Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 13

Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 13
HNLFÍ 50 ÁRA | 13 Markmið meðferðar á Heilsustofnun NLFÍ er að viðhalda eða auka færni til sjálfs- hjálpar, auka lífsgæði og auka hæfni til að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir sjúk- dóma. Á Heilsustofnun fer fram margvísleg meðferð og endurhæfing, oftast vegna stoðkerfisverkja. Kristján G. Guðmundsson er yfirlæknir á Heilsustofnun. Hann er sér- fræðingur í heimilislækningum og doktor í læknisfræði með áherslu á faraldsfræði stoðkerfissjúkdóma. Skjólstæðingar hans, og Halldórs Jónssonar læknis, koma til meðferðar af ýmsum ástæðum. Um er að ræða öldrun, þunglyndi, lífskreppur, kvíða, verki, gigt, offitu, hjartasjúkdóma, reyk- ingar, streitu, afleiðingar slysa, og endur- hæfingu eftir krabbameinsmeðferð. „Starfsemin lýtur m.a. að sjúkraþjálfun og endurhæfingu sjúklinga eftir lið- skiptaaðgerðir,“ segir Kristján og nefnir einnig verkjasjúklinga. Þá ber að nefna sjúkdóma sem skapast vegna lífsstílsvanda- mála. „Áherslan er á hreyfiþjálfun, t.d. fyrir hjartasjúklinga, og aldraða svo þeir geti verið sjálfbjarga sem lengst í heimahúsi,“ segir Kristján. Árið 2004 voru 1.658 sjúklingar á Heilsu- stofnun og var meðalaldur þeirra 64 ár en aldursbilið var frá 18 til 91 árs. Sjúklingar koma með beiðni frá læknum um dvöl á Heilsustofnun í Hveragerði og fara þeir allir í skoðun hjá lækni sem skipuleggur með- ferðina. „Grunnurinn er hreyfiþjálfun og að auka líkamsþrek, þá er lögð áhersla á hitameðferð. Kristján segir að faghópar á Heilsustofn- un vinni saman í teymisvinnu þar sem skipst er á faglegum sjónarmiðum og reynt að nálgast vanda sjúklinga frá sem flestum hliðum. „Við erum stöðugt með árangurs- mat í gangi,“ segir Kristján, „það er mark- tækur bati hjá þeim sem hingað koma, þorri sjúklinga sýnir góðar framfarir.“ Nýta hita og vatn til lækninga Sérstaða náttúrulækninganna er að nýta hita og vatn til lækninga í formi leirbaða eða ilmkjarnaolíubaða. Einnig er í boði sjúkranudd og nálastungur. Þá er einnig boðið upp á samtalsmeðferð. „Reynt er að draga úr lyfjagjöf og nota aðrar aðferðir í staðinn eins og hreyfingu og slökun ásamt fræðslu,“ segir hann, „margir þurfa að lifa áfram með sjúkdómi sínum og þá er fræðsla mikilvæg og að sjúklingar kunni leiðir til að lifa með sjúkdómnum“. Leirböð Heilsustofnunar eru sérstæð. Þau gefa djúpan hita og eru vöðvaslakandi. Rannsóknir á leirnum eru aftur á móti flóknar, dýrar og tímafrekar. Efnasamsetn- ing hans og jarðfræði er kunn og vitað að leirinn er sýkladrepandi. „Það eru fleiri leiðir til en lyf,“ segir Krist- ján og nefnir að stefna Heilsustofnunar hafi ávallt verið að einstaklingurinn beri ábyrgð á eigin heilsu, en okkar hlutverk er að benda á leiðir til heilsueflingar og for- varna í samræmi við bestu vísindaþekkingu hvers tíma. Leggjum stöðugt mat á árangur Það eru til fleiri leiðir en lyf Kristján G. Guðmundsson, yfirlæknir HNLFÍ. Í tækjasal Heilsustofnunar var Þráinn Sigurðsson frá Hveragerði á hlaupabretti. „Ég hef búið hér lengi, ég bý í húsi hér á hælinu og líkar vel það sem boðið er upp á,“ segir hann. Þórarinn kemur hingað annan hvern dag. Hann segist fara hringinn á milli tækja í salnum og líka ágætlega við hlaupabrettið. Þórarinn keypti eitt af þjón- ustuhúsum ÍAV sem eru á lóð Heilsustofnunar. Fer hring í salnum Þráinn Sigurðsson frá Hveragerði.  Í Heilsustofnun Náttúrulækninga- félags Íslands eru nýjustu aðferðir í nútíma læknisfræði tengdar nátt- úrulækningum.  Heilbrigðir lífshættir draga úr lyfja- þörf. Fólk ber ábyrgð á eigin heilsu. Lágafellsskóli í MosfellsbæFjölbýlishús í GrindavíkBrú yfir Reykjanesbraut Skrifstofubygging í HafnarfirðiSendiráð Íslands í Kaupmannahöfn Arkitektastofan Úti og Inni sf. stóð fyrir hönnun leirmeðferðarbygg- ingar og sundlaugarhúss, ásamt hönnun útisundlaugar, fyrir Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði sem opnuð var haustið 2003. Stofan hefur einnig komið að staðsetningu og forhönnun fyrirhug- aðs endurhæfinga- og meðferðarhúss sem fyrirhugað er að byggja við stofnunina í náinni framtíð. Samvinna Úti og Inni og NLFÍ hófst haustið 1999. Fyrr það sama ár hafði stjórn félagsins falast eftir gögnum um fyrirtækið vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Hveragerði. Eftir vandlega skoðun ákvað stjórn félagsins að ganga til samninga við Úti og Inni m.a. vegna reynslu af sambærilegum verkum, s.s. Árbæjarsundlaug Reykjavík Arkitektastofan Úti og Inni sf. er alhliða arkitektastofa, stofnuð í upphafi árs 1989, og er því 16 ára á þessu ári. Stofan er í eigu Baldurs Ó. Svavarssonar arkitekts FAÍ og Jóns Þórs Þorvaldssonar arkitekts FAÍ. Starfsemin fer fram í rúmgóðu eigin húsnæði í Þingholtsstræti 27 í Reykjavík. Starfsmenn fyrirtækisins fást við öll hefðbundin verkefni á sviði arkitekta, s.s. hönnun nýbygginga, endurhönnun eldri bygginga, innanhússhönnun, skipulag eldri byggðar og nýbygg- ingasvæða, gerð útboðsgagna, áætlana og almennrar ráðgjafar á sviði arkitekta. Verkefni stofunnar hafa að miklum meirihluta verið unnin fyrir fyrir- tæki og sveitarfélög en einnig félagasamtök og einstaklinga. Eigendur Úti og inni sf. eru félagar í Arkitektafélagi Íslands (FAÍ) og félagi Sjálfstætt starfandi arkitekta (FSSA)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.