Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ jóns og gripurinn er á safni hans. Allir þessir gripir, og raunar fleiri, voru á sýningu í Hönnunar- safni Íslands 2004 eins og áður var nefnt. Þó að salurinn við Garðatorg sé ekki stór hefur verið hægt að efna þar til sýninga sem henta í hús- næði af þessari stærð; þar á meðal er „101 Gull“, sem svo var nefnd. Þar sýndu 11 gullsmiðir eigin hönn- un og gullsmíði, mest skartgripi. Ég saknaði þess að þar vantaði Jens Guðjónsson, sem telja má „grand old man“ í þessari grein. Meðal þess sem telja má alveg sérstætt í húsgagnahönnun nú á dögum eru fellihúsgögn Jóhanns Óla Ásmundssonar. Þeim höfum við líka fengið að kynnast á sérsýningu í Hönnunarsafni Íslands haustið 2002. Hversu hátt á að setja markið? Er það raunhæft að Hönnunar- safn Íslands geti orðið gott safn á fjölþjóðlegan mælikvarða? Aðal- steinn Ingólfsson, forstöðumaður safnsins, telur að það sé raunhæft, en þá verður að setja markið hátt. En það gerist ekki í ofur venjulegu húsnæði, jafnvel þótt það sé við sjálft Garðatorg. Til þess að hægt sé að setja markið hátt verður að koma til sérhönnuð bygging. Í niðurstöðu stjórnarnefndar frá vorinu 2003 tel- ur hún „að á næstu fjórum árum þurfi að byggja 1.700 fermetra sér- hæft hús til handa Hönnunarsafninu á áberandi stað í Garðabæ, helst í tengslum við meginás skipulags Garðabæjar (frá Vífilsstöðum til strandarinnar við Arnarvog)“. Ef Hönnunarsafn Íslands á að standa undir væntingum og vera lykilbygging í Garðabæ er þó ljóst að gólfflötur sem nemur 1.700 fer- metrum er engan veginn nóg. Sjálfstæð hönnunarsöfn, eða söfn með hönnunardeildir, eru nú vítt og breytt um hinn vestræna heim. Þeim má í aðalatriðum skipta í fimm flokka: 1. Hönnunarsöfn frá 19. öld, sem að mestu leyti eru helguð listhandverki og skreytilist. Dæmi um safn af því tagi er Viktoria & Albert-safnið í London og Austurríska listiðnaðar- safnið í Vínarborg. 2. Byggingarlistasöfn, þar sem hönnun er sýnd og gaumgæfð út frá tengslum hennar við húsagerð og umhverfismótun. Af því tagi eru til dæmis Byggingarlistasöfnin í Stokkhólmi og Osló. 3. Sérstakar hönnunardeildir kunn- ra listasafna, þar sem hönnun er sýnd og skilgreind út frá forsendum myndlistarsögunnar. Þekktast þeirra er MOMA í New York. 4. Vísinda- eða tæknisöfn sem ein- beita sér að hönnunarferli og tækni- legum hliðum hönnunar. Brezk bíla- söfn og eimreiðasöfn eru í þessum flokki. 5 . Í nýjasta flokknum eru hönn- unarsöfn svo sem Designmuseum í London og Museum für Ange- wandte Kunst í Frankfurt og meðal verðugra fyrirmynda fyrir Hönnun- arsafn Íslands telur Aðalsteinn Ing- ólfsson Listiðnaðarsafnið í Frank- furt, sem er í nýlegu húsi eftir bandaríska arkitektinn Richard Ma- yer. Hann hefur teiknað nokkur söfn; þar á meðal er Listasafn í Atl- anta í Bandaríkjunum sem mörgum finnst vera kórónan á sköpunarverki hans. Aðalsteinn nefnir einnig De- signmuseum í London; þriggja hæða byggingu. Auðvitað væri freistandi tilhugsun að geta fengið einhvern hinna nafn- frægu snillinga í byggingarlist nú- tímans til að teikna Hönnunarsafn Íslands. Það eitt út af fyrir sig mundi sjálfkrafa skapa kynningu og auka veg safnsins. Hvort sem það væri Richard Mayer, Jörn Utzon, Renzo Piano, Gehry eða einhver annar, kæmi slíkt ugglaust aldrei til greina nema arkitektinn tæki að sér verkið „uppá sport“ eins og stund- um er sagt, og þá vegna sérstöðu Ís- lands. Ekki er sjálfgefið að allir úr röð hinna snjöllustu höfnuðu slíkri hugmynd og ekkert kostar að spyrja. Líklegast er þó að málið verði leyst með samkeppni þar sem bæði innlendum og erlendum arkitektum gefst kostur á þátttöku. Ákjósanleg- ast væri að íslenzkur arkitekt sigr- aði í slíkri samkeppni með hugmynd sem markaði tímamót. Við eigum stuðning vísan hjá góðu fólki og þar á meðal er Dorrit Moussaieff for- setafrú sem liðsinnt hefur safninu og boðizt til að verða því innan handar. Hinn forni arfur Fornt máltæki segir: „Fagur gripur er æ til yndis.“ Þetta viðhorf, sem hefur verið Íslendingum í blóð borið frá því land var numið, hefur birzt í ótal myndum, jafnvel á öldum fátæktar og allsleysis. Hönnun er ekki eitthvert fyrirbæri sem varð til á síðustu öld; það viðhorf að skemmtilegra sé að hafa næst sér hvort heldur er til skrauts í klæða- burði, eða hluti sem maður hand- leikur, var arfur frá víkingamenn- ingunni á Norðurlöndum. Sá arfur gæti hafa fengið viðbótarnæringu við náin kynni við fólk á Bretlands- eyjum, þar sem keltneski arfurinn bættist við. Svo háþróað var formskyn manna á víkingaöld, að enn eru víkinga- skipin í fremstu röð meðal formfeg- urstu farartækja í mannkynssög- unni og væri helzt hægt að segja að nútíminn hefði komizt upp að hlið- inni á þeim í hönnun á Concorde- flugvélinni. Hönnunararfur okkar er varð- veittur á Þjóðminjasafninu og þar skín þessi formræna tilfinning í gegn, oft skreytt á ýmsa vegu, til að mynda með útskurði, eða silfursmíð. Jafnvel var reynt af veikum mætti að hafa listrænt snið á vopnabúnaði og þessi listræna hugsun stingur aftur og aftur upp kollinum fram eftir öldum. Ég sé fyrir mér að Þjóðminja- safnið og Hönnunarsafn Íslands styðji hvort annað og styrki og nokkrir framúrskarandi munir gætu öðru hverju verið á sérsýn- ingum í Hönnunarsafninu og þá um leið bent á hina glæstu safneign Þjóðminjasafnsins. Á tímabili uppúr miðri síðustu öld kvað mikið að Sveini Kjarval í hús- gagnahönnun og hann náði sér- stæðum, persónulegum svip. Á safn- inu er þessi frumgerð af stól eftir Svein frá 1956, en stóllinn fór aldrei í framleiðslu. Stál sýnist í fljótu bragði ekki vera fyrsta efni sem kemur til greina þeg- ar hanna þarf ruggustól. En því ekki að reyna það? Þessi tilraun er bráð- skemmtileg og frumleg. Stóllinn heitir „Rock’roll“, hannaður 1998 af Sigurði Gústavssyni. Hvítmálaður borðstofustóll sem sýn- ist hversdagslegur í fljótu bragði, en sérstaða hans liggur í því að hann er elzti gripur Hönnunarsafnsins í Garðabæ. Stóllinn var smíðaður í Reykjavík árið 1911 fyrir spítalann á Vífilsstöðum. Fágaður gripur. Uppúr miðri síðustu öld voru dönsk áhrif í húsgagna- hönnun sterk, enda voru Danir þá stórveldi á þessu sviði. Stóllinn læt- ur ekki mikið yfir sér, en fagurlega hefur verið unnið að hverju smá- atriði. Stólinn hannaði Halldór Hjálmarsson um 1960. Verðlaunagripur sem ótal oft hefur komið fyr- ir sjónir landsmanna í bókum og blöðum. Stól- inn hannaði Gunnar Guðmundsson og var hann verðlaunaður fyrir stólinn í München 1959. Stóllinn heitir „Uggi“ og hluti verksins er símaborð. Þór- dís Zoëga hannaði 1991. Höfundur er rithöfundur og myndlistarmaður. Sérstæður gripur, vegglampi í art deco- stíl, frá um 1937. Lampinn var framleiddur í Raflampagerðinni. Húsgögn frá Valbjörk á Akureyri, hönnuð 1961 af Jóhanni Ingimarssyni, Nóa í Valbjörk. Þau standa sem dæmi um marga góða íslenska gripi frá síðustu öld, sem vantar ennþá á Hönnunarsafnið. Stólarnir hér að neðan eru hinsvegar allir á safninu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.