Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 10

Morgunblaðið - 23.06.2005, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORSVARSMAÐUR Geymis ehf., sem flutti inn 12 Pólverja sem mikið hafa verið í fréttum undanfarna daga, segir að Pólverjarnir hafi fengið greidd laun sem jafnist a.m.k. á við launataxta Eflingar og launin séu jafnvel enn hærri en þar sé kveðið á um. Síðastliðinn þriðjudag hafi hann ennfremur staðið skil á innheimtum skatti og launatengdum gjöldum vegna þeirra sjö sem fyrst komu til landsins, en greiðslurnar hafi tafist vegna tölvuvandamála. Blaðamaður hitti Helga Eiríks- son, forsvarsmann Geymis, og lög- mann hans, Eirík Elís Þorláksson hdl., í gær og lögðu þeir þar fram launaseðla og kvittanir og annað sem þeir sögðu að sýndi fram á að mennirnir hefðu fengið greidd laun í samræmi við kjarasamning Efl- ingar, og jafnvel gott betur. Þeir voru þó ekki tilbúnir til að afhenda afrit af þessum pappírum. Fyrsti launaseðill 1. júní Að sögn Helga komu sjö Pólverj- anna til landsins um miðjan og seinnihluta apríl, þrír hefðu komið 23. maí og tveir 8. júní. Launaseðlar hefðu verið gefnir út 1. júní vegna þeirra sjö sem komu fyrstir og þeim verið sendir seðlarnir í liðinni viku. Helgi sagði að ekki hefði verið hægt að gera það fyrr, þar sem hann hefði fyrst þurft að bíða 20–30 daga eftir að fá atvinnu- og dvalarleyfi afhent, síðan hefði hann þurft að sækja um skattkort, koma þeim í þjóðskrá, sækja um bankareikning o.fl. Þar sem þessi formsatriði hefðu ekki verið uppfyllt hefði hvorki verið hægt að gefa út launaseðla fyrr né standa skil á opinberum gjöldum vegna þeirra hinn 15. maí eins og rétt hefði verið. Mennirnir hefðu hins vegar fengið greidd laun, í sam- ræmi við kjarasamning Eflingar. Á einum launaseðli sem hann sýndi blaðamanni voru tilgreind heildarlaun á tímabilinu apríl-maí, í einu tilviki um 238.000 krónur. Út- borguð laun voru hins vegar 0 krón- ur og sagði Helgi að það væri vegna þess að hann hefði þegar greitt þeim launin, ýmist með peningum eða með millifærslu á bankareikninga, og framvísaði hann kvittunum sem hann sagði að staðfestu það. Á launaseðlinum voru dregnar frá 30.000 krónur vegna húsaleigu, 17.500 vegna flugfargjalds og 2.000 krónur vegna bifreiðakostnaðar. Helgi sagði að húsaleigan á mánuði væri 28.000 og á hverjum mánuði væru dregnar frá 16.500 fyrir eina greiðslu af fjórum fyrir flugfargjald til og frá Póllandi. „Tölvuvesen“ Umræddur launaseðill tæki hins vegar bæði til apríl og maí og því væri frádrátturinn hærri sem því næmi. Þá var á seðlinum greint frá frádrætti vegna félagsgjalda, lífeyr- issjóðs og skatts. Helgi sagði að með réttu hefði hann átt að skila inn innheimtri stað- greiðslu, lífeyrissjóðsiðgjöldum og öðrum opinberum gjöldum vegna sjömenninganna hinn 15. júní en vegna „tölvuvesens“ hefði honum ekki tekist að gera það fyrr en 21. júní, sem er degi eftir að Ríkissjón- varpið greindi fyrst frá málinu í kvöldfréttum. Um hina Pólverjana fimm, sem störfuðu á vegum Geymis, sagði Helgi að þeir hefðu komið seinna til landsins og ekki hefði tekist að afla nauðsynlegra gagna til að gefa út launaseðla, auk þess sem tveir hefðu ekki hafið störf fyrr en í júní. Þeir hefðu á hinn bóginn fengið greidd laun fyrirfram í samræmi við kjara- samning Eflingar. Varðandi húsnæðið á Hyrjarhöfða 2 þar sem mennirnir dvöldu, sagði Helgi að áður en Pólverjarnir sjö fluttu þar inn hefðu fimm Íslend- ingar verið þar búsettir og líkað ágætlega. Raunar hefði húsnæðið verið yfirgengilega sóðalegt þegar hann fékk það afhent. Hyrjarhöfði 2 er atvinnuhúsnæði. Spurður um hvort í því fælist sið- ferðisbrot að flytja hingað menn sem störfuðu á lægri taxta en almennt gerðist á vinnumarkaði og leigja þeim húsnæði sem uppfyllti ekki kröfur til íbúðarhúsnæðis, sagðist Helgi ekki telja að svo væri þar sem Pólverjarnir hefðu verið ánægðir með sín kjör og það húsnæði sem þeim var boðið upp á, alveg þangað til „þetta mál með ASÍ kom upp“. Það mál hefði sprottið af misskiln- ingi sem m.a. væri tilkominn vegna tungumálaörðugleika. Þá sagði hann að yfirlýsing Efl- ingar, um að ástæður Eflingar fyrir að hafna atvinnuleyfunum hefðu verið að Geymir hefði ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum, væri í meira lagi undarleg í ljósi þess að umsagnirnar hefðu ver- ið veittar í apríl og maí en Geymir hefði í fyrsta lagi átt að greiða þessi gjöld 15. júní. Þetta hefði verið í fyrsta skipti sem starfsmenn störf- uðu á vegum Geymis og ekki fengið kennitölu fyrr en í maí 2005. Helgi ítrekaði, líkt og fram kom í viðtali við Eirík Elís í Morgun- blaðinu í gær, að sá aukasamningur sem gerður var við mennina og ASÍ hefur gert athugasemdir við, hefði einungis verið gerður til útskýr- ingar. Á samningnum sem hefði verið framvísað hjá Vinnumálastofnun væru aðeins tiltekin laun fyrir 100% vinnu en ekkert kæmi fram hvað þeir fengju í raun í vasann. Samningurinn hefði í raun verið gerður að kröfu Pólverjanna sem hefðu viljað sjá nákvæmlega hvað þeir bæru úr býtum, að teknu tilliti til frádráttar. Í aukasamningnum segir að greidd laun fyrir yfirvinnu séu 480 krónur á tímann, eftir að 250 tímum sleppir. Helgi sagði að þetta væri nálægt taxta Eflingar, að teknu tilliti til frádráttar vegna skatta o.þ.h. Forsvarsmaður Geymis segir laun 12 Pólverja jafnvel hærri en Eflingartaxtann Tafðist að gefa út launaseðla og greiða gjöld Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/Golli Mikil eftirspurn hefur verið eftir vinnuafli í flestum greinum atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í byggingariðnaðinum og hefur fjöldi erlendra ríkisborgara fengið útgefin atvinnuleyfi á seinustu misserum. HALLDÓR Grönvold, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, segir að ekkert hafi komið fram sem breyti þeirri niðurstöðu sam- bandsins að gróflega hafi verið brotið á Pólverjunum 12 sem hingað komu á vegum Geymis ehf. Þá hafi launaseðl- ar aldrei borist Pólverjunum og það sé merkileg tilviljun að greiðslur vegna opinberra gjalda skuli berast daginn eftir að greint hafi verið frá málinu í fjölmiðlum. Halldór segir að það standi óhagg- að að Geymir hafi sótt um atvinnu- leyfi fyrir þessa 12 Pólverja og með þeirri umsókn hafi fyrirtækið lagt inn ráðningarsamning sem undirritaður var í mars. Það hafi hins vegar komið í ljós að mennirnir voru framleigðir sem undirverktakar en atvinnuleyfin hafi ekki verið gefin út á þeirri for- sendu. Þá hafi annar samningur verið undirritaður um mánuði síðar sem kveði á um mun lakari kjör en sá samningur sem lagður var fyrir Vinnumálastofnun. Það væri ákaflega ótrúverðugt að seinni samningurinn væri e.k. minnisblað til útskýringar á þeim fyrri, sérstaklega þar sem þeir kveði ekki á um sömu kjör. „Maður spyr sig þegar tveir samningar eru gerðir, hvort gildir sá fyrri eða sá síð- ari,“ sagði hann. Ástæða væri til að ætla að fyrri samningurinn væri málamyndagjörningur. Málatilbún- aður Geymis yrði enn ótrúverðugri í ljósi þess að launaseðlar hefðu verið framleiddir eftir á og að Pólverjarnir hefðu aldrei fengið þá í hendur. Þá hefði fyrirtækið ekki sýnt neina til- burði til að greiða opinber gjöld fyrr en eftir að málið var komið í fjölmiðla. „Það má því væntanlega álykta sem svo að þetta gerist er þessi umfjöllun varð um þetta tiltekna fyrirtæki. Þetta lyktar allt af því að eftir á sé verið að búa til trúverðugleika.“ Halldór sagði að Pólverjarnir hefðu fengið greidd laun frá Geymi og mið- að við þær upplýsingar sem ASÍ hefði um vinnuframlag þeirra, hefðu þeir átt að fá 147.000 krónur. Þá væri þó ekki tekið tillit til frítekjuréttar, stórhátíðarálags, matarpeninga í yf- irvinnu og annarra slíkra atriða. Ekki hefði heldur verið gert ráð fyrir frá- drætti vegna húsaleigu eða flugfar- gjalds. ASÍ teldi hins vegar að þeir ættu að vera á hærri taxta þar sem a.m.k. hluti þeirra hefði talsverða reynslu af störfum í byggingariðnaði. Halldór sagði að hluti hópsins væri kominn í vinnu og verið væri að ganga frá formsatriðum. Halldór Grönvold segir ljóst að gróflega hafi verið brotið á Pólverjunum Sérkennilegar tímasetningar á greiðslum UNNUR Sverrisdóttir, forstöðu- maður stjórnsýslusviðs Vinnumála- stofnunar, gerir verulegar athuga- semdir við yfirlýsingu Eflingar – stéttarfélags sem birt var í Morgun- blaðinu í gær og laut að vinnubrögð- um stofnunarinnar við umsögn um atvinnuleyfi til Geymis vegna 12 Pól- verja. Fráleitt sé að stéttarfélagið hafni umsóknum um erlent vinnuafl í byggingariðnaði einfaldlega með því að stimpla á þær „Hafnað vegna at- vinnuástands“ þegar ljóst sé að mikil eftirspurn sé eftir vinnuafli. Efling hafi engar athugasemdir gert við launakjör mannanna. Unnur sagði að fengi Vinnumála- stofnun rökstudda umsögn tæki hún fullt tillit til hennar. Slíkar umsagnir hefðu hins vegar ekki borist frá Efl- ingu heldur léti félagið sér nægja að stimpla umsóknir með stimpli sem segir: „Hafnað vegna atvinnu- ástands“. Einungis þurfi að fylla inn dagsetningu og setja stafina sína undir og þar með líti stéttarfélagið svo á að það hafi sent stofnuninni vandaða og ígrundaða umsögn. Þetta væri alls ekki boðlegt af hálfu Efl- ingar. „Ég myndi vilja sjá framan í þann Íslending sem eitthvert vit hef- ur á atvinnumálum, að hér þurfi að hafna umsóknum vegna starfa í byggingariðnaði vegna atvinnu- ástands. Staðreyndin er sú að eftir- spurn er miklu meiri en framboð af vinnuafli,“ sagði hún. Einfaldlega væri ekki hægt að taka mark á því að ekki vantaði fólk í byggingariðnað. Þá hefði Efling ekki einungis hafn- að umsóknum Geymis á grundvelli atvinnuástands, heldur nánast öllum umsóknum fyrirtækja um erlent vinnuafl til starfa í byggingariðnaði. Á sama tíma hefðu önnur verkalýðs- félög á landinu veitt jákvæða um- sögn, með því skilyrði að fyrir lægi að atvinnurekandi leitaði til vinnu- miðlunar og færi í gegnum réttan feril við leit að fólki til starfa. Unnur sagði að í einhverjum til- vikum hefði Efling skrifað við hliðina á stimplinum að fyrirtæki hefðu ekki staðið skil á lögmætum gjöldum. Slíkt væri kannað en þá kæmi oft í ljós að þetta ætti sér eðlilegar skýr- ingar. Vangoldin gjöld væru heldur ekki lögmæt ástæða fyrir stofnunina til að synja um atvinnuleyfi. Villandi orðalag? Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, varaformaður Eflingar, sem skrifaði undir yfirlýsinguna, hafði ekki heyrt af athugasemdum Unnar. Hún sagði að umsóknum Geymis hefði í sumum tilvikum verið hafnað vegna atvinnu- ástands eða þess að fyrirtækið hefði ekki greitt lögbundin gjöld. Forsvarsmaður Geymis hefur sagt að hann hafi fyrst þann 10. júní átt að greiða opinber gjöld. Umsagnir Efl- ingar voru hins vegar gefnar í apríl og maí, að sögn Þórunnar. Aðspurð um hvort í yfirlýsingu Eflingar hefði ekki verið átt við að fyrirtækið hefði vanrækt að greiða lögbundin gjöld, sagði hún að það kæmi einfaldlega hvergi fram að fyrirtækið hefði hvergi greitt slík gjöld. Spurð hvort orðalag í yfirlýsingu væri villandi, vildi hún ekki tjá sig um það. Unnur Sverrisdóttir hjá Vinnumálastofnun ósátt við yfirlýsingu Eflingar Segir umsagnir Eflingar órökstuddar ÚTBORGUÐ laun vegna samtals 250 vinnustunda eru rúmlega 135.000 krónur, samkvæmt upp- lýsingum frá Eflingu stéttarfélagi. Hér er um að ræða lægstu byrj- unartaxta. Dagvinna í mánuði er 173,33 klukkustundir og fyrir það eru greiddar 103.422 krónur. Fyrir 76,67 yfirvinnutíma eru greiddar 82.347 krónur. Samtals eru því laun 185.769 og orlof 18.893 krón- ur. Orlofið er lagt inn í banka og er greitt út síðar. Ef þetta er sett inn í reiknivél á vef Ríkisskatt- stjóra kemur í ljós að útborguð laun ættu að vera 135.621 króna eða um 542 kr á klukkustund að jafnaði. Hér er reiknað með að dreginn hafi verið af mönnum líf- eyrissjóður, félagsgjald og skattur. Ef yfirvinna er unnin umfram 250 klukkustundir má gera ráð fyrir að persónuafsláttur sé upp- urinn. Tímakaup í yfirvinnu er tæplega 1.100 krónur. Frá því dragast 37,73% í skatt, 4% í líf- eyrissjóð og 1% félagsgjald eða samtals 42,73%. Eftir standa þá rúmlega 615 krónur. Ofangreint er byggt á upplýs- ingum frá Eflingu – stéttarfélagi. Dagvinnukaup 22 ára byrjanda eða manns sem hefur unnið í eitt ár er 596,68 kr. á klukkustund. Yfirvinnukaup er 1.074,04 kr. á klst. Kaupið fer hækkandi eftir aldri og starfsreynslu. Pólverj- arnir 12 eru flestir milli þrítugs og fertugs. Útborguð laun fyrir 250 stundir eru rúm- lega 135.000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.