Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 15 ERLENT „DEEP Throat“ , öðru nafni Mark Felt, er búinn að tryggja sér útgáfusamning við bókaforlag í Bandaríkjunum og sömuleiðis hefur verið samið um kvikmyndarétt sögu þessa frægasta uppljóstr- ara bandarískrar stjórnmálasögu. Er talið hugs- anlegt að Tom Hanks taki að sér að leika „Deep Throat“ í bíómynd um sögu hans. The Washington Post greinir frá þessu í gær. Mun fjölskylda hins 91 árs gamla Felts hafa samið við útgáfufyrirtækið PublicAffairs Books um út- gáfu bókar er yrði í bland sjálfsævisaga og hefð- bundin ævisaga. Sem kunnugt er var upplýst fyrir tveimur vikum að Felt hefði verið hinn leynilegi heimildarmaður Bobs Woodward og Carls Bern- stein í Watergate-málinu, en umfjöllun þeirra í The Washington Post leiddi til afsagnar Richards M. Nixons Bandaríkjaforseta. Þá hefur Universal Pictures samið um réttinn á gerð kvikmyndar eftir ævi Felts og hefur Play- tone, framleiðslufyrirtæki Toms Hanks, tekið að sér að þróa verkefnið. Bókaútgefendur munu hafa haft efasemdir um hvort gróðavænlegt væri að semja við Felt og fjöl- skyldu hans þar sem minni Felts ku vera farið að bresta. Þá liggur fyrir að Bob Woodward er tilbú- inn með bók um það hvernig Felt gerðist heimild- armaður hans. Er nú gert ráð fyrir að bók Woodw- ards, The Secret Man: The Story of Watergatés Deep Throat komi út 6. júlí nk. „Deep Throat“ semur um bók og kvikmynd Hugsanlegt að Tom Hanks leiki Mark Felt Reuters FBI-maðurinn gamli, Mark Felt, öðru nafni „Deep Throat“, ásamt dóttur og dóttursyni. SAMTÖK aðskilnaðarsinna í Baskahéruðum Spánar, ETA, hafa lýst því yfir að þau muni ekki framar ráðast á spænska stjórnmálamenn. Segja sam- tökin að „breytt andrúmsloft í stjórnmálum“ sé ástæðan fyrir stefnubreytingunni. Talsmenn spænsku stjórn- arinnar sögðu að ETA yrði að lýsa yfir algerri andstöðu við ofbeldi, fyrr yrði ekki rætt við samtökin. Fulltrúar stjórnar- andstöðu hægrimanna sögðu að um óaðgengilegt tilboð væri að ræða af hálfu ETA. Víga- mönnum í samtökunum er kennt um allt að 800 morð er framin hafa verið á þeim 40 ár- um sem aðskilnaðarsinnar í Baskahéruðunum hafa barist fyrir sjálfstæði héraðsins. Nýtt heimsmet HINN 95 ára gamli Kozo Hara- guchi frá Japan setti í gær nýtt heimsmet í 100 metra hlaupi í aldursflokknum 95-99 ára. Tími hans var 22,04 sekúndur en heimsmetið í greininni fyrir alla aldurshópa er nú 9,77 sek- úndur. Haraguchi hljóp einn og það hellirigndi en hann hafði einsett sér að slá gamla metið sem var í eigu Ástrala. Það var 24,01 sekúnda. Árið 2000 setti Haraguchi met í aldurs- flokknum 90-94 ára, hljóp hann vegalengdina á 18,08 sek- úndum. Felldu liðs- menn talíbana BANDARÍKJAMENN beittu herflugvélum til að fella allt að 20 uppreisnarmenn úr röðum talíbana í sunnanverðu Afgan- istan í gær. Bandarísku her- mennirnir urðu fyrir árás frá vígamönnum og í kjölfarið köll- uðu þeir á liðsauka á flugvélum og þyrlum sem felldi mennina. Samið um skiptingu valda FULLTRÚAR uppreisnar- manna úr röðum kristinna manna í suðurhluta Súdans undirrituðu í gær í Kaíró í Egyptalandi samning við rík- isstjórnina í Karthoum um að skipt yrði völdum með deiluað- ilum. Fá uppreisnarmenn m.a. ráðherraembætti í bráða- birgðastjórn. Ríkisstjórn- arvaldið er í höndum múslíma frá norðurhlutanum. Sam- komulagið snerti ekki átökin í Darfur-héraði í vesturhlut- anum. Biden býður sig fram BANDARÍSKI öldungadeildar- þingmaðurinn Joseph Biden lýsti því yfir í gær að hann vildi verða forsetaefni demókrata í kosningunum 2008. Sagðist hann í viðtali við CBS-sjón- varpsstöðina þegar vera byrjaður að afla sér stuðn- ingsmanna og fjár til að heyja próf- kjörsbaráttu. Biden á sæti í ut- anríkismálanefnd þingdeildar- innar og er meðal áhrifamestu liðsmanna flokksins á þingi. Margir telja að Hillary Rod- ham Clinton, eiginkona Bills Clintons og núverandi öld- ungadeildarþingmaður, muni sækjast eftir að verða útnefnd forsetaefni demókrata en hún hefur fram til þessa vísað slík- um bollaleggingum á bug. ETA lofar að hætta að myrða Joseph Biden

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.