Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 15 DAGLEGT LÍF | HEILSA ÞÓR HF | Reykjav ík: Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Akureyr i : Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is GÓÐAR VÉLAR Í GARÐINN OG SUMARBÚSTAÐINN Sláttuorf Garðslöngur Garðúðarar -Slöngutengi ZIP start Greinakurlarar Öflugir - ódýrir Bumbubaninn Heilsubót í garðinn Tilvalið í garðinn Lipurt og létt 25 cc mótor Sláttuorf Öflug vélorf í stærðum: 26,3cc, 33,3cc, 48,6cc Verð aðeins kr. 10.900- Heiða Björk Egilsdóttirþolfimikennari í Hreyf-ingu er búin að kennaþolfimi, öðru nafni eróbikk, í 8 ár. „Ég kenni þolfimi og líkamsrækt og það er ansi jöfn að- sókn í tímana hjá okkur yfir árstíð- irnar“ segir hún aðspurð um mæt- inguna á sólardögum. Það bætist meira að segja við nýtt fólk í blíðviðr- inu. „Fólk er að koma í tímana á morgnana og á kvöldin svo að veð- urfarið hefur ekki eins mikil áhrif og maður myndi ætla“ segir hún og bætir við að það hafi aukist til muna að fólk æfi í hádeginu, skreppi úr vinnunni og það sé mjög sniðugt. Í Hreyfingu er hægt að fara í alls kon- ar tíma og eru pallatímarnir svoköll- uðu afar vinsælir. Þar er hamast og svitnað og það er mikið fjör. Einnig er hægt að fara í hjólatíma og stunda líkamsrækt til að styrkja vöðvana. Heiða mælir með því að blanda þol- fimi og líkamsrækt saman, þar sem áherslurnar eru ekki þær sömu. Í lík- amsræktinni er lóðum lyft og styrkt- aræfingar gerðar fyrir til dæmis kviðinn en í þolfimitíma reynir tölu- vert á meira á úthaldið og þar er maður á hreyfingu allan tímann. En þarf Heiða alltaf að vera hress? Henni finnst alltaf jafn gaman að mæta og þarf að sjálfsögðu að vera orkumikil en segir að nemendurnir veiti henni innblástur. „Svo þegar ég byrja tímann kemst ég yfirleitt í gott skap“ segir Heiða og bætir við að það skipti líka máli að vera faglegur: „Það þýðir ekki bara að æpa og öskra og brosa, þú verður líka að geta leiðbeint fólki og sýnt þeim hvernig á að gera æfingarnar rétt“. Sumum hentar ekki til dæmis að vera í pallatímum þar sem þeir eru með slæm hné og þá er betra að fara í hjólatíma þar sem álagið er ekki eins mikið og hreyfingarnar eru mýkri. Hjólatímar henta fólki í alls konar formi. Heiða er búin að vera þolfimikenn- ari í Hreyfingu í nokkur ár og hreyfir sig mikið.“ Ég kenni svona 1-2 tíma á dag svo ég fæ mikla hreyfingu en sæki í útiveru meira um helgar, með því að hjóla og synda.“ Hún mælir hiklaust með því að stunda reglulega hreyfingu og bendir á að þeir sem þjáist af vöðvabólgu eða bakverkjum skáni yfirleitt mikið við að stunda einhvers konar líkamsrækt „Eitt er víst að allt er betra er hreyfingar- leysi“ segir Heiða Björk að lokum.  HEILSA | Heiða Björk hreyfir sig daglega Allt betra en hreyfingarleysi Morgunblaðið/Sverrir Heiða Björk Egilsdóttir segir pallaleikfimi mjög góða hreyfingu en ekki henta öllum, hins vegar bendir hún á að hjólatímar eru flestum færir. SAMBANDIÐ á milli neyslu rauðs kjöts og krabbameins í þörmum hef- ur verið staðfest í nýrri evrópskri rannsókn, að því er m.a. kemur fram á vef Svenska Dagbladet. Rann- sóknin tók til hálfrar milljónar Evr- ópubúa og stóð yfir í áratug. Hættan á þarmakrabbameini jókst um meira en þriðjung meðal þeirra sem neyttu minnst tveggja 80 g skammta af rauðu kjöti eða unnum kjötafurðum á dag, miðað við þá sem borðuðu minna, að því er fram kem- ur í grein sem birtist í breska vís- indaritinu Journal of the National Cancer Institute. Nautakjöt flokkast sem rautt kjöt en kjúklingakjöt sem hvítt. Sheila Bingham fór fyrir vísinda- mönnunum og að hennar sögn hefur lengi verið skoðað sambandið á milli mikillar neyslu á rauðu kjöti og þarmakrabbameins. Þessi rannsókn er ein sú stærsta hingað til og sú fyrsta í Evrópu sem sýnir fram á sterkt orsakasamband. Að sögn Bingham er líkleg skýring sú að rautt kjöt inniheldur mikið af hemó- glóbíni og myoglóbíni en það eru efni sem hvetja til myndunar nitrosam- ína í þörmunum. Á meðan á rann- sókninni stóð fengu 1.330 þátttak- endur þarmakrabbamein. Á meðal þeirra sem oft borðuðu rautt kjöt eða unnar kjötvörur var tíðnin 17 af hverjum 10.000 en meðal þeirra sem sjaldan borðuðu slíkt var tíðnin 12 af hverjum 10.000. Evrópubúar borða að meðaltali 95 g af rauðu kjöti eða unnum kjötvörum á dag. Þeir sem borða pylsu í morgunmat, skinku- brauð í hádegismat og nautasteik í kvöldmat neyta að meðaltali 205 g af kjöti á dag. Vísindamenn segja rannsóknina sanna að hægt sé að minnka líkur á þarmakrabbameini með því að borða mikið af trefjum en minnka neyslu á kjöti og unnum kjötafurðum.  RANNSÓKN Rautt kjöt og þarmakrabbamein Hvað gera þolfimi og líkamsrækt fyrir líkamann?  Auka þol  Brenna fitu  Styrkja vöðvana  Auka vöðvamassa  Styrkja bak og kvið sem stuðlar að bættri heilsu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.