Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF STÆRSTU kreditkortafyrirtækin í Bandaríkjunum, MasterCard og Visa, vita ekki enn með vissu hvaða viðskiptavinir gætu hafa orðið fórn- arlömb kortasvindlara sem brutust inn kerfi hjá upplýsingaveitunni CardSystems Solutions, að sögn The New York Times. Vitað er með vissu að stolið var upplýsingum um reikn- inga 40 milljóna viðskiptavina Mast- ercard. Öll helstu fjármálafyrirtækin sem gefa út kreditkort, þ. á m. Citigroup, J. P. Morgan Chase og MBNA, reyndu að róa viðskiptavini sína og sögðu að fylgst væri vandlega með öllum reikningum og enginn þeirra yrði látinn borga vegna svika tölvu- þrjótanna. En blaðið segir að upplýs- ingaþjófar noti Netið í æ ríkari mæli en áður til að bjóða stolin gögn. „Alþjóðasamtök um þróun glæpa“ „Langar þig til að keyra hrað- skreiðan bíl?“ segir í auglýsingu frá dularfullu fyrirtæki sem nefnist ZoOmer á einni vefsíðunni. The New York Times segir í grein sinni að heiti síðunnar, iaaca, muni standa fyrir Int- ernational Association for the Ad- vancement of Criminal Activity (Al- þjóðasamtök um þróun glæpa). „Þrátt fyrir að árum saman hafi ör- yggi verið aukið og störf lögregluyfir- valda hafi verið samhæfð hika menn ekki við að falbjóða á Netinu upplýs- ingar sem glæpamenn klófesta með ólöglegum aðferðum, númer á kred- itkortum og bankareikningum auk geysilega mikils magns af hvers kyns upplýsingum um venjulega neytend- ur,“ segir blaðið. Borgað er vel fyrir upplýsingarnar enda hægt að nýta þær umsvifalaust til netviðskipta, til að falsa kreditkort eða annars og háþróaðs þjófnaðar á persónulegum upplýsingum sem síðan er hægt að misnota. Líkt við krabbamein „Viðskiptin með kreditkorta- og bankareikninganúmer á Netinu og önnur frumgögn um neytendur eru vel skipulögð,“ segir The New York Times. „Þarna eru kaupendur og selj- endur, milligöngumenn og jafnvel þjónustufyrirtæki. Þátttakendur eru úr öllum heimshornum en flestar vef- síðurnar sem þeir nota til viðskipta sinna eru á vegum netþjónustufyrir- tækja í fyrrverandi sovétlýðveldum sem gerir lögreglunni erfitt um vik.“ En öðru hverju næst árangur. Ný- lega tókst liðsmönnum bandaríska dómsmálaráðuneytisins og leyniþjón- ustunnar að brjóta upp leynisamtök með um 4.000 félögum sem höfðu selt og keypt nærri tvær milljónir stolinna kreditkortanúmera á tveim árum og valdið fyrirtækjum, bönkum og ein- staklingum tjóni sem alls nam fjórum milljónum dollara, um 220 milljónum króna. Seljendur á Netinu koma sér upp orðspori í samræmi við ánægju við- skiptavina með vöruna og eru birtar á vefsíðunum einkunnir til þess að menn geti valið milli þjófa af kost- gæfni. En verðið er gjarnan hæst hjá þeim sem njóta mestrar virðingar fyr- ir afrek á þessu sviði. Menn sem ekki hafa reynslu geta fengið hana á vef- síðunum, þar læra þeir að fela pen- inga og fá að vita hvenær í mánuðin- um best sé að brjótast inn í bankareikninga. Mikilvægt er að koma vörunni strax í verð; stolið kortanúmer verður fljótt verðlaust. Enginn viðmælenda blaðsins treysti sér til að áætla hve mörg korta- og reikninganúmer hafna í raun á uppboðsmarkaði á Netinu en lögreglumenn segja markaðinn risa- stóran. Jim Melnick, fyrrverandi sér- fræðingur í Rússlandsmálum hjá leyniþjónustu hersins, starfar nú hjá fyrirtæki sem eltir uppi upplýsinga- þjófa á Netinu. „Það sem þarf að benda á er að til lengri tíma er fyrst og fremst um að ræða alvarlega ógn við fjármálafyr- irtæki Bandaríkjanna. Þetta er krabbamein. [Fyrirtækin] deyja ekki núna af völdum þess en munu gera það smátt og smátt,“ segir Melnick. Netmarkaður fyrir stolin kreditkort Reuters Flestir vefþjónarnir eru í fyrrverandi sovétlýðveldum KÍNVERSKA olíufélagið CNOOC, sem er í eigu kínverska ríkisins, hefur lagt fram kauptilboð í bandaríska olíufé- lagið Unocal. Tilboðið hljóðar upp á 18,5 milljarða Banda- ríkjadala, sem samsvarar ríflega 1,2 billjónum króna. Frá þessu er greint á vefmiðli Financial Times. Í apríl lagði bandaríska félagið Chevron fram tilboð í Unocal en því hefur enn ekki verið svarað. Tilboð Chevr- on hljóðaði upp á 16,4 milljarða dala, 1,08 billjónir króna, en jafnframt hafa bæði fyrirtækin boðist til þess að taka yfir skuldir Unocal sem hljóða upp á 1,6 milljarða dala, 105 milljarða króna. Unocal er níunda stærsta olíufélag Bandaríkjanna og hefur yfir að ráða mjög dýrmætum olíulindum í Taílandi, Indónesíu sem og í Mið-Asíu. Skýrir það áhuga Kínverj- anna þar sem þessi svæði eru tiltölulega nálægt Kína. Vekur ugg í Bandaríkjunum Tilboð Kínverjanna hefur vakið þónokkurn ugg meðal þeirra Bandaríkjamanna sem óttast aukinn mátt risans úr austri. Þannig hefur stjórn lýst því yfir að hún muni frek- ar styðja tilboð Chevron. Þetta þrátt fyrir að stjórn CNOOC hafi heitið því að engin olía verði flutt út frá Bandaríkjunum og að allir starfsmenn Unocal haldi störf- um sínum. Tilboð CNOOC er þriðja stærsta yfirtökutilboð sög- unnar og langstærsta yfirtökutilboð kínversks fyrirtækis samkvæmt FT. Kínverjar bjóða í bandarískt olíufélag Reuters Risinn í austri Stærsti borpallur CNOOC sem hefur gert yfirtökutilboð í Unocal. STÆRSTI álframleiðandi heims, bandaríska fyrirtækið Alcoa, hef- ur tilkynnt að fyrirtækið hyggist segja upp 5% af öllum starfs- mönnum sínum og loka verksmiðj- um eða sameina erksmiðjur til þess að ná niður kostnaði. Þetta þýðir að um 6.500 starfsmönnum fyrirtæksins verður sagt upp á næsta ári en Alcoa hefur þegar sagt upp 1.800 starfsmönnum á þessu ári. Í tilkynningu félagsins segir að áætlaður kostnaður vegna fyrri hluta endurskipulagn- ingar á rekstri fyrirtækisins og uppsagna sé 245–275 milljónir dala, jafngildi 16 til 18 milljarða íslenskra króna en það muni síðan skila sér í árlegum sparnaði upp á um liðlega tólf milljarða króna. Í frétt á vef Foodproduction kemur fram að Alcoa hyggist loka nokkrum verksmiðjum, þ.á m. ál- bræðslu í Hamborg í Þýskalandi vegna hás orkuverðs þar, verk- smiðju sem framleiðir bílahluta í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum og sé að íhuga að loka álbræðslu í Maryland-fylki. Reiknað er með að hagnaður af sölu Alcoa á bréfum félagsins í Elkem verði 219 milljónir dala eða liðlega 14 milljarðar króna en Al- coa seldi 46,5% hlut sinn í Elkem á öðrum fjórðungi ársins. „Sú endurskipulagning sem við höfum farið í á þessu ári ætti að skila okkar árlegum sparnaði upp á um 200 milljónir dala og gera okkar samkeppnisfærari á heims- vísu og betur í stakk búna til þess að þjóna viðskiptavinum okkar. Þótt það sé óþægilegt að fækka störfum munum við gera okkar besta til þess að lágmarka áhrif þess á starfsmenn okkar og þau samfélög þar sem við störfum,“ er haft eftir Alain Belda, stjórnarfor- manni Alcoa, í tilkynningu félags- ins. Miklar uppsagnir hjá Alcoa Daglegt málþing þjóðarinnar … á morgun Umræðan SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS), Varðberg, félag ungs áhuga- fólks um vestræna samvinnu og Am- erísk-íslenska verslunarráðið standa fyrir sameiginlegum fundi þar sem bandaríski sendiherrann, James Irv- in Gadsden, fjallar um farsælt sam- starf Íslands og Bandaríkjanna sem staðið hefur allar götur frá árinu 1941. Fundurinn verður haldinn á morg- un, þriðjudaginn 28. júní, kl. 17 í Skála á II. hæð Hótels Sögu. Sendi- herrann nefnir erindi sitt: Varnir og vinabönd – vaxandi samstarf Banda- ríkjanna og Íslands. Í fréttatilkynningu segir: Banda- ríkin voru fyrsta þjóðin í heiminum sem lýsti yfir fullum stuðningi við sjálfstæði íslenska lýðveldisins árið 1944. Allt frá þeim tíma hafa Banda- ríkjamenn verið nánustu bandamenn Íslands á sviði varnar- og öryggis- mála. Bandaríkin hafa verið traust- asta og öflugasta viðskiptaþjóð landsins í áratugi. Mennta- og menn- ingarsamskipti ríkjanna hafa frá fyrstu tíð verið mjög náin, enda hafa hundruð Íslendinga sótt framhalds- menntun til bandarískra háskóla. Varnarsamningur þjóðanna er elsti milliríkjasamningur sem Bandaríkin hafa við nokkra þjóð á þessu sviði, en hann var gerður 7. júlí 1941. Alþingi kom saman til aukafundar 9. júlí og samþykkti samninginn með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða. James Irvin Gadsden, sem er fæddur í Suður-Karólínu árið 1948, lauk BA-prófi í hagfræði frá Har- vard-háskóla 1970 og meistaraprófi í Austur-Asíufræðum frá Stanford- háskóla 1972. Hann hóf störf í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu 1972 og hefur sinnt störfum víða í heiminum. Gadsden var vara-aðstoðar utanríkisráðherra 1997–2001 og fór með málefni Evr- ópu. Hann hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá 2002 en lætur fljótlega af því starfi til að taka við nýju starfi fyrir utanríkisþjón- ustuna á heimavelli. Eiginkona James er Sally Freeman Gadsden og eiga þau tvo syni. Ræðir vinabönd Fyrirlestur um samstarf Bandaríkj- anna og Íslands Morgunblaðið/Ásdís James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.