Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svava Eggert-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 12. mars 1952. Hún lést á Víðivöllum á Kjalar- nesi hinn 9. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eggert Gunnarsson- ar skipasmiður, f. 4. sept. 1922 í Vest- mannaeyjum, d. 4. jan. 1991, og Jóna Guðrún Ólafsdóttir, f. 17. nóv. 1927 í Vest- mannaeyjum. Systk- ini Svövu eru Ólafur Eggertsson, f. 15. feb. 1948, Gunn- ar Marel Eggertsson, f. 10. nóv. 1954, Guðfinna Edda Eggertsdótt- ir, f. 14. des. 1955, Sigurlaug Egg- ertsdóttir, f. 22. júní 1961, og Ósk- ar Eggertsson, f. 11. apríl 1966, d. 16. apríl 2000. Svava giftist Magnúsi Á. Ágústs- syni líffræðingi 5. apríl 1975. Þau skildu 1993. Börn þeirra eru: 1) Eggert Jón, f. 21. október 1975, tölvunarfræðingur, kvæntur Hildi Björk Leifsdóttur, f. 29. september 1980, og eiga þau tvö börn, Auði Emilíu, f. 14. mars 2001, og Mark- ús Pál Bjarma, f. 4. sept. 2002. 2) Guðrún Björk, f. 3. júlí 1977, við- skiptafræðingur, í sambúð með Kristbirni Gunnarssyni, f. 8. júlí 1974. 3) Sigurður Hjalti, f. 30. apríl 1983, smiður, í sam- búð með Írisi Aðal- steinsdóttur, f. 18. júlí 1980. Áður var Sig- urður í sambúð með Guðrúnu Jónu Hreggviðsdóttur, f. 21. mars 1984, og eiga þau eina dóttur, Signýju Ylfu, f. 21. nóv. 2001. Svava ólst upp á Viðivöllum í Vest- mannaeyjum en for- eldrar hennar bjuggu þar til 1972 að þau fluttu að Sóleyjar- götu 12 þar í bæ. Svava lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1972 og hóf nám í hjúkr- unarfræði við Háskóla Íslands 1973. Árið 1975 fluttu þau hjónin til Hveragerðis þar sem hún vann ýmis störf á Dvalarheimilinu Ási. Frá árinu 1985 1993 vann hún við garðyrkjustöðina Lindarbrekku sem þau hjónin ráku og við skrif- stofustörf á Hótel Örk. Árið 1994 flutti hún til Vestmannaeyja með Sigurð Hjalta þar sem hún bjó til ársins 1999 er hún flutti til Reykja- víkur. Svava bjó síðast í Hólmgarði 11 í Reykjavík. Útför Svövu verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarð- sett verður í Gufuneskirkjugarði. Jæja, þá er hún mamma dáin, eftir margra ára glímu við erfiðan sjúk- dóm. Eftir því sem sjúkdómurinn versnaði varð hún erfiðari og erfiðari í umgengni. Hún vildi þó alltaf allt fyrir okkur börnin sín gera, oft langt umfram það sem hún réð sjálf við. Hún hugsaði mikið um barnabörn- in sín og lagði sig mikið fram við að vera þeim góð amma og eyddi oft stærsta hluta örorkubótanna sinna í gjafir handa þeim. Ég er þakklátur fyrir tímann sem ég átti með mömmu um leið og ég óska þess að lífið hefði leikið hana betur. Elsku mamma, takk fyrir allt. Eggert Jón Magnússon. Elsku mamma. Okkur langar í ör- fáum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir allt. Það var svo ómetanlegt fyrir Gunnu að þú skyldir hafa komið og heimsótt hana og Bjössa til Brussel um daginn. Þú varst svo ánægð með hvað þeim leið vel og svo spennt yfir litla krílinu sem er á leið- inni. Þú varst líka ánægð með hvað Sigga leið vel í nýja sambandinu og hvað hann var sáttur við lífið. Við vonum að þér líði vel núna, mamma, og hafir loksins fundið frið- inn. Núna verður grasið alltaf grænt hjá þér og blóm í haga enda var sum- arið þín árstíð. Við erum sannfærð um að þú átt eftir að fylgjast með okkur og passa okkur og við eigum eftir að leita til þín ef við þörfnumst styrks. Elsku mamma, takk fyrir allt. Við elskum þig. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Þín Guðrún Björk og Sigurður Hjalti. Elsku Svava mín. Það var sárt að fregna af andláti þínu og nú þegar þú hefur kvatt þennan heim streyma minningarnar fram. Ég hugsa til æskuáranna okkar heima í Eyjum sem voru yndisleg, þú varst þremur árum eldri en ég og þar af leiðandi mín fyrirmynd. Í minningunni var oftast sól og blíða og við lékum okkur í áhyggju- leysi þeirra daga. Oft vorum við eins klæddar, fengum nýja sumarkjóla sem mamma saumaði á okkur fyrir Þjóðhátíðina á hverju ári. Mörg sumur fórum við saman í Vindáshlíð ásamt vinkonum okkar, þetta voru skemmtilegar ferðir og þú passaðir upp á mig og leyfðir mér að fylgja þér eftir. Samviskusemi var þér í blóð borin enda gekk þér vel í skóla eins og í flestu öðru, landsprófið var klárað og leiðin lá í Menntaskólann á Akureyri. Þar eignaðist þú margar af þínum bestu vinkonum. Á sumrin komstu heim og við unn- um í Ísfélaginu eins og flestir jafn- aldrarnir gerðu, lagðir fyrir launin þín og áttir alltaf góðan sjóð í vasa- pening fyrir næsta skólaár. Ég man hvað pabbi og mamma voru stolt af þér, man þegar mamma var að taka til í sendingar til þín norður í land. Við skrifuðumst á, þú varst svo langt í burtu. Eftir stúdentspróf árið 1972 sett- ist þú að í Reykjavík og hófst nám í hjúkrunarfræði. Gosnóttina í janúar 1973 tókstu á móti okkur í Reykjavík með faðminn útbreiddan, svo fegin að sjá okkur öll heil á húfi. Við fluttum aftur heim í Eyjar í október sama ár en þú varst áfram í Reykjavík, giftir þig og settist að í Hveragerði. Þar eignaðist þú börnin þín þrjú, þau Eggert Jón, Guðrúnu Björk og Sigurð Hjalta sem voru þér allt. Árin liðu og veikindin fóru að gera vart við sig, þessi vondi sjúkdómur sem þú varst búin að berjast svo lengi við hefur nú tekið þig frá okkur. Ég bið Guð að varðveita þig, elsku Svava, við huggum okkur við að nú líður þér betur og ert laus við sjúk- dóminn sem hefur tekið svo mikið frá okkar fjölskyldu. Elsku mamma, Eddi, Gunna, Siggi og fjölskyldur, Guð gefi ykkur og okkur öllum styrk í sorginni. Góðu minningarnar um Svövu geymi ég í hjarta mínu að eilífu. Guð geymi þig, elsku Svava mín. Þín systir, Guðfinna. Mig langar til að minnast Svövu mágkonu minnar. Ég kynntist henni þegar við Gunnar Marel bróðir henn- ar fórum að vera saman. Ég man að hún hringdi í mig í vinnuna og kynnti sig sem systur hans Gunnsa og spurði hvort hún mætti prjóna á mig norska ullarpeysu. Ég fór dálítið hjá mér við þetta símtal enda voru þetta okkar fyrstu kynni. Fljótlega lágu leiðir okkar saman eftir þetta og var ég þá með garn í peysuna, mig hafði alltaf langað í svona peysu. Ég fór reglulega til hennar til að sjá hvernig gengi og var ég mjög spennt að sjá útkomuna. Peysan var tilbúin fyrir þjóðhátíðina, hvað annað, þarna var sko hörku dugleg og myndarleg kona á ferð. Við bjuggum nálægt hvor annarri á þessum tíma. Kíkti ég í kaffi til hennar og við spjölluðum mikið saman, hún hafði svo skemmti- legan húmor og gott að vera í návist hennar. Svava á þrjú yndisleg börn sem hún var svo stolt af. Hún talaði svo fallega um þau og var svo ánægð hvað gengi vel hjá þeim. Eitt sinn þegar ég hélt upp á afmælið mitt bauð ég til veislu um borð í Íslend- ingi og bauð eingöngu konum. Þang- að mætti Svava að sjálfsögðu og var mikil gleði hjá okkur. Henni var falið að kaupa afmælisgjöfina frá systk- inunum og mömmu þeirra og þar hitti hún sko í mark hjá mér. Hún keypti mjög fallegt gullúr sem ég var svo ánægð með. Mamma mín og Svava hittust þarna í afmælinu í fyrsta skipti og það var eins og þær hefðu alltaf þekkst, það var svo gam- an að sjá hvað þær kunnu vel hvor við aðra. Elsku Svava, ég veit að það verður tekið vel á móti þér og ég bið að heilsa henni mömmu minni. Megi góður guð gefa börnunum þínum og öðrum aðstandendum styrk í sorginni. Meðan veðrið er stætt, berðu höfuð hátt og hræðst eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð yfir ljóshvolfin björt og heið. Þótt steypist í gegn, þér stormur og regn og þótt byrðin sé þung sem þú berð, þá stattu fast og vit fyrir víst þú ert aldrei einn á ferð. (Höf. ók.) Guð geymi þig. Þín mágkona, Þóra Guðný. Við erum á Akureyri árið 1972. Glaður hópur ungs fólks með hvítar stúdentshúfur gengur út í vorið, allir þess fullvissir að ekkert gæti sigrað þrek þeirra og baráttugleði. Við átt- um heiminn. En við erum gestir á þessari jörð, það vitum við í dag, er við fylgjum Svövu Eggertsdóttur til grafar. Henni Svövu sem hljóp með okkur hinum og glettnin skein úr augunum, hin ríka kímnigáfa hennar naut sín vel í góðra vina hópi og hlát- urinn dillaði. Nú er hún farin og við stöndum eftir hnípnar, höfum engin ráð á lífi og dauða og eigum erfitt með að sætta okkur við það. Hópurinn var glaður en líka rót- tækur, vindar frelsis blésu og bylt- ingarhugsjónin blómstraði. Við vild- um segja kapphlaupinu um lífsgæðin stríð á hendur. Svava tilheyrði vissu- lega þessum hópi, systurnar réttlæti og róttækni fylgdu henni, hún var rammpólitísk ævina á enda. Hún tók alltaf afstöðu, hafði skoðanir og vissi hvernig samfélag hún vildi, samfélag jafnra réttinda þar sem lítilmagninn væri ekki til og allir ættu sama tilkall til lífsins gæða. Svava var vel gefin, fjölhæf og átti létt með að læra. Fjölhæfnin kom sér vel þegar kom að því að stofna heim- ili og bardúsa við brauðstritið. Blómakonan Svava ræktaði garðinn sinn betur en margur. Hún naut þess að hafa fallegt í kringum sig og var snillingur í höndum, hvort sem um var að ræða flíkur á börnin eða aðra handavinnu. Samvera okkar á Akureyri mótaði okkur til framtíðar. Þar bundumst við vinaböndum sem aldrei slitnuðu og oft hafa verið rifjaðar upp minn- ingar sem ylja. Kannski hefur það verið okkur öllum styrkur þegar á móti blés að hugsa til gömlu daganna þegar Sjallinn var aðaláhugamálið og kirkjutröppurnar helsta þolraunin. Með lífi sínu kenndi Svava okkur og áminnti. Við sem höfum gleymt okkur í hlaupum eftir ímynduðum gæðum gátum fundið rétta stefnu hjá henni og skilið að hlaupin eru bara sókn eftir vindi. Það er mann- gildið sem máli skiptir. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum.) Við óskum vinkonu okkar farar- heilla og þökkum samfylgdina. Eftirlifendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Dóra Antonsdóttir, Ásdís Hafstað, Jóhanna Hermannsdóttir, Kristjana Guðmundsdóttir. SVAVA EGGERTSDÓTTIR ✝ Fanney Gísladóttirfæddist í Vest- mannaeyjum 16. desem- ber 1914. Hún lést á LSH í Fossvogi 10. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðleif Kristjáns- dóttir, f. 15. okt. 1886, d. 22. jan. 1917, og Gísli Þórðarson, f. 5. des. 1877, d. 9. nóv. 1943. Systkini Fanneyjar sem öll eru látin voru: Har- aldur, f. 24.4. 1907, Sig- ríður Stefanía, f. 11.4. 1908, Guðlaug, 19.9. 1909, Kristján Bello, f. 1.2. 1912, Soffía, f. 031.12. 1915. Þegar móðir þeirra systkina lést ásamt yngsta barninu, Ástu, sem hlaut skemmri skírn, var börnunum komið fyrir hjá ættingjum og vina- fólki. Fanney fluttist að Miðkoti í Fljótshlíð til hjónanna Margrétar Guðnadóttur, f. 11.6. 1869, og Sveins Jónssonar, f. 29.8. 1850. Tólf ára gömul flyst Fanney til hjónanna Júlíu Jónasdóttur og Guðlaugs Ólafssonar að Guðnastöðum í A-Landeyjum. Þegar Fanney var 18 ára fór hún í vinnumennsku til Vestmannaeyja en veiktist af berklum um 23 ára aldur og gat ekki eftir það unnið erfiðisvinnu, svo hún fluttist til elstu systur sinnar Sigríðar Stef- aníu og manns hennar Ólafs Jónssonar og var þar til heimilis, meðan þau lifðu. Á heimili systur sinnar stundaði Fanney heimilisstörf og hann- yrðir. Í nokkur ár starfaði hún við ræst- ingar hjá bæjarfógetaembættinu í Kópavogi. Árið 1997 flutti Fanney að Vogatungu 95 A, og bjó þar þang- að til hún fluttist í Gullsmára 11 í mars s.l. Útför Fanneyjar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Að ósk hinnar látnu verður duftkeri með jarð- neskum leifum hennar komið fyrir í Hlíðarendakirkjugarði í grafreit fósturforeldra hennar Margrétar og Sveins. Látin er kær og elskuleg frænka og vinkona, Fanney Gísladóttir. Það má nærri geta í byrjun síðustu aldar hve erfitt hefur verið fyrir Gísla Þórðarson á Jaðri í Vestmannaeyjum að missa eiginkonu og barn samtímis úr misl- ingum og þurfa að leysa upp heimilið og senda börnin sín sex hingað og þangað til uppeldis, enda voru börnin misheppin með dvalarstað. Fanney taldi sig mjög heppna þegar hún fór í fóstur, tveggja ára, til hjónanna í Mið- koti í Fljótshlíð, Margrétar Guðna- dóttur og Sveins Jónssonar sem þar bjuggu ásamt uppkomnum börnum sínum, Hönnu og Ísleifi. Eftir það er hún fóstursystir hennar mömmu. Fanney minntist áranna í Miðkoti með gleði og bast hún fólkinu þar og af- komendum þeirra ævilöngum tryggðaböndum. Atvikin höguðu því þó þannig að 12 ára fór hún að Guðna- stöðum í Landeyjum til heiðurs- hjónanna Júlíu og Guðlaugs og þeirra barna sem alla tíð hafa sýnt Fanneyju sanna vináttu og tryggð og var kært með þeim Sigríði Guðlaugsdóttur alla tíð. Þegar Fanney var 18 ára réði hún sig til þjónustustarfa í Vestmannaeyj- um á veturna en á sumrin var hún ým- ist í Miðkoti eða á Guðnastöðum. Hún vann á þremur heimilum í Eyjum. Fyrst hjá Siggu og Guðjóni í Sól- heimatungu, þá hjá Jóhönnu og Pétri Andersen á Sólbakka og síðast hjá Stefaníu og Guðmundi í Holti. Fanney og Hanna móðir mín og uppeldissystir Fanneyjar voru kærar vinkonur og oft var glatt á hjalla í eldhúsinu heima á Hæli, þegar þær hittust. Fanney minntist áranna í Eyjum með gleði og þar eignaðist hún marga vini, enda vel af guði gerð. En þó dró ský fyrir sólu. 23ja ára veiktist hún af berklum og fór á „hælið“ eins og margur í þá daga. Eftir dvölina þar flutti hún á heimili Sigríðar systur sinnar, og mágs Ólafs Jónssonar, og bjó þar í 57 ár. Á því heimili vann hún allt sem hún gat og syni þeirra hjóna var hún sem besta móðir. Sigríður rak um tíma sauma- stofu, sem framleiddi nærföt, og unnu þær systur við það ásamt heimilis- störfum, einnig ráku þær hænsnabú. Fjölskyldan flutti í Kópavoginn 1945 og var þar meðal frumbyggjanna. Þar bjó hún lengst af á Kópavogsbraut 45. Þær systur voru með afbrigðum listfengnar. Saumuðu, prjónuðu og máluðu marga fagra muni og hafa ætt- ingjar, vinir og ekki síst safnið á Skóg- um notið þess. Fanney hefði orðið fyr- irtaks handavinnukennari, nóg hafði hún af þolinmæði og snyrtimennskan var í fyrirrúmi. Fanney átti marga góða vini sem höfðu gott samband við hana. Sumum systkina sinna og systk- inabörnum kynntist hún á fullorðins- árum. Nýlátinn er Kristján bróðir hennar en Vera dóttir hans var henni einstaklega hjálpleg. Minnið hennar Fanneyjar var ótrúlegt, alveg fram í andlátið, enda hafsjór af fróðleik sem hún miðlaði okkur hinum. Eftir andlát Sigríðar systur hennar hefur frænka okkar, Bóel Ísleifsdóttir, verið hennar hægri hönd og annast hana eins og besta dóttir. Guð launi henni það. Við þökkum fyrir ástúð alla. Indæl minning lifir kær. Nú mátt þú vina höfði halla, við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Elsku Fanney mín, ég þakka þér samfylgdina og allt sem þú varst mér og mínum. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér. Minning þín lifir. Hrönn V. Hannesdóttir. Alla tíð vissi ég að ég ætti móður- systur sem hét Fanney. Þó höguðu að- stæður því þannig að ég hitti hana fyrst er hún var orðin 82 ára. Ég minn- ist hlýjunnar og gleðinnar í röddinni hennar er við hittumst fyrst og hún sagði að sig hefði alltaf langað til að kynnast mér og að hún hefði séð mig einu sinni en ég hefði ekki vitað af því. Hún var falleg kona, mjög smekkleg í klæðaburði og vel til höfð. Eftir þessi fyrstu kynni hittumst við oft og mér fannst fljótlega eins og við hefðum þekkst alla tíð. Það var alltaf notalegt að koma í fallegu íbúðina hennar í Vogatungu. Þar var allt var svo snyrtilegt og hlýlegt. Hún var haf- sjór af fróðleik og gat sagt mér margt sem ég hafði aldrei heyrt um fjölskyld- una mína. Hún sagði mér frá æsku sinni en hún missti móður sína tveggja ára, var send í fóstur og hve vænt henni þótti um það fólk er varð fjöl- skylda hennar, frændfólkið í Miðkoti og fjölskyldan á Guðnastöðum. Hún var stálminnug og fólk sagði í gríni að hægt væri að fletta upp í henni eins og alfræðiorðabók. Í desember sl. varð Fanney 90 ára og var haldið upp á afmælið hennar með reisn. Það var gaman að sjá hve hress hún var og naut þess að taka á móti gestum á heimili Bóelar frænku sinnar. Þangað komu vinir og vanda- menn til að samgleðjast henni. Við höfðum vonað að við fengjum að njóta samvista við hana áfram og að hún fengi sjálf að njóta lengur dval- arinnar í Gullsmára í Kópavogi. Þang- að flutti hún í vetur og þar leið henni mjög vel. Ég kveð hana frænku mína með söknuði og með þakklæti fyrir þessi ár sem ég fékk með henni. Nú get ég ekki lengur hringt eða farið til hennar til að heyra sögur um gömlu dagana. Þær eru horfnar með henni. Fanney er síðust til að kveðja af systkinunum ættuðum frá Auraseli sem öll fóru í fóstur er móðir þeirra lést. Kristján bróðir hennar lést 31. maí sl. Blessuð sé minning þeirra. Innilegar samúðarkveðjur til Bóel- ar, Sigríðar og annarra aðstandenda. Hrefna Jónsdóttir. FANNEY GÍSLADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.