Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE TILBOÐ Amerískar lúxus heilsudýnur TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 72.000.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is „Í VINNUVERNDARLÖGUM segir að allt starfsfólk skuli vinna í hreinu lofti og starfsfólk á veitinga- húsum og skemmtistöðum, þar sem er reykt, vinnur að sjálfsögðu ekki í hreinu lofti,“ segir Erna Hauks- dóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. En veitinga- menn innan Samtaka ferðaþjónust- unnar lögðu til við heilbrigðis- ráðherra í apríl síðastliðnum að sett yrði reykingabann á alla veitinga-, og skemmtistaði auk kaffihúsa frá og með 1. júlí 2007. „Flestallir betri matsölustaðir í landinu eru orðnir reyklausir en aftur á móti hefur fólk getað farið á barinn eða í einhver útskot til að reykja. Í löndum þar sem reyk- ingar hafa verið bannaðar er það ekki leyft en í staðinn eru komin mörg útiveitingahús. En svo getur auðvitað hver og einn veit- ingamaður sett reykingabann á sín- um stað, nú þegar er komið talsvert af veitingahúsum sem eru alveg reyklaus hérlendis.“ Erna segir að reykingabann ætti ekki að hafa mikil áhrif á viðskiptin hjá veit- ingamönnum og vísar þar til Nor- egs þar sem m.a. má ekki reykja á veitingahúsum. „Ég er ný búin að tala við Norska hótel- og veitinga- sambandið og þar eru það aðallega krár sem selja aðeins drykki sem hafa misst svolítið út veltunni en svo eru aðrir staðir sem veltan hef- ur aukist hjá.“ Erna telur að reyk- ingabann muni örugglega leiða til þess að fólk minnki reykingar, sér- staklega þegar það er orðið svona mikið vesen að komast í það að reykja. Tengsl milli reykjar- magns og óþæginda Jakobína H. Árnadóttir er verk- efnisstjóri tóbaksvarna hjá Lýð- heilsustöðinni, hún segir rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum óbeinna reykinga sýna að fólk sem vinni í reykmettuðu umhverfi sé í aukinn hættu að fá ýmsa kvilla svo sem vandamál í öndunarfærum. Einnig hafa rannsóknir sýnt að það er í allt að 50% meiri hættu á að fá lungnakrabbamein. „Það er lang- mesta áreitið af reyk á börum og kaffihúsum, frekar en á veit- ingastöðum. En tengsl eru á milli magns reykjar og magns óþæginda í öndunarfærum.“ Nýleg rannsókn sem gerð var í Nýja-Sjálandi sýndi fram á að þar í landi væri hægt að fækka dauðs- föllum um allt að 300 á ári ef óbein- ar reykingar væru takmarkaðar. „Svíar, Finnar og Eistar gerðu sameiginlega rannsókn og þar kom- ust þeir að því að það væru tengsl milli óbeinna reykinga og margra einkenna eins og langvinns hósta, blísturs í öndunarfærum, óeðlilegr- ar slímmyndunar og mæði. Einnig komust þeir að því að óbeinar reyk- ingar í vinnu eru hættulegri en óbeinar reykingar á heimili. Ástæða þessa er sennilega sú að á börum reykja margir í einu rými og tillits- semin er líklega minni þar en á heimilum,“ segir Jakobína. Það er rétt rúmlega ár síðan reykingarbann var sett á í Noregi og hefur verið sýnt fram á bætta heilsu starfsmanna eftir að laga- setningin tók gildi. Höfuðverkir og þurrkur í hálsi minnkuðu en einnig fann fólk minna fyrir vandamálum í öndunarfærum. „Tilgangurinn með lagasetningunni var að vernda starfsfólkið og sýna niðurstöður frá þeim löndum, sem þegar hafa sett slík lög, og sá tilgangur hefur náðst.“ Eini staðurinn sem ætti að leyfa reykingar er þar sem reglur um friðhelgi einkalífsins gilda. Hjartavernd sendi nýverið frá sér tilkynningu þar sem lýst er yfir stuðningi við tillögu sem lögð var fram á síðasta Alþingi um reykleysi á börum og veitingastöðum á Ís- landi. Hjartavernd lýsir einnig yfir áhyggjum sínum á því að Ísland sé að dragast aftur úr ýmsum öðrum Evrópulöndum í þessum málum og bendir á að reykingar séu ennþá eitt stærsta heilbrigðisvandamál hér á landi.  NOREGUR | Gestir mega ekki reykja á veitingahúsum og börum Heilsa starfsfólks batnaði til muna Fyrir rúmlega ári var reykingabann sett á í Noregi og hefur þar verið sýnt fram á bætta heilsu starfs- manna á börum og kaffihúsum eftir að lagasetn- ingin tók gildi. Ingveldur Geirsdóttir komst að því að hjá starfsfólkinu dró úr höfuðverkjum og þurrki í hálsi og einnig fann fólk minna fyrir vandamálum í öndunarfærum. Morgunblaðið/Árni Torfason Starfsfólk á börum og kaffihúsum verður fyrir mesta áreitinu af sígar- ettureyk frá öðrum og er í hættu á að fá ýmsa kvilla af völdum þess. Morgunblaðið/Jim Smart ingveldur@mbl.is Í ljós komu tengsl milli óbeinna reykinga og einkenna eins og langvinns hósta og óeðlilegrar slímmyndunar og mæði. ÞEIR sem hafa búið erlendis í lengri eða skemmri tíma kannast við þá óboðnu gesti sem moskítóflugurnar eru á sumrin. Þær koma í hópum og ráðast á allt það sem í rennur blóð. Á heilsuvef The New York Times segir frá því að moskítóflugur geri manna- mun þegar kemur að því að bíta fólk. Aðeins þær mosk- ítóflugur sem eru kvenkyns eru bitvargar og þær laðast að líkamshita og efnum í svita, svo sem mjólkursýru. Rann- sóknarfólk í Englandi fann ný- lega út að þeir sem eru ónæm- ir fyrir biti móskítóflugna framleiða heilmikið af efna- samböndum sem annaðhvort varna því að moskítóflugur bíti þá eða hreinlega fæla þær í burtu. Hvers vegna sumir hafa þessa meðfæddu vörn í sér er ekki vitað. Engin vísindaleg sönnun hefur enn fengist fyrir því að gott sé fyrir þá sem skortir þessa meðfæddu vörn að borða hvítlauk, banana eða aðra fæðu til að bægja frá sér skaðvöldum eins og moskító- flugum. Ýmislegt má þó gera í baráttunni við flugur þessar, til dæmis getur gagnast að forðast að nota ilmvötn og einnig hefur úði með sérstöku varnarefni dugað nokkuð vel.  STUNGUR Moskító- flugur vilja bara bíta sumt fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.