Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 19 UMRÆÐAN www.toyota.is Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. Opið í dag frá kl. 10.00 til 18.00. BETRI NOTAÐIR BÍLAR af sérvöldum bílum Þrjúhundruð og fimmtíu þúsund króna afsláttur ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/ SI A .I S T O Y 28 72 0 0 6/ 20 05 ÉG ER í hópi þeirra, sem geta ekki sætt sig við, að eyjarnar á Kollafirði verði eyðilagðar með byggð og brúagerð eða annarri landtengingu eins og hugmyndir borgarstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna gera ráð fyrir. Þessar eyjar búa yfir mikilli fegurð, geyma sérstætt bú- setu- og menningar- landslag, eiga afar merka sögu. Þess vegna þarf að varð- veita þær eins vel og hægt er. Mér finnst sjálfstæðismenn ekki hugsa hátt með fram- tíðarsýn sinni um þetta svæði. Ég vil sjá flokksbræður mína sýna metnað sinn í því að hefja það til þess vegs sem því ber. Þarna er um að ræða fágætt útivistarsvæði, sem við hljótum öll að þakka fyrir að eiga, en það nýtist að sjálf- sögðu ekki nema það sé gert að- gengilegt. Til þess þarf góða lend- ingaraðstöðu í eyjunum og reglulegar bátsferðir. Ég mun síðar reifa hugmyndir mínar um Viðey. Þerney gegnir, a.m.k. um sinn, ágætu hlutverki sem hvíldarstaður búpenings hús- dýragarðsins. Ég sé Akurey og Lundey nýtast vel til náttúruskoð- unar, en Engey legg ég til, að verði gerð að golfvelli. Engey er um 40 hektarar að stærð og rúmar því 18 holu golf- völl. Fáir munu efast um gildi golfíþróttarinnar sem hollrar tóm- stundaiðkunar, enda vaxa vin- sældir hennar með degi hverjum. Mér er tjáð, að yfir 500 manns séu á biðlista hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, þar sem nú eru uppi hugmyndir um stofnun nýs klúbbs. Hann fengi verðugt verkefni í Engey, vilji borgaryf- irvöld gera eyna aðgengilega með góðri lendingaraðstöðu og öðru sem til þarf. Ég hef rætt þessa hugmynd mína við nokkra menn úr hópi þeirra sem best þekkja til gerðar og notkunar golfvalla, einnig við nátt- úruverndarsinna. Þeir hafa flestir hrif- ist af hugmyndinni og telja þarna góða möguleika, sem vel séu þess virði að skoða þá af alvöru. Í Engey eru miklar minjar. Á bæjar- hólnum eru grunnar gömlu húsanna, sem þar stóðu fram yfir miðja 20. öld. Þar sér einnig fyrir litlum kirkjugarði og grunni kirkju, sem stóð þar frá 1379 til 1765. Við lendinguna sér fyrir naustum. Vestast á eynni er viti, en milli hans og bæjarhólsins eru merkar stríðsminjar, því það- an skyldi Reykjavíkurhöfn varin í seinni heimsstyrjöldinni. Þarna má enn sjá leifar neðanjarð- arbyrgja, bæði stjórnstöðvar og skotfærageymslu. Ekkert af þessu þarf að hverfa, þótt eyjan verði gerð að golfvelli. Hugs- anlega þarf að gera einhverja landfyllingu til að byggja upp góða lendingu, sem yrði örugg í vetrarveðrum. Ég sé fyrir mér fallegan golfskála rísa á bæj- arhólnum, eftir að þar hefur farið fram fornleifarannsókn. Ég teldi einnig afar skemmtilegt að lag- færa kirkjugarðinn og byggja litla torfkirkju í stíl við þá, sem var þar um aldir. Hún gæti verið skjól þeim, sem vildu rækta bæði líkama og sál í fögru, kyrrlátu umhverfi, en væri ekki síður verð- ug minning þess merka fólks, sem þarna bjó og átti þar margt sinn hinsta hvílustað. Að því veit ég, að margir vildu styðja. Með þessu móti yrði Engey einhver sérstæð- asti golfvöllur, sem um getur, og myndi jafnvel laða til sín fólk frá öðrum löndum. Mér þætti vænt um að fá við- brögð golfáhugamanna við þessari hugmynd. Telji þeir hana raun- hæfa, heiti ég á þá að fylgja henni eftir við borgaryfirvöld. Sjálfur skora ég á borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna að venda sínu kvæði í kross, hverfa frá þeim hugmyndum, sem eyðileggja hina fögru náttúru á þessum slóðum, en hefja til vegs það sem varð- veitir náttúruna, geymir söguna og eflir heilbrigða sál í hraustum líkama. Golfvöllur í Engey Þórir Stephensen skrifar um skipulagsmál ’Með þessu móti yrðiEngey einhver sérstæð- asti golfvöllur, sem um getur, og myndi jafnvel laða til sín fólk frá öðr- um löndum.‘ Þórir Stephensen Höfundur er fyrrv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey. FYRIR þremur áratugum eða svo var upplýst, að mestu útflutnings- verðmæti á Íslandi, miðað við höfða- tölu, væru frá sveitarfélaginu Stöðv- arfirði. Þar sóttu dugmiklir einka- framtaksmenn sjóinn af kappi og byggðu upp nýtízku fiskverkun í landi: Þeir höfðu þá enda fullt frelsi til að sækja aflaföng í sína eigin auðlind. Fljótlega eftir að ís- lenzka ráðstjórnin lagði hald á sjávarauð- lindina tók að halla undan fæti á Stöðv- arfirði eins og svo víða á landsbyggðinni. Þó kastaði tólfunum, þeg- ar yfirvöldum þókn- aðist að leiða í lög frjálst framsal á gjafa- kvótanum. Þá fóru lénsherrarnir eins og logi yfir akur um út- gerðarplássin og keyptu upp veiðiheim- ildir; undir því yfirskini oft á tíðum, að kvótinn myndi áfram nýtast út- gerðarstaðnum. En svik reyndust í því tafli. Þegar til kom skiptu hagsmunir byggð- arlagsins engu máli. Og sægreifinn sigldi sína leið með atvinnu heima- manna og afkomu. Slík eru nú örlög Stöðvarfjarðar. En útgerðarrisinn frá Akureyri býður þeim bætur: Tuttugu milljónir króna – andvirði þriggja herbergja íbúðar á Reykjavíkursvæðinu. Sjálf- ur fékk hann á sínum tíma auka- gjafakvóta – svokallaðan skipstjóra- kvóta – að verðmæti sem svarar til 220 – tvöhundruðogtuttugu – þriggja herbergja íbúða í höfuðborginni. Lénsherrarnir hafa illa skornar neglur í þessum málum öllum svo ekki sé meira sagt. Á hitt ber auðvitað að líta að ekki má ofgera gjaldgetu þeirra. Það er ekkert smáræði, sem foringjar kvótaflokk- anna rukka þá um í kosningasjóði sína. Aðalritari ráðstjórn- arinnar ræddi um tvo hópa manna í ræðu sinni á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn: Hina bjartsýnu og svo úrtölumennina. Hinn orðhagi bögubósi spurði: „Hvor hópurinn er nú líklegri til að láta okkur líða betur, fyllast bjartsýni og vilja sækja fram?“ Honum líður áreið- anlega miklu betur í hópi útgerð- araðalsins en meðal Stöðfirðinga og annarra úrtölumanna, sem „sjá myrkrið í deginum“! En verklag ráðstjórnar verður al- menningi æ betur ljóst og skuldadag- ar nálgast óðfluga. Ráðstjórn í verki Sverrir Hermannsson fjallar um sjávarútvegs- og byggðamál Sverrir Hermannsson ’Þegar til komskiptu hags- munir byggðar- lagsins engu máli.‘ Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.