Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR dyravörsluna. Þrítug kaupi ég þessi súkkulaðidýr enn og hugsa til þín með hlýju. Merkilegast fannst mér þegar ég eltist, að sjá hvað andinn var ungur hjá þér og hversu margt þú hafðir upplifað. Hér hélt ég að Kaupmanna- höfn og hjólatúrar um Strikið væru eitthvað sem þú kannski tengdir ekki við, níræður maðurinn, en komst að raun um að þetta var hluti af þínum reynsluheimi líka, bara áratugum fyrr. Barmaði mér yfir lokaprófum og prófkvíða hjá þér nýverið og var mætt af brosi og hvatningu þess sem bæði veit og skilur. Mikið gastu skemmt okkur með sögum og vísum. Sagan um fuglinn sem tældi mann- garm út í á með kvakinu: „Vadd-údí, vadd-údí“ kitlaði hláturtaugarnar ekki síður en gervihroturnar sem þú framkallaðir þegar þú þóttist sofa í okkar návist. Mér þótti vænt um hvernig þú dróst mig, gikkinn, að landi við ýmis tækifæri, langt fram eftir aldri. Mér þótti vænt hvað þú sýndir dóttur minni og manni mikla hlýju. Mér þótti vænt um samtölin okkar en líka þagnirnar. Mest af öllu þótti mér vænt um þig. Sofðu vært, þín Arnfríður. Í dag kveðjum við elskulegan afa okkar sem lést 1. júní síðastliðinn á nítugasta og sjötta aldurs ári, saddur lífdaga. Afi var alltaf virðulegur maður og gerði alla hluti upp á tíu, vel, örugglega og strax, hann ætlað- ist til þess sama af öðrum og hefur það verið gott veganesti fyrir okkur að reyna að fylgja. Margar minning- ar koma upp í hugann, flestar frá Víðivöllum þar sem afi og amma bjuggu í næstu götu við okkur. Minn- ingarnar eru ófáar úr garðinum þar sem hann kenndi manni hvernig átti að hirða garðinn, þá fékk maður hníf í hönd og skrapaði milli hellnanna eða fékk kennslu í að klippa tré, en garðurinn var alltaf glæsilegur eins og annað sem afi kom að. Eins voru dagarnir á Snæfoksstöðum minnis- stæðir þar sem fjölskyldan kom sam- an við stangveiði eða gróðursetn- ingu. Ökuferðirnar m.a. í Dalbæ voru fróðlegar en á leiðinni fræddi hann okkur um stjörnurnar og náttúruna í kring. Minningarnar um allar spila- stundirnar voru skemmtilegar og fróðlegar en þær voru ófáar sem hann eyddi með okkur barnabörnun- um og svo síðar barnabarnabörnum. Afi var vitur maður og vel inni í öllum málum, allt til enda dags, það var því alltaf gaman að spjalla við hann og gat maður spurt hann um alla hluti því svarið vissi hann. Ekki var síður gaman að ræða við hann um þjóðmál en á þeim hafði hann ákveðnar skoð- anir og var tilbúinn að leiðbeina okk- ur, jafnvel óbeðinn. Elsku amma, megi guð gefa þér styrk í sorg og söknuði, þú ert að kveðja eiginmann og ævifélaga. Elsku afi, takk fyrir allar stund- irnar og fyrir að vera þú sjálfur. Minning um góðan mann lifir. Hvíl þú í friði. Einar, Guðfinna, Inga Fríða og fjölskyldur. Það er sjónarsviptir að Inga föð- urbróður mínum eins og systkinum hans öllum; þau voru hvert öðru föngulegri. Ingi náði 95 ára aldri og lifði lengst þeirra. Má það eflaust þakka framförum í læknisfræði og óþreytandi umhyggju Fríðu konu hans sem lét sér annt um holla lifn- aðarhætti þeirra og heilsusamlegt matarræði. Það var afar kært milli Þorkels föður míns og Inga frænda þrátt fyr- ir nær 12 ára aldursmun. Og náinn vinskapur eiginkvenna þeirra inn- siglaði sambandið. Ég man vel fagn- andi rödd móður minnar: „Ingi og Fríða eru komin í bæinn og ætla að gista“ enda heyrði ég þetta oft í æsku . Þá voru þau hjónin á ferð með Níní elstu dóttur sína í fyrstu og síðar smástækkandi barnahópinn. Ég hefi oft undrast hvað hann Ingi frændi var mér góður og þolinmóður í barnæsku minni. Hann var kennari í Garðyrkjuskólanum á Reykjum þegar hann var um þrítugt. Við mamma dvöldumst hjá þeim Fríðu sumarlangt þegar ég var 5 ára, pabbi hefur líklegast verið á síld það sumar og Níní nýfædd. Á hverjum morgni sat ég um Inga frænda, laumaði hendi minni í hrjúfa vinnuhendi hans (sem mér finnst núna að hljóti að hafa verið mjúk og heit) og tölti með honum eftir grófgerðri tröðinni nið- ur í gróðurhúsin. Aldrei man ég til að hann amaðist við mér er ég fylgdi honum eftir eins og hvolpur, dag- langt. Keimlíkar eru minningar mínar um hann einu eða tveimur árum síð- ar, eftir að þau Fríða fluttu til Sel- foss. Þá fylgdi ég honum eftir við lax- veiðar í Ölfusá. Hann fann mér hættulausan stað við bakkann en stóð sjálfur úti í á við veiðarnar. Ég hitti frænda minn síðast fyrir 3 mánuðum. Skrapp til þeirra hjóna á Hrafnistu til að hitta þau örskots- stund. Var að skrifa boðskort á sýn- ingu og fann það út að mér væri nær að heilsa upp á þau en að bjóða á opn- un sem þau gætu ekki þegið. „Já, þetta var nær, þú áttir einmitt að koma“ sagði frændi minn, hnuss- aði svolítið en lét mig finna að hann fagnaði komu minni þó ég hefði alveg mátt sýna mig fyrr. Vertu kært kvaddur, Ingi frændi. Kristín Þorkelsdóttir. Mig langar að minnast Sigurðar Inga Sigurðssonar, sem lést 1. júní sl. Hann var föðurbróðir minn og síð- astur þeirra systkina sem féll í val- inn. Ekki var það meining mín að ryðjast fram á ritvöllinn til þess að minnast Inga frænda míns því að mér finnst ég ekkert hafa að segja. En það er víst áreiðanlega tóm vit- leysa því að við nánari umhugsun er margs að minnast og margt að þakka. Ég man fyrst eftir Inga þar sem hann sat á skrifstofu í Mjólkursam- sölunni sem þá var til húsa í skúrum á bak við mjólkurvinnsluna sem þá var við Hringbrautina, en þar heitir nú Snorrabraut. Næst man ég eftir honum þar sem hann kenndi við Garðyrkjuskólann í Hveragerði. Bjó hann þar í löngu, mjóu og lágreistu timburhúsi og man ég að þar leit hann til með Hafliða Jónssyni síðar garðyrkjustjóra Reykjavíkur og bjó hann þar undir lokapróf. Eftir það heilsaði ég allaf Hafliða og hann tók undir kveðju mína! Ég vona að ég fari rétt með þótt nú séu liðin trúlega liðlega 60 síðan. Ég man meira frá þessum tíma. Einhverju sinni fóru þeir bræður Ingi og faðir minn til veiða niður í Þorleifslæk, því að þeir voru alla tíð mjög áhugasamir um laxveiðar. En þá var bílaeign lands- manna ekki eins ríkuleg og nú til dags. Þeir fengu því garðyrkjubónd- ann í Fagrahvammi, sem þá átti drossíu sem bar einkennisstafina X-44, til þess að skutla sér niðureftir. En við urðum að ganga til baka, sem reyndist föður mínum býsna erfitt, því að þá hafði hann stundað sjó- mennsku til margra ára og sótti mjög á hann sinadráttur. Það var afskaplega kært með þeim bræðrum og eiginkonum þeirra og fjölskyldunum. Mér segja systur mínar að oft hafi þau hjónin, Ingi og Fríða, gist heima þó svo að ég minn- ist þess ekki sérstaklega, enda var ég kvöldsvæfur strákur sem alla tíð var úti við og í mínum hugarheimi og langtímum í sveit fram yfir 14 ára aldur. Mér er líka sagt að mamma og Stína systir hafi dvalið sumarlangt hjá Inga og Fríðu í Garðyrkjuskól- anum í Hveragerði. Mér þykir líklegt að heimsóknir fjölskyldnanna hafi verið það algengar og sjálfsagðar og ég hafi því ekki veitt þeim neina sér- staka athygli. Sem dæmi um þetta þá vorum við í skírnarveislu á Selfossi þegar yngsta barnið þeirra hjóna var skírt. En þá vantaði skírnarvotta. Vorum við pabbi því tilnefndir. Ég var að sjálfsögðu mjög upp með mér af þessu tilefni og minnist þess að ég átti að sjá til þess að barnið yrði alið upp í guðsótta og góðum siðum. En svo vel var séð fyrir því af foreldr- unum að til minna kasta þurfti aldrei að koma. Við hjónin og synir okkar höfum notið barna þeirra hjóna og nú líka barnabarna þeirra. Á Dalbæ í Hrunamannahreppi bjó Hróðný dóttir þeirra hjóna ásamt bónda sín- um Jóhanni Pálssyni. Hjá þeim dvöldu synir okkar hjóna í sveit og tóku miklu ástfóstri við þau hjón. Þegar þau létust af slysförum, lét elsti sonur okkar yngri son sinn heita í höfuð Jóhanns. Og enn njótum við feðgar Arnfríðar dóttur þeirra hjóna og Jóns Viðars bónda hennar og sækjum til þeirra í réttir og til veiða og njótum jafnframt vinskapar við bræður hennar. Við hjónin höfum alla tíð átt vin- gott við Ingu og Henrý og leikum iðulega golf með þeim eftir því sem tíminn leyfir og er mjög kært með okkur hjónum og börnum þeirra. Allt þetta og margt fleira, sem ég læt ótalið en man þó, vil ég þakka og ekki hvað síst ræktarsemi við foreldra mína og sérstaklega við móður mína í gegnum tíðina. Sigurður Þorkelsson. Við fráfall Sigurðar Inga Sigurðs- sonar er horfinn af sjónarsviðinu einn af frumkvöðlunum í uppbygg- ingu og mótun samfélagsins á Sel- fossi. Fyrstu kynni mín af Sigurði Inga greyptu í huga mér þá mynd að þar færi maður traustur, orðvar, fram- sýnn og vinnusamur sem léti verkin tala án þess að hafa um þau mörg orð. Sigurður aflaði sér víðtækrar menntunar á sviði búfræði og búvís- inda bæði hér heima og erlendis og stundaði framan af ýmis landbúnað- arstörf og síðan kennslu á því sviði. Á Selfossi hóf hann störf 1943 hjá Mjólkurbúi Flóamanna fyrst á rann- sóknarstofu og síðar sem skrifstofu- stjóri og starfaði þar til ársins 1958. Sigurður var virkur í stjórnmálum og var varamaður í fyrstu hrepps- nefnd hins nýstofnaða Selfosshrepps 1947 og síðan aðalmaður í hrepps- nefndinni þremur árum síðar alls í tuttugu og fjögur ár og þar af oddviti frá 1958 til 1970. Hann var leiðtogi framsóknarmanna í sveitarstjórnar- málum á Selfossi um árabil og leiddi sameiginlegan lista Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags sem hafði meirihluta í hreppsnefndinni í þrjú kjörtímabil. Í tólf ára oddvitatíð Sigurðar Inga var hann einnig framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og þótti eftirtektar- vert hversu hagkvæmt og án mikillar yfirbyggingar honum tókst að reka sveitarfélagið þrátt fyrir góða þjón- ustu. Undir forustu hans voru unnin mörg stórvirki í verklegum fram- kvæmdum á vegum Selfosshrepps svo sem bygging fyrsta áfanga Sól- vallaskóla, undirbygging og malbik- un á Austurvegi sem breytti honum úr mjórri malargötu í breiðstræti með gangstéttum og lýsingu, auk þess má nefna stórt holræsi fyrir sunnan byggðina sem var mikið mannvirki á þeim tíma og hefur þjón- að nýbyggingarsvæðum í suðurhluta Selfoss allt til dagsins í dag. Sigurður lét til sín taka í frjálsu fé- lagsstarfi og var aðalhvatamaður að stofnun Stangveiðifélags Selfoss og fyrsti formaður þess, einnig sat hann í stjórn Skógræktarfélags Árnesinga til margra ára og var félagi í Rot- aryklubbi Selfoss svo fátt eitt sé nefnt. Hann gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa í nefndum og stjórn- um á vettvangi sveitarstjórnarmála. Það er ljóst að Sigurður Ingi hefur með þrotlausu starfi sínu að sveit- arstjórnarmálum á Selfossi lagt mik- ilvægan grunn að þeim vexti og miklu uppbyggingu sem hefur verið á Selfossi gegnum árin og sem Sveit- arfélagið Árborg nýtur nú góðs af í dag. Ég minnist Sigurðar Inga með virðingu og þakklæti og sendi eig- inkonu hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Þorvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar. SIGURÐUR INGI SIGURÐSSON Móðir mín og amma, INGIBJÖRG ANDRÉSDÓTTIR (Didda í Síðumúla), Dvergholti 4, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstu- daginn 10. júní kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Hjúkr- unarþjónustunnar Karítas í síma 551 5606. Ingibjörg Eggertsdóttir, Hjalti Stefán Kristjánsson, Andrea Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MARTEINS GUÐJÓNSSONAR, Illugagötu 6, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til Golfklúbbs Vestmanna- eyja, Nets ehf. og hjúkrunarheimilisins Hraun- búða fyrir frábæra aðstoð og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Kristín Einarsdóttir, Tryggvi Marteinsson, Gréta Steindórsdóttir, Margrét Kristín Tryggvadóttir, Baldur Eiðsson, Steindór Tryggvason, Sigrún Ingþórsdóttir, Bríet Auður Baldursdóttir. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa, langafa og langalangafa, JÓNS R.M. SIGURÐSSONAR, Lönguhlíð 17, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynning- ar á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Kristín Sigurðardóttir, Guðrún, Unnur, Katrín, Heiðrún og fjölskyldur. Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir samúðina, kveðjurnar, blómin og þann mikla stuðning, sem þið hafið sýnt fjölskyldunni vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa. SIGURJÓNS G. SIGURJÓNSSONAR, Birkigrund 71, Kópavogi. Anna Ásgeirsdóttir, Freyja Sigurjónsdóttir, Þórir Sigurgeirsson, Ásgeir Sigurjónsson, Silja Sverrisdóttir, Drífa Sigurjónsdóttir, Ólafur Baldursson og barnabörn. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR GUÐLEIFSSONAR fyrrum bónda á Langstöðum í Flóa, síðar til heimilis á Lyngheiði 15, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsstúlkum Sjúkrahúss Suðurlands, Selfossi, fyrir þeirra mjúku heitu hendur, elsku- legheit, kærleik og alla hjálpina. Megi Drottinn lýsa ykkur og umvefja um ókomin ár. Fyrir hönd vandamanna og ástvina, Sonja og Ingibjörg Guðmundsdætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.