Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi HÖRMULEGT banaslys í umferðinni við Akureyri virðist lítil áhrif hafa haft á hraða ökumanna að sögn lögreglu, og voru t.d. um 60 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Akureyri um helgina. Flestir þeirra sem stöðvaðir voru á Akureyri síðastliðna nótt óku innanbæjar. Einn var mældur á 127 km hraða á Drottningarbraut, en þar er hámarkshraðinn 70 km á klukkustund. Annar var stöðvaður eftir að hafa ekið á 107 km hraða á Glerárgötu þar sem há- markshraðinn er 50 km. Lögregla segir bílstjóranna bíða sekt upp á tugi þúsunda króna og svipting ökuréttinda í mánuð. Tillitsleysið stundum algert í umferðinni Fréttir af hraðakstri bárust víðar af landinu. Lögreglan á Blönduósi segir mikla umferð hafa verið á leið á höfuð- borgarsvæðið í gærdag, og um miðjan dag hafði um tugur ökumanna verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Segir lögregla að tillitsleysið virðist stundum algert í umferðinni, tekið sé fram úr þar sem það sé óheimilt og ekið langt yfir há- markshraða. Lögreglan á Selfossi stöðv- aði um tvo tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur um helgina. Voru tveir þeirra mældir á ofsahraða á Suðurlandsveginum austan við Selfoss, annar á 151 km hraða og hinn á 142 km hraða. Lítið slegið af þrátt fyr- ir banaslys HUNDRUÐ íslenskra kreditkorta voru meðal þeirra sem lentu í víð- tæku kortasvindli sem rakið er til Bandaríkjanna. Talið er að upplýs- ingum um tæpar 40 milljónir korta um allan heim hafi verið stolið og svindlararnir hafi verið við iðju sína í nokkra mánuði. Að sögn Þórðar Jónssonar, sviðs- stjóra hjá kortaútgáfu Visa, hafa þeir verið að fá upplýsingar jafnt og þétt um íslensk kort sem tengjast svindlinu. Þegar Morgunblaðið tal- aði við hann í gær var vitað um 140 kort, en upp komst um misnotkun sumra þeirra fyrir nokkru og var þeim þá lokað. Alvarlegra ef upplýsingum er stolið af segulrönd „Svindlið er aðallega rakið til net- viðskipta og Íslendingar eru dug- legir að versla á netinu þannig að þessi fjöldi íslenskra korta kemur ekki á óvart. Við munum hafa sam- band við viðkomandi korthafa strax á morgun og loka þeim kortum sem þurfa þykir. Aðrir þurfa ekki að hafa áhyggjur,“ segir hann. Bergþóra Karen Ketilsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kreditkortum, sem gefa út Mastercard á Íslandi, segir að tvenns konar upplýsingum hafi ver- ið stolið. Annars vegar upplýsing- um af segulrönd kortanna og hins vegar kortanúmerum. „Fyrrnefndi þjófnaðurinn er mun alvarlegri því með þessum upplýsingum er hægt að falsa kortin. Ljóst er að slíkum upplýsingum var stolið af 50 kort- um hjá okkur en af þeim höfðum við þegar uppgötvað 16 sjálf. Við höf- um nú þegar haft samband við hina 34 korthafana og lokað þeim kort- um,“ sagði Bergþóra. Hverfandi hætta er á svindli með upplýsingum um kortanúmerin en hundruðum slíkra númera var stol- ið. Bergþóra segir að ákveðið verði í samráði við korthafana til hvaða að- gerða verði gripið. „Við viljum hvetja fólk til að hafa samband við þjónustuverið hjá okkur ef það hef- ur áhyggjur og þá getum við séð hvort það er á þessum lista,“ segir Berþóra enn fremur. Kortafyrirtækin grípa til aðgerða vegna fregna af víðtæku kortasvindli Upplýsingum var stolið af fjölda íslenskra korta Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is ÞAÐ er skammt stórhögganna á milli hjá Jóni Bjarna Helgasyni, skip- stjóra á Raufarhöfn og unnustu hans, Kolbrúnu Sigurrós Sigurðardóttur. Þann 18. maí sl. var Jóni Bjarna bjargað um borð í björgunarskipið Gunnbjörgu þegar leki kom að bát hans, Hildi ÞH frá Raufarhöfn. Síð- astliðinn laugardag, aðeins mánuði síðar, var Jón Bjarni aftur mættur um borð í Gunnbjörgu en í þetta sinn í allt öðrum erindagjörðum þegar hann og unnusta hans voru gefin saman í heilagt hjónaband. „Upphaflega ætluðum við að gifta okkur í bát sem Jón Bjarni var með, en þá kom upp þessi hugmynd að gifta sig bara í björgunarbátnum og ákváðum við að slá til,“ segir Kolbrún Sigurrós og segir ástæður þess að þau Jón Bjarni giftu sig til sjós vera fjölmargar. „Í fyrsta lagi er Jón Bjarni sjómaður og því afar heillaður af hafinu, þannig að strax og við ákváðum að gifta okkur vildi Jón Bjarni að það yrði gert úti á sjó. Í öðru lagi vildum við vera öðruvísi en annað fólk og í þriðja lagi erum við ekki mikið kirkjufólk.“ Fann fyrir blöndu af gleði og ótta Aðspurður segir Jón Bjarni það hafa verið sérstaka tilfinningu að koma aftur um borð í Gunnbjörgu rétt fyrir giftinguna. „Ég fann fyrir blöndu af gleði og ótta, auk þess sem sérstakur skjálfti fór um mig þegar presturinn minntist á björgunina í ávarpi sínu,“ segir Jón Bjarni og tek- ur fram að eftir því sem hann komist næst sé þetta í fyrsta sinn sem brúð- kaup fari fram um borð í Gunn- björgu. Skrýtin tilviljun Að sögn Kolbrúnar Sigurrósar vildi svo undarlega og skemmtilega til að presturinn sem gaf þau hjón saman heitir Hildur eins og bátur Jóns Bjarna sem sökk í síðasta mán- uði. „Við völdum prestinn með stutt- um fyrirvara og vissum ekki hvað hún héti fyrr en hún kom í heimsókn til okkar kvöldið fyrir athöfnina,“ segir Kolbrún Sigurrós og hlær við tilhugsunina. „Það var auðvitað skrýtin tilviljun að þær væru nöfnur, en mér leist strax afar vel á prest- inn,“ bætir Jón Bjarni við. Björgun og brúðkaup fóru fram á sama skipinu Ljósmynd/Ágústa V. Svansdóttir Jón Bjarni Helgason, skipstjóri á Raufarhöfn, og Kolbrún Sigurrós Sigurð- ardóttir gengu í hjónaband um borð í björgunarskipinu Gunnbjörgu um helgina. Fyrir mánuði var Jóni Bjarna bjargað um borð í Gunnbjörgu. GRÍÐARSTÓR járnrör voru hífð frá borði flutningaskips á Eskifirði á dög- unum, þaðan sem þau fara áleiðis upp á Kárahnjúka þar sem þau munu fóðra fallgöng virkjunarinnar. Rörin eru risa- vaxin miðað við börnin, enda 31⁄2 metri í þvermál og 9 metrar á lengd, og um 45 tonn hvert. Samanlagt er um 4.400 tonn af stáli að ræða. Áætlað að það taki um 18 mánuði að setja rörin saman „Þýski verktakinn sem smíðar rörin heldur því fram að það sé hvergi í heiminum til svona hátt samfellt stálrör, í öðrum virkjunum sé þetta tekið í þrepum,“ segir Sigurður Arnalds, tals- maður Kárahnjúkavirkjunar. Göngin eru tvenn, hvor um sig 420 metrar á hæð. Til að koma rörbútunum fyrir á rétt- um stað hefur verið sett upp ein hæsta lyfta í heimi með vinnupalli sem er not- aður til að koma mönnum niður til að vinna við að festa rörbútana saman og steypa meðfram þeim. Þegar hefur verið hafist handa við að setja saman þessi risavöxnu rörstykki, og reiknað er með því að verkið taki um 18 mánuði.Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Setja saman hæstu járn- rör í heimi ♦♦♦ STÖÐUGUR straumur síldar- og kol- munnaveiðiskipa hefur verið til Nes- kaupstaðar til löndunar og í Síldarvinnsl- unni er unnið allan sólarhringinn við að frysta síld. Að sögn Guðmundar Bjarna- sonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, hef- ur þetta óvænta síldarævintýri haft mikla þýðingu fyrir bæjarlífið. „Mest munar um þær auknu tekjur sem nú renna í hafnarsjóð og vinnan í Síldar- vinnslunni er kærkomið uppgrip fyrir sumarstarfsfólk.“ Enn veiðist úr norsk- íslenska síldarstofninum innan landhelg- innar. „Veiðin síðustu viku hefur verið góð og aflinn hjá flestum í kringum 1.000 tonn upp úr sjó, en mikill dagamunur er á aflabrögðum,“ segir Birkir Hreinsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni. Kærkomið síldar- ævintýri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.