Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÖLDI Á ÞINGVÖLLUM Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði frá því á Þingvöllum í gær að hann hefði undirritað bréf til allra fyrirtækja og stofnana í land- inu, með yfir 25 starfsmenn, þar sem hvatt er til launajafnréttis. Vel á annað þúsund manns minnt- ist þess á baráttufundi á Þingvöllum í gær að níutíu ár voru liðin frá því að konur, sem náð höfðu fertugs- aldri, öðluðust kosningarétt og kjör- gengi til Alþingis. Vilja ESB-styrkina burt Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er sagður vera staðráð- inn í að nýta formennsku Breta í ESB á seinni helmingi ársins til að stokka upp styrkjakerfið í landbún- aði. Vill hann að styrkir og niður- greiðslur verði úr sögunni fyrir 2010. Benda Bretar m.a. á að Afr- íkuþjóðir muni seint geta unnið sig upp úr fátækt nema þær fái að keppa á jafnréttisgrundvelli við inn- lenda landbúnaðarframleiðslu á evr- ópskum mörkuðum. Loka fjölda kreditkorta Hundruð íslenskra kreditkorta voru meðal þeirra sem tengdust al- þjóðlegu svindli sem upplýst var nú um helgina. Talið er að upplýsingum um 40 milljónir korta um heim allan hafi verið stolið. Að sögn talsmanna íslensku kreditkortafyrirtækjanna er búið að fyrirbyggja frekara svindl með íslensku kortin. Samráð um Gaza-áætlun Ísraelar og Palestínumenn hafa náð samkomulagi um að haft verði samráð þegar ísraelskur her og landtökumenn gyðinga yfirgefa Gaza í ágúst. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi í gær þá ákvörðun Ísraela að reisa 700 ný heimili fyrir gyðinga á svæðum Palestínumanna í grennd við Jerúsalem. Ekkert lát á hraðakstri Um 60 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögregl- unnar á Akureyri um helgina. Flest- ir af þeim sem voru stöðvaðir voru að aka innanbæjar. Einn var mæld- ur á 127 km hraða á Drottningar- braut, en þar er hámarkshraði 70 km á klukkustund. Að sögn lögreglu bíður ökumannanna sekt upp á tugi þúsunda króna, auk sviptingar öku- réttinda í mánuð. Reykingabann íhugað Talið er að breska stjórnin muni í vikunni leggja fram lagafrumvarp um algert bann við reykingum á opinberum stöðum, þ. á m. veitinga- stöðum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 30 Viðskipti 12 Víkverji 30 Vesturland 13 Velvakandi 31 Erlent 14/15 Staður og stund 32 Daglegt líf 16/18 Menning 33/37 Umræðan 19/23 Ljósvakamiðlar 38 Forystugrein 20 Veður 39 Minningar 24/28 Staksteinar 40 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is KARLMAÐUR um fertugt lést eftir að fólksbíll sem hann ók hafnaði á brúarstólpa á Sæ- braut þar sem hún liggur undir Miklubraut, um kl. 10 í gær- morgun. Ökumaðurinn var einn í bílnum, og var hann mikið slasaður þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu að. Beita þurfti klippum til að ná manninum úr bílnum, og var hann fluttur á Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sem hann lést. Maðurinn ók eftir Sæbraut- inni í suðurátt, en að sögn Lög- reglunnar í Reykjavík stendur yfir rannsókn á tildrögum slyssins. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Lést þegar bíll hafnaði á brúarstólpa AUGLÝST verður eftir tilboðum um kaup á Vélamiðstöðinni á næstu vik- um, en tillaga borgarstjóra við borg- arráð þar að lútandi var samþykkt á fundi ráðsins á dögunum. Beðið verður með fyrirhugaða sölu á Mal- bikunarstöðinni Höfða þar til sölu Vélamiðstöðvarinnar er lokið. „Það má segja að það sé tíma- skekkja að árið 2005 séu opinberir aðilar eins og Reykjavíkurborg að eiga svona fyrirtæki sem gerir ekk- ert annað en að leigja út bíla og vél- ar,“ segir Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri. Gagnrýnt hefur verið að Reykjavíkurborg standi að rekstri slíkrar starfsemi, og segir Steinunn að það sé einkum þessi gagnrýni sem hafi leitt til þess að ákveðið var að selja Vélamiðstöðina. Beðið verður með sölu á Malbikunarstöðinni Reykjavíkurborg á mikinn meiri- hluta í félaginu, en Orkuveita Reykjavíkur á þar einnig lítinn hlut. Í tillögu Steinunnar, sem lögð var fyrir borgarráð, kemur fram að í auglýsingunni verði áskilinn réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum tilboðum. Spurð að því hvert verðmæti fyrirtækisins sé segir Steinunn það slæma sölu- mennsku að gefa það upp fyrirfram, en vonast sé eftir góðum tilboðum í svo gott fyrirtæki. „Við erum auðvitað að selja fyr- irtækið til að halda því gangandi, við reiknum með því að sá sem kaupir fyrirtækið reki það áfram, og fái því í raun starfsmennina með fyrirtæk- inu. Það er gert ráð fyrir því í þessu söluferli að réttindi starfsmanna verði tryggð,“ segir Steinunn, en hjá Vélamiðstöðinni starfa um 40 manns. Samþykkt var sl. haust að fela borgarstjóra að undirbúa sölu Véla- miðstöðvarinnar og Malbikunar- stöðvarinnar Höfða, en Steinunn segir að beðið verði með sölu á Mal- bikunarstöðinni. „Niðurstaða mín var að við myndum taka eitt skref í einu, byrja á þessu og sjá hvernig það gengur, og byggja á þeirri reynslu varðandi hvernig og hvenær verður farið af stað með það ferli sem fylgir sölunni á Malbikunarstöðinni.“ Borgaryfirvöld ætla að selja Vélamiðstöðina Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÚRTAKAN fyrir heimsmeist- aramótið í hestaíþróttum sem fram fer í Svíþjóð nú í sumar fór fram dagana 15.-16. júní og 18.- 19. júní. Keppnin var mjög hörð og var tvísýnt fram á síðustu stundu hverjir kæmust í liðið. Að lokinni keppni komust þrír kepp- endur í meistaraflokki í landsliðið og þrír í ungmennaflokki. Enn eru fjögur laus sæti eftir í lands- liðinu þar sem enginn náði lág- mörkum í skeiðgreinum eða slak- taumatölti. Hinrik Bragason á Sæli frá Skálakoti, Sigurbjörn Bárðarson á Sörla frá Dalbæ og Sigurður Sigurðarson á Silfurtoppi frá Lækjamóti unnu sér inn sæti í lið- inu, auk Silvíu Sigurbjarn- ardóttur á Vini frá Minni-Völlum og Valdimars Bergstað á Feyki- vindi frá Svignaskarði, sem keppa í ungmennaflokki. Sigurður Sæ- mundsson landsliðseinvaldur valdi svo Sigurð Straumfjörð, einnig í ungmennaflokki, á Prins frá Syðra-Skörðugili. Morgunblaðið/Eyþór Hinrik Bragason á Sæli frá Skála- koti tryggði sér sæti í landsliðinu. Hart barist á úrtökunni ELDUR kviknaði í bátaskýli við Hvaleyrarlón í Hafnarfirði á átt- unda tímanum í gærkvöldi og er talið líklegt að kveikt hafi verið í því. Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins var kallað á staðinn, og þegar að var komið var skýlið alelda. Vel gekk að slökkva eldinn, en nærliggjandi bátaskýli voru einnig kæld til að tryggja að eldur bærist ekki í þau. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var slöngu- bátur í skýlinu auk búslóðar sem var þar í geymslu. Skýlið er illa farið og innanstokksmunir að lík- indum ónýtir. Ekki er vitað fyrir víst um elds- upptök, en líklegt er talið að kveikt hafi verið í skýlinu, að sögn slökkviliðs. Ljósmynd/Friðrik S. Einarsson Talið er að kveikt hafi verið í bátaskýlinu, sem er mikið skemmt. Bátaskýli stóð alelda ÖRYGGISVERÐIR frá sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg voru fyrstir á vettvang þegar eldur kviknaði á annarri hæð í íbúðarhúsi á Laufásveginum á níunda tímanum í gærkvöldi, og höfðu slökkt eldinn þegar lögregla og slökkvilið komu þar að. Að sögn lögreglu mun eldurinn hafa kviknað út frá eldamennsku, og gaf húsráðandi þá skýringu að hann hefði verið að pönnusteikja kjúklingavængi, horfa á sjón- varpið og tala í símann í einu, og hefði ekki fylgst nægilega vel með kjúklingavængjunum. Eldur barst í eldhúsinnréttingu og upp á loft og varð eitthvert tjón vegna þessa, auk þess sem kjúklinga- vængirnir voru að sögn óætir. Kviknaði í út frá kjúklinga- vængjum Á ÞRIÐJA tug smáhvelahræja hef- ur rekið á land við bæinn Finn- bogastaði við Trékyllisvík á Vest- fjörðum undanfarna viku, og virðist sem hvalirnir hafi ekki synt á land heldur hafi þá rekið dauða upp í fjöruna á 7–800 metra kafla. Guðmundur Magnús Þorsteins- son, bóndi á Finnbogastöðum, taldi alls 22 hræ, öll á bilinu 2,4–2,7 metrar á lengd. Hann segir hræin illa farin eftir marflær og vargfugl, á sumum séu bara eftir bein, en á öðrum hangi skinn og innyfli. Guð- mundur segir að ef marka megi samanburð við dýrafræðibækur geti þetta verið marsvín. Sennilega marsvín „Við höfðum ekki veitt þessu at- hygli fyrr en við fórum í fjöruna í [fyrradag] og sáum fjögur hræ með stuttu millibili, þá fórum við að skoða þetta betur. Ég hef séð fugl- inn í fjörunni í æti, og hélt þetta væri sama hræið að færast til í fjör- unni,“ segir Guðmundur. Droplaug Ólafsdóttir, líffræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að af myndum að dæma hafi dýrin verið dauð í nokkrar vikur. Þau hafi trúlega synt á land annars staðar, tekið út og rekið á land í Trékyllisvík. Ekki sé hægt að sjá nægilega vel hvaða tegund er um að ræða af myndum, en upplýs- ingar frá fólki á vettvangi bendi til þetta séu marsvín. Tugi smá- hvela rak á land á Vest- fjörðum Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Hræ af 22 smáhvelum liggja í fjörunni á 7–800 metra kafla í Trékyllisvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.