Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 21 Dauðþreytt á baráttunni Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur sagði m.a. í ávarpi sínu að staða kvenna í dag væri gjörólík stöðu kvennanna sem fögnuðu kosningaréttinum árið 1915. Staðan væri þó langt í frá viðunandi. „Reyndar höfum við séð bakslag á ýms- um sviðum,“ bætti hún við. „Launamis- réttið er enn til staðar. Hlutur kvenna í valdastofnunum þjóðfélagsins er ekki nema um 30% og hlutur kvenna í fjöl- miðlum er líka um 30%.“ Þá sagði hún m.a. að konur væru enn mikill meirihluti þeirra sem ynnu þjónustu- og láglauna- störf, nú síðast erlendar konur, og að konum fjölgaði ört í röðum öryrkja. Það væri mikið áhyggjuefni. Kristín spurði undir lok ávarps síns: „Hvaða leið ætlum við að velja til að kom- ast áfram? Leið samvinnu, samstöðu og markvissra aðgerða eða þokast áfram með hraða snigilsins, bíða af því að „þetta er allt að koma“ – jafnvel að láta ýta okk- ur til baka?“ Síðan sagði hún: „Sýnum samstöðu og nýtum þennan Þingvalla- fund til að treysta vor heit og blása nýj- um krafti í baráttuna fyrir þjóðfélagi jafnréttis og jafnaðar, lýðræðisríki þar sem mannréttindi kvenna eru að fullu virt.“ Kristín Tómasdóttir nemi sagði m.a. í upphafi ávarps síns að barátta íslenskra kvenna fyrir réttindum sínum hefði verið löng og ströng ferð. Mörg mikilvæg skref hefðu verið tekin fram á við en líka all- nokkur afturábak. Síðar í ávarpi sínu sagði hún: „Ég skal vera alveg hrein- skilin. Stundum er ég orðin dauðþreytt á þessari baráttu. Stundum er ég vonlaus og alveg að gefast upp. Ég er 22ja ára gömul. Halló! Alls staðar mæti ég for- dómum, óþolinmæði, litlu umburðarlyndi og kaldhæðni.“ Hún sagðist samt vita að það þýddi ekki neitt að vera vonlaus. En þessu þjóðfélagi gæti hún ekki breytt ein og ekki heldur einungis þeir sem væru meðvitaðir um ástandið. „Þetta ástand breytist aðeins ef við tökum okkur öll á.“ verði virt og að menntakerfið stuðli að bættri sjálfsmynd stúlkna. Í lok kröfu- gerðarinnar segir síðan: „Við krefjumst jafnréttis kvenna og karla í reynd.“ Árni sagði m.a. er hann tók við kröfu- gerðinni að hann myndi kynna skjalið í ríkisstjórn. Hann greindi sömuleiðis frá því að hann hefði fyrr um daginn und- irritað bréf til allra fyrirtækja og stofn- ana á landinu, með yfir 25 starfsmenn, þar sem hvatt er til launajafnréttis. Í bréfinu er jafnframt hvatt til þess að skoðað verði hvort hugsanlega sé fyrir hendi óútskýrður kynbundinn launamun- ur. Með bréfinu fylgir veggspjald, sem ætlast er til að verði hengt upp á áber- andi stöðum, þar sem spurt er: Skiptir skeggrótin máli? sópran, og skáldkonur lásu upp úr verk- um sínum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, ritstjóri 19. júní, ársrits Kvenréttinda- félags Íslands, stýrði Þingvallafundinum. Fulltrúar þeirra níu kvennasamtaka og stofnana, sem stóðu að hátíðinni, lásu upp kröfugerð fundarins, í 27 liðum, og afhentu hana síðan Árna Magnússyni fé- lagsmálaráðherra. Kröfugerðin er byggð á framkvæmdaáætlun Sameinuðu þjóð- anna í málefnum kvenna, sem samþykkt var í Peking árið 1995. Í henni er þess m.a. krafist að konur fái sömu laun og karlar, að íslensk fyrirtæki misnoti ekki ódýrt vinnuafl erlendra kvenna í útrás sinni, að konur uppskeri í samræmi við menntun sína, að þögnin um kynbundið ofbeldi verði rofin, að lög gegn klámi réttismál að máli þjóðarinnar allrar. Allt sem við viljum er að mannréttindi kvenna séu virt. Að veita völdum til kvenna er besta leiðin til að flýta æski- legri þróun í heiminum, draga úr fátækt og að ná markmiðinu um jafnrétti kynjanna.“ Hún bætti því við að okkur væri öllum ljóst að jafnréttisbaráttan væri spurning um aðferð. Skiptir skeggrótin máli? Hátíðardagskráin í gær hófst með göngu niður Almannagjá. Í lok hennar voru átján rósir settar í drekkingarhylinn til minningar um þær átján konur sem þar var drekkt. Að því búnu var haldið til Efrivalla þar sem Kvennakór Reykjavík- ur söng, ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur Morgunblaðið/Sverrir r Bjarnadóttur. Það voru Íslenska kvennahreyfingin, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum og Kvennasögusafn Íslands sem stóðu að baráttuhátíðinni á Þingvöllum 19. júní. Þingvöllum í tilefni þess að níutíu ár eru liðin frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Alþingis r nt- til t til of hægt að mati Þátttakendur í hátíðardagskránni á Þingvöllum voru brosmildir og létu rign- inguna ekki á sig fá. Margir voru með regnhlífar og í regngöllum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sagði í ávarpi sínu á Þingvöllum í gær að konur þyrftu að stíga markvisst fram í sviðsljósið og að karlar yrðu að ganga til móts við þær. Gera þyrfti jafnréttismál að máli þjóðarinnar allrar. Sigríður Anna Þórðardóttir, Árdís Þórðardóttir, Drífa Hjartardóttir, Sólveig Pét- ursdóttir og Arnbjörg Sveinsdóttir voru glaðbeittar í úrhellinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.