörgu er að taka. Veru minni í Laugarási fylgdi einstakur ævintýrablær, enda minn- ist ég þess varla að hafa upplifað meiri óþreyju en síðustu dagana fyr- ir ferð í Laugarásinn. Síðar fluttust þau úr Biskups- tungum í nágrenni við okkur í Reykjavík og samgangur því tíður öll mín mestu mótunarár. Það var mér mikil gæfa, sem ég mun búa að alla tíð, að kynnast þessari fjöl- skyldu. Mundi var hafsjór fróðleiks, einstakur málamaður og mikill unn- andi íslenskrar tungu. Engan þekki ég sem var eins fljótur að læra vísur og muna þær og hann. Mér var oft skemmt við vísur úr viskubrunni Munda. Það er með miklum söknuði að ég kveð kæran vin. Frá Ósló sendum við Kristín Lára og Margrét Ólöf þeim Jósý, Helgu Salbjörgu og fjöl- skyldu, Helgu móður Munda og fjöl- skyldu hennar samúðarkveðjur. Erlendur Helgason. … og vinir berast burt með tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt … (Jónas Hallgr.) Þessar ljóðlínur höfum við sungið saman allt frá áhyggjulitlum æsku- dögum í gamla MA þar sem leiðir okkar og Guðmundar Bergsteins, Munda, lágu fyrst saman. Við sung- um um fallvaltleik lífsins sem virtist þá svo fjarri en einnig um vináttuna, tryggðina og mikilvægi þess að nýta sólskinsstundirnar í lífinu. Þær eru líka margar sólskinsstundirnar sem við höfum notið með vinum okkar Jósý og Munda og börnunum þeirra. Bjartar sumarnætur í Laugarásnum við árnið og fuglasöng og vetrar- kvöld við kertaljós, tónlist og nota- legt spjall. Þá var glatt á hjalla og Mundi fór gjarnan með lausavísur og kvæði. Hann hafði á hraðbergi marga dýrt kveðna glettnivísuna og kunni kynstur af þeim. Oft undruð- umst við hvað hann var fljótur að læra þær, þurfti oft ekki að heyra ferskeytlu nema einu sinni. Eyrað var næmt á hrynjandina í kveðskap og ekki síður í tónlist en þar setti hann djassinn í öndvegi. Mundi var óvenju næmur á tungumál, var lat- ínuhestur og talaði þýsku reiprenn- andi að menntaskólanámi loknu, enda þótt kennslan á þeim tíma gæfi hvorki tækifæri til hlustunar né tal- þjálfunar, og aldrei hafði hann þá til Þýskalands komið. Hann var af- burða íslenskumaður, þoldi illa ambögur og slettur og gerði gjarnan athugasemd ef notað var erlent orð þar sem íslenskan átti kjarnyrði. Listasmiður var hann einnig og átti sínar bestu stundir í bílskúrnum með hamar og sög í hönd. Stoltur var hann og glaður þegar hann sýndi gripina sem þar urðu til enda voru þeir með miklum fagmannsbrag. Mundi var traustur vinur, það höf- um við margreynt og þegar alvarleg veikindi steðjuðu að fjölskyldu okk- ar fyrir nokkrum árum var ómet- anlegt að eiga Jósý og Munda að. Börnin okkar hafa átt í þeim ein- staka vini og notið umhyggju þeirra og ástúðar frá því að þau komu í heiminn. Mundi gaf þeim öllum gælunöfn sem enginn notaði nema hann og glettnin og hlýjan í sam- skiptum hans og þeirra var sérstök. Þau þakka nú, um leið og þau harma fráfall hans. Það er dýrmætt að eiga bjartar minningar, ekki síst þegar syrtir að og því miður dró ský fyrir sólu. Vor- ið 2002 urðu þau Jósý og Mundi fyrir þungu höggi þegar Siggi Hrafn, son- ur þeirra, var hrifinn burt í blóma lífsins. Eftir það tók að halla undan fæti hjá vini okkar og erfiður sjúk- dómur herti tökin. Sorg og þungar tilfinningar voru ekki bornar á torg en þeir sem næst honum stóðu skynjuðu kvikuna og þekktu hjartað sem alltaf tók málstað þeirra sem minna máttu sín. Við syrgjum með ykkur, ástvinum hans, og biðjum þess að sólskins- stundir minninganna lýsi ykkur og vermi þegar frá líður. Bænir okkar fylgja Guðmundi Bergsteini, blessuð sé minning hans. Margrét Erlendsdóttir og Helgi Hafliðason. Ætti ég hörpu hljómaþýða, hreina mjúka gígjustrengi, til þín mundu ljóð mín líða, leita þín er einn ég gengi. (Friðrik Hansen.) Góður og hjartahlýr drengur er genginn langt um aldur fram. Guð- mundi Bergsteini Jóhannssyni kynntumst við á hásumri lífsins. Þá bjuggum við ungt fólk í uppsveitum Árnessýslu þar sem Guðmundur var starfandi héraðslæknir. Þar voru knýtt vináttubönd, sem alltaf héldu. Guðmundur var fremur seintek- inn, hæglátur og óframfærinn og dulur um innsta hag, en traustur og trygglyndur. Það leyndi sér aldrei hvað það var sem stóð hjartanu næst, Jósý og börnin, Siggi Hrafn og Helga, voru þar í fyrirrúmi. Og seinna komu barnabörnin, Hrafnkell og Bergsteinn og Þórhildur Sif. Jósý, sú gegnheila og góða kona, var hamingjan í lífi hans. Og hvergi var Guðmundur nær sjálfum sér og öðr- um en þegar hann var heima. Þar mætti okkur alltaf hlýtt og glatt við- mót og mikil gestrisni. Sigfinnur minnist stunda þar sem læknirinn og presturinn unnu eins og einn maður að sama marki. Þar hafði Guðmundur frumkvæði. Það lýsir vel hjartalaginu að hann bað prestinn að koma með sér þegar læknirinn var kallaður til vegna skyndilegra áfalla eða voveiflegra atburða heima í héraði. Guðmundur var í eðli sínu mikið náttúrubarn og pælari. Hann braut hvert mál til mergjar, velti fyrir sér eðli hlutanna og kunni skil á ótal mörgu enda skarpgreindur og vel lesinn. Náttúran var honum sem op- in bók. Þar áttum við með honum ógleymanlegar yndisstundir. Og þá var Guðmundur glaður þegar hann fór um óbyggðir á vel búnu ökutæki og las í landið, örnefni og sögu, nöfn á jurtum og grösum og fuglum. Í lífshörpu Guðmundar voru margir strengir. Hann var tónelskur eins og hann átti kyn til og smekkvís á ritað mál og næmur á hjómfall orðanna í bundnu máli og mjög hag- virkur. Hann var mikill fagurkeri og eins og stundum vill verða þegar hugurinn er vökull þá var hann líka viðkvæmur og auðsæranlegur. Þungur harmur var kveðinn að allri fjölskyldunni þegar Siggi Hrafn, sem var um margt ákaflega líkur föður sínum, féll frá mjög skyndi- lega. Þá slitnaði strengur í brjósti vinar okkar og lífslagið varð aldrei það sama og áður. Hann náði ekki að endurheimta tóninn sem okkur öll- um er nauðsynlegur þegar við þreyt- um lífsgönguna og var orðinn veg- móður undir það síðasta. Þrotinn að kröftum til líkama og sálar var hon- um trúlega mikil líkn að fá að kveðja. Við trúum því að nú hafi feg- insdagurinn risið hjá þeim feðgum í landinu þar sem aðskildir ástvinir finnast. Guð helgi og blessi minn- ingu þeirra beggja og veiti ástvinum þeirra huggun og frið. Viltu, þegar vorið blíða vefur rósir kvölddögginni, koma til mín, kvæði hlýða, kveðja mig í hinzta sinni. (Friðrik Hansen.) Sigfinnur og Bjarnheiður. Drottinn varðveiti inngöngu og útgöngu. Innganga Guðmundar í máladeild fjórða bekkjar Menntaskólans á Ak- ureyri var haustið 1959. Við urðum herbergisfélagar í heimavistinni þetta haust og ég gleymi ekki sér- leika hans, nákvæmni, snyrti- mennsku og hógværð. Hann kom í herbergið okkar og fór í inniskóna, sem voru nákvæm- lega á sínum stað, sneri sér að mér og spurði brosandi frétta úr stærð- fræðideildinni um leið og hann sneri hægri úlnliðnum með úrinu, renndi síðan greiðunni um hárið, settist við borðið, kláraði undirbúning náms fyrir næsta dag á örstuttum tíma og stóð upp, því hann hafði mælt sér mót við skólasystur okkar, kærustu sína frá upphafi skólavistar, Jósý. Ég öfundaði hann, en reyndi að láta ekki á því bera. Af námshæfi- leikum og kærustunni og af öryggi hans og yfirsýn, sem hann hafði um öll mál sem við ræddum um. Hann var sérstakur málamaður og stílisti og naut sígildrar hljómlistar og hlustaði á löngum kvöldstundum á djass með Lofti, skólabróður okkar. Þau opinberuðu, Jósefína og Guð- mundur, 17. júní 1962 ásamt fleiri skólasystkinum okkar og þau lögðu af stað saman út í lífið, eins og þau höfðu verið öll skólaárin, alltaf þau tvö geislandi og hamingjusöm. Árin þeirra og árin hans sem læknir, sem hann tók oft nærri sér, því ná- kvæmni hans og vilji til að gera allt- af allt nákvæmlega rétt fylgdi hon- um áfram. Að bregðast aldrei þeim, sem til hans leituðu og vera alltaf tilbúinn í útkall. Hann naut starfsins að geta svo oft læknað og hjálpað, en hann kveið einnig því, að mæta því sem gæti orðið, að hann gæti ekki bjargað til lífs eða bata. Og þegar öldugangur varð í starfi eða sam- starfi við aðra lækna tók hann það allt inn á sig, sem leiddi til afleið- inga. En alltaf var Guðmundur sami góði drengurinn, sem vildi öllum vel, öllum hjálpa og í lækningum vildi hann vera vel lesinn og undirbúinn með nýjustu tækni og leiðir til bata. Í fjölskyldulífi var hann ham- ingjusamur, umhyggjusamur og kærleiksríkur. Hann mætti sorginni með afar þungbærum hætti við missi sonar síns Sigurðar fyrir um tveimur árum, sem líktist honum svo mjög í útliti og með sömu hæfileik- ana og hljómlistargáfurnar. Því urðu honum dýrmætari heimsóknir til dóttur sinnar Helgu og fjölskyldu hennar, nú síðast fyrir stuttu til Danmerkur. Gleðin og sorgin eru eins og syst- ur í lífi okkar, sem minna hvor á aðra og gefa hvor annarri gildi þeg- ar við mætum þeim. Við þau kynni, þar sem minningar gleði og ham- ingju verða sterkari, er Guðmundur nú kvaddur með orðum Davíðs sálma: „Drottinn mun varðveita út- gang þinn og inngang héðan í frá og að eilífu.“ Guð blessi og styrki fjölskyldu hans og vini. Halldór Gunnarsson. Guðs í ríki, á grænu engi glitra nú þín spor. Þú munt, vinur, lengi, lengi lifa einnig meðal vor. (Höf. ók.) Á fegursta og bjartasta tíma árs- ins kveður Guðmundur þessa jarð- vist og hverfur sjónum okkar. Hann var vinur okkar og samstarfsmaður til margra ára. Hugur okkar leitaði oft til hans í seinni tíð. Margar góðar minningar tengjast samstarfi okkar. Guðmundur var íslenskusnillingur- inn okkar. Hann var mikill unnandi íslenskrar tungu og lét alltaf eins og við værum að gera honum mikinn greiða með því að leita til hans. Við notuðum okkur oft þekkingu hans og færni, t.d. ef vantaði að vita merkingu orða, réttritun þeirra eða jafnvel að lesa yfir ýmis verkefni, sem jafnvel tengdust vinnunni ekk- ert. Öllu þessu sinnti hann af mikilli kostgæfni og ljúfmennsku. Einnig var auðsótt mál að fá hann til að lesa yfir þýsku bréfin, leiðrétta þau og betrumbæta, þetta fannst honum bara skemmtileg verkefni enda hafði hann mikinn áhuga og kunnáttu í þýskunni. Hann var höfðingi heim að sækja, góður kokkur, og nutum við góðs af því í heimsóknum til þeirra hjóna, Jósefínu og hans. Veitingarnar voru frábærar og stundirnar með þeim hjónum góðar. Ekki megum við heldur gleyma að minnast á osta- stangirnar, sem hann bakaði og færði okkur fyrir jólin, þá var hátíð- in komin hjá okkur. Guðmundi var margt til lista lagt, t.d. var hann listasmiður og mjög músíkalskur. Minningarnar sem streyma fram ylja okkur. Við erum ríkari af því að hafa kynnst Guð- mundi. Við biðjum Guð að styrkja Jós- efínu, Helgu, dóttur þeirra, fjöl- skyldu hennar og aðra ættingja, á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Guðmundar B. Jóhannssonar. Anna Björg, Erna, Guðfinna, Hólmfríður, Ingunn og Valgerður, læknaritarar á Selfossi. Til minningar um vin minn Guð- mund lækni: Beygður er ég og brotinn því vin minn hef ég misst ef fyndist töfrasprotinn þig ég myndi vekja fyrst. Sofðu nú, vinur minn góði, ég veit þér líður nú vel. Sorg mína ber ég í hljóði minningabrotin ég vel. Elsku Jósefína, Helga og fjöl- skylda. Guð varðveiti minningu um góðan dreng í huga okkar og styðji ykkur í þessum mikla missi. Magnús Guðmundsson. Við ætlum að minnast Guðmundar B. Jóhannssonar nokkrum orðum, en hann starfaði hér á deildinni í meira en 20 ár. Guðmundur var mjög þægilegur maður í umgengni og viðræðugóður. Á þessum árum hefur hann átt mjög erfið tímabil, heilsufarslega. Við gátum rætt ýmislegt s.s. mat- argerð, íslenskt mál, trjárækt o.fl. því Guðmundur var hæfileikamaður á ýmsum sviðum. Það er stutt síðan ein af okkur heyrði frá honum í síma og var hann þá mjög ánægður eftir heimsókn til dóttur sinnar og fjöl- skyldu til Danmerkur og hennar yndislegu barna, eins og hann orðaði það. Eftir símtalið héldum við að það væri að birta til heilsufarslega þegar hann ræddi um sumarafleysingar, en þarna hefur þrekið alveg verið búið og hann kvatt okkur í síðasta sinn. Við þökkum öll árin sem við unn- um saman. Við sendum eiginkonu, dóttur og fjölskyldu og móður hans samúðar- kveðjur. Guðrún, Sigríður og Viktoría röntgendeild HSu. Er þetta vont! Ungur drengur liggur uppi á einhverskonar lækn- isbekk uppi í sveit fyrir góðum ald- arfjórðungi og stynur undan deyfi- sprautu sem er verið að reka í gegnum þykkan þófa á hælnum. Vanari því að haldið sé fast við og allt gert án nokkrar sýnilegrar vor- kunnar verð ég hálf undrandi. Karl- lægur hugsunarháttur lítils sveita- drengs segir mér að svona eigi læknir ekki að spyrja, en svona spyr þessi nýi læknir samt. Honum er greinilega mjög illa við að meiða mig. Og þannig var Guðmundur Berg- steinn Jóhannsson alla tíð. Hann var prúðmenni og honum var illa við að særa nokkuð sem á vegferð hans varð. Hann settist að með sinni fal- legu fjölskyldu í læknisbústað efst á Launréttarholtinu. Konu sem okkur systkinunum fannst skrýtið að héti Jósefína því það hét líka einn af kött- unum heima. Þau hjón áttu tvö börn, Helgu sem var eiginlega bara lítil og Sigga sem var yfirleitt talinn nógu stór til að leika við þó hann væri rúmu ári yngri en ég. Prakkaralegur krullhærður strákur. Við skrípluðumst í Launrétt, lás- um Andrésa, lærðum að reykja, laumuðumst inn í gömlu hlöðuna á hæðinni og stálum eggjum sem við suðum í Hveralæknum. Og stundum var Siggi heima að líta eftir Helgu og við máttum koma inn. Heimilið allt var glæsilegt og seinna kynntist ég á þessu heimili meira jafnræði milli kynslóða en ég var vanastur. Þeir töluðu saman eins og félagar, Siggi og Guðmundur læknir. Jósef- ína gat verið strangari en okkur lík- aði vel við hana. Hún amaðist ekki við okkur þó við værum pörupiltar og ögn eldri en Siggi. Ég á auðvitað að segja næst að síðan séu liðin mörg ár en finnst það samt varla. Finnst stundum eins og þetta og seinna árin á Laugarvatni hafi verið einhverntíma í hitteðfyrra. En það eru sjálfsagt ellimörk að skilja tímann svo vitlaust. Eftir uppvaxtarárin í Laugarási sá ég þau hjón Guðmund og Jósefínu sjaldnar en fyrir áratug vorum við aftur sveitungar. Og hittumst rétt í svip uppi á spítalanum eða á förnum vegi. Eiginlega var það ekki fyrr en nú á síðustu árum að ég kynntist Guðmundi vel. Ég var í smá vandræðum með prófarkalestur á bók sem var ég var að gefa út með þjóðsögum eftir Helga heitinn Hannesson frá Sum- arliðabæ. Mundi að Jósefína var ís- lenskumenntuð og leitaði til hennar. Hún tók mér eins og hennar var von og vísa alúðlega en benti mér strax á að Guðmundur væri eiginlega betri í þessu. Þau skyldu líta á þetta sam- an. Við hittumst nokkrum sinnum vegna þessa og það kom í hlut Guð- mundar að skila verkinu af sér til mín og þá kynntist ég alveg nýrri hlið á þessum hægláta Skagfirðingi. Hann var hafsjór þegar við fórum að ræða íslenskt mál og íslensk fræði. Mér hálfpartinn datt í hug að hann hefði verið á rangri hillu í lækna- sloppnum og kannski var hann það. Það fór einhvern veginn ekki á milli mála hvað Guðmundur stóð hér djúpum rótum í íslenskri menningu og tungu. Mundi sögur og kvæði. Og hann var sannkallaður fagurkeri á málið. Saman gátum við velt milli okkar sérkennilegum en fallegum orðtækjum Helga Hannessonar og orðanotkun, eins og ungar og ögn feimnar stúlkur að skoða klúta. Það eru ekki nema þrjú ár síðan mikill harmur stóð að þessari litlu fjölskyldu af Launréttarholtinu. Einkasonurinn Sigurður Hrafn lést eftir byltu sem hann hlaut í stiga- gangi á heimili sínu í Reykjavík. Dó einn og allur aðdragandinn hinn sorglegasti. Foreldrum, systur og stórum hópi vina og vandamanna mikill harmdauði. Þó slíkt verði seint mælt í stigum lætur nærri að erfiðastur hafi þessi missir verið föð- urnum. Föður sem nú fer með svipuðum hætti, safnast til feðra sinna – og sonar. Engum sem þekkti Guðmund síðustu misserin duldist að þar fór helsjúkur maður. Dauðastríð hans var langt og máske best lýst með lík- ingu við þá fornkappa sem komu hart niður í banalegunni. Sami ætt- arkvilli lagði þá feðga, Sigurð og Guðmund, að velli og er skarð fyrir skildi. Það er jafn fráleitt að álasa þeim fyrir krankleikann eins og að álasa hinum sem detta niður af hjartastoppi. Jósefínu, Helgu, Sigurði manni hennar og afabörnunum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Með Guðmundi bið ég fyrir kveðju til Sigga læknisins sem ég vona að sé enn jafn krullhærður og grallaraleg- ur hinum megin. Bjarni Harðarson. Lítill drengur er á leið með for- eldrum sínum í stutt ferðalag. Brjóstið er að springa af tilhlökkun því tilefni ferðalagsins er heimsókn til Jósýjar og Munda í Laugarási í Biskupstungum. Þar var sönn æv- intýraveröld, margt að skoða og rannsaka en fyrst og fremst skiptu máli móttökur gestgjafanna, Jósýjar og Munda, sem létu þessum litla dreng líða eins og hann væri það eina sem skipti máli í heiminum. Þessi litli drengur er undirritaður og síðan eru liðin 30 ár. Núna er stórt skarð fyrir skildi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 37 MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.