Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 53 ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANSýningatímar ÁLFABAKKI Sjóðheit og sláandi góð hrollvekja með hinni umdeildu djammstelpu, Paris Hilton, Elisha Cuthert úr Girl Next Door og 24 þáttunum og Chad Michael Murray úr One Tree Hill Þáttunum. Stranglega bönnuð innan 16 ára.  A LOT LIKE LOVE kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 A LOT LIKE LOVE VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 HOUSE OF WAX kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 Er þetta ást? Er þetta vinátta eða er þetta hvort tveggja. Þetta er mynd sem þú og þín þurfið að sjá. ashton kutcher RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU amanda peet A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8.15 - 10.30 HOUSE OF WAX kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 WEDDING DATE kl. 8.15 - 10.20 THE WEDDING DATE kl. 4 - 6 - 8.15 - 10.30 CRASH kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 A LOT LIKE LOVE kl. 8 - 10 HOUSE OF WAX kl. 8 - 10 Kingdome Of Heaven kl. 5 - 8 - 10.30 House of Wax kl. 10.30 Star Wars - Episode III kl. 5 - 8 LEYFÐ ÖLLUM ALDURSHÓPUM BRIAN VAN HOLT PARIS HILTON JARED PADALECKI ELISHA CUTHBERT CHAD MICHAEL MURRAY   Halldóra - Blaðið Glæsilegur blaðauki um garðinn fylgir Morgunblaðinu á morgun. Meðal efnis í blaðinu eru nýjungar í blóma- og trjáframboði, garðhúsgögn, glóðheitar grilluppskriftir, matjurtarækt, heitir pottar, hitalampar á verandir, pallaefni og margt fleira. VEL KUNNIR hljómar berast frá Loftkast- alanum frá morgni til kvölds þessa dagana en þar standa yfir æfingar á nýjum tónleik sem nefnist Bítl. Það eru þeir Jóhannes Ásbjörnsson, Sig- urjón Brink og Pálmi Sigurhjartarson sem þar munu stíga á svið og flytja Bítlalög undir tryggri stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. „Þetta er hvorki söngleikur né leiksýning,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið. „Við vorum lengi að rembast við að finna gott nafn á þetta hjá okkur og ákváðum að orðið tónleikur lýsi sýningunni vel en þetta verður blanda af góðri músík og almennu glensi og gríni.“ Bítlatónlistin verður þó í fyrirrúmi enda hafa þremenningarnir myndað hljómsveitina Bítlana undanfarin þrjú árin. „Við Sjonni byrjuðum að spila saman í Vest- urporti og settum þar upp litla Bítlatónleika fyrir þremur árum,“ segir Jóhannes. „Svo fórum við að spila á Hverfisbarnum í kjölfarið. Bítlalögin hafa alltaf verið kjarninn í því sem við spilum þó stund- um hafi annað slæðst með.“ Jóhannes segir þá félaga hafa gengið lengi með hugmyndina af tónleiknum í maganum. „Það er einhvern veginn þannig með Bítlalögin að þau höfða til svo breiðs hóps fólks. Okkur hefur lengi langað að gera eitthvað á sviði þar sem við erum ekki að lofa fólki neinu nema frábærri skemmtun. Fólk getur komið og sungið aðeins með og farið glatt út,“ segir Jóhannes. Hann segir nafngift hljómsveitarinnar hafa komið til óvart. „Nafnið Bítlarnir er meira svona viðurnefni en það er auðvitað lýsandi fyrir það sem við erum að gera,“ segir hann. Ekki samlit jakkaföt! Í tónleiknum Bítl verður sem fyrr segir tónlist Bítlanna í fyrirrúmi og skemmtilegur flutningur á þeim það sem þremenningarnir munu einbeita sér að. „Við erum að leika okkur svolítið með þetta Bítla-hugtak og spá aðeins í einstaklingunum sem voru í hljómsveitinni,“ segir Jóhannes. „Tónleik- urinn er eins konar sambland af Bítlalögum og uppistandi og takmarkið er að skapa gríðargóða stemningu og leyfa áhorfendum að taka þátt í her- legheitunum.“ Jóhannes segir tónleikinn byggja á handrits- grind frekar en eiginlegu handriti undir stjórn Hilmis Snæs. „Við erum með fastan ramma sem við fyllum svo upp í í staðinn fyrir að menn séu að þylja upp fyrirfram æfða texta frá orði til orðs,“ segir Jó- hannes. Hann segir þá þremenninga ekki skipta hlut- verkum Bítlanna á milli sín. „Pálmi yrði þá svolítið úti að aka sem píanóleik- arinn, það er í mesta lagi að hann myndi ná að verða Billy Preston, sem spilaði með Bítlunum nokkrum sinnum,“ segir Jóhannes. „Við Sjonni syngjum nú yfirleitt þannig að hann syngur Paul og ég John, en það er nú aðallega bara af því að hann er betri söngvari. Við komum samt ekki fram sem Bítlarnir, eða í þeirra hlutverkum.“ Hann segir þá félaga þó ætla að reyna að fanga anda Bítlanna með því að klæðast fötum frá þeirra tímabili. Hann áréttar þó að þeir muni ekki klæð- ast samlitum jakkafötum. Æfingar á tónleiknum eru nú í fullum gangi og áætluð frumsýning er 24. júní næstkomandi. Áform eru um að sýna 10 sýningar af Bítl fram í ágúst en það mun þó fara eftir eftirspurn. „Við ætlum bara að sýna eins lengi og fólk vill sjá okkur,“ segir Jóhannes að lokum. Tónlist | Æfingar standa yfir á tónleik byggðum á Bítlalögunum Bítl í Loftkastalanum Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Þeir Pálmi, Jóhannes, Hilmir Snær og Sigurjón ætla að koma af stað bítlaæði í Loftkastalanum. TÓNLIST Erlendar plötur Nine Inch Nails – With Teeth  ÞEGAR hlýtt er á nýjasta verk Trent Reznor, sem er Nine Inch Nails, veltir maður því fyrir sér af hverju maður var yfir höfuð að bíða í einhverjum spenningi. Plötunni hef- ur verið frestað trekk í trekk af höf- undinum, sem er rammur fullkomn- unarsinni, og er meira og minna lokaður af inni í hljóðveri allan árs- ins hring. Þegar útkoman er svo fremur hefðbundið og eiginlega frekar úr sér gengið vélarokk, vil ég fá að vita í hvað þessi tími fór eiginlega. Vinnslan sjálf, hljómur lagana og áferðin kann að vera svöl en lagasmíðarnar gera ekki neitt. Það er líkt og þessi plata sé að koma út tíu árum of seint. Þetta dæmi er búið. Ég hélt hins vegar að Reznor væri það klár að hann myndi þróa sig eitt- hvað áfram en hann virðist þvert á móti staðnaður. Og það fer honum einkar illa. Síðasta plata kom út árið 1999, The Fragile, plata sem var hljóð- rituð í viðlíka einangrun og þessi. Sú plata gengur hins vegar frábærlega upp á meðan þessi gerir það alls ekki. Engu að síður er Reznor fyrir margt löngu orðin költhetja og aðdá- endur eru ábyggilega vel sáttir, all- tént þýðir lítið að rökræða um kosti og galla plötunnar á þeim bænum. Við hin sitjum hins vegar eftir með sárt ennið. Einangrun undanfarinna ára hef- ur ekki gert Reznor gott. Eitt lagið hér kallast „Every Day Is Exactly The Same“ og í stað þess að bera með sér vel ígrundaða tilvistarlega speki lýsir þetta frekar sorglegu ástandi Reznors og list hans. Arnar Eggert Thoroddsen Nákvæm- lega eins ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Þar sem konurnar versla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.