Morgunblaðið - 27.06.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.06.2005, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hafa hitt skæruliða í Írak Bandarískir embættismenn hafa átt leynilega fundi með fulltrúum skæruliða í Írak. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfesti þetta í gær. Hann vildi hins vegar ekki gera mikið úr þessum fréttum, sagði að slíkar þreifingar væru stöðugt í gangi. Blóðbaðið í Írak heldur áfram, að minnsta kosti þrjátíu og fimm manns biðu bana í sjálfsmorðsárásum í borginni Mosul í Norður-Írak í gær. Hálft ár frá flóðbylgjunni Hálft ár var í gær liðið frá nátt- úruhamförunum í Indlandshafi en þær kostuðu að minnsta kosti tvö hundruð manns lífið í löndum bæði í Asíu og Afríku. Voru af þessu tilefni minningarathafnir víða um heim. Alls söfnuðust hátt í 250 milljónir í landsöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri, sem haldin var hér á landi vegna náttúruhamfaranna í Asíu. Kílómetragjald lækkar Gjald sem ríkið greiðir starfs- mönnum sínum fyrir hvern ekinn kílómetra í þágu ríkisins lækkaði frá og með 1. júní sl. Þetta er í fyrsta skipti í a.m.k. fimm ár sem gjaldið lækkar. Meginástæðurnar fyrir lækkuninni eru lægra innkaupaverð á bílum og varahlutum. Bensín hefur á hinn bóginn hækkað mikið undan- farnar vikur. Farið út fyrir valdheimildir Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi, með bréfi sínu til stofnfjáreigenda spari- sjóðsins á föstudag, farið út fyrir valdheimildir sínar. Þetta kemur fram í bréfi sem stjórnin sendi öllum stofnfjáreigendum sjóðsins í gær. „Stjórn SPH telur að FME hafi með umræddu dreifibréfi beint til stofn- fjáreigenda farið á svig við stjórnina sem er hinn lögformlega rétti aðili sem FME á að hafa samskipti við,“ segir m.a. í bréfi stjórnarinnar. Loðnan finnst ekki Mikill hafís fyrir vestan og norðan land kemur í veg fyrir að hægt sé að leita að loðnu. Útlit er fyrir að ekk- ert verði af sumarvertíðinni af þess- um sökum. Formaður LÍÚ vonast til þess að hægt verði að vinna upp tekjutapið með meiri veiðum í haust og í vetur. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 30/32 Viðskipti 12 Myndasögur 30 Vesturland 13 Víkverji 30 Erlent 14 Staður&stund30/31 Daglegt líf 15/17 Menning 33/37 Umræðan 18/23 Bíó 34/37 Forystugrein 20 Ljósvakar 38 Bréf 23 Veður 39 Minningar 24/27 Staksteinar 39 * * * Kynning – Morgunblaðinu fylgir Esso-mótsblaðið. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is TIL stendur að flytja Klyfjahestinn eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggv- ara af stalli sínum við Sogamýri á Hlemmtorg í sumar. Að sögn Eiríks Þorlákssonar, for- stöðumanns Listasafns Reykjavík- ur, er búið að steypa nýjan stöpul undir hann þar sem Hverfisgata og Laugavegur mættust áður en þar er búið að útbúa lítið torg. Verkið verður afhjúpað á nýjum stað hinn 23. júlí nk. þegar nýtt leiðakerfi Strætó verður tekið í gagnið. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Hlemmtorgi samhliða endurbótum á leiðakerfinu að und- anförnu og er flutningur styttunnar liður í því. Eiríkur bendir á að þegar verkið var upphaflega pantað frá Sigurjóni árið 1958 hafi staðið til að setja það upp við Hlemm ári síðar. Ekki varð af þeim hugmyndum. Rúmum ára- tug síðar var verkinu fundinn staður í Sogamýri og síðar bættist folaldið á stallinn, við hlið klyfjahestsins. Að sögn Eiríks var vakin athygli á upphaflegri hugmynd um staðsetn- ingu verksins við endurskipulagn- ingu Hlemmtorgs og var ákveðið að hrinda henni í framkvæmd. Vegaferendur hafa veitt því at- hygli að búið að er að brjóta upp steypuna í gamla stöplinum í kring- um verkið. Eiríkur segir að þetta sé gert til að sjá hvernig gengið var frá festingum á verkinu á sínum tíma og undirbúa flutning verksins á nýjan stað. Styttan af Thorvaldsen færð á Austurvöll á ný? Listasafn Reykjavíkur ber ábyrgð á og hefur umsjón með viðhaldi úti- listaverka í eigu borgarinnar. Að sögn Eiríks eru um 130 útilistaverk í Reykjavík, langflest í eigu borg- arinnar. Skort hefur á fjármagn til að sinna viðhaldi eins og vert væri, að hans sögn, og er reynt að raða verkefnum í forgangsröð og sinna eftir bestu getu. Í því felst hreinsun á verkunum og bónun á málm- verkum og í sumum tilvikum eru verk jafnvel tekin niður og þau lag- færð og hreinsuð. Ekki eru uppi áform um frekari flutninga á útlistaverkum borg- arinnar í sumar en Eiríkur nefnir að hugmyndir hafi verið uppi um að flytja styttuna af Bertel Thorvald- sen, sem stendur í Hljómskálagarði, fyrir framan þjónustuskála Alþingis á Austurvelli. Styttan af Thorvald- sen er merkileg fyrir margra hluta sakir en hún var fyrsta útilistaverk sem sett var upp í Reykjavík, árið 1875, og stóð áður þar sem styttan af Jóni Sigurðssyni stendur nú á Aust- urvelli. Er Thorvaldsenstræti m.a. kennt við styttuna og var hún lengi kennileiti í miðborg Reykjavíkur. Árið 1931 vék Thorvaldsen fyrir Jóni og var styttan þá sett upp í Hljómskálagarðinum sem þá hafði verið ákveðið að gera að útivistar- svæði Reykvíkinga. Eiríkur minnir á að hugmyndir hafi verið uppi um að koma styttunni af Thorvaldsen aftur fyrir við Aust- urvöll í tengslum við vígslu þjón- ustuskála Alþingis sem tekinn var í notkun haustið 2002. Af því hafi hins vegar ekki orðið en Eiríkur segist vonast til að af því geti orðið í sam- ráði við Alþingi. Klyfjahesturinn fluttur á Hlemmtorg Morgunblaðið/Jim Smart Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is VILHJÁLMUR Bjarnason, að- júnkt við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Íslands, segir að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, hafi aldrei átt hlut í Búnaðarbank- anum heldur hafi S-hópurinn fengið lán hjá þýska bankan- um til að fjár- magna kaupin og veðsett um leið hlutabréf í Búnaðarbank- anum. Vilhjálm- ur segir að fyrri eigendur Búnað- arbankans, ís- lenska þjóðin, hafi verið blekktir með því að láta líta svo út að þýski bankinn hafi tekið þátt í kaupunum. Aðalframkvæmdastjóri Hauck & Aufhäuser kom hingað til lands til að vera við undirskrift samningsins og hefur í fjölmiðlum m.a. sagt að Búnaðarbankinn væri áhugaverður fjárfestingarkostur. „Annaðhvort arhaldið, annaðhvort einhver innan S-hópsins eða hugsanlega Kaup- þing. Síðar hefði lánið verið greitt upp, m.a. með gróðanum sem mynd- aðist þegar hlutabréf í Búnaðar- bankanum snarhækkuðu. „Það er ekkert athugavert við að fá lán, en það er ýmislegt athugavert við að fá lán en segja að það sé eitthvað ann- að,“ sagði Vilhjálmur. Búnaðarbankinn sameinaðist Kaupþingi formlega í mars 2003, þremur mánuðum eftir að skrifað var undir samninginn um sölu rík- isins á bankanum. Vilhjálmur telur að sameiningin hafi verið á teikni- borðinu frá upphafi. Aðspurður sagði Vilhjálmur að ástæðan fyrir því að hann ræddi þessi mál í samtali við Ríkisútvarpið í gær, væri einfaldlega sú að hann hefði verið spurður. Þá hefði hann bent á að Ríkisendurskoðun hefði talið óeðlilegt að S-hópurinn fékk greiðslufrest og jafnframt að sölu- verð á hlut ríkisins í Búnaðarbank- anum, 11,9 milljarðar, hefði átt að vera hærra þar sem ráðandi hlutur í bankanum hefði verið seldur á einu bretti. skrökvar hann í fjölmiðlum eða hann skrökvar í ársskýrslunni sinni,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Það væri alveg ljóst að ef Hauck & Aufhäuser hefði átt hlut í Búnaðarbankanum, hefði það átt að koma fram í ársskýrslu bank- ans en svo væri ekki. Vilhjálmur sagði að áður hefðu komið fram að engin merki væru um Búnaðarbankann í ársskýrsl- unni, þetta væru í sjálfu sér ekki nýjar upplýsingar. Aðspurður sagði hann að margir hefðu leitað skýr- inga hjá þýska bankanum á þessu misræmi en þeir hefðu engin svör fengið. „Það var bara skellt á þá,“ sagði hann. Vilhjálmur sagði að frá upphafi hefði legið ljóst fyrir að S-hópurinn hefði ekki átt fyrir Búnaðarbankan- um og því orðið að útvega fé með einhverjum hætti. Hópurinn hefði því tekið lán hjá hinum þýska banka, en til þess að tilboð hópsins liti betur út hefði verið sagt að þýski bankinn væri hluthafi. Þýski bank- inn hefði hins vegar aldrei ráðið nokkru um þennan meinta hlut, heldur hefðu aðrir farið með eign- Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild HÍ Þýski bankinn aldrei hlut- hafi í Búnaðarbankanum Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Vilhjálmur Bjarnason GÆSIRNAR við Mývatn eru hér að koma ungum sín- um út á vatnið enda verða þeir að læra sund áður en farið er yfir í flugkennsluna. Grágæsin verpir víðs- vegar um sveitina og þurfa sumar þeirra að hafa nokkuð fyrir að koma hópnum sínum á vatn. Þessar eru nánast komnar alla leið, búnar að fara yfir þjóð- veginn sem er trúlega hættulegasta hindrunin á leið þeirra og eru klárar í að hella sér út í „djúpu laugina“. Grágæsamóðir, ljáðu mér vængi Morgunblaðið/BFH ÞEGAR kaupsamningurinn vegna sölu á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins var undirritaður í janúar 2003 kom fram að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði eignast 16,3% hlut í Búnaðarbankanum í gegnum hlut sinn í Eglu, sem var stærst þeirra félaga sem stóð að S-hópnum svokallaða. Í frétta- tilkynningu frá kaupendum var því fagn- að að traustur erlendur banki tæki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun og að tengslin myndu nýtast í markaðs- sókn erlendis. Um ári síðar var tilkynnt að þýski bankinn hefði selt hluta af eign sinni í Búnaðarbankanum og fyrr í þess- um mánuði var tilkynnt um að hann hefði selt það sem eftir var til Kjalars ehf. fé- lags í eigu Ólafs Ólafssonar stjórnarfor- manns Samskipa. Þá hafði Búnaðarbank- inn reyndar verið hluti af KB banka og síðar Kaupþing banka, í um tvö ár. Þátttöku erlends banka var fagnað Í APRÍL 2003 sendi Egla hf. frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum sameiningu Kaupþings og Búnaðarbankans, þar sem m.a. kom fram að eina lánafyrirgreiðslan sem Egla hefði hlotið hefði verið frá Landsbankanum, viðskiptabanka Eglu og Kers hf. „Eigið fé Kers hf. er nú metið um 10 milljarðar króna og að undanförnu hefur félagið selt eignir að verðmæti um 5 milljarðar króna, í samræmi við endurskoðaða fjárfest- ingastefnu félagsins. Salan á hlut Kers hf. í Vátryggingafélagi Íslands hf. til Kaupþings fyrir 2,8 milljarða króna var liður í þessari endurskipulagningu fjárfestinga félagsins,“ segir í yfirlýs- ingunni. Fjórir fulltrúar á aðalfundi Þá væri rangt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser ætti ekki fulltrúa í nýju bankaráði Búnaðarbanans að fulltrúar bankans hefðu ekki mætt á aðalfund Búnaðarbanka Íslands hf. í mars 2003. Hvorki fleiri né færri en 4 fulltrúar þýska bankans hefðu setið aðalfund Búnaðarbankansþar á meðal Gatti, aðalframkvæmdastjóri hans, að því er fram kom í yfirlýsingu Eglu. Einu lán Eglu komu frá Landsbankanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.