Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Guðrún Vala Silfurrefirnir syngja um harðfisk og smjör í Skallagrímsgarði. Á myndinni eru f.v. Steinunn Árnadóttir píanóleik- ari, Gísli Þorsteinsson, Þórir Páll Guðjónsson, Jenni R. Ólason og Sigurgeir Gíslason. Borgarnes | Fjórir myndarlegir borgfirskir söngmenn mynda sönghóp sem kallast ,,Silfurref- irnir“. Hugmyndina að stofnun þessa hóps á Steinunn Árnadóttir píanóleikari. ,,Upphaflega áttum við bara að koma fram á Fúsa- kvöldi í vor og syngja eitt lag; Litlu fluguna,“ segir Jenni R. Óla- son, einn meðlimur Silfurrefanna, ,,en við vorum síðan beðnir að syngja nokkra baráttusöngva fyrir Verkalýðsfélagið 1. maí og þetta varð meira en upphaflega stóð til.“ Auk Jenna eru það Ingþór Frið- riksson, Gísli Þorsteinsson og Sig- urgeir Gíslason sem skipa hópinn. ,,Nafnið er komið til vegna háralags okkar karlanna,“ segir Jenni ,,enda erum við allir nánast hvíthærðir.“ Silfurrefirnir voru beðnir að syngja á 17. júní-skemmtun í Skallagrímsgarði og þá voru góð ráð dýr því einn félaganna var er- lendis. Til vara fengu þeir Þóri Pál Guðjónsson sem söng með þeim í stað Ingþórs. Þar sungu þeir fjögur lög við mikinn fögnuð viðstaddra, m.a. lagið ,,Má ég fá harðfisk“ eftir Þorvald Blöndal. Jenni segir að þeir hjálpist að við að velja lögin og séu nánast alætur á tónlist. Einnig sé Stein- unn flink að útsetja lög fyrir þá. ,,Þetta er voða gaman,“ segir Jenni, eins og í öllu söngstarfi en hann syngur jafnframt með kirkjukórnum og karlakórnum Söngbræðrum. Aðspurður um framaldið segir Jenni að eins víst sé að þeir komi fram á árshátíðum og þorrablótum, eða ef tilefni gef- ist til. Satt best að segja sé fram- tíðin alveg óráðin, en hver veit? Hvítir söngelskir Silfurrefir Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 13 MINNSTAÐUR Kynningarfundur í strætóstö›inni á Hlemmi 20. júní 2005 HLEMMUR + Skipulags- og byggingarsvi› Reykjavíkurborgar bo›ar til opins kynningarfundar um framkvæmdir ínútí› og framtí› á Hlemmi og í næsta nágrenni. Fyrirliggjandi eru m.a. tillögur a›  mikilli uppbyggingu íbú›arhúsnæ›is vi› fiverholt og Einholt.  uppbyggingu atvinnuhúsnæ›is vi› Borgartún.  uppbyggingu íbú›arhúsnæ›is og skólabyggingu vi› Sóltún. Einnig ver›ur n‡tt umfer›arskipulag á svæ›inu kynnt ásamt n‡ju lei›arkerfi Strætó bs. Kynningarfundurinn ver›ur í strætóstö›inni á Hlemmi mánudaginn 20. júní nk. kl. 17:30. Allir velkomnir. Íbúar á svæ›inu og a›rir sem telja sig eiga hagsmuna a› gæta eru sérstaklega hvattir til a› mæta og kynna sér fyrirhuga›ar framkvæmdir. A T H Y G L I VESTURLAND SPM flytur í nýtt húsnæði SPARISJÓÐUR Mýrasýslu, SPM, áætlar að flytja úr húsnæði sínu við Borgarbraut í nýtt húsnæði við Digranesgötu, sem er við Brúartorg í Borgarnesi, næstkomandi föstu- dag. Um leið verður útibú SPM í Hyrnutorgi lagt niður. Að sögn Gísla Kjartanssonar sparisjóðsstjóra verður SPM með opið hús sunnudaginn 26. júní og geta þá gestir og gangandi skoðað nýja sparisjóðshúsið. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. byggði húsið sem er um 1.200 fer- metrar og hefur gert leigusamning við SPM til 30 ára. Verktakafyr- irtækið Sólfell hf. sá um uppsteypu og utanhússfrágang. Sagði Gísli að þó að húsið virtist vera miklu stærra en gamli sparisjóðurinn þá væri stækkunin í raun ekki nema um 20% frá núverandi húsnæði. Mestu mun- aði um betri staðsetningu gagnvart nýjum miðbæ og síðan væri nýjasta tækni tekin í notkun á öllum sviðum. Borgarbyggð hefur keypt gamla húsnæði SPM og munu bæjarskrif- stofurnar flytjast yfir götuna í það húsnæði fljótlega.    Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Bjóða upp á fastar ferðir í Skáleyjar Breiðafjörður | Ferðaskrifstofan Vesturferðir á Ísafirði býður í sumar upp á fastar ferðir frá Stað á Reykjanesi út í Skáleyjar á Breiða- firði. Farið er tvisvar í viku, gengið með ábúendum um eyjuna og þeir segja frá staðháttum, sýna dún- hreinsunarstöðina og svo er boðið upp á vöfflur áður en haldið er til baka. Á fréttavef Bæjarins besta á Ísa- firði kemur fram að frumkvæðið kemur frá heimamönnum í Skál- eyjum og á Reykhólum. Haft er eftir Greipi Gíslasyni hjá Vesturferðum að það sé beggja hagur að vinna saman að þessu. Vesturferðir leggi meðal annars til markaðssetningu enda hafi fyrirtækið tengsl erlendis. Þá kemur fram að áhugi er á því að bjóða fleiri slíkar ferðir annars stað- ar á Vestfjörðum. Stykkishólmur | Hólmarar héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan með fjölbreyttri dagskrá. Samkoma fór fram í Hólmgarði. Auk skemmti- atriða flutti Steinunn Magnúsdóttir ræðu dagsins. Um morguninn mættu margir við gömlu slökkvi- stöðina og tóku þátt í sköpun sam- vinnulistaverks með því mála stóra mynd sem þekur eina hlið slökkvi- stöðvarinnar. Heimamenn tóku virkan þátt í hátíðarhöldunum í góðu veðri og einnig heimsóttu margir gestir bæ- inn um helgina og var fjöldi gesta á tjaldsvæðinu. Í hátíðar- skapi á þjóðhátíð í Hólmgarði Ljósmynd/Gunnlaugur Árnason Fjölmenni tók þátt í hátíðarhöldunum í Stykkishólmi. Hér fylgjast áhorf- endur með nemendum grunnskólans flytja atriði úr Litlu hryllingsbúðinni. Guðmundur Kolbeinn Björnsson var fánaberi á þjóðhátíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.