Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 37 BATMAN BEGINS kl. 3.20 - 4 - 5 - 6.20 - 7 - 8 - 9.20 - 10 - 10.50 BATMAN BEGINS VIP kl. 5 - 8 - 10.50 THE WEDDING DATE kl. 6 A LOT LIKE LOVE kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 8 - 10.10 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 ÁLFABAKKI BATMAN BEGINS kl. 3.30 - 5.10 - 6.30 - 8.10 - 9.30 - 11 B.i. 12 ára. HOUSE OF WAX kl. 10.30 B.i. 16 ára. THE WEDDING DATE kl. 8 THE ICE PRINCESS kl. 4 - 6 KRINGLAN BATMAN BEGINS kl. 8 - 10.40 MR. AND MRS. SMITH kl. 8 - 10.15 BATMAN BEGINS kl. 5 - 8 - 10.40 A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8 HOUSE OF WAX kl. 10 AKUREYRI KEFLAVÍKSýningatímar 20. júní    BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR !  Kvikmyndir.is Gleymið öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málið Andri Capone / X-FM 91,9 “Einn af stærstu smellum ársins.”  B.B. Blaðið Loksins, Loksins  M.M.M / Xfm 91,9 Þórarinn Þ / FBL Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman Ó.Ö.H / DV  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com     Powersýning kl. 11 í Sambíóunum Kringlunni VÍKINGAHÁTÍÐ við Fjörukrána í Hafn- arfirði lauk með pompi og pragt í gær, en hún hafði staðið frá því á fimmtudag. Þetta var í níunda sinn sem víkingar herjuðu á Hafnarfjörð og í sjötta sinn sem Sólstöðuhá- tíðin var haldin við Fjörukrána. Litríkur hópur listamanna og áhugafólks um menningu víkinga kom saman á hátíðinni, m.a. bardagamenn, bogaskyttur, glímu- kappar, útskurðarmenn, steinhöggvarar, járnsmiðir, seiðkonur og sögumenn, tónlist- armenn og margt fleira. Hingað til lands komu einnig víkingar frá mörgum löndum, m.a. Póllandi, Noregi og Svíþjóð, og mátti meðal annars líta norsku víkingahljómsveitina Skvaldr, sem skemmti með tilþrifum gestum hátíðarinnar. Hátíðin endaði á miklu miðsumarsblóti í gærkvöld, þar sem Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði ásatrúarmanna og goðar vík- inga, þeir Harald Juul Kaupmannahafn- argoði og Igor Górewicz, heiðinn prestur að pólskum sið, hjálpuðu til við blótið, við- stöddum til mikils fróðleiks og skemmtunar. Fjölskylduskemmtun | Víkingar víða að komu saman og kættust í Hafnarfirði Fornri norrænni menningu fagnað með virktum Prúðbúnir víkingarnir skeggræddu landsins gagn og nauðsynjar. Friðurinn ríkti manna á meðal og nokkuð ólíklegt má teljast að þessir herramenn hafi áformað strandhögg á írskum bæjum eða breskum, enda prúðmenni upp til hópa þrátt fyrir alvæpni og herklæði. Ekki vantaði snæðinginn enda er mikilvægt að nægan kost sé að finna á þessum slóðum. Svangir víkingar eru úrillir víkingar. Morgunblaðið/Sverrir Úthöggnar myndir af ýmiss konar dýrum voru viðfangsefni þessa duglega útskurðarmanns.Fjöllistamenn úr öllum áttum léku listir sínar og gerðu margir glens og grín í áhorfendum. Öllum góðum víkingum er mikilvægt að tolla í hártískunni og er nýmóðins verkfærum að hætti bronsaldar beitt við hárskurðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.