Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.06.2005, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Stofnuð 23. júní 1985 20 ára afmæli I Bindi – Búnaðarsaga héraðsins. II Bindi – Borgarfjarðarsýsla. III Bindi – Mýrasýsla. IV Bindi – Ábúendatal í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1880-1995. Sendum í póstkröfu um land allt. Búnaðarsamtök Vesturlands, Hvanneyri, 311 Borgarnesi Netfang bv@bondi.is Sími 437 1215 Í tilefni 20 ára afmælis Búnaðarsamtaka Vesturlands veitum við 20% afslátt af bókunum Byggðir Borgarfjarðar sem eru fjögur bindi. Tilboðið gildir til 8. júlí. Stök bók, verð kr. 2.000 - Tilboð 1.600 Allar bækurnar, verð kr. 6.000 - Tilboð 4.800 BESTA VERÐIÐ? NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar lúxus heilsudýnur á tilboði TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 89.900.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is Ingunn Hallgrímsdóttir býr á Akra- nesi ásamt manni sínum, tveimur dætrum og fjórum hundum. Hún hefur frá því hún man eftir sér haft sérlega gaman af dýrum og hund- arnir hennar eru áhugamál númer eitt. „Ég fæddist með þennan áhuga og bjó ekki í sveit í nálægð við dýr eða neitt slíkt. Ég er fædd og uppal- in hér á Akranesi en pabbi var með hesta þegar ég var lítil og mér fannst frábært að umgangast þá. Ef ég hefði tök á þá myndi ég vera með hesta, en hundarnir fullnægja alveg þörf minni til að vera í návist dýra. Ég fékk ekki minn eigin hund fyrr en ég flutti að heiman, því mamma vildi ekki sjá hundahár á heimilinu.“ Ingunn segir að maðurinn hennar hafi ekki haft sérstakan áhuga á hundum þegar þau kynntust en það hafi breyst. „Núna er hann forfall- inn og eldri dóttir okkar, sem er á þrettánda ári, er mjög dugleg að hjálpa til, því það er auðvitað mikil vinna að halda fjóra hunda og þetta gengur ekki upp nema allir fjöl- skyldumeðlimir séu með. Áhugi yngri dótturinnar, sem er fjögurra ára, lofar líka góðu.“ Hvolpagleði og umhyggja Allir hundarnir eru tíkur og þrjár þeirra eru af Cavalier-tegund. Malla er elst, en hana keypti Ingunn hér heima, Donnu flutti hún sjálf inn frá Noregi en sú yngsta, sem er aðeins tíu vikna, heitir Konní og er undan Donnu. Fjórða tíkin, Maja, er af jap- önsku kyni en Ingunn flutti hana inn frá Kanaríeyjum. Ingunn segir öllum tíkunum semja mjög vel enda séu þær sérlega geðgóðar að eðlis- fari. Það fjölgaði heldur betur á heimilinu í apríl þegar Donna eign- aðist sex hvolpa. „Þetta var fyrsta got hjá Donnu en Malla er búin að eignast hvolpa þrisvar. Ég tek alltaf svolítið fæðingarorlof þegar hvolpar koma í heiminn hjá okkur, rétt svona fyrstu dagana á meðan allt er að komast í gott horf. Nýfæddir hvolpar eru svo mikil börn og þurfa aðgæslu.“ Kaupir hundadót á netinu Ingunni finnst erfitt að láta frá sér hvolpana sem hún þó verður óhjákvæmilega að gera. „Okkur þykir svo vænt um þá og ég er mjög kröfuhörð á nýja eigendur og læt ekki hvolpana mína hvert sem er. Sennilega er ég frekar leiðinleg, því ég sætti mig ekki við annað en allra bestu aðstæður. En ég gat ekki staðist það að halda einni tík eftir hjá mér úr þessu goti. Ég veit ekki hvernig þetta endar,“ segir Ingunn sem er alltaf að kaupa alls konar óþarfa dót tengt hundum, til dæmis púða, styttur, hálsmen og fleira. „Þegar ég keypti þroskaleikfang handa hundunum þá sagði vinkona mín að ég væri klikkuð, og ég sá að henni var full alvara.“ En hvað er svona frábært við að eiga hunda, sem krefjast mikillar vinnu, peningaútláta og eru bind- andi? „Þetta er svo gefandi. Í hvert skipti sem ég kem heim þá taka hundarnir svo vel á móti mér, þeir eru svo ofboðslega ánægðir að sjá mig og það er dýrmætt að vera fagnað þannig. Þeir eru frábærir fé- lagar og hluti af fjölskyldunni og gott fyrir börnin að alast upp með dýrum.“ Skipulagðir hundagöngutúrar Ingunn fer með tíkurnar á hunda- sýningar og stundum fer hún með þær í skipulagða hundagöngutúra í Reykjavík, þar sem fólk með sams- konar hundategundir hittist og fer í göngu með hundana sína. „Þetta er frábær skemmtun bæði fyrir mig og hundana. Hundum finnst gaman að hitta aðra hunda og mannfólkið skiptist á ráðum, segir hundasögur og deilir gleðinni sem fylgir því að eiga hunda.“  ÁHUGAMÁLIÐ| Hundarnir hennar Ingunnar Hallgrímsdóttur eru hennar ær og kýr Fer í fæðingarorlof þegar hvolpar fæðast Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Morgunblaðið/ Sigurður Elvar Ingunn Hallgrímsdóttir með Maju og litlu Konní í fanginu en Malla og Donna sitja virðulegar hjá. Ísabella Cabrita, yngri dóttir Ingunnar, er með eina hvolpinn sem á svo eftir að fara til nýrra eigenda. Sérstök hegðunarkennsla gæti verið á leið inn í danska skóla að sögn Berlingske Tidende. Bertel Haarder menntamálaráðherra er jákvæður fyrir hugmyndinni. Það eru einnig samtök foreldra og kennara en ýmsir sérfræð- ingar eru efins. Í Stenmagle-skóla á Sjálandi munu yngstu nemendurnir fá kennslu í fagi sem nefnist sam- ábyrgð. Nemendurnir munu fá þjálfun í að hlusta þegar aðrir tala, tjá tilfinningar sínar, taka þátt í stórum hópum og að leysa úr ágreiningsmálum. Markmiðið er að auka félagslega hæfni barnanna og að auðveldara verði að kenna þeim aðrar náms- greinar. Reynsla af kennslu í samábyrgð hefur verið góð í An- kermedets skóla í Skagen sem hefur kennt fagið í sjö ár. Fræðimaðurinn Inger Brøgger er þeirrar skoðunar að foreldr- arnir eigi að ala börnin upp en ekki skólarnir. Skólarnir eigi að einbeita sér að hlutverki sínu sem menntastofnanir og að upp- fræða börnin í ákveðnum náms- greinum, en ekki að félagslegri hæfni skólabarnanna. Lars-Henrik Schmidt, rektor Kennaraháskóla Danmerkur, hefur einnig efasemd- ir gagnvart nýjum áformum og þykir vart ástæða til að gera sam- ábyrgð að sérstakri námsgrein. Nemendur eigi að læra ákveðna félagslega hæfni í gegnum námið í öðrum námsgreinum. Anders Bondo Christensen, formaður Kennarasambands Danmerkur, er hins vegar jákvæður líkt og fleiri kennarar. Að þeirra mati getur það einmitt leitt til betra skóla- starfs að setja samábyrgð á stundaskrána, eins og fram kemur á vef Berlingske.  MENNTUN Samábyrgð á stundaskrána Hegðunarkennsla er fag sem á kannski að fara að kenna í dönskum grunn- skólum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.