Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 43 Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is ÚTBOÐ Héraðsnefnd Eyjafjarðar, sem verkkaupi, óskar eftir tilboðum í viðbyggingu 5. áfanga b, (miðálma) Verkmenntaskólans á Akureyri. Viðbyggingin er um 1.296 m², kjallari, jarðhæð og 2. hæð. Verkinu skal lokið 30. ágúst 2006. Útboðsgögn verða seld á Fasteignum Akureyrarbæj- ar, Geislagötu 9, 600 Akureyri, frá 10. júní nk. Verð á útboðsgögnum er kr. 10.000. Tilboð verða opnuð á sama stað 28. júní 2005 kl. 11.00. Byggingarnefnd VMA FASTEIGNIR AKUREYRARBÆJAR Tilkynningar Tillaga að deiliskipulagi Hóla og Lauta í Þingeyjarsveit Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar auglýsir til kynn- ingar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga tillögu að deiliskipulagi í landi Hóla og Lauta í Reykjadal, Þingeyjarsveit. Svæðið afmarkast í norðri af landamerkjum við Breiðumýri, í austri af Reykjadalsá, í suðri af landi bújarðar- innar Hóla og landamerkjum við Kárhól og í vestri af Mýraröxl. Það nær yfir alla núverandi byggð við Kjarna ásamt fyrirhuguðu bygging- arlandi sunnan við byggðina, vestan og austan þjóðvegar nr. 1. Skipulagssvæðið er 134,5 ha að flatarmáli. Skipulagssvæðið inniheldur það land sem fjallað var um í deiliskipulagi sem samþykkt var 8. maí 2003. Það skipulag fellur úr gildi við gildistöku þessa skipulags. Auk þegar byggðra lóða er í skipulagstillögunni gert ráð fyrir tíu lóðum undir einbýlishús/lítil fjöleignahús, sex fyrir raðhús, tveimur undir frístundabýli, einni fyrir veiðihús, sex undir atvinnustarfsemi og þrettán lóðum undir frí- stundahús. Tillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrif- stofu Þingeyjarsveitar að Kjarna á Laugum frá og með 10. júní nk. til og með 15. júlí. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kost- ur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 22. júlí. Skila skal athugasemd- um á skrifstofu sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar. Gaukur Hjartarson skipulagsfulltrúi. Eldri borgarar Ferðaklúbbur eldri borgara auglýsir Norður- landsferð 11.-16. júlí: Hvammstangi, Vatnsnes, Skagaströnd, Skagi, Skagafjörður inn á Sprengisandsleið, Laugafell, Grímsey, Hrísey, Akureyri og suður Kjöl. Nokkur sæti laus. Allir eldri borgarar eru velkomnir í þessa ferð. Upplýsingar og skráning er fyrir laugardaginn 11. júní í síma 892 3011.  á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376.  Upplýsingar gefa Ólöf og Ragnhildur í síma 569 1122. Morgunblaðið leitar að blaðberum til að vera á bakvakt í blaðburði vegna afleysinga og veikinda. Um er að ræða fastráðningu sem miðast við alla útgáfudaga blaðsins. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða og geta unnið fram eftir morgni ef þarf. Einnig þarf viðkomandi að hafa nettengda tölvu og prentara til umráða. Fundir/Mannfagnaðir Innritun/kynningarfundur í FG Forráðamönnum allra nemenda í 10. bekk er boðið til sérstakrar kynningar í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ fimmtudaginn 9. júní kl. 20.00. Stjórnendur skólans annast kynningu á náms- framboði og starfsemi skólans. Á staðnum verð- ur einnig veitt aðstoð við rafræna innritun. Skólameistari. Tilboð/Útboð Félagslíf Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Umsjón: Harold Reinholdtsen. Allir velkomnir. Fimmtudagur 9. júní Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predikun Randy Dodd. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir velkomnir. www.samhjalp.is Raðauglýsingar 569 1100 FRÉTTIR Húsavík | Sjómannadagsráðið á Húsavík heiðraði að venju sjómenn fyrir störf sín á sjómannadaginn og fór sú athöfn fram í fjölmennum kaffifagnaði slysvarnadeildar kvenna á Fosshóteli Húsavík. Að þessu sinni voru það þeir Krist- ján Ásgeirsson og Sigurður Valdi- mar Olgeirsson sem heiðraðir voru en þeir hafa báðir markað djúp spor í úgerðarsögunni neðan við bakkann eins og það er kallað hér á Húsavík. Stefán Stefánsson, formaður sjó- mannadagsráðs, sá um orðuveiting- arnar en Bjarni Aðalgeirsson út- gerðarmaður rakti sjómennsku- og útgerðarferil þeirra Kristjáns og Sigurðar. Við hátíðarhöldin var þess minnst að í sumar verða 100 ár síðan fyrsti mótorbáturinn, Hagbarður TH 76, kom til Húsavíkur. Var mótorinn í þessum 5–6 smálesta báti 4–6 hest- afla af Möllerup-gerð sem er allt að 100 sinnum minni hestaflatala en í mörgum smábátum í dag. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kristján Ásgeirsson ásamt Auði Hermannsdóttur sem tók við heiðurs- viðurkenningu eiginmanns síns, Sigurðar V. Olgeirssonar. Sjómenn heiðraðir Rangt farið með nafn Rangt var farið með nafn Amalíu Skúladóttur á stjórnsýsluskrifstofu Háskóla Íslands í frétt um umsókn- ir um skólavist í HÍ í gær. Er beð- ist velvirðingar á þessu. Í sömu frétt segir að samkeppnispróf séu haldin í hjúkrunarfræði og sjúkra- þjálfun en skv. upplýsingum sjúkraþjálfunarskorar læknadeildar HÍ er þetta ekki rétt þar sem sjúkraþjálfun er nú kennd í sér- stakri skor í læknadeild (sjúkra- þjálfunarskor) og þar er sameig- inlegt inntökupróf fyrir þá sem ætla í læknisfræðiskor annars veg- ar og sjúkraþjálfunarskor hins veg- ar. Hjúkrunarfræði er með sér- staka deild og heldur sig við samkeppnispróf í desember eins og læknadeildin gerði áður. Leiðréttist þetta hér með. Áður þýddar bækur Í viðtali við Guðlaugu Rún Mar- geirsdóttur í Morgunblaðinu í gær mátti skilja að bók Einars Más Guðmundssonar, Englar alheims- ins, væri fyrsta íslenska bókin sem út kæmi á portúgölsku. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Nonni og Manni eftir Jón Sveinsson var gefin út í Portúgal árið 1925 auk þess sem Atómstöð Halldórs Lax- ness var þýdd á portúgölsku, en gefin út í Brasilíu árið 1970. LEIÐRÉTT FIMMTUDAGINN 9. júní verður haldin kynning á tveimur ævintýra- ferðum til Afríku, í húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Annars vegar verður kynning á leiðangri á hæsta fjall í Afríku, Kilimanjaró og í framhaldi verður farið í Masai Mara þjóðgarðinn, og hins vegar á sérstakri safaríferð um Kenýa sem endar við fallegar strendur Indlandshafs suður af Mombasa, segir í fréttatilkynningu. Báðar ferðirnar eru farnar í sam- starfi við Úrval Útsýn. Fararstjórar frá Rover Expedi- tions verða á staðnum og segja frá í máli og myndum og svara spurning- um. Kynningin hefst kl 20:00 og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um ferðirnar er að finna á www.- afrika.is. Kynning á tveimur ferðum til Afríku FIMMTUDAGINN 9. júní verður námskeið um „hlutverk íðorða- fræðinnar þegar samdir eru sér- hæfðir textar handa almenningi“. Kennarar eru prófessorarnir Nina Pilke og Merja Koskela frá háskól- anum í Vasa í Finnlandi. Um 50 manns eru skráðir á námskeiðið, flestir frá Norðurlöndum. Dagana 10.–11. júní er ráðstefna sem ber yfirskriftina „Orð og íðorð“. Þar verða flutt samtals 27 erindi ásamt umræðum. Um 100 manns eru skráðir á ráðstefnuna, flestir frá Norðurlöndum. Sérstakir boðsfyr- irlesarar eru Jón Hilmar Jónsson orðabókarritstjóri og Dieter Rummel frá „Translation Centre for the Bodies of the European Union“ í Lúxemborg. Nordterm – samtök norrænna íðorðastofnana – gangast annað hvert ár fyrir norrænum íðorða- dögum: námskeiði, ráðstefnu og fundum. Íslensk málnefnd er aðili að Nordterm af Íslands hálfu. Norrænir íðorðadagar voru síðast haldnir hér 1995. Norrænir íðorða- dagar í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.