Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 23 UMRÆÐAN Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi mál- efni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilis- ofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræðis- þróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýsingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bíla- leigurnar.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Á ÞESSU vori eru liðin 100 ár frá því að reglubundnar siglingar hófust með farþega, póst og ýmsan flutning um Breiðafjörð. Áður höfðu slíkar siglingar komist á um Ísafjarðar- djúp og Faxaflóa og voru í kerfi flóabáta, sem alþingi veitti styrki til. Notaðir voru gamlir gufubátar, sem flestir voru keyptir frá Skot- landi. Margir kannast við Ásgeir litla, sem sigldi um Ísfjarðardjúp, Faxa, Elínu, Reykjavík og Ingólf, sem sigldu um Faxaflóa á fyrstu áratugum flóabáta þar. En hvernig var þá um Breiðafjörð? Af hverju hófust siglingar seinna þar, þó að Alþingi hefði fyrir löngu boðið fram styrki til þeirra? Aðalskýringin á þessu er sú, að sundurlyndisfjandi var á ferðinni vestra. Til þess að Alþing- isstyrkurinn yrði greiddur út, þurfti að koma til samþykki sýslunefnda á viðkomandi starfssvæði flóabátsins. Nú voru sýslunefndir við Breiðafjörð a.m.k. þrjár, þ.e. í Snæfellsnessýslu, Dalasýslu og Austur-Barðastrandar- sýslu. Álitamál var, hvort Vestur- Barðastrandarsýsla ætti að vera með. Haustið 1902 komu saman í Stykkishólmi fulltrúar þriggja sýslna til þess að ræða hvernig komið yrði á flóabátasiglingum um Breiðafjörð. Þetta voru þeir Lárus H. Bjarnason, sýslumaður fyrir Snæfellinga, Torfi Bjarnason, skólastjóri í Ólafsdal, fyrir Dalamenn og séra Guðmundur Guð- mundsson í Gufudal fyrir Austur- Barðstrendinga. Þeir urðu sammála um það að reyna að fá 40-60 tonna gufubát, grunnskreiðan og hentugan til farþega- og vöruflutninga. Hann skyldi sigla um fjörðinn frá maíbyrjun til októberloka og hafa viðkomu á fjölda staða í sýslunum þremur. Ein- um þremenninganna, Lárusi H. Bjarnasyni, var falið að útvega gufu- bát til siglinganna og mun hann hafa auglýst eftir slíkum bát í norskum og dönskum blöðum, en án árangurs. Ár- in 1903 og 1904 liðu því án þess að gufubátshljóð heyrðust um Breiðafjörð, en í jan- úar 1905 dró loks til tíð- inda. Þá undirrituðu þeir séra Guðmundur í Gufudal og Björn Bjarnarson sýslumaður í Dalasýslu samning við Pjetur M. Bjarnarson frá Ísafirði um „gufu- bátsferðir sumarið 1905“. Þeir Björn og Pjetur voru bræður og hefur það efalaust liðkað fyrir samningum. Pjetur átti lítinn gufubát, sem nefndur var Guðrún og skyldi hann notaður til siglinganna a.m.k. í fyrstu. Guðrún er sögð hafa verið aðeins um 15 tonn, en gat þó flutt 20-30 manns í káetu og á dekki. Stykkishólmssamningurinn frá 1905 er nokkuð frábrugðinn samn- ingum um aðrar flóabátaferðir. Þar segir t.d. um kynningar á ferðunum, að útgerðarmaður skuli auglýsa þær í lyftingu bátsins og þar skuli einnig vera allar áætlanir fyrir hann. Þeim skuli einnig útbýtt „meðal manna um kring Breiðafjörð“. Fjallað er um veit- ingar um borð og segir þar, að farþeg- um skuli til reiðu matur, kaffi og al- gengir óáfengir drykkir eins og límonaði og sódavatn. Enga áfenga drykki mátti hins vegar selja eða veita á bátnum. Ljóst er, að siglingar Guðrúnar „um Breiðaflóa“ hófust í maí 1905 og 24. júní skrifaði séra Guðmundur í Gufu- dal bréf til yfirvalda, þar sem hann segir, að allt hafi gengið vel og tími sé kominn til þess að greiða útgerðar- manni hluta af þeim styrk, sem hon- um hafði verið lofað. Allt gekk svo áfram eftir áætlun og þegar sigling- unum lauk í október höfðu verið farn- ar 25 ferðir og komið við á um 20 stöð- um í sýslunum þremur. Meðal þeirra voru Búðardalur, Staðarfell, Skarðs- stöð, Salthólmavík, Þorskafjörður, Brjánslækur, Flatey, Grundarfjörður, Ólafsvík og Sandur. Á næsta ári kepptu Pjetur M. Bjarnarson og Leonhard Tang & Söns verslun í Stykkishólmi um sigl- ingar um Breiðafjörð og nú urðu Hólmarar hlutskarpari, enda buðu þeir upp á stærri bát. Sá nefndist Var- anger og hafði verið hvalveiðibátur. Þá bauð Stykkishólmsverslunin upp á ákveðna verðskrá bæði fyrir fólk og varning. Af útlendum vörum var dýr- ast að flytja vefnaðarvöru, nýlendu- vörur, og það, sem kallað var glys- varningur. Af íslenskum vörum voru dúnn, fiður og sundmagar í sama verðflokki, en harðfiskur, þorsk- hausar og skinn í öðrum. Má af þessu ráða, hvað helst var flutt með bátnum. Áætlunarsiglingar um Breiðafjörð hafa verið með ýmsum hætti síðustu hundrað ár en þær hafa að því er best verður vitað ekki fallið niður. Bátar og skip eins og Guðrún, Varanger, Hans, Svanur, Konráð, Suðurlandið og Bald- ur hafa verið í ferðum um fjörðinn. Viðkomustöðum hefur fækkað eftir því sem búseta hefur breyst og vegir batnað. Enn er þó siglt með farþega og varning um Breiðafjörð og verður svo væntanlega um sinn. Áætlunarsiglingar um Breiðafjörð 100 ára Heimir Þorleifsson skrifar í til- efni þess að 100 ár eru liðin síð- an reglubundnar siglingar hóf- ust um Breiðafjörð ’Áætlunarsiglingar umBreiðafjörð hafa verið með ýmsum hætti síð- ustu hundrað ár en þær hafa að því er best verð- ur vitað ekki fallið nið- ur.‘ Heimir Þorleifsson Höfundur er sagnfræðingur. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SIV Friðleifsdóttir ásamt nokkrum öðrum þingmönnum hefur lagt af stað með frumvarp um bann við reykingum á kaffihúsum landsins. Ástæða frumvarpsins er að forða reykleysingjum frá heilsuspillandi áhrifum reyksins. Um þau áhrif verður ekki deilt hér, enda hafa allir í vel upplýstu samfélagi fengið upp- lýsingar um skaðsemi tóbaksreyks. Svo eru það starfsmennirnir sem neyddir eru til að vinna í menguðu andrúmslofti. Með frumvarpinu vill Siv ekki síður bjarga þeim frá spill- andi áhrifum reyksins. Siv og þeir þingmenn sem að frumvarpinu standa segjast hafa mikinn stuðning frá þjóðinni og að meirihluti þjóð- arinnar sé jákvæður í garð þessarar breytingar. Þegar litið er á rekstur kaffihúsa á Íslandi þá er nokkuð ljóst að það er erfiður rekstur sem sést ef til vill best á tíðum eigendaskiptum. Ef þessi ákveðni hópur þingmanna hef- ur rétt fyrir sér og mikill meirihluti landsmanna vill ekki reyk á kaffi- húsum þá hljóta kaffihúsaeigendur að sjá leik á borði og banna reyk- ingar, þar með munu þeir fá aukin viðskipti og tryggja sér betri af- komu. Innan tíðar munu flest kaffi- hús taka þetta upp og reyklaust fólk mun geta lapið kaffið sitt í hreinu umhverfi. Ef til vill munu einhverjir kaffihúsaeigendur sjá gróða í því að leyfa reykingar og halda verndar- hendi yfir syndaselunum, einhvers staðar verða vondir að vera. Þar með hafa allir sigrað, reyklaust fólk fer inn á reyklausa staði, reyk- ingafólk inn á sína staði og þeir sem leita vinnu hafa val, sækja um vinnu á hinum fjölmörgu reyklausu kaffi- húsum eða taka áhættu og vinna á þeim fáu reykhúsum í landinu. Rökin fyrir verndun starfsmanna kaffihúsa er undarleg, nánast hlægi- leg. Reglurnar eins og þær eru í dag hafa verið það lengi og því hafa þeir starfsmenn sem vinna á þessum stöðum vitað af reykingunum og þeirri áhættu sem fylgdi. Það vill nú svo til að mörgum öllum störfum fylgir áhætta, verkamenn í bygging- ariðnaði vinna oft við hættulegar að- stæður, sjómenn taka mikla áhættu þegar þeir fara á sjó í misjöfnum veðrum, málarar anda að sér óæski- legum gufum daglega, starfsfólk á verkstæðum og hárgreiðslustofum andar að sér og er í snertingu við eiturefni og svo mætti lengi telja. Hefur þingheimur engar áhyggjur af þessu fólki? Það er einfaldlega svo að störf fela í sér áhættu, sá sem tek- ur að sér starf samþykkir þá áhættu, það er hins vegar í verkahring at- vinnuveitandans að gera starfs- manni ljóst hver áhættan sé svo ein- staklingurinn geti tekið ákvörðunina sjálfur með allar staðreyndir ljósar. Að setja boð og bönn eins og þetta er ekkert annað en kúgun og alger forræðishyggja, hvort sem um meirihluta eða minnihluta er að ræða, það skiptir ekki máli. Það er alltaf gott ef fólk hefur sjálfstraust og veit með vissu að það er hæft í því sem það tekur sér fyrir hendur en er ekki of langt gengið þegar ákveðnir þingmenn telja sig svo hæfa að þeir eigi að ráða hegðun allra hinna? SIGURJÓN FJELDSTED, Bollagörðum 63, 170 Seltjarnarnesi. Geturðu gefið mér eld? Frá Sigurjóni Fjeldsted, nema:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.