Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 19 UMRÆÐAN ÚTSALA. ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR. ÞÚ GERIR ALLT TIL AÐ VERA FLJÓTUST FRÁ 20.JÚNÍ TIL 10.JÚLÍ ER HAGSTÆTT AÐ MÆTA MEÐAL ÞEIRRA FYRSTU Natuzzi býður núna upp á sérstaka útsölu með allt að 30% afslætti á völdum sófum, hæginda- stólum og öðrum aukabúnaði. Ítölsk hönnun, gæði og handbragð eru tryggð af Natuzzi, heimsins fremsta framleiðanda á leðursófum. Natuzzi verslunin: SMÁRALIND 201 Kópavogur - Sími 564 4477 It’s how you live GÆÐAFRAMLEIÐSLA FRÁ ÍTALÍU – Vottað ISO 9001-14001 Fáðu frekari upplýsingar eða ókeypis eintak af Natuzzi bæklingnum. Hringdu gjaldfrjálst í síma 800-4477 eða smelltu á www.natuzzi.com Verslunin er einnig opin á sunnudögum frá kl. 13-18 UPPHAF stefnu stjórnvalda í peningamálum má rekja til sölu Búnaðarbanka og Landsbanka. Gríðarleg leynd var yfir söluferlinu en endirinn varð sá að flokkarnir skiptu bönkunum á milli sín. Stuðnings- menn Framsóknar- flokksins fengu Búnaðarbankann og Sjálfstæðisflokksins Landsbankann. Svo mikil leynd hvíldi yfir ferlinu að þingmenn fengu engar upplýs- ingar. Svona færa þeir eignir þjóðarinnar til stuðningsmanna sinna. (Kannski verður önn- ur barbabrella þegar Síminn verður seldur.) Vegna virkjunarframkvæmda við Kárahnjúka skorti fé í það gælu- verk stjórnvalda. Arðsemi verksins var ekki nógu mikil samkvæmt út- reikningum svo verkið freistaði lítt fjárfestafyrirtækja og ríkið hafði ekki á lausu fé til að klára verkið og þá var allt í einu opnað fyrir lántöku erlendis fyrir íbúðaeigend- ur í gegnum bankana og nú máttu lánin vera 90% af söluverðmæti eignarinnar. Lífeyrissjóðirnir höfðu lánað með veði í fasteign upp í 65% af brunabótamati sem var mun lægra en sölumatið. Nú máttu allir semja við bankana um verðtryggð lán erlendis með lægri vöxtum og hærri upphæð og gerðu menn þetta í miklum mæli. Sjálfsagt var tvenns konar mark- miðum náð með þessum gjörningi, mikilli kaupmáttaraukningu hjá stórum hópi fólks sem nýtti sér þetta og mikilli aukningu tekna rík- isins af auknum innflutningi á bíl- um og öðrum dýrum varningi. Þessi nýju lán ýttu lífeyrissjóðum út af húsnæðismark- aðinum til að þeir myndu þá fara í neyð sinni í það að fjár- magna Kárahnjúka- virkjunina. Þessi að- gerð þrýsti upp verðbólgu lítillega og var þáttur í barba- brellu ríkisstjórnar- innar. Nú er verðbólg- an í efri kantinum og er Seðlabankinn gerð- ur ábyrgur fyrir stöð- ugu verðlagi, allt á ábyrgð bankastjóra, segja stjórnvöld. Lög bankans hafa lítið breyst. Mér skilst að stýrivextir séu teknir af Seðlabanka ef tekið er lán hjá honum og af þeirri bindiskyldu sem bankarnir hafa hjá Seðlabankanum. Nú taka bankarnir lán erlendis og endurlána skammtímalán og þurfa ekki að borga Seðlabank- anum stýrivexti af þessum erlendu lántökum en stýrivextir eru gríð- arlega háir hjá Seðlabankanum, um 9%. Stýrivextirnir fara á öll skammtímalán og eru vextir þar um 18% og vanskilavextir um 20%. Þarna er Seðlabankinn með sínum 9% stýrivöxtum að okra á fólki sem er með skammtímalán því þrýst- ingur á verðbólguna er mikill við nýju erlendu íbúðalánin sem flæða inn í landið. Nú eru okurvextir af skamm- tímalánum að borga upp bankana á um 2–3 árum með stýrivöxtunum og hinni gríðarlegu álagningu bankanna á lánum sem þeir taka erlendis með um 3% vöxtum en lána þau út aftur með 18%. Stýrivextir á evrusvæðinu og Norðurlöndunum eru 2% og álag 1%, samtals 3%. Hreinar vaxtatekjur Lands- banka, Íslandsbanka og KB-banka voru á síðasta ári um 49 milljarðar króna. Seðlabanki hafði rúmlega 2,1 milljarð í tekjur á síðasta ári af stýrivöxtum. Svona fara þeir að sem valdið hafa ef þeir vilja afhenda flokks- bræðrum sínum eigur ríkisins á silfurfati. Það er von að þeir opni ekki bókhald flokkanna eins og gert er í öllum alvöru lýðræð- islöndum sem við viljum miða okk- ur við. Skyldu okurvextir vera löglegir á Íslandi? Halldór Halldórsson fjallar um lánastefnu bankanna ’Nú eru okurvextir afskammtímalánum að borga upp bankana á um 2–3 árum með stýri- vöxtunum og hinni gríðarlegu álagningu bankanna á lánum …‘ Halldór Halldórsson Höfundur er fyrrv. skipstjóri. JÁ, HANN er búinn að vera á þessum stað í Vatnsmýrinni í um það bil 65 ár við misjafnar vinsældir. Ekki veit ég hvenær fyrst var um það rætt að flytja hann burt en hann flatmagar enn á sama stað og er ekki neitt fararsnið sjáanlegt á honum. Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar um ann- að svæði sem hægt væri að vista hann á og ekki trúi ég því að læk- urinn bakkafyllist þó einni hugmynd enn væri bætt við það safn. Án allra málaleng- inga er eftirfarandi til- laga sett fram með svo- felldum hætti: Leiruvogur liggur að Geldinganesi innan- verðu. Hversu margir fermetrar hann er fer eftir því hve langt er seilst til hafs en ætla má að hann slagi hátt upp í stærð Reykjavíkur-flugvallar. Vogurinn er grunnur, örlar á steinum á stærstu fjörum. Þarna væri rými fyrir flug- völl. Ekki væri ástæða til þess að hann væri ætlaður til millilandaflugs, við höfum annan í grenndinni með öll- um þeim búnaði sem til millilanda- flugs þarf. Það skal tekið fram að hann væri ekki ætlaður fyrir sjóflugvélar, því það þarf að lyfta voginum upp úr sjó. Að sjálfsögðu eru hæg heimatökin hvað uppfyllingu varðar þar sem Geldinganesið er hendi nær en deila má um þau spjöll sem það mundi valda ef annar kostur væri fyrir hendi. Annar kostur er til. Í Grafarvoginum er mikið efni ættað frá ís- öld og væri hægur vandi að dæla því norður í Leiruvoginn. Að mörgu er að hyggja í þessu sambandi svo sem legu Sunda- brautarinnar og leið lax- anna í Korpúlfsstaðaá en það er viðfangsefni sérfræðinga. Sundabrautin gæti með tillögu þessari legið um utanvert Geldinga- nesið og utanverða Þerney og Álfsnes og þaðan beint í Leirhamra á Kjalarnesi. Annar kostur við þessa hugmynd er að með þessu móti gæti Grafarvogurinn orðið skipgengur, þ.e.a.s minni skipum, og þar mætti reka sjó- mannaskóla fyrir yngri aldurshópa og niðurdýfingar eftir frjálsu vali. Út á þessa hugmynd gæti ég hugs- að mérað sækja um starf á dælu- prammanum en sá er hængur á að ég er orðinn svo skrambi gamall að hæp- ið væri að ég fengi siglingaleyfi á fleytunni. Reykjavíkur- flugvöllur? Oddbergur Eiríksson gerir til- lögur um nýja staðsetningu Reykjavíkurflugvallar Oddbergur Eiríksson ’… hann flat-magar enn á sama stað og er ekki neitt farar- snið sjáanlegt á honum.‘ Höfundur er skipasmiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.