Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SEXTUGSAFMÆLI Aung San Suu Kyi, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (öðru nafni Myanmar), var fagnað víða um heim í gær. Hér sjást flóttamenn frá Búrma í Bangladesh með myndir af frelsishetju sinni. Útlægir landar Suu Kyi efndu til funda og hvöttu til þess að þrýst yrði á herforingjastjórnina að láta Suu Kyi lausa úr stofufangelsi. Stjórnvöld í Búrma hnepptu stuðningsmenn hennar í varðhald er þeir efndu til úti- samkomu við pagóðu í höfuðborginni Yangon. Samtök Suu Kyi, sem hlotið hefur friðarverðlaun Nóbels, fengu þorra atkvæða í kosningum árið 1990 en herforingj- arnir ógiltu úrslitin. Suu Kyi fékk í gær m.a. kveðjur frá Dalai Lama og Desmond Tutu, erkibiskupi í Suður- Afríku, sem báðir eru friðarverðlaunahafar. Herforingjastjórn hefur verið við völd í Búrma síðan 1962 og núverandi herforingjaráð komst til valda 1988. Reuters Suu Kyi hyllt á afmælinu Teheran. AFP, AP. | Umbótasinnaður frambjóðandi í forsetakosningunum sem fram fóru í Íran á föstudag, Mehdi Karoubi, sagði í gær að brögð hefðu verið í tafli við atkvæðagreiðsl- una. Valdamiklir harðlínumenn er styðji framboð borgarstjórans í Te- heran, Mahmouds Ahmadinejads, hefðu haft „furðuleg afskipti“ af kosn- ingunum og m.a. keypt atkvæði. Svonefnt Ráð byltingarvarðanna staðfesti í gær endanlegar niðurstöð- ur. Karoubi var í þriðja sæti á eftir Ahmadinejad sem var með 19,47% og Akbar Hashemi Rafsanjani sem varð efstur og hlaut 21%. Tilkynnti kjör- stjórn að kosið yrði á ný á milli tveggja efstu manna í annarri umferð á föstudaginn. Fréttaskýrendur segja úrslitin vera áfall fyrir umbótasinna í landinu, sem vonast höfðu eftir því að leika eft- ir sigur fráfarandi forseta, Mohamm- ads Khatamis, í kosningunum 1997. Friðarverðlaunahafinn Shirin Ebadi ákvað nú að nota ekki kosningarétt- inn og mótmæla þannig reglum sem notaðar voru til að útiloka flesta um- bótasinna frá því að bjóða sig fram. Margir fleiri umbótasinnar hvöttu að þessu sinni fólk til að hunsa kosning- arnar en þrátt fyr- ir það var kjör- sókn allgóð eða liðlega 60%. Einn af ráðgjöf- um klerksins Raf- sanjanis, sem reynir nú að fá umbótasinna til að styðja sig í seinni umferðinni gegn harðlínumannin- um Ahmadinejad, sagði í gær að frambjóðandinn hefði íhugað um helgina að draga sig í hlé vegna „ólög- legra afskipta ákveðinna stofnana“ af kosningunum. Honum hefði þó verið talið hughvarf. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fordæmdi í gær forsetakosningarnar og sagði þær hafa skort lýðræðislegan grundvöll. Sagðist hún ekki sjá hvernig þessar kosningar gætu „aukið lögmæti“ klerkastjórnarinnar. Fámennur hóp- ur, sem ekki hafi verið kosinn lýðræð- islega, hefði ákveðið hverjir fengju að bjóða sig fram og mörg þúsund manns hafi verið meinað framboð. Konum hefði til dæmis algerlega ver- ið bannað að bjóða sig fram. Akbar Hashemi Rafsanjani Saka harðlínu- menn um kosningasvik ÍSRAELAR og Palestínumenn hafa ákveðið að hafa samráð um brott- flutning landtökumanna gyðinga og ísraelsks herliðs frá Gaza í ágúst. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær eftir fundi sína með palestínskum og ísraelskum ráðamönnum að báðum deiluaðilum bæri skylda til að tryggja að vænt- anlegt brotthvarf Ísraela frá Gaza- svæðinu og hluta Vesturbakkans færi friðsamlega fram. Rice er nú á ferð um Miðausturlönd og mun í dag hitta ráðamenn í Egyptalandi. Er Rice var komin frá Ísrael til Jórdaníu var skýrt frá því að ísraelsk stjórnvöld ætluðu að láta reisa 700 ný heimili fyrir gyðinga á hernumdu svæði við Austur-Jerúsalem. Ljóst var á blaðamannafundi sem Rice hélt í Amman með utanríkisráðherra Jórdaníu að henni mislíkaði mjög þessi ákvörðun Ísraela. Landtökubyggðirnar og ör- yggismúr sem Ísrael hefur reist á pal- estínsku landi til að hindra ferðir hryðjuverkamanna inn í Ísrael hafa valdið mikilli reiði meðal Palestínu- manna. „Ég ræddi bæði landtökubyggðirn- ar og múrinn við forsætisráðherrann [Ariel Sharon] og utanríkisráðherr- ann og alla þá sem vildu á mig hlýða,“ sagði Rice. „Staðreyndin er sú að stefna Bandaríkjanna varðandi þessi mál ef afar skýr og við gerum ekki ráð fyrir því að Ísraelar geri nokkuð sem geti komið í veg fyrir að endanleg lausn finnist [á deilunum milli Ísrael og Palestínumanna].“ Gæti aukið friðarhorfur Skoðanakannanir í Ísrael sýna að meira en helmingur landsmanna vill að haft verði samráð við Palestínu- stjórn Mahmouds Abbas forseta um brottflutninginn frá Gaza. Rice sagði að gengi brottflutningurinn friðsam- lega fyrir sig gæti það aukið verulega traust í samskiptum deiluaðilanna og þar með aukið friðarhorfur. Hún sagði að bæði Ísraelar og Palestínu- menn væru þeirrar skoðunar að rífa yrði öll íbúðarhús í landnámsbyggð- um gyðinga á Gaza þegar Ísraelar yrðu þaðan á brott síðar í sumar. Pal- estínumenn álíta að húsin henti ekki þeirra fólki en vitað er að ísraelskir ráðamenn höfðu lagt til að fólk úr flóttamannabúðum á Gaza fengi húsin til umráða. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísr- aelar hverfa á brott frá landsvæði sem þeir hafa hertekið og Palestínu- menn gera tilkall til undir væntan- legt, sjálfstætt ríki sitt. Rice lagði áherslu á að þetta yrði sögulegt skref. Samráð um brott- flutning frá Gaza Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is AP Shimon Peres, aðstoðarforsætisráðherra Ísraels, heilsar Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með kossi í Jerúsalem í gær. Condoleezza Rice gagnrýnir Ísraelsstjórn fyrir að ætla að reisa 700 hús á hernumdum svæðum við Jerúsalem Bagdad. AP, AFP. | Alls 82 af 275 fulltrúum á íraska þinginu hafa lagt fram kröfu um að allt erlent herlið í landinu verði á brott. Segja þingmennirnir, sem eru úr röðum allra helstu fylkinga, þ.e. súnníta, sjíta og Kúrda auk kristna minnihlutans og kommúnista, óvið- unandi að ríkisstjórn Ibrahims al- Jafaaris forsætisráðherra hafi ekki samráð áður en hún biðji erlenda herliðið að vera áfram. Krefjast þeir þess að lögð verði fram tíma- setning fyrir brottför liðsins. Breskir ráðamenn segja að von- ast sé til að hægt verði að láta Íraka taka sjálfa við öllum örygg- iseftirliti í landinu innan sex mán- aða. En eftir sem áður neita bæði Bretar og Bandaríkjamenn að til- greina hvenær herinn verði kvadd- ur heim. Það verði gert þegar írösk stjórnvöld telji sig ráða við ástandið hjálparlaust. Bent er á að ef tilgreint verði hvenær herliðið fari geti það ýtt undir vonir upp- reisnarmanna um sigur. 23 létu lífið í sjálfsmorðsárás í Bagdad Minnst 23 Írakar létu lífið þegar sjálfsvígstilræðismaður, gyrtur belti með sprengiefni, sprengdi sjálfan sig í loft upp á þéttskip- uðum veitingastað, Zanbour, um hádegisbil í Bagdad í gær. Margir hinna föllnu voru lögreglumenn. Veitingastaðurinn er rétt hjá Græna svæðinu svonefnda en þar eru aðalstöðvar Bandaríkjamanna og íraskra stjórnvalda. Í gærmorg- un sprakk bílsprengja við mosku sjíta í Bagdad og varð tveim að bana og fimmtán særðust. „Þetta er glæpur, myndi Guð nokkurn tíma leggja blessun sína yfir svona nokkuð?“ hrópaði írask- ur hermaður á staðnum en félagar hans skutu upp í loftið til að hindra vegfarendur í að fara of ná- lægt tilræðisstaðnum. Uppreisnar- menn í Írak hafa að undanförnu beint mjög spjótum sínum gegn íröskum lögreglumönnum og her- mönnum. Sókn gegn uppreisnar- mönnum í Al-Anbar Um eitt þúsund bandarískir landgönguliðar og íraskir hermenn héldu í gær áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum á landamærum Íraks í vestri í héraðinu Al-Anbar. Hafa þeir meðal annars fundið neðanjarðarfangelsi með pynting- artólum og fáeina lifandi fanga sem lýst hafa reynslu sinni. Breskar og bandarískar herflug- vélar taka þátt í sókninni en ekki hafa borist áreiðanlegar fregnir af mannfalli enda er fréttamönnum ekki leyft að fara á staðinn. Vilja erlent her- lið burt frá Írak SÓLARLJÓS getur dregið úr hættunni á því að karlar fái krabbamein í blöðruhálskirtil, að sögn bandarískra vísindamanna. Fram kemur í frétt á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, að ástæðan sé talin vera aukin framleiðsla lík- amans á D-vítamíni vegna áhrifa sólarljóssins. En eftir sem áður getur of mikil sól valdið húðkrabba. D-vítamín er einnig í miklu magni í feitum fiski. Skýrt er frá rannsókninni í ritinu Cancer Re- search og kemur fram að njóti menn mikillar sólarbirtu geti það minnkað áhættuna á krabbameini í blöðruhálskirtli um allt að helming. Alls var fylgst með 450 hvítum körlum í San Francisco á aldrinum 40 til 79 ára með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeir bornir saman við álíka stóran hóp manna sem ekki voru með krabbamein. Var kannað hve mikið þeir hefðu verið í sól og hver fylgnin við tíðni krabbameins væri. Sólin góð fyrir blöðruhálskirtilinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.