Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 17 DAGLEGT LÍF | HEILSA inniheldur plöntustanólester sem lækkar kólesteról Rannsóknir sýna að dagleg neysla Benecols stuðlar að lækkun kólesteróls um allt að 15%. nýjung ÞEKKING á áhættuþáttum og einkennum vímuefnaneyslu getur komið sér vel, í tilfellum þar sem um neyslu vímuefna er að ræða eða hætta er á slíku. Einnig til að koma í veg fyrir misskilning, óþarft vantraust og grunsemdir vegna atvika eða hegðunar sem ekkert hefur með neyslu vímuefna að gera. Breytt hegðun og nýir vinir geta verið merki um slíka hættu. Þekk- ing getur því hugsanlega komið í veg fyrir alvarlega þróun vímu- efnaneyslu unglings eða erfiðleika í samskiptum. Mikilvægt er að þekkja þau efni sem fyrst eru not- uð – kynningarefnin – en það eru oftast hass og sniffefni, sem fylgja á eftir áfengi og tóbaki. Þá hefur neysla á alsælu og amfetamíni færst í aukana á síðustu árum. Eft- irfarandi er því vert að hafa í huga og fylgjast með:  Það sem unglingurinn segir vera „ekkert eða mold í eld- spýtustokk, getur verið hass. Hass er oft geymt í plastfilmu og í eldspýtustokkum eða filmu- boxum.  Ónotaðir sígarettufílterar, gos- flöskur, álpappír og pípur eru tól sem hægt er að nota við hassreykingar.  Fylgist með notkun á lími, stórum tússpennum og öðru sem hægt er að sniffa.  Litlir pappírsbútar (líkjast frí- merkjum) eða töflur með broskörlum eða öðrum flott- um,„cool“ myndum á, geta gefið til kynna alvarlega þróun vímu- efnaneyslu.  Mislitir fingur (afleiðing af að blanda í hasspípu) eða sárar rauðar hendur (eftir snertingu við sniffefni) geta verið einkenni á vímuefnaneyslu.  Rauð augu, stórir augasteinar (eða litlir), þreyta, sljóleiki, sól- arhringnum snúið við, minni áhugi á fyrri áhugamálum, skróp í skóla, pirringur, breytt matarlyst, aukinn áhugi á sæ- tindum eða óeðlilega mikil þörf fyrir vatn – geta gefið til kynna vímuefnaneyslu.  Vert er að fylgjast með breyttri skapgerð (þunglyndi) og hegðan (t.d. fliss og fíflalæti) – en sú hegðun getur einnig verið venjuleg hegðun unglings í þroskaferlinum.  Hasslykt og önnur torkennileg lykt, t.d. af límefnum, krefjast skjótra viðbragða fullorðinna. Vert er að hafa í huga að ung- lingar ganga í gegnum breyt- ingaskeið sem oftar en ekki fylgir breyttur lífsstíll sem hluti af þroskaferli ungs fólks. Ofangreint er einungis til viðmiðunar en vert er að hafa vakandi auga með þró- uninni og leita sér frekari aðstoðar eða upplýsinga ef þörf þykir. Vonandi á ekkert af þessu við um þinn ungling – en ef þú telur hann í hættu og þarfnast aðstoðar þá er hægt að leita hennar nokkuð víða. Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar má finna ítarlegri upplýsingar og lista yfir aðila sem veita upplýs- ingar um meðferðarúrræði.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Er unglingurinn að neyta vímuefna? Morgunblaðið/Ásdís Sljóleiki, pirringur, breytt matarlyst, þreyta, aukinn áhugi á sætind- um og óeðlileg þörf fyrir vatn eru dæmi um einkenni sem geta gefið til kynna vímuefnaneyslu unglingsins á heimilinu. Rafn M. Jónsson verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna á Lýð- heilsustöð. TVISVAR sinnum fleiri konur en karlar eiga við svefnleysi að stríða, að því er m.a. kemur fram á vef Evening Standard. Rannsókn sem gerð var í Taílandi á 40 þúsund manns, 15 ára og eldri, leiddi í ljós að svefnleysi var algengast meðal eldra fólks, fráskilins, lítið mennt- aðs, heilsulauss og tekjulágs. Dr. Ying-Yeh Chen segir að streita sé áberandi á meðal einstæðra foreldra og einnig komi í ljós að kynjamis- rétti á vinnustöðum og ábyrgð á börnum hafi áhrif. Vel menntaðar konur eiga auðveldara með svefn en karlar í sömu stöðu. En konur með litla menntun voru líklegri til að finna fyrir streitu og þar með svefn- leysi, sérstaklega ef um einstæðar mæður með lítið félagslegt net var að ræða. Hið gagnstæða á við karla þar sem þeir vel menntuðu eiga erf- itt með svefn en þeir sem hafa stysta skólagöngu svífa hratt inn í draumalandið. Vísindamennirnir segja eina ástæðuna mismunandi þrýsting vegna fjölskyldu og starfsframa sem kynin verða fyrir. Vel mennt- aðir karlar missi e.t.v. svefn vegna þess að þeir eru undir þrýstingi um að fá valdamikil störf en vel menntaðar konur, t.d. í Bretlandi, þurfa e.t.v. að velja á milli fjölskyldulífs og frama. Vísindamennirnir benda á að hreyfing virki gegn svefnleysi og kalla einnig á breytingar á fé- lagslegum aðstæðum, t.d. aukinni aðstoð við barnaumönnun og dag- vistun. Konur eiga erfiðara með svefn en karlar Vel menntaðar konur eiga auðveldara með svefn en karlar í sömu stöðu.  RANNSÓKN Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.