Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Næsta mánuðinn beinist athygli hrútsins að heimili, fjölskyldu og fast- eignaviðskiptum. Það hentar hrútnum ágætlega, enda er hann með hugann við þessi málefni hvort eð er. Naut (20. apríl - 20. maí)  Annríki er framundan! Nautið er með öll spjót úti og upptekið við að fara á milli staða, hitta fólk og erinda. Ró- semi og einbeiting eru lykilatriði til þess að ná árangri. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn hugsar mest um peningana sína þessa dagana. Hann vill vita hversu mikið hann á og hvað hann skuldar. Kannski eyðir hann meiru en venjulega. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sólin er í krabbamerki núna og næstu fjórar vikur. Það þýðir að krabbinn á að njóta geisla hennar og hlaða batteríin svo að hann endist út árið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið þarf að gæta þess að hvíla sig og slaka á næstu sex vikurnar. Það þarf að fá frið til þess að koma skikki á hlutina áður en það fer í ferðalag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samskipti meyjunnar við vini og fé- laga fara vaxandi á næstunni. Þiggðu boð og gakktu í klúbba og samtök. Njóttu aukinna vinsælda þinna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sólin trónar efst í korti vogarinnar núna, sem þýðir að fólk tekur eftir henni þar sem hún fer. Kannski þarf hún að axla aukna ábyrgð. Ef það gerist, á hún að slá til (og láta ljós sitt skína). Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þrá sporðdrekans eftir því að ferðast og verða einhvers vísari um heiminn er sterkari nú en endranær. Ef hann fær tækifæri til þess að leggja land undir fót á næstunni á hann að grípa það. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er rétti tíminn til þess að hnýta lausa enda varðandi sameiginlegt for- ræði yfir einhverju, hvort sem um er að ræða eignir, tryggingamál, erfða- skrá eða skatta. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin hugsar nokkuð um nána vináttu og parsambönd þessa dagana, enda eru fjórar plánetur beint á móti sólinni hennar þessa dagana. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn hefur næga orku og hef- ur fullan hug á því að bæta skipulag sitt, bæði heima fyrir og í vinnunni. Hann þarf að finna botninn á fata- skápnum sínum aftur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Rómantík, listir, afþreying með börn- um, skemmtanaiðnaðurinn og allt sem því viðkemur er í brennidepli núna og á næstunni. Fiskurinn vill líf og fjör og lyfta sér á kreik. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburar Afmælisbarn dagsins: Þú þykir hrífandi því þú ert lifandi og orkumikil. Þú getur svo sannarlega haft áhrif á aðra, jafnvel dáleitt þá ef því er að skipta. Tilfinningar og spenna fylgja þér. Innsæi þitt er af- bragð, treystu því. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 sólarsinnis, 8 stíf, 9 haldast, 10 spils, 11 hlaupi, 13 dreg í efa, 15 él, 18 drengur, 21 ránfugl, 22 vinna, 23 heiðurinn, 24 ruglaðar. Lóðrétt | 2 snæddur, 3 þyngdareiningu, 4 ákafur, 5 liðormurinn, 6 mynni, 7 opi, 12 kropp, 14 stök, 15 jó, 16 rengdi, 17 tigin, 18 borða, 19 tunnuna, 20 svelgurinn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 guldu, 4 fátæk, 7 sennu, 8 mennt, 9 nem, 11 nóar, 13 grun, 14 eggin, 15 skóf, 17 árás, 20 urt, 22 klénn, 23 ætl- ar, 24 reisa, 25 tengi. Lóðrétt | 1 gisin, 2 lenda, 3 unun, 4 fimm, 5 tenór, 6 kætin, 10 elgur, 12 ref, 13 Gná, 15 sækir, 16 óféti, 18 rolan, 19 serki, 20 unna, 21 tæpt.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Myndlist Árbæjarsafn | Þorvaldur Óttar Guð- laugsson sýnir íslensk fjöll úr postulíni í Listmunahorninu. Café Karólína | Hugleikur Dagsson – „I see a dark sail“ til 24. júní. Energia | Sigurður Pétur Högnason. Feng Shui-húsið | Diddi Allah sýnir olíu- og akrýlverk. Opið kl. 10–18 virka daga, kl. 12– 18 um helgar. Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst. Gallerí Sævars Karls | Kristín Blöndal sýn- ir málverk. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17. Lokað um helgar í sumar. Kaffikönnur, bangsar, gosdrykkjamiðar, dúkkulísur, munkar, lista- verk úr brotajárni og herðatrjám og margt fleira skrýtið og skemmtilegt! Sjá www.gerduberg.is. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til 1. ágúst. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson. Fiskisagan flýgur, ljós- myndasýning, til 31. ágúst. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21 ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór Hallgrímskirkju. Sýningin stendur til 14. ágúst. Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall- grímskirkjuturni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð- ur Vésteinsdóttir. Hrafnista, Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð- jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Hönnunarsafn Íslands | Circus Design í Bergen. Til 4. sept. Kaffi Langbrók | Elín Egilsdóttir sýnir myndir unnar með olíu, vatnslitum og bleki. Sýningin verður opin alla helgina og eitt- hvað fram í næstu viku. Kaffi Sel | Ástin og lífið. Gréta Gísladóttir sýnir á Kaffi Seli við golfvöllinn á Flúðum. Sýningin stendur frá 12. júní til 3. júlí. Kaupfélag listamanna | KFL-group er með hressandi myndlist í Gamla Kaupfélaginu í Hafnarfirði, Strandgötu 28, 2. hæð. Mynd- list 27 listamanna leikur um alla hæðina, í herbergjum, í sal, á klósettum og dregur sig einnig út úr húsinu. Sýningin stendur til 23. júní og er opið alla daga frá 14–18. Að- gangur er ókeypis. Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá nánar á www.maeja.is. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumarsýn- ingu má nú sjá sænskt listgler. Um er að ræða rúmlega 60 verk eftir 50 helstu gler- listamenn Svía, úrval hins besta úr heimi nytjaglers og skúlptúrglers. Sýningin kem- ur frá Hönnunarsafni Íslands. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer, til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sumarsýning Listasafns Íslands. Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó- hannsson. Ráðhús Reykjavíkur | Tjarnarsalur. Sýning Helgu Windle til 21. júní. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson, sjá nánar www.or.is. Við fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga- sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja- safnsins en munirnir eru frá 16., 17. og 18. öld. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykja- vík 2005. Þjóðminjasafn Íslands | Skuggaföll. Port- rettmyndir Kristins Ingvarssonar. Margir þekkja stakar ljósmyndir Kristins en með því að safna úrvali af þeim saman birtist ný og óvænt mynd. Þjóðminjasafn Íslands | Story of your life – ljósmyndir Haraldar Jónssonar. Sýningin varpar ljósi á margbrotið eðli ljósmynd- arinnar, náin og um leið flókin tengsl henn- ar við einstaklinginn, raunveruleikann, um- hverfið, tímann, frásögnina og minnið. Listasýning Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sumar frá kl. 10–17. Söfn Bókasafn Kópavogs | Sýning á ljós- myndum úr fórum Kópavogsbúa af börn- um í bænum í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar í samstarfi Bókasafns og Héraðsskjalasafns Kópavogs. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Jagúarinn í hlaðinu. Opið alla daga í sumar frá kl. 9–17. Lindasafn | Lindasafn er opið alla daga sumar. Mikið úrval af ferðahandbókum og garðyrkjubókum. Safnið er opið mánudaga frá kl. 11–19, þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 13–19, föstudaga 13–17. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru; Handritin, Fyrirheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona var það. Á veitingastofunni Matur og menning er gott að slaka á og njóta veit- inganna og útsýnisins yfir Arnarhólinn og höfnina. Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband 2005. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norð- urlöndunum. Sýningin fer um öll Norð- urlöndin og verður í Þjóðmenningarhúsinu til 22. ágúst. Opið frá kl. 11–17. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Skrif- stofan er opin: Mánudaga 10–13. þriðjudaga 13–16 og fimmtudaga frá 10–13. http:// www.al–anon.is. Fundir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Nýliða- fundir í Reykjavík. Mánudagur: Kirkja Óháða safn. Kl. 20. Þriðjudagur: Karla- fundur Seljavegi 2 kl. 18.30. Árbæjarkirkja kl. 20. Miðvikudagur: Seljavegur 2 kl. 20. Tjarnargötu 20 kl. 20. Neskirkja kl. 20. Fimmtudagur: Áskirkja kl. 20. (Mælt er með ca 6 fundum í röð). Fyrirlestrar Karuna Búddamiðstöð | Enska nunnan Kelsang Nyingpo miðlar visku Búdda um líf og dauða. Ný kennsla og hugleiðsla í hvert skipti, kennt á ensku. Háskóli Íslands, Lög- berg, stofa 204. Kl. 20 til 21.15 www.karuna.is. Kynning Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Al- Anon er félagsskapur fólks sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. Al-Anon hefur aðeins einn tilgang: Að hjálpa fjölskyldum og vinum alkóhólista. Nánar á: www.al-anon.is. Námskeið Hátíðarsalur íþróttamiðstöðvar Álfta- ness | Diane Gossen kennir skólamönnum aðferðir í nemendamálum, að skapa að- stæður fyrir uppbyggingu – sjálfsaga. Margir hafa hrifist af hugmyndum hennar og verður hún með framhaldsnámskeið 20.–21. júní. Skráning á: www.sunnuhvoll- .com eða á netfanginu sunnuhvoll- @ismennt.is eða í síma 561 1004. Börn Brúðubíllinn | Brúðubíllinn verður í dag á Malarási kl. 10 og kl. 14 á Njálsgötu. Draumalega. Norður ♠10654 ♥Á82 ♦KG7 ♣D84 Suður ♠ÁG873 ♥104 ♦1086 ♣Á75 Samningur: Þrír spaðar doblaðir. Austur er gjafari og opnar á einum tígli. Suður kemur inn á spaðasögn, sem vestur doblar neikvætt og síðan hefst sagnbarátta sem lýkur með því að vestur doblar þrjá spaða. Staður og stund: Sumarbrids í Síðumúlanum fyrir viku. NS eru á hættu, svo einn niður er ávísun á vont spil (mínus 200). Er einhver leið að teikna upp legu sem gefur níu slagi? Útspilið er smátt hjarta. Til að byrja með verður vestur að eiga laufkóng og tíguldrottningu. Síð- an má ekki gefa nema einn slag á tromp og þá er þriðji tígullinn vanda- mál, því níuna vantar. En aldrei þessu vant var legan við borðið eins og skrifuð upp úr bók: Norður ♠10654 ♥Á82 ♦KG7 ♣D84 Vestur Austur ♠D9 ♠K2 ♥D973 ♥KG65 ♦D54 ♦Á932 ♣K1092 ♣G63 Suður ♠ÁG873 ♥104 ♦1086 ♣Á75 Austur fékk að eiga fyrsta slaginn og spilaði hjarta til baka. Sagnhafi tók með ás og trompaði hjarta. Spil- aði svo litlu laufi að drottningu. Vest- ur stakk upp kóng og spilaði laufi áfram, sem sagnhafi drap í borði til að spila spaða á ás. Þriðja laufið var svo tekið og trompi spilað. Austur lenti inni á spaðakóng. Hjarta í tvöfalda eyðu kostar aug- ljóslega slag, en ekki gengur heldur að spila litlum tígli, því átta suðurs þvingar þá fram drottninguna. Og það skilar engu að henda spaða- kóngnum undir ásinn og láta vestur taka slaginn á drottninguna, því vest- ur má ekki spila tígli frá drottning- unni. E.s. Spilið liggur vissulega til sagn- hafa, en austur gat leyst höfuð sitt í öðrum slag með því að skipta yfir í tromp. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Dd2 b5 8. 0-0-0 Rf6 9. Bf4 Db6 10. Rb3 Rg4 11. h3 Rge5 12. Kb1 d6 13. Be3 Db7 14. Ka1 Hb8 15. Rd4 Ra5 16. f4 Rec4 17. Bxc4 Rxc4 18. Dd3 Rxe3 19. Dxe3 Be7 20. g4 b4 21. Rce2 Db6 22. Df3 g6 23. h4 e5 24. Rb3 a5 25. h5 Hf8 26. hxg6 hxg6 27. Rbc1 a4 28. f5 gxf5 29. gxf5 Dc6 30. Kb1 Hb5 31. Rd3 Bb7 32. f6 Bd8 33. Rg3 a3 34. Rf5 Bc7 35. Dg3 Dxe4 36. Rg7+ Kd8 Staðan kom upp á búlgarska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Ivan Cheparinov (2.621) hafði hvítt gegn Spas Kozhuharov (2.375). 37. Re6+! fxe6 38. Dg7 og svartur gafst upp þar sem til að forðast máti verður mikið liðstap óumflýjanlegt. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. VIGDÍS Finnbogadóttir opnaði formlega á dög- unum handverks og listsýninguna ,,Hugur og hönd.“ Sýningin er sett upp í tilefni af 75 ára afmæli Sólheima og verður opin alla daga í sumar frá kl. 13–17. Sýningin er tvískipt. Annars vegar er mynd- listarsýning í sýningarsal Ingustofu, þar sem sýnd eru verk eftir 21 listamann. Hins vegar er kynning á handverki og listmunum sem unnir eru á verkstæðum Sólheima. Sýningunni sem komið hefur verið fyrir í stóru sýningartjaldi í Miðgarði Sólheima gefur gott yfirlit yfir þann fjölbreytileika og þá miklu listsköpun sem fram fer á vinnustöðum Sólheima. Meðal þess sem á sýningunni má sjá eru mannhæðar háir skúlptúrar úr endurunnu kertavaxi, listapúsl, skraut og nytjahlutir úr leir, órói úr reiðhjólagjörð, töskur og list- munir úr gallabuxum, víkingaskip, verk úr pappamassa auk álfa og kynjavera. Í tilefni af 75 ára afmæli Sólheima eru gestir velkomnir að skoða sýninguna, högg- myndagarð og listhús Sólheima, þá er kaffihúsið Græna kannan opið alla daga vikunnar. „Hugur og hönd“ á Sólheimum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.