Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 49 MENNING OPNUÐ verður á Byggðasafninu Görðum Akranesi á laugardaginn sýningin Í hlutanna eðli – stefnu- mót lista og minja. Sýningin er far- andsýning sex myndlistarmanna sem allir vinna jafnframt á minja- söfnum víða um land. Þeir tengja list og minjar saman með því að vinna verk með hliðsjón af safn- grip. Ýmist er safngripurinn sýnd- ur með listaverkinu eða sem hluti af verkinu. Til Akraness kemur sýningin frá Árbæjarsafni í Reykjavík þar sem hún hefur stað- ið síðastliðið hálft ár. Sýningin fer síðan áfram á flakk um landið og verður á: Byggðasafni Vestfjarða á Ísafirði 2. júlí til 17. júlí. Jöklasýningunni á Höfn 23. júlí til 7. ágúst. Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði 13. ágúst til 28. ágúst. Síldarminjasafninu á Siglufirði 3. sept. til 30. sept. Þeir sem eru með verk á sýning- unni eru: Guttormur Jónsson, Inga Jónsdóttir, Jón Sigurpálsson, Pétur Kristjánsson, Örlygur Kristfinns- son og Dagný Guðmundsdóttir. Byggðasafnið að Görðum er hluti af safnasvæði Akraness og er opið frá kl. 10–17 alla daga vik- unnar. Nánari upplýsingar á www.akra- nes.is. List og minjar á Akranesi Fimmtudagur 9. júní 20.00 Seltjarnarneskirkja. Tónleikar Selkórsins. Kórinn flytur m.a. óper- ettutónlist frá Vín. Stjórnandi Jón Karl Einarsson, píanóleikari Dagný Björgvinsdóttir. Sérstakur gestur Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari og bæjarlistamaður 2005. Léttar veitingar. Menningarhátíð Seltjarnarness Morgunblaðið/Ásdís ÞAÐ ER alltaf gott að koma í Klink og Bank og horfa á leiksýningar. Ekkert vesen, bara koma eins og maður er klæddur. Og hvar á ganga inn alltaf gáta sem þarf að leysa, í þetta sinn var það, þegar öll nótt virtist úti, í gegnum port á milli holta, kerti vísuðu leið inn í myrkrið og beðið á stólum í myrkrinu innan um verkfæri og frauðplasthnullunga sem hugmyndaflug einhvers mynd- listarmanns er að glíma við. Svo var gengið í hráan sal og þar sátu á upp- lýstum sófa þrjár konur í svörtum drögtum með gleraugna- og nef- grímu með yfirvararskeggi og tveir jakkafataklæddir karlmenn með eins grímur stóðu á bak við þær. Þau sátu öll nokkuð lengi kyrr, stíf í fros- inni mynd svo láku andlitin á þeim niður eins og sprungin blaðra og komu í þau kippir. Það var kankvíst. Inn kemur: Árni Pétur Guð- jónsson, bjartur og brosandi fer hann að segja áhorfendum söguna af því þegar hann loks tók bílpróf tutt- ugu og fimm ára, þá á leið til Kaup- mannahafnar í leiklistarnám, og hætti sér út á götu í Reykjavík á Skoda. Sú saga virtist ætla að verða skemmtileg nema grímuklædda allt- vitandi fólkið í sófanum fer þá að skipta sér af honum, hvar hann stendur, hvaða raddstyrk hann noti, hvernig hann segi söguna, hvernig hann sé klæddur. Aðdáunarverð, þolinmóð viðbrögð hans við eilífum aðfinnslum og poti, láta eins og ekk- ert sé, haggast ekki, byrja upp á nýtt, leikarinn byrjar ævinlega upp á nýtt – en auðvitað fáum við aldrei að heyra söguna. Annað atriði: Árni Pétur og Lára Sveinsdóttir í höndum grímuklædda liðsins sem er orðið aðgangsharðara í stjórnuninni; leikararnir dúkkur, eru hreyfðar, látnar standa og sitja, festast í stöðunni; lesa texta sinn vél- rænt af pappírsblöðum sem þeim eru rétt og úr verður absúrd díalógur; blóm í hönd, snara um háls, byssa sem beinist að konunni og upp koma ýmsir kostir: Hengir hann sig? Skýtur hann hana? En engin dramatík verður til, aðeins kostir. Oft kankvísir kostir. Þriðja atriði: Árni Pétur dansar, hann er frjáls, hann er glaður. Inn kemur: Aðalbjörg Árnadóttir, hún er hugfangin af dans- inum, þarf að segja honum frá því, það flæðir úr henni fögnuðurinn og þrengir að honum, það daprast dansinn, hann kyrkir hana. Fjórða atriði: Grímuklædda liðið ekki leng- ur grímuklætt krefur morðingjann um reikningsskil, að játa sekt sína, líkt og væru þau öll ritstjórar á DV, gerist þá það sem aldrei gerist í líf- inu bara á leiksviði: Guðlegt inngrip (deus ex machina), birtist hún María mey og frelsar hann undan farísei- unum, tekur morðingjann í fangið (Pieta) og horfir kankvísu auga upp til hins æðsta stjórnanda. Abbú. Öll hefur stutt sýningin yfirbragð tilraunar, spuna, leitar, sem mér finnst alltaf ánægjulegt í leikhúsi? Gott líka að geta bros- að oft og þurfa ekki að hlæja. En spuni jafn ágætur og hann er í undirbúningi verður oft flatneskjulegur og ómarkviss á sviðinu sjálfu jafnt í hreyfingu sem texta. Og æfingar fyrir leiklistarnema eins og „dúkkan“ fá áhorfandann til að brosa en vísa í fyrstu lítið lengra en til þeirr- ar alkunnu staðreyndar að ætíð sé einhver að ráðskast með annan og margt sé mögulegt á leiksviði. En ekki er allt sem sýnist og líta má á tilraunina sem allegóríu um leikhúsið. Leikstjórar, leiklist- arkennarar standi þar andspænis leikurum, stjórn andspænis stjórn- leysi, ofríki andspænis flæðandi sköpun. Leikarinn endi með að myrða þann sem lofar hann um of. Kannski, svo ég sé líka kankvís, er það bara guðs vilji! Brosað kankvíslega í Klink og Bank LEIKLIST Áhugaleikhús áhugamanna Eftir Steinunni Knútsdóttur og leikhóp- inn. Leikstjóri: Steinunn Knútsdóttir. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Aðal- björg Árnadóttir, Lára Sveinsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Ólafur Steinn Ingunn- arson og Ólöf Ingólfsdóttir. Klink og Bank þriðjudag 7. júní kl. 21. Ódauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi María Kristjánsdóttir Steinunn Knútsdóttir Höfundar: Álfrún Örnólfsdóttir og Fri›rik Fri›riksson Bryndís Einarsdóttir Eva Rún Þorgeirsdóttir og Halla Ólafsdóttir Halldóra Geirhar›sdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir Ingvar E. Sigur›sson Peter Anderson Tinna Lind Gunnarsdóttir Valger›ur Rúnarsdóttir og Vignir Rafn Valþórsson Vatnadansmeyjafélagi›: Gu›laug Elísabet Ólafsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Katrín Þorkelsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir • Komdu og s já›u • Komdu og k jós tu • Komdu og dansa›u • Í samstar f i v i›: Fimmtudagskvöldið 9. júní – klukkan 20:00 Einstakur viðburður • Dómnefnd veitir þrenn ver›laun - Áhorfendur veita ein ver›laun • Dansa› í forsal á eftir Tilnefnd til fjögurra Grímuverðlauna! Leikskáld ársins: Birgir Sigurðsson Leikkona ársins í aðalhlutverki: Margrét Vilhjálmsdóttir Leikari ársins í aðalhlutverki: Hilmir Snær Guðnason Leikari ársins í aukahlutverki: Björn ThorsSíðasta sýning laugardagskvöld! Á ÖÐRUM tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu, laugardaginn 11. júní, kemur fram norræna klezmer-balkan- hljómsveitin Schpilkas. Hljóm- sveitina skipa þeir Haukur Gröndal á klarinett, Thomas Caudery á trompet, Nicholas Kingo á harmónikku, Rasmus Möldrup á bassa og Erik Qvick á trommur. Þess má geta að hljómsveitin er að senda frá sér nýjan geisladisk um þessar mundir. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Leikið verður utandyra á Jómfrúrtorg- inu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Hljómsveitin Schpilkas á Jómfrúnni Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.