Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 11 FRÉTTIR SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Gönguskór - mikið úrval Meindl Colorado Lady Tilboðsverð 14.990 kr. Verð áður 17.990 kr. RANNSÓKNATÆKIFÆRI á landsbyggðinni eru mörg og fjöl- breytt. Tillögur að þeim voru kynnt- ar á málþingi Stofnunar Fræða- setra Háskóla Íslands og atvinnuráðgjafa um svæðisbundna stefnu í rannsókna- og þróun- arstarfi í Sandgerði á þriðjudaginn. Fulltrúar sveitarfélaga, mennta- og menningarsetra funduðu ásamt ráð- gjöfum frá þróunarfélögum og sam- tökum sveitarstjórna í seinustu viku. Markmiðið var tvíþætt, að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, forstöðu- manns stofnunar fræðasetra Há- skóla Íslands. „Við vildum ná þessu fólki saman til að segja frá því sem er að gerast, því það er svo miklu meira en maður gerir sér grein fyrir. Síðan þarf að koma þessu á framfæri við stjórn- völd. Þau hafa stutt við þetta, til dæmis á Vestfjörðum og nú Aust- fjörðum, en það þarf að vinna í þessu um allt land. Það kostar ekki mikið miðað við fé sem sett er í byggðaþróun. Ný byggðaáætlun er í undirbúningi, svo það skiptir miklu máli að koma þessu á framfæri við landsfeðurna einmitt núna.“ Fjármagn, já takk! Vinnuhóparnir kynntu nið- urstöður sínar um hvert landssvæði og svar eins hópsins við spurning- unni um fjármögnun var einfald- lega: Já takk! Umræða í hópunum var frjó og nefnd voru ótal rann- sóknatækifæri um allt landið, t.d. í heilsu- og líftækni, náttúrufræði, jarðfræði, líffræði, sagnfræði og fé- lagsfræði. Þá var lögð áhersla á að efla það sem fyrir væri og tengja fræðigreinar. Sem dæmi um nið- urstöður má nefna tillögu um há- skólasetur á Suðurlandi og hug- mynd að rannsókn um áhrif varnarliðsins á samfélag á Suð- urnesjum. Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, var fundarstjóri og sagði hann mikilvægt að unnið yrði úr til- lögunum með skipulögðum hætti og að aukið fjármagn fengist. Hann sagði samstarf og samvinnu mik- ilvæga, en að deilur og karp tækju oft of mikla orku. Hann sagði há- skólasamfélagið einkennast af sam- keppni og að of mikil gæti hún orðið ein mesta ógnin við uppbyggingu háskólastarfs. „Það þarf að hugsa um að gera betur og betur en ekki meira og meira.“ Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði þingið og sagði hún að efling rann- sókna, menntunar og nýsköpunar á landsbyggðinni væri ofarlega á baugi í iðnaðarráðuneytinu. Þetta væri farsælasta byggðastefnan þar sem hugvit og þekking myndu ráða kjörum í framtíðinni. Hún nefndi dæmi um verkefni á grundvelli nú- gildandi byggðaáætlunar og sagði vinnu við gerð nýrrar langt komna. Vilhjálmur Lúðvíksson, skrif- stofustjóri í menntamálaráðuneyt- inu, ávarpaði einnig þingið og flutti kveðjur frá menntamálaráðherra. Þá talaði Sveinn Valur Ásbjarn- arson, bæjarstjóri í Sandgerði, um Fræðasetrið og áhrif þess á bæj- arfélagið. Setur sem þessi sagði hann færa með sér atvinnutækifæri. Ræddu um svæðisbundna stefnu í rannsókna- og þróunarstarfi Mörg og fjölbreytt tækifæri til rannsókna á landsbyggðinni Morgunblaðið/Hrund Sveinn Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar Fræðasetra Háskóla Íslands, og Páll Skúlason, rektor skólans, stilltu sér upp ásamt tignarlegum rostungi. Valgerður Sverrisdóttir Vilhjálmur Lúðvíksson Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is  ARNAR Bjarnason lauk dokt- orsprófi í tónsmíðum og tónfræði við Brandeis University í Boston Bandaríkjunum ágúst síðastlið- inn. Vörnin fór fram í apríl 2004 en helstu leið- beinendur Arn- ars í náminu voru David Rak- owski, Eric Chasalow, Mart- in Boycan, Allan Keiler og Eric Chafe. Lokaverkefnið var tvíþætt, ritgerð annars vegar og tónsmíð hins vegar. Ritgerðin „Il Prigioniero – Rows and Drama“ fjallar um hvernig framvinda sögunnar end- urspeglast í skyldleika og fram- setningu tólftónaraða í 20. aldar óperunni Il Prigioniero eftir Luigi Dallapiccola. „Le Città Invisibili“ er skáld- saga eftir Italo Calvino þar sem söguhetjan Marco Polo lýsir fyrir Kublai Khan öllum þeim borgum sem borið hafa fyrir hann á ferða- lögum sínum, í raun aðeins marg- ar ólíkar lýsingar á heimaborg Marcos, Feneyjum. Tónverkið ber sama nafn og eru þrjár af þessum borgarlýsingum sungnar og túlk- aðar í samspili við litla kamm- ersveit sem samanstendur af flautu, horni, fiðlu, kontrabassa og slagverki. Arnar hefur burtfararpróf í pí- anóleik 1993 undir leiðsögn Þor- steins Gauta Sigurðssonar og lauk lokaprófi í tónsmíðum og tónfræði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1997. Áður en hann hélt til Banda- ríkjanna stundaði hann einkatíma hjá Atla Ingólfssyni í Bologna vet- urinn 1997–8 og sneri aftur til Ítalíu 2001–2 til að vinna að dokt- orsverkefnunum. Frá Flórens fluttist hann svo til Íslands í des- ember 2002 og hefur búið hér síð- an. Í dag kennir Arnar við Listahá- skólann og Nýja tónlistarskólann ásamt því að leggja stund á tón- smíðar og reka fyrirtækið Vín & mat sem flytur inn léttvín. Hann hefur einnig unnið að útsetningum fyrir Hjálmar H. Ragnarsson við kvikmyndina Kaldaljós og leikritið Öxin og jörðin og fyrir Hilmar Örn Hilmarsson við kvikmyndina Beowulf. Eiginkona Arnars er Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs, börn þeirra eru Gréta og Halldór Egill. Doktor í tónsmíðum Arnar Bjarnason HÚSNÆÐI fyrir Háskólasetur Suðurnesja sem Sandgerðisbær hefur innréttað hefur verið opnað. Setrið var stofnsett fyrir ári, en í húsnæðinu eru skrifstofur auk að- stöðu til verklegra æfinga og ým- iss konar rannsókna fyrir nem- endur og háskólakennara. Meginmarkmiðin eru að stuðla að margvíslegri háskólakennslu, efla tengsl Háskóla Íslands við at- vinnu- og þjóðlíf og efla rann- sóknir á náttúru Íslands og Suð- urnesja. Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Ís- lands, er formaður stjórnar Há- skólasetursins. Setrið er vett- vangur fyrir samstarf Háskóla Íslands við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og ein- staklinga á Suðurnesjum. Mikill mannauður „Hér er mannmargt samfélag, mikill mannauður og merkileg starfsemi sem Háskóli Íslands get- ur tengst betur með því að hafa Háskólasetur á staðnum. Við erum með nokkurn fjölda meistara og doktorsnema sem stunda rann- sóknir sínar hér við Háskólasetrið í náinni samvinnu við Náttúrustofu Reykjaness og fleiri aðila. Við stefnum að því að efla rann- sóknastarfsemina á svæðinu, en það er verið að nýta ákveðna kosti sem hér eru til staðar. Það má nefna að á um 50 metra dýpi hér í jarðlögunum er rennandi sjór; það streymir sjór í gegnum Reykjanes- skagann og þessi sjór er einstakur fyrir ýmiss konar tilraunavinnu.“ Jörundur segir svæðið einnig vera einstakt til ýmiss konar fuglaathugana, þar séu skemmti- legar fjörur og tilefni til fjöl- breytilegra náttúrulífsrannsókna. Sjálfsagt að nýta tækifærin Morgunblaðið/Hrund Við opnunina afhenti Sveinn Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerð- isbæjar, Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands, og Jörundi Svavarssyni, formanni stjórnar Háskólasetursins, lykla að Sandgerðisbæ. SVOKÖLLUÐ „Best practice“-kynning fór fram fyrir þátttakendur á málþinginu. Fulltrúar frá hverjum landshluta sögðu þá frá einu verk- efni frá sínu svæði, sem þótti skara fram úr eða vera athyglisvert af einhverjum ástæðum. Verkefnin voru meðvitað höfð mjög ólík Jökla- sýningin á Höfn var meðal þess sem kynnt var. Þá var fjallað um Landnámssetur í Borgarfirði, Rannsóknasetur Háskóla Íslands í jarð- skjálftafræði á Selfossi, uppbyggingu Hvalasafnsins á Húsavík og fleira. Mörg verkefni VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.