Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 7 FRÉTTIR NÝ-UNG, ungliðahreyfing Sjálfs- bjargar, stendur fyrir styrkt- artónleikum í félagsmiðstöðinni Miðbergi, Gerðubergi 1, kl. 20 í kvöld, þar sem fram kemur fjöldi tónlistarmanna á aldrinum 18-25 ára. Tónleikunum er ætlað að styrkja verkefnið „Öryrkinn ósigrandi“ sem Ný-Ung og Ung- blind vinna nú saman að. Meðal annars er í verkefninu „Öryrkinn ósigrandi“ stefnt á Esjuferð og mun hún verða farin í nánustu framtíð. Þá fara ungir öryrkjar í Bláa lónið, á safn Hall- dórs Laxness að Gljúfrasteini, í fallhlífarstökk og í flúðasiglingar. Sýna fram á að allt sé hægt Einnig ætla þeir að taka þátt í almennum sveitastörfum á Flúð- um og verður þetta allt tekið upp á myndband og unnin upp úr því heimildarmynd um öryrkja sem er að yfirstíga bæði náttúrulegar og persónulegar hindranir. Að sögn talsmanna Ný-Ung hópsins er hugmyndin með verk- efninu „Öryrkinn ósigrandi“ sú að bæta ímynd öryrkja og sýna fram á að allt sé hægt, hvort sem fólk sé í hjólastól eða ekki, allt sem þurfi er viljinn. Leifur Leifsson, ábyrgð- armaður „Öryrkjans ósigrandi“, segir verkefnið byggt á þeirri hugsjón að maður í hjólastól sé ósigrandi með aðstoð náungans. „Það er rokk í mönnum þó þeir séu í hjólastól,“ segir Leifur, sem sjálfur hefur verið allt sitt líf í hjólastól. „Það er ekkert mál að sigrast á náttúrulegum og per- sónulegum hindrunum ef rétt er farið að því.“ Styrkja „Öryrkj- ann ósigrandi“ Aðstandendahópur „Öryrkjans ósigrandi“, en þar má segja að haltur leiði blindan, að sögn Leifs Leifssonar, ábyrgðarmanns verkefnisins. BORGAR Þór Einarsson lög- fræðingur gefur kost á sér til for- mennsku í Sam- bandi ungra sjálfstæðis- manna. Borgar Þór, sem er þrítugur að aldri, var kosningastjóri Sjálf- stæðisflokksins á Norðvesturlandi fyrir Alþingiskosningar 2003. Hann var aðstoðarmaður menntamálaráð- herra 2003 til 2004. Borgar gegndi formennsku í Vöku, félagi lýðræð- issinnaðra stúdenta, veturinn 2001 til 2002. Hann sat í stjórn Heim- dallar, félags ungra sjálfstæðis- manna, árin 1999 til 2001. Hann er stofnandi og annar af ritstjórum vefritsins Deiglunnar. Þá var Borg- ar Þór formaður Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi, árin 1994–1995. Borgar Þór Einarsson Gefur kost á sér til formennsku í SUS Tjáir sig ekki um úr- skurð Sam- keppnisráðs VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra mun ekki tjá sig um úrskurð Samkeppnisráðs þess efnis að samruni FL Group, Bláfugls og Flugflutninga sé heimill, sé ákveðnum skilyrðum fylgt. Eftir samrunann mun sameinað fyrirtæki hafa 80-85% markaðshlut- deild á fragtflugi til og frá Íslandi. Þegar leitað var eftir viðtali við Val- gerði vegna þessa sagði Páll Magn- ússon, aðstoðarmaður ráðherra, að hún myndi ekki ræða þennan úr- skurð, frekar en aðra úrskurði Sam- keppnisráðs, til að veikja ekki sjálf- stæði stofnunarinnar. ♦♦♦ ♦♦♦ MAÐUR sem braust inn í einbýlis- hús við Fýlshóla í Reykjavík rétt fyr- ir klukkan sjö í gærmorgun var handtekinn á vettvangi, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Hafði maður- inn brotið rúðu í húsinu og farið inn og er lögregla kom á vettvang var hann á leið út með tölvubúnað sem hann hafði stolið. Enginn var heima í húsinu en ná- granni tilkynnti um innbrotið. Svo vildi til að lögreglumenn voru stadd- ir skammt frá og voru fljótir á stað- inn. Handtekinn við innbrot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.