Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vikuritið Hér & núsem gefið er út af365 – prentmiðl- um hefur efnt til sumar- leiks þar sem almenningur er hvattur til að taka myndir af „frægu fólki“ til birtingar. Í auglýsingu um leikinn er ekki tekið fram að samþykki viðkomandi þurfi að liggja til grund- vallar slíkum myndatök- um. „Þegar um myndatökur af frægu fólki er að ræða, reynir á sjónarmið sem fram koma í dómi Mannréttinda- dómstóls Evrópu í svokölluðu Karólínumáli,“ segir Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Per- sónuvernd. Í dómnum sem kveð- inn var upp fyrir ári var tekin fyrir umfjöllun um einkalíf Karólínu Mónakóprinsessu í þýskum fjöl- miðlum. Fjölmargar myndir voru þá teknar og birtar án hennar vit- undar þar sem hún sást í m.a. verslunarferðum, við íþróttaiðkun, á veitingahúsum. Karólína krafð- ist skaðabóta fyrir þýskum dóm- stólum sem ekki töldu gengið á friðhelgi hennar á ólögmætan hátt. Hún bar þá málið undir Mannréttindadómstólinn sem leit svo á að myndirnar og meðfylgj- andi umfjöllun hefðu ekki tengst opinberum athöfnum heldur að- eins einkalífi hennar. Ekki skipti máli að myndirnar voru teknar á almannafæri. Þar að auki benti dómstóllinn á að Karólína gegndi í raun engu hlutverki í stjórnkerfi Mónakó. Varnaraðilinn Þýskaland var talinn hafa brotið 8. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu sem dóm- stóllinn starfar eftir, en ákvæðið fjallar um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Dómurinn vakti mikil viðbrögð í Þýskalandi en var ekki áfrýjað af hálfu þýska ríkisins. Þórður telur að það ákvæði í ís- lenskum lögum sem helst myndi reyna á við birtingu mynda af frægu fólki, væri 1. töluliður 1. málsgreinar. 7. greinar laga um persónuvernd og meðferð per- sónuupplýsinga. Í ákvæðinu er gert að skilyrði „að þær séu unnar með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti og að öll með- ferð þeirra sé í samræmi við vand- aða vinnsluhætti persónuupplýs- inga …“ Jafnframt sagði Þórður: „Þess má geta að í raun og veru gilda fæst ákvæði persónuupplýs- ingalaganna um fjölmiðlun en þetta ákvæði yrði það sem helst myndi reyna á ef mynd er tekin án samþykkis af einstaklingi í einka- erindum, frægum eða ekki fræg- um. Þetta er eitt af fáum ákvæðum um vinnslu sem fer fram eingöngu í þágu fjölmiðlunar.“ Enga hagsmuni af myndum úr einkalífi frægs fólks „Karólínudómurinn gengur mjög langt í að vernda friðhelgi al- mannapersóna,“ segir Páll Sig- urðsson, lagaprófessor við HÍ sem m.a. hefur kennt fjölmiðlarétt. Hann bendir á að samkvæmt dómnum hafi almenningur enga hagsmuni af að sjá myndir af frægu fólki við persónulega iðju. Annað mál gildi þegar maður kem- ur fram í einhverju því opinbera hlutverki sem hann eða aðrir hafa valið honum. Einnig geti komið til álita að fjölmiðlar geti fylgst með þar sem viðkomandi sýnir óeðli- lega hegðun sem minnkar trúverð- ugleika hans á opinberum vett- vangi. „Þetta er alltaf barátta milli tveggja póla, sem eru tjáningar- frelsið og friðhelgi einkalífsins. Manni var jafnvel farið að finnast að tjáningarfrelsið væri að vinna á. Því kom þessi dómur nokkuð á óvart en ég hugsa að hann komi til með að marka brautina.“ Velta mátti fyrir sér hvort Séð og heyrt hefði blandað sér í slag- inn um myndir af fræga fólkinu en í síðasta tölublaði þess er gul stjarna með setningunni „Taktu mynd af frægum!“ ofan á ljós- myndum sem teknar voru af Dorr- it Moussaieff stíga úr einkaþotu Baugs. Bjarni Brynjólfsson, rit- stjóri Séð og heyrt, sagði það hins vegar ekki ritstjórnarstefnu blaðsins að hvetja til sk. „pap- arazzi“-myndatakna. Setningin hefði verið skot á Jón Ásgeir en Hér og nú er gefið út af fyrirtæki í eigu Baugs. Þegar slíkar myndir komi inn á borð meti ritstjórar vendilega hvort þær séu trausts- ins virði. „Þetta eru vissulega pap- arazzi-myndir af Dorrit en eru þess eðlis að við teljum þjóðina eiga að fá að sjá þær.“ Aðspurður sagði ritstjóri Hér og nú, Garðar Örn Úlfarsson, sum- arleik blaðsins ekki á neinn hátt tengjast Karólínudómnum um- rædda. Málin væru algjörlega ósambærileg og að blaðið væri hvorki að hvetja almenning til að taka myndir úr einkalífi frægra né elta þá á röndum, þó verðlaun séu í boði. Þegar borið var undir hann hvort ekki hefði verið eðlilegt að taka fram í auglýsingu blaðsins að leita þyrfti eftir samþykki fyrir myndatöku sagði Garðar það fá- ránlega spurningu og vísaði til höf- undarréttar á ljósmyndum. „Sá sem tekur myndirnar á höfundar- rétt af þeim,“ sagði Garðar og tók fram að hann sæi ekkert athuga- vert við það að birta myndir af frægu fólki við persónulega iðju sem ekki hefðu verið teknar með vitund og samþykki viðkomandi. Fréttaskýring | Hér og nú hvetur almenn- ing til að taka myndir af frægu fólki Barátta milli tveggja póla Birting mynda af einkalífi þekkts fólks brot á MSE samkvæmt „Karólínudómi“ Séð og heyrt með skýrari siðareglur? Myndbirtingar eiga ekki alltaf rétt á sér  „Það leikur enginn vafi á að myndir teljast persónuupplýs- ingar og því eiga myndbirtingar augljóslega ekki alltaf rétt á sér,“ segir Páll Hreinsson, pró- fessor í stjórnsýslurétti við HÍ, en bendir á að svo geti það verið umdeilanlegt hvar mörkin liggi. Á endanum hljóti það að verða dómstóla að úrskurða um slíkt. Því er erfitt að segja fyrir um ná- kvæmlega hvernig myndir væri ólöglegt að birta. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur og Silju Björk Huldudóttur RÚNAR Júlíusson tónlistarmaður var sæmdur heiðursnafnbótinni bæjarlistamaður Reykjanesbæjar til næstu fjögurra ára við fjölmenn hátíðarhöld í skrúðgarðinum við Tjarnargötu í Keflavík á þjóðhátíð- ardaginn. Bæjarlistamaður er æðsta viðurkenning sem Reykja- nesbær getur veitt listamanni. Tek- ur Rúnar við nafnbótinni af Gunn- ari Eyjólfssyni leikara. „Með þessu vill bæjarstjórn þakka hans gífurlega starf að menningarmálum, ekki aðeins í Reykjanesbæ heldur á landsvísu, með von um að landsmenn allir eigi eftir að njóta hans og hans tónlistar til margra komandi ára,“ sagði Böðvar Jónsson, formaður bæj- arráðs Reykjanesbæjar, í ávarpi við hátíðarhöldin þegar hann lýsti kjöri bæjarlistamanns. „Ég er hvorki fugl né fiskur“ Bæjarlistamaður fær afsteypu af listaverki Erlings Jónssonar, Hvorki fugl né fiskur, viðurkenn- ingarskjal og fjárstyrk til að kynna list sína fyrir bæjarbúum. Jafn- framt verður nafn hans letrað á fót- stall umrædds listaverks sem stend- ur í skrúðgarðinum. „Ég er hvorki fugl né fiskur,“ sagði Rúnar þegar hann þakkaði viðurkenninguna. Hann bætti því við að hann hefði fæðst í húsi sem stendur við skrúð- garðinn og það hefði tekið sig sex- tíu ár að komast þessa stuttu leið og upp á þennan stall og vísaði til ræðupúltsins sem hann stóð í. Síð- degis var opnuð sýning Popp- minjasafns Íslands í Duushúsum. Rúnar var einn af upphafsmönnum safnsins en það var tilviljun að opn- un þess og útnefningu hans sem bæjarlistamanns bar upp á sama dag. Hann tróð upp við opnunina ásamt Magnúsi Kjartanssyni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mannfjöldinn fagnaði þegar Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs, tilkynnti um kjör Rúnars sem bæjarlistamanns og Árni Sigfússon bæjarstjóri afhenti honum viðurkenninguna. Rúnar þakkaði fyrir sig með hneigingu. Rúnar Júlíusson bæjarlistamaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.