Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG VAR að flýta mér, vegurinn góður og ég að eigin áliti góður bíl- stjóri. Hvers vegna ekki að aka aðeins yfir hundrað? Sparaði máske mínútu eða tvær. Allt í einu blikkandi blá ljós. Helv. Blönduóslöggan komin. „Þú ókst nú full hratt, vinur minn,“ sagði góður kunningi og félagi frá bernsku. Og það var enginn miskunn, ég skrif- aður niður og sá fram á að fá gluggaumslag bráðum með sekt- arboði. Þeir peningar hefðu nú betur farið í annað. Stuttu síðar ók ég á tæplega hundrað. Í baksýnisspegli sé ég að bíll nálgast með ógn- arhraða og var farinn framúr á örskotsstund. Ég jók hraðann, mæl- irinn steig en bíllinn hvarf. Hvar er nú Blönduóslöggan, hugs- aði ég. Það mætti nú sekta þennan. Ég vonaði að brátt sæi ég blátt blikk- andi ljós og þessi ökumaður kominn inn í lögreglubílinn til skýrslutöku. Smá hefnd fyrir sektina, sem ég þurfti að borga. Hvers vegna þurfti ég að verða af með fé, þegar aðrir sleppa? Ég sofnaði úrillur. Hvers vegna sleppa sumir en aðrir teknir og látnir borga fyrir minni yfirsjónir? Hvar er réttlætið? Í morgunsárið heyri ég fréttir í svefnrofunum. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í nótt. Tveir menn létust, tveir á gjörgæslu. Lög- regla rannsakar orsök slyssins. Mér varð hugsað til bílsins, sem í gærkvöld ók fram úr mér. Var þetta máske sá bíll? Var það ég sem var sá heppni? Lægi ég nú máske örkumlaður ein- hvers staðar, ef ég hefði alltaf fengið að aka eins hratt og mér sýndist? Hann hefði verið heppnari þessi öku- maður, sem nú lá á gjörgæslu, eða var látinn, ef löggan hefði náð honum og hann verið sviptur ökuleyfi á staðnum. Síminn hringir, hver hringir svo snemma á hátíðisdegi? Ég fæ hjart- slátt. Var þetta einhver mér nákom- inn, sem þarna lenti í slysi? Hvar voru börnin, hvar voru vin- irnir? En í þetta sinn var ég heppinn. Það voru ein- hverjir aðrir en ég sem fengu svo hræðilega upp- hringingu. Glannaakstur, sem endar úti í móa, bindur enda á líf eða gjör- breytir lífi á svipstundu. Ein hringing breytir lífi margra annarra og setur það úr skorðum til langs tíma. Sorgin er ómæld. Hvers vegna sleppa sum- ir, en aðrir lenda í slys- um? Hvers vegna eru sumir heppnari en aðrir? Það eru fleiri en ég sem bölva stundum Blönduóslöggunni. Hún er umtöluð um allt land fyrir skelegga framgöngu við að halda niðri hraða. En er hún ekki að gera góðverk? Hvað hefur hún bjargað mörgum mannslífum? Því verður aldrei svarað. Blönduóslöggan tekur þó engan, sem ekki ekur vel yfir hundrað og sá sem er tekinn á 105 km hraða eða meira mun örugglega oft hafa farið yf- ir 110 og jafnvel miklu hraðar. Hvað spörum við á þessum hraða? Örfáar mínútur sem oft þarf að nota til þess að ná sér niður eftir meira stress í ökuferðinni. Og hvað sparast miðað við hvaða breytingar verða á lífi þeirra og fjölmargra annarra, sem vegna augnabliks óaðgæslu lenda á ofsa- hraða úti í móa? Eftir slíkt munu margir hugsa. Margir hefðu verið heppnari ef Blönduóslöggan hefði náð þeim. Þeir eru líklega vinir í raun. Blönduóslöggan Magnús Ólafsson fjallar um umferðarslys ’Hún er umtöluð umallt land fyrir skelegga framgöngu við að halda niðri hraða. En er hún ekki að gera góðverk?‘ Magnús Ólafsson Höfundur er sölumaður. MENNTAMÁLARÁÐHERRA óskaði eftir því við Ríkisendurskoðun 12. febrúar 2004 að gerð yrði stjórn- sýslu- og fjárhagsúttekt á Háskóla Ís- lands. Tilefnið var mikil uppbygging háskólastarfsemi í landinu og var Rík- isendurskoðun falið að kanna meðferð og nýtingu ríkisfjár og hvort hagkvæmni og skilvirkni væri gætt í rekstri Háskóla Ís- lands. Skýrsla Ríkisend- urskoðunar kom út í apríl 2005 og var helsta niðurstaða úttekt- arinnar eftirfarandi: „Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sam- bærilega evrópska há- skóla og árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Ljóst er hins vegar að mögu- leikar hans til að þróast sem öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli hljóta að ráðast verulega af því hvaða stefna í uppbyggingu og stjórnun verður val- in á komandi árum.“ Í skýrslunni kemur fram að stjórn- endur Háskólans hafa gætt þess á liðnum árum að haga rekstri skólans í samræmi við fjárveitingar og aðrar tekjur og hefur verið gripið til ýmissa aðhaldsaðgerða. Hlutfall annarra tekna en ríkisframlaga er tiltölulega hátt hjá Háskóla Íslands í samanburði við erlenda háskóla sem gerður var samanburður við. Fjárhagsvandi Há- skóla Íslands er því ekki fólginn í stöðugum hallarekstri og skuldasöfn- un heldur er skólanum óhægt um vik að mæta auknum kostnaði vegna fleiri nemenda, nýrra námsbrauta og dýr- ari starfsmanna án þess að það komi niður á gæðum kennslu og rannsókna. Mynd 1 sýnir tekjur á skráðan nemanda í Háskóla Íslands og 8 evr- ópskum háskólum. Um er að ræða heildartekjur, bæði fjárveitingu og sértekjur. Í Háskóla Íslands eru tekj- urnar 710.000 kr., þær eru hæstar í Háskólanum í Tromsö rúmar tvær milljónir króna en um 1200.000 kr. að meðaltali í hinum skólunum. Mynd 2 sýnir fjölda skráðra nemenda á starfsmann. Í Háskóla Íslands og Háskólanum í Álaborg eru þeir flestir 7,6 en fæstir eru þeir í Háskólanum í Tromsö 3,5. Í hinum skólunum eru að meðaltali 5,6 skráðir nemendur á starfsmann. Kostnaður við hvert ársverk er lágur í Háskóla Íslands og hlutfall starfsfólks við stjórnsýslu, tæknistörf og aðra þjón- ustu er tiltölulega lágt í samanburði við aðra skóla. Í vefriti fjármálaráðuneytisins 9. júní síðastliðinn er vikið að stjórn- sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Vart verður sagt að þar sé málefnalega fjallað um nið- urstöður skýrslunnar heldur gripið til sérkennilegra vinnubragða til að rök- styðja að þrátt fyrir allt búi Háskólinn ekki við fjárskort. Í vefritinu er bent á að í stórum dráttum hafi rekstur Háskólans verið í jafnvægi á undanförnum árum. Af þessu megi draga þá ályktun að Há- skóli Íslands hafi ekki búið við fjár- svelti. Þá er bent á að frá árinu 1998 til 2004 hafi fjárveitingar til skólans hækkað um 65% en verðlag hafi hækkað um 28%. Um svona röksemdafærslu væri hægt að hafa mörg orð. Að álykta að þar sem Háskólanum hafi tekist að halda sér innan fjárhagsramma búi hann ekki við fjárskort er mjög und- arlegt. Hefur ríkisstofnun næga fjár- muni ef henni tekst að halda sig nokk- urn veginn innan fjárhagsramma? Það er rétt að fjárveitingar til Há- skóla Íslands hafa hækkað um 29% að raungildi frá 1998 til 2005. Á sama tíma hefur virkum nemendum fjölgað um 47% og laun kennara hafa verið leiðrétt og hækkað meira en laun ann- arra ríkisstarfsmanna. Staðreyndin er sú að gengið hefur verið mjög nærri öllu starfi Háskól- ans á undanförnum árum til að halda honum innan ramma fjárlaga. Má þar nefna að stærri hluti kennslu er í höndum stundakennara en áður. Val- námskeiðum hefur verið fækkað, hóp- ar eru stærri og færri kennslustundir eru í hluta námskeiða en áður. Þá hef- ur skort fjármuni til að endurnýja tækjakost til kennslu og rannsókna. Samanburður Félags háskólakenn- ara við önnur aðildarfélög BHM sýnir að kjör akademískra starfsmanna við HÍ hafa dregist aftur úr öðrum aðild- arfélögum BHM á síðustu árum. Gríðarlegt vinnuálag er á flestum starfsmönnum skólans þar sem ekki hefur verið unnt að fjölga föstum kennurum í takt við fjölgun nemenda og staðfestir úttekt Ríkisendurskoð- unar þetta. Nemendur fá góða mennt- un og rannsóknir eru stundaðar af krafti við skólann. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sýnir ótvírætt að starf Háskóla Íslands gefur íslensku þjóðfélagi mikið fyrir lítið. Það eru því kuldaleg skilaboð sem verið er að senda Háskólanum með skrifum í vefriti fjármálaráðuneyt- isins. Því er vart trúað að vefrit fjár- málaráðuneytisins lýsi viðhorfum stjórnvalda til Háskóla Íslands. Það hlýtur að vera metnaður stjórnvalda að búa vel að helstu menntastofnun landsins. Við Háskóla Íslands er nú unnið að því hvernig nýta má skýrslu Ríkisendurskoðunar til að bæta starfsemi skólans enn frekar því í skýrslunni eru ýmsar ábendingar sem skólinn mun fara eftir. Á sama hátt hljóta stjórnvöld að taka alvar- lega ábendingar og tillögur sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoð- unar og til þeirra er beint um eflingu Háskóla Íslands. Kuldaleg skilaboð Ingjaldur Hannibalsson fjallar um skýrslu Ríkisendur- skoðunar um Háskóla Íslands ’Staðreyndin er sú aðgengið hefur verið mjög nærri öllu starfi Háskól- ans á undanförnum ár- um til að halda honum innan ramma fjárlaga.‘ Ingjaldur Hannibalsson Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og formaður fjármálanefndar háskólaráðs. Mynd 1: Tekjur á skráðan nemanda 0 500 1000 1500 2000 2500 Jo en su u Ti lb ur g Lu nd ur A be rd ee n U pp sa lir Þ ú s u n d ir k ró n a Mynd 2: Skráðir nemendur á starfsmann 0 1 2 3 4 5 6 7 8 Ti lb ur g Lu nd ur Jo en su u Up ps al ir Ab er de en GOTT velferðarkerfi er ein af for- sendum blómstrandi þjóðlífs. Þar sem velferðarkerfið er best, á Norð- urlöndum, hefur verkalýðshreyfingin verið sterkust. Sterk hreyfing laun- þega og kjarasamningar hennar við atvinnurekendur eru hornsteinar á íslenskum vinnumarkaði. Víðtækt samstarf um uppbyggingu og framþróun atvinnulífsins hefur átt sér stað milli aðila vinnumarkaðarins og í samræðum þeirra við ríkisvaldið. Þannig skapast sátt um framþróun og velferð. Var það þetta sem Hall- dór Ásgrímsson átti við í þjóðhátíð- arræðu sinni 17. júní? Ekki gat ég skilið það svo. Mér varð frekar ómótt að heyra ráðherrann tala um sam- félagslega ábyrgð fyrirtækja, „að nýta hagnað til að byggja upp“… „að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar.“ Eiga fyrirtæki að meta hvar skórinn kreppir? Á listin, menningin og vel- ferðin að vera háð mati og velvilja auðmagnsins? Eiga bankarnir að ákveða það hvort og hvaða menning skuli ríkja, eða eins og bankaráðs- formaðurinn orðaði það við opnun Klink og Bank, „… þið fáið styrk núna og … ef þið standið ykkur … þá kannski verður fram- hald …“ Á Baugur Group eða Actavis Group, Landsbankinn eða VÍS að ákveða hvað okkur er fyrir bestu í velferð- armálum? Er forsætis- ráðherrann að leggja það til, að við hin eigum að vera uppá samúð fyrir- tækjanna komin í „mik- ilvægum málum á sviði menningar og velferðar“? Hver á að meta hvað og hvernig? Samúðin er yfirstétt- arfyrirbæri. Verkalýðs- hreyfingin lætur sér ekki nægja samúð með lít- ilmagnanum, hún stendur með honum, finnur til samkenndar. Frelsi – jafnrétti bræðralag, er okkar pólitík. Þessi þrjú orð saman mynda hinn siðferðilega grunn í hugsjónum íslenskrar og alþjóðlegrar verkalýðs- hreyfingar og jafnaðarmanna á öllum sviðum mannlífsins. Hugmyndir Halldórs Ásgrímssonar eru fráleitar, vondar og ólýðræðislegar í því sam- hengi. Hugtökin jafnrétti og jöfnuður tjá viljann til að skipta upp á nýtt, jafna hlutdeildina. Jafnréttið er for- senda frelsisins, einnig frelsisins til að tjá sig á vettvangi menningar og lista, óháð velvilja eða samúð auð- magnsins. Enginn getur verið frjáls sem er órétti beittur og enginn er heldur frjáls meðan aðrir eru órétti beittir. Skorturinn á frelsi og þráin eftir frelsi var drifkraftur verkalýðs- hreyfingarinnar í árdaga. En það var ekki frelsi einstaklingsins til að gæta eigin hagsmuna heldur það frelsi sem aðeins verður sótt og notið með öðr- um. Það frelsi sem fylgir því að allir geti valið sér leiðir í lífinu án þess að vera hindraðir af félagslegri stöðu, uppruna, efnahag eða kynferði eða þurfa að vera uppá samúð kominn. Þetta er spurning um mannréttindi en ekki samúð. Velferðarkerfið í heild sinni er mik- ilvægasti árangur hinnar pólitísku hagsmunabaráttu launafólks. Þetta kerfi þarf að vernda og styrkja með sam- félagslegu átaki til þess að tryggja ný- sköpun á sviði at- vinnu- og þjóðlífs, menningar og lista. Við viljum samfélag þar sem allir njóta góðra lífskjara og lífsskilyrða. Hug- myndafræðileg endurnýjun í ís- lenskri pólitík er löngu tímabær. Hugmyndir forsætisráðherra eru úr- eltar og afturhaldssamar. Það þarf nýjar áherslur þar sem leikreglur og jafnræði koma í stað geðþótta- ákvarðana stjórnvalda eða fyrir- tækja eins og forsætisráðherra virð- ist boða, ef marka má ræðu hans 17. júní. Það þarf pólitík sem þjónar hagsmunum fólksins, fyrst og fremst, því málið snýst um samfélag manna eins og orðið „sam-félag“ vís- ar til. Þar eiga fyrirtækin ekki að hafa úrslitaáhrif á gang mála. Ekki þarf að fjölyrða hér um mikilvægi öflugra fyrirtækja fyrir land og lýð. Að þau séu aflögufær til samfélags- ins er af hinu góða, en það er sam- félagsins að ákveða með hvaða hætti farið sé með þá skattalegu framlegð. Um það ætti ærleg þjóðhátíðarræða að fjalla. Ætlar forsætisráðherrann að framselja velferðina? Skúli Thoroddsen fjallar um ræðu forsætisráðherra og velferðarsamfélagið ’Hugmyndirforsætisráð- herra eru úrelt- ar og aftur- haldssamar.‘ Skúli Thoroddsen Höfundur starfar sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.