Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 7 FRÉTTIR BJÖRN Þorsteinsson, Taflfélagi Reykjavíkur, sigraði næsta örugglega á Íslandsmóti öldunga 60 ára og eldri. Hann vann allar skákir sínar, 7 að tölu. Björn vann þennan titil síðast árið 2002. Í öðru sæti varð Jóhann Örn Sigurjónsson Taflfélagi Reykja- víkur og fékk hann 4,5 vinninga. Í 3.-4. sæti enduðu svo þeir dr. Ingimar Jónsson sem teflir fyrir KR og meistari ársins 2003, Sig- urður E. Kristjánsson úr Kópa- vogi. Ingimar hafði betur á stig- um og telst því í 3. sæti. Akur- eyringurinn Þór Valtýsson varð í 5. sæti. Í verðlaun voru veglegir eign- arbikarar og svo farandbikar gef- inn af Guðmundi Arasyni auk þess sem sigurvegarinn vinnur sér rétt til þátttöku í Norður- landamóti öldunga sem haldið verður í ágúst næstkomandi. Varaforseti Skáksambands Ís- lands, Óttar Felix Hauksson, af- henti verðlaunin. Öruggur sigur á öldungamóti MÁLÞING um framtíð Héraðs- skólahússins á Laugarvatni var haldið á laugardag, þar sem fjallað var um framtíð hússins og hug- myndir um nýtt hlutverk. Mál- þingið var liður í dagskrá Gullkist- unnar, listahátíðar á Laugarvatni, sem nú stendur yfir og lýkur um næstkomandi helgi. Á málþinginu var undirrituð áskorun til fjárlaganefndar Alþing- is og menntamálaráðherra um að beita sér fyrir því að á fjárlögum verði eyrnamerktir fjármunir til endurbóta á húsnæði Héraðsskól- ans. Jafnframt var ákveðið að stofna félag í þeim tilgangi að hrinda hugmyndum um alþjóðlega listamiðstöð á Laugarvatni í fram- kvæmd. Alþjóðleg lista- miðstöð verði á Laugarvatni BISKUP Íslands sleit Kirkjudög- um 2005 á miðnætti í fyrrakvöld og með þeim Prestastefnu, Leik- mannastefnu og Kirkjuþingi unga fólksins. Um 5.000 manns á öllum aldri sóttu Kirkjudaga, þar á meðal fjölmargir frá landsbyggð- inni. Viðamikil dagskrá var í Iðn- skólanum og í Hallgrímskirkju. Vegna rigningar og hvassviðris voru ýmsir atburðir kirkjudag- anna sem vera áttu úti, fluttir í hús, ýmist í kirkjuna eða í íþróttahús Vörðuskóla. Eigi að síður voru söngleikir fluttir á úti- sviði og þar voru einnig tónleikar á laugardagskvöldi. Kirkjudagar hófust föstudaginn 24. júní kl. 20.00 og þeim lauk á miðnætti þann 25. júní. Dagskrá var þétt skipuð, um 160 dag- skráratriði voru í boði og fjöldi manns kom að undirbúningi og framkvæmd, um 700 alls, flestir sjálfboðaliðar. Um 5.000 manns sóttu Kirkjudaga HÁSKÓLA unga fólksins var slitið á laug- ardaginn þegar 150 nemendum skólans voru afhent viðurkenningarskjöl við hátíðlega at- höfn. Nemendur í Háskóla unga fólksins eru á aldrinum 12 til 16 ára og skólahald stóð yfir í tvær vikur. Þetta var annað árið í röð sem Háskóli unga fólksins var starfræktur. Björn Þorsteinsson, verkefnisstjóri skól- ans, segir skólahald hafa gengið afar vel enda hafi nemendurnir verið áhugasamir. „Á lokahátíðinni voru nemendur með skemmti- atriði þar sem þeir sýndu afrakstur sinnar vinnu. Þar var meðal annars sungið á jap- önsku, farið með leikþátt á frönsku og sagðar sögur úr þjóðfræði. Ekki var annað að sjá en að nemendur hefðu lært mikið á þessum stutta tíma,“ segir Björn en hann vonast til þess að Háskóli unga fólksins verði starf- ræktur á næsta ári. „Við tökum eitt ár í einu hvað þetta varðar en það hefur verið mikil ánægja með starf- semi skólans á meðal barnanna sjálfra, for- eldra og þeirra sem að honum standa.“ Háskóli unga fólksins er hugmynd sem átti upptök sín hjá Páli Skúlasyni, fráfarandi rektors Háskóla Íslands, og gat hann þess í ræðu sinni að það hafi verið honum sérstakt ánægjuefni að taka þátt í lokahátíð skólans. Síðar um daginn brautskráði hann nemendur úr Háskóla Íslands í síðasta sinn. Ljósmynd/Halldór Kolbeins Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, heilsaði nemendum á lokahátíð Háskóla unga fólksins. Hátíðleg athöfn við skólaslit Háskóla unga fólksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.