Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 33
MYNDLISTAMAÐURINN Tolli verður með þrjár sýningar á lands- byggðinni í sumar. Á þjóðhátíðar- daginn var opnuð sýning á verkum hans á Vopnafirði og þegar líður á sumarið verða verk hans sýnd á Ísa- firði. Í júlí verður svo sýning á 25-30 nýlegum olíuverkum Tolla í Ráðhús- inu á Siglufirði en sú sýning verður haldin í tengslum við Þjóðlagahátíð- ina þar í bæ dagana 8.-17. júlí. Tolli segir viðfangsefnið vera fjöll og firnindi, birtan og galdurinn á bakvið hana. „Formin í náttúrunni eru síbreytileg eftir birtunni eins og við könnumst við úr þjóðsögunum,“ segir hann. Tolli hefur einu sinni áður sýnt á Siglufirði. „Ég hef gaman af að sýna úti á landi. Það er upp og ofan hvort myndlistarmenn frá Reykjavík eru duglegir við það en það skiptir engu að síður miklu máli, það er góð menningarpólitík.“ Tolli segir það gefa listamönnum heilmikið að sýna utan höfuðborgar- innar, þar kynnist þeir fólki sem er í beinum tengslum við fjölbreytta og kraftmikla náttúruna. Hann, eins og fleiri íslenskir lista- menn, hefur undanfarið eytt kröft- um sínum í sýningahald erlendis og því ekki verið duglegur að halda út á land með myndirnar sínar en með þessum þremur sýningum í sumar verður breyting þar á. Guðrún Árnadóttir er formaður Skóla- og menningarnefndar Siglu- fjarðar sem skipuleggur myndlistar- sýninguna í júlí. Hún segir aðdáun á Tolla vera aðalástæðu þess að hann var fenginn til að halda sýningu í bænum. Það hafi verið gaman þegar hann kom áður og sýningin þá vel sótt. Því hafi verið tilvalið að endur- taka leikinn. „Tolli er svo mikill landsbyggðarmaður og við dáum hann fyrir það. Því við á landsbyggð- inni viljum gjarnan fá að vera með í menningunni,“ segir Guðrún. Myndlist | Sýning Tolla í Ráðhúsinu á Siglufirði í sumar „Góð menningarpólitík að sýna úti á landi“ Tolli sýnir 25–30 olíumálverk í Ráðhúsinu á Siglufirði 8.–17. júlí. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 33 MENNING Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Lau 13/8 kl 14, Sun 14/8 kl 14 Stóra svið ÓPERUR fyrir tuttugu putta var yfirskrift tónleika þar sem píanóleik- ararnir Antonia Hevesi og Kurt Kop- ecky léku saman fjórhent á píanó út- setningar á tveimur óperuforleikjum auk þriggja smáverka. Tíu af þessum puttum voru heldur stirðir fyrir þá tónlist sem hér var á boðstólum; Hevesi hefur greinilega ekki þá lipru fingratækni sem þarf til að gera hröðum nótnahlaupum í tónlist Rossinis viðunandi skil. Og reyndar ekki í hinum verkunum heldur; tveir ungverskir dansar eftir Brahms voru viðvaningslegir og forleikurinn að Nabucco eftir Verdi var flatneskju- legur og skorti með öllu þá drama- tísku spennu sem einkennir verkið. Hevesi sat hægra megin allan tím- ann (fyrir utan nokkur augnablik í aukalaginu, sem var úr Barnaleik Bizets), en það þýðir að meira mæddi á henni en Kopecky. Sá sem er hægra megin þegar leikið er fjórhent á píanó þarf yfirleitt að spila hröðu nóturnar og hefði Kopecky því senni- lega átt að vera þar, en hann er ágætur píanóleikari. Hevesi er fyrst og fremst undirleikari og prýðileg sem slíkur; má því segja að hér hafi rangar manneskjur verið á röngum stað. Flygillinn í Hafnarborg var lok- aður á tónleikunum sem var ekki bara undarlegt, það var óskiljanlegt. Hljómurinn úr hljóðfærinu var eins og innan úr tunnu sem hentaði engan veginn útsetningum á sinfónískri tónlist. Engin litbrigði voru í túlk- uninni, sá silfurtæri hljómur sem galdra má úr flyglinum var hvergi heyranlegur. Afhverju? TÓNLIST Hafnarborg Antonia Hevesi og Kurt Kopecky léku fjórhent á píanó tónlist eftir Rossini, Verdi, Brahms og Bizet. Fimmtudagur 16. júní. Píanótónleikar Kurt KopeckyAntonía Hevesi Jónas Sen Stirðir puttar ÁRLEGIR Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir dagana 12. 13. og 14. ágúst nk. fimm- tánda árið í röð. Edda Erlendsdóttir átti frum- kvæði að þessari tónleikaröð og hefur verið listrænn stjórnandi hátíð- arinnar frá upphafi. „Þetta ævintýri byrjaði með því að safnað var fyrir konsertflygli í tvö ár og var hann vígður í Félagsheimilinu á Kirkju- bæjarklaustri árið 1990. Fyrstu kammertónleikarnir voru haldnir ári seinna fyrir troðfullu húsi í þrjá daga í röð. Var þá komin grundvöllur fyrir framhaldi og hefur þessi tónleikaröð nú löngu skipað sér fastan sess í ís- lensku tónlistarlífi yfir sumarmán- uðina,“ segir Edda sem skipuleggur hátíðina í ár ásamt menningar- málanefnd Skaftárhrepps. Flytjendur að þessu sinni verða þau Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Egill Ólafsson baríton, Guitar Islancio með þeim Birni Thoroddsen gítar, Gunn- ari Þórðarsyni gítar og Jóni Rafns- syni kontrabassa, Olivier Manoury bandóneon og Edda Erlendsdóttir pí- anó og listræn stjórnun. Mismunandi efnisskrá er á hverj- um tónleikum og hefur verið ákveðið að gefa hverjum tónleikum yfirskrift. Föstudaginn 12. ágúst verður yfir- skriftin „Seiðandi slavneskt og rammíslenskt“. Flutt verða m.a. Conte eftir Janacek fyrir selló og pí- anó , Dúó eftir Kodaly fyrir fiðlu og selló og íslensk þjóðlög í útsetningu þeirra félaga í Guitar Islancio. Má þar nefna Sofðu unga ástin mín, Gils- bakkarþulu, Fagurt galaði fuglinn sá og ýmis önnur þjóðlög sem sungið hafa sig inn í hjörtu íslensku þjóðar- innar í gegnum árin. Laugardaginn 13. ágúst verður yfirskriftin „Tangó og swing á tán- um“. Tangókvartett Oliviers Man- oury mun flytja verk eftir Piazzolla og Horacio Salgan í útsetningu Oliv- iers og einnig verður fluttur Le Grand Tangó fyrir selló og píanó eftir Piazzolla. Egill Ólafsson mun syngja eigin tangólög og einnig argentínskan tangó. Hópurinn allur mun flytja frumsamin tangólög eftir þá Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson. Eftir hlé verður flutt swing í út- setningu Guitar Islancio m.a. I don’t mean a thing if it ain’t got that swing eftir Duke Ellington, Minor Swing eftir Django Reinhardt, Night and day eftir Cole Porter, Spain og Arm- andos Rhumba eftir Chick Corea og lög eftir Thelonius Monk í útsetningu Oliviers Manoury. Þá mun hópurinn einnig flytja íslensk þjóðlög m.a. Guð gaf mér eyra, Ólafur Liljurós, og Góða veislu gjöra skal. Rómantík og rúsínur Sunnudaginn 14. ágúst verður yf- irskriftin „Rómantík og rúsínur“. Fyrri hluti tónleikanna er helgaður Schumann og gefst hlustendum tæki- færi til að hlusta á Sónötu í a-moll op.105 nr.1 fyrir fiðlu og píanó, Fant- asiestücke op. 88 fyrir fiðlu, selló og píanó og ljóð fyrir baríton og píanó. Eftir hlé verða flutt rómantísk lög úr öllum áttum m.a. Litfríð og ljós- hærð eftir Emil Thoroddsen, Al che eftir Olivier Manoury, Oblivion eftir Astor Piazzolla, The man I love eftir Gershwin og Autumn leaves eftir Jos- eph Kosma. Styrktaraðilar tónleikanna ár eru Hótel Kirkjubæjarklaustur, Hönnun, Íslandsbankinn, menntamálaráðu- neytið og Rarik. Tónleikagestum sem að óska eftir að dvelja á svæðinu þessa helgi er ráðlagt að panta gist- ingu með góðum fyrirvara. Tónlist | Árlegir Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri Gítar, tangó og söngur Morgunblaðið/Árni Sæberg Guitar Islancio verður í stóru hlutverki á Kirkjubæjarklaustri í ágúst. Edda Erlendsdóttir Egill Ólafsson ÁHUGI á margvíslegri ræktun hefur aukizt afskaplega síðustu áratugi. Meðal annars kappkosta flestir að rækta garðinn sinn svo fljótt sem verða má, ólíkt því sem var hér í Reykjavík fyrir aldarfjórðungi eða svo.Ýmsar ástæður eru að sjálfsögðu fyrir breyttu viðhorfi til ræktunar; fólk ferðast meira en áður og sér með eigin augum hvað hægt er að gera, en svo er líka hitt, að hópur ötulla manna, jafnt leikra sem lærðra, hefur í mörg ár lagt ómælda vinnu í að reyna fyrir sér á flestum sviðum garðræktar. Þetta starf hefur skilað sér ríkulega í fjölbreyttri hönnun á görðum og miklu úrvali af sundurleit- ustu plöntutegundum. Í hópi þessa atorkusama fólks er Hólmfríður A. Sigurðardóttir, garð- yrkjufræðingur, sem hefur nú sent frá sér endurskoðaða handbók um fjölærar skrautjurtir og sumarblóm. Að stofni til er bókin lýsing á teg- undum, sem hafa verið ræktaðar í ís- lenzkum görðum og nokkur reynsla er fengin af. Bókin hefst þó á grein- argóðum inngangi um ýmislegt, sem vert er að huga að við ræktun. Þar er meðal annars fjallað um jarðveg, safnhauga, fjölgun plantna, hirðingu og steinhæðir, svo að fátt eitt sé nefnt. Í bókinni er lýst ríflega þúsund tegundum plantna, mörgum af- brigðum og fjölmörgum yrkjum (eða sortum eins og höf. kallar þau). Teg- undum er raðað innan ættkvísla og þá ætta, sem eru í flokkunar- fræðilegri röð. Þannig hefst bókin á burknum og endar á brönugrösum. Lýsingar eru í hefðbundnum stíl, nema á stundum er skotið inn fagur- fræðilegum athugasemdum, sem grasafræðingar forðast en garð- yrkjufræðingar tíðka alloft. Víða er sagt frá, hvernig standa skuli að ræktun og hvar sé bezt að hafa við- komandi tegund. Þessar athuga- semdir munu koma flestum að mestum notum, enda er höfundur margreyndur ræktunarmaður. Lýsingarnar eru misítarlegar og oft nokkuð ósamstæðar. Vilji menn til dæmis bera saman blómskipanir eða lauf tveggja tegunda, getur það verið svolítið snúið. Þá eru engar skýringar á fræðiorðum og því geta ýmis ein- kenni vafizt fyrir mönnum, ef grasa- fræðikunnátta er ekki upp á marga fiska. Mjög margar myndir eru í bók- inni, en því miður eru þær í lakari kantinum. Þá má geta þess, að þær eru allar hafðar minni í þessari bók heldur en í fyrstu útgáfunni, sem þær máttu alls ekki við. Annað, sem kem- ur á óvart við þessa endurskoðuðu út- gáfu, er að hvorki hefur verið hirt um að leiðrétta misfellur í texta né upp- færa þekkingu. Tíu ár eru liðin frá því bókin kom fyrst út og sama klausan er um bláklukkubróður nú og þá, þess efnis að hann hafi verið reyndur í tvö ár með þokkalegum árangri, þó að nú séu liðin tólf ár. Slík klausa ber ekki vott um vandaða endurskoðun en sennilega er hér frekar um klaufa- skap og andvaraleysi að ræða. Á hinn bóginn er margra nýrra tegunda get- ið sem voru lítt eða ekkert þekktar þegar fyrsta útgáfa kom út. Bók þessi mun án efa veita mörg- um mikla ánægju og auka þekkingu manna enda er hún nauðsynleg hand- bók öllum þeim, sem stunda ræktun garðplantna. Þá er hún ekki síður merk heimild um plöntutegundir, sem nú eru mest ræktaðar í görðum hér á landi. Rækt í görðum BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: Hólmfríður A. Sigurðardóttir, 479 bls. Útgefandi er Skrudda ehf. – Reykjavík 2005. Garðblómabókin – Handbók um fjölærar skrautjurtir og sumarblóm Ágúst H. Bjarnason Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.