Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 17
SVEFN er oft vanmetinn. Hann er jafn mikilvægur og næring, vatn og loftið sem við öndum að okkur. Eftir góðan svefn er líkaminn endurnærður og þá er auðveldara að taka á verkefnum dagsins. Finnir þú fyrir pirringi, átt erfitt með að einbeita þér, missir þolinmæð- ina auðveldlega og tekur lítinn þátt í mannlegum samskiptum er líklegt að þú sért ekki að fá nægan svefn og jafnvel ekki góðan svefn. Svefnþörf ein- staklinga er mismunandi en flestir þurfa um sjö og hálfrar klukkustundar svefn til að vera vel úthvíldir. Til að hvílast er einnig mikilvægt að koma sér vel fyrir og hvíla líkamann í góðri stellingu. Koddar eru til margs annars nytsamlegir en til að nota bara undir höfuðið. Sofið á hlið – koddi á milli fótanna Ef þú sefur á hlið er best að beygja aðeins fótleggina upp á við og hafa kodda á milli fót- anna. Þessi stelling getur hjálp- að þeim sem eiga við vandamál að stríða í mænu eða finna til í mjöðm. Sofið á bakinu – koddi undir hnjám Ef þú sefur á bakinu er gott að setja kodda undir hnén sem styður við sveig í mjóbakinu. Það er mikilvægt að sofa með kodda undir höfðinu og svo get- ur hjálpað til að hafa upprúllað handklæði undir mjóhryggnum ef þú finnur til neðarlega í baki. Sofið á maganum – koddi undir mjaðmagrind Þessi stelling getur verið slæm fyrir bakið. Ef þú getur ekki sofið öðruvísi er gott að minnka álagið á bakið með að setja kodda undir mjaðma- grindina eða neðarlega undir magann. Hægt er að hafa kodda undir höfðinu en ef það veldur spennu er best að sleppa því. Góð stelling veitir betri svefn  SVEFN Morgunblaðið/Þorkell Á hlið er best að hafa góðan stuðning undir hnjám og höfði. Það er ekki mælt með því að liggja á maganum en ef það er gert er gott að hafa engan kodda undir höfði og stuðning undir mjaðmagrind eða kviði. Á bakinu er best að hafa stuðning undir hnjánum og einnig höfði. ÞAÐ er líklegt að þriðjungur af ævinni fari í að sofa. En all- ur svefn er ekki eins og svefn- stigin eru sex talsins. Þau skiptast á yfir svefntímann og endast í 70–90 mínútur hvert skv. upplýsingum sem fengust á Netinu hjá sjúkrastofn- uninni Mayo Clinic í Banda- ríkjunum.  Vakandi – Það er eðlilegt að vakna upp nokkrum sinn- um yfir nóttina, allt að tíu sinnum og jafnvel ekki muna eftir því. Þetta er hluti af varnarkerfi líkamans sem fylgist með því sem gerist í kringum hann.  Fyrsta svefnstig – Á þessu stigi er maður á milli svefns og vöku og á auðvelt með að vakna upp. Vöðvarnir hægja á sér og augun hreyf- ast mjög hægt.  Annað svefnstig – Á öðru stigi eru vöðvarnir slakir og heilinn verður hægfara. Helm- ingur svefns er á þessu stigi.  Þriðja og fjórða svefnstig – Djúpsvefn er á þessum stig- um. Öndunin verður taktföst og vöðvarnir slakir. Á þessum stigum leysir líkaminn úr læð- ingi endurnýjandi hormón.  REM svefn – REM stend- ur fyrir „Rapid Eye Move- ment“ og öfugt við hin stigin hreyfast augun hratt undir augnlokunum á þessu stigi svefnsins. Vöðvarnir hætta al- veg að hreyfast. Öndun verður hraðari og hjartslátturinn óreglulegri. Heilastarfsemin er mjög virk og rannsóknir hafa sýnt að heilabylgjurnar hreyfast jafn mikið í Rem svefni og í vöku. Vísindamenn telja að á þessu stigi sé heil- inn að vinna úr upplýsingum og flokka í minninu. Draumar verða til á þessu stigi og hægt er að muna þá ef vaknað er beint úr Rem svefni. Svefn- stigin sex MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 17 DAGLEGT LÍF | HEILSA                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.