Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 22
22 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MARGIR hafa eflaust beðið þessa
dags með óþreyju og fyrstu gæsir
þessa veiðitímabils eru sjálfsagt þeg-
ar fallnar en frá miðnætti 20. ágúst
hófst gæsaveiðatíminn. Frá og með 1.
september bætast svo við þær 7
andategundir sem leyfilegt er að
veiða auk annarra tegunda (svartfugl
og skarfur) sem friðun er aflétt af
tímabundið.
Reyndar er full ástæða til að velta
fyrir sér hvers vegna gæsaveiðin
hefst tíu dögum fyrr en önnur skot-
veiði og líklegasta skýringin sú að
þetta sé arfur frá fyrri tíð sem fáir
muna í dag hvernig á stendur. Þegar
umræðan um friðun rjúpunnar stóð
sem hæst í hitteðfyrra var t.a.m. bent
á að dagsetningin 15. október var ein-
ungis arfleifð frá þriðja áratug síð-
ustu aldar er hvað mest var flutt út af
rjúpu og erlendir kaupendur vildu
ekki rjúpuna nema hún væri orðin
hvít á fiðrið. Veiðimenn biðu því fram
í miðjan október til að eiga hægara
með að selja fuglinn. Nú þegar veiðar
verða heimilaðar á ný er margt sem
styður þá tillögu að hefja veiðarnar
fyrr; í september er rjúpan enn brún
á fiðrið og dylst betur á snjólausri
jörð og fuglarnir eru lítið farnir að
hópa sig svo magnveiðimenn þyrftu
að hafa meira fyrir veiðunum. Rjúp-
an yrði því erfiðari bráð og er það vel
þar sem enginn er að veiða sér til lífs-
viðurværis og því sjálfsagt að nokkuð
þurfi á sig að leggja.
Verður fróðlegt að sjá reglugerð
umhverfisráðuneytisins um nýtt fyr-
irkomulag rjúpnaveiða sem væntan-
leg er í byrjun september. Vonandi
verður þar dregin afdráttarlaus lína
um sölubann á rjúpu en slíka reglu
ætti einnig að setja um gæsaveiðar
þar sem veiðimenn fara sumir hverjir
offari í magnveiðum í von um end-
urheimt veiðileyfa með sölu á bráð-
inni. Þessi hugsun er löngu úrelt í
stangveiði, engum dettur lengur í
hug að veiða upp í kostnað við veiði-
leyfi og það er hrein tímaskekkja að
hugsa þannig um skotveiðar. Þetta
eru sportveiðar sem áhugamenn eru
tilbúnir að kosta talsverðu til en
tekjur af skotveiðum með sölu bráð-
arinnar munu sjálfsagt heyra sög-
unni til áður en langt um líður.
Sjálfbærar veiðar með markvissri
stjórnun eru það sem koma skal og er
skipulag hreindýraveiðanna gott
dæmi um vel heppnaða stjórnun
skotveiða. Reglugerð um rjúpnaveið-
ar verður vonandi fyrsta stóra skref-
ið í þá átt að gera veiðar á tiltekinni
fuglategund sjálfbærar og hlýtur að
mega gera ráð fyrir að sambærilegar
reglur um gæsaveiðar verði fljótlega
settar. Veiðiálag á grágæs er að mati
allra er til þekkja í efri mörkum og
má stofninn lítt við náttúrulegum
áföllum til að veiðarnar hafi ekki af-
gerandi áhrif. Heiðagæsastofninn er
á hinn bóginn mjög sterkur og hafa
veiðimenn verið hvattir til að sækja
meira í þann stofn. Margir veiðimenn
skipta veiðitímanum þannig að fyrri
hluta hans sækja þeir í heiðagæsina
upp á hálendið en þegar komið er
fram yfir miðjan september og heiða-
gæsin að hverfa af landi brott snúa
þeir sér að grágæsinni á heimalönd-
unum.
Heiðagæsaveiðar á hálendinu
Heiðagæsin er hálendisfugl og
veiðar á henni eru nokkuð frábrugðn-
ar grágæsaveiðum og gera annars
konar kröfur og útheimta aðra þekk-
ingu af veiðimönnunum.
Veiðitækin eru þó hin sömu, fatn-
aður í felulitum, haglabyssa og gervi-
gæsir, oftast svokallaðar flotgæsir og
nægir yfirleitt að hafa 4–7, enda erfitt
að burðast með margar slíkar um
holt og móa að tjörnum, vötnum eða
árbökkum þar sem sest er í fyrirsát.
Er að sjálfsögðu gert ráð fyrir að
veiðimenn virði reglur um bann við
akstri vélknúinna ökutækja utan
merktra slóða. Heiðagæsaveiðar eru
aðallega stundaðar að kvöldlagi og
koma veiðimenn sér fyrir við væn-
legar tjarnir, árbakka eða lítil heiða-
vötn á hálendinu þar sem sjá má um-
merki, skít og fjaðrir, um næturstað
fuglanna. Verða menn fljótt býsna
glöggir að átta sig á því hvort skítur
er nýlegur eða gamall en skítur frá
nóttunni á undan er öruggasta vís-
bendingin um að þær sömu gæsir
muni leita aftur í sama náttstað hafi
þær ekki orðið fyrir truflun.
Tálfuglarnir eru síðan lagðir út,
flotgæsir á vatn og skeljar á bakkann
og veiðimenn koma sér fyrir í skjóli
með vindinn í bakið og bíða átekta.
Þegar byrjar að skyggja hefst flugið,
gæsahóparnir taka sig upp af heiða-
löndunum þar sem þær hafa dvalið
daglangt við át á berjum og öðrum
gróðri og leita sér að hentugum næt-
urstað þar sem gnægð er vatns og
sands til að melta fæðuna. Náttstað-
urinn þarf sem sagt ekki að vera
notalegur í augum okkar mannfólks-
ins, oft eru þetta hálfgerðir drullu-
pollar, þar sem fuglinn er ekki að
sækjast eftir beitilandi heldur ein-
ungis vatni að drekka og góðum
sandi í fóarnið til að melta. Leirtjarn-
ir eru lægstar á listanum þar sem
leirinn hentar gæsinni alls ekki.
Heiðagæsin er á ferðinni fram í
myrkur og kallar mikið og leitar eftir
félagsskap annarra gæsahópa; því
getur skipt sköpum færni veiði-
manna við að blása í gæsaflautur og
vekja með því athygli gæsanna og fá
þær til að láta blekkjast af gervifugl-
unum og lækka flugið til að skoða
betur hversu álitlegur náttstaðurinn
er. Þegar gæsir hafa séð tálfuglana
og tekið stefnuna til þeirra gildir
mestu fyrir veiðimennina að vera
kyrrir. Gæsin er mjög varkár og
skoðar allt umhverfið vandlega um
leið og hún nálgast. Minnsta truflun,
Gæsaveiðin hafin!
Morgunblaðið/Ingó
Veiðar á heiðagæs eru aðallega stundaðar að kvöldlagi við tjarnir, vötn og ár á hálendinu.
Eftir Hávar Sigurjónsson
havar@mbl.is
SKOTVEIÐI | SJÁLFBÆRAR VEIÐAR MEÐ MARKVISSRI STJÓRNUN ÞAÐ SEM KOMA SKAL
SÓLIN lyftir sér rólega yfir Sel-
árdal í Vopnafirði og yljar mönnum
og skepnum eftir kaldan norðan
þræsing undanfarna daga. Ekki er
laust við að það sé haustlykt í lofti
og lóur eru að hópast saman á eyr-
um árinnar. Norðanáttin hefur þó
ekki komið niður á veiðinni, þvert á
móti, daginn áður veiddust 45 laxar
á stangirnar átta; vikan var að gefa
35 til 50 laxa á dag og veiðin í ánni
að ná áður óþekktum hæðum.
Franski veiðimaðurinn Marc-
Adrien Marcellier er að ljúka fimm
daga veiði í Selá og er mættur á
svæði eitt, við brýrnar, um klukkan
átta um morguninn. Hann hefur
lokið umferðunum í gljúfrunum of-
ar í þessari á, sem býr yfir miklum
þokka og svo fjölbreytilegum veiði-
stöðum að veiðimenn þurfa að hafa
öll brögð og veiðitækni fluguveið-
innar á sínu valdi til að ná góðum
árangri. Og Marcellier er kapp-
samur kunnáttumaður; í ferðinni
hefur hann glímt við tæplega 100
laxa og landað um 40.
Við ökum niður að gömlu brúnni
og Marcellier tekur tvær stangir af
bílnum, á annarri er hitstúpa, Col-
lie Dog-áltúpa fyrir stripp á hinni.
„Við höfum nógan tíma hérna,“
segir hann og veður útí efst á Brú-
arbreiðu, löngum og afar fallegum
fluguveiðistað, og byrjar að kasta
gárutúpu. Hann veiðir strenginn
rólega en samt af nákvæmni og
laust fyrir hálfníu rennur flugan
fyrir framan stórt grjót og lax
skellir sér á hana. Marcellier tekur
fast á honum og skömmu síðar er
hann búinn að stranda silfurbjört-
um smálaxi með halalús. Hann
mælir fiskinn, losar úr honum flug-
una, smellir kossi á trýnið á honum
og nokkrum sekúndum síðar skýst
laxinn aftur út í strauminn. „Þá er
að ná fleirum,“ segir veiðimaðurinn
brosandi og veður aftur útí.
Nokkrum mínútum síðar bendir
hann mér að koma, lax hefur verið
að elta fluguna. Hann tekur í
næsta kasti, með gusugangi og lát-
um. Síðan leggst fiskurinn úti í
strengnum, þetta er stór lax. Mar-
cellier nær að lempa hann uppað
landi en eftir nokkrar mínútur
skýst flugan uppúr vatninu. Veiði-
maðurinn er samt ánægður, hann
fékk viðureignina og segir,
„kannski tekur annar,“ um leið og
hann kastar aftur. Ekkert gerist
og Marcellier er búinn að hitsa nið-
ur allan strenginn.
„Gárutúpan er skemmtilegt
veiðitæki,“ segir hann þegar hann
kemur uppúr. „Þetta svæði hér
heldur miklu af fiski. Einum land-
að og aðrir taka, það er ekki
slæmt.“
Hann færir sig aftur uppfyrir og
strippar fluguna að þessu sinni. Og
sólin hækkar á lofti. Marcellier er
næstum búinn að strippa hratt yfir
alla breiðuna þegar stór lax tekur,
þungt og ákveðið. Þetta verður
löng viðureign, enda strax ljóst að
fiskurinn er vænn og ætlar ekki að
gefa sig auðveldlega. Loks tekst þó
að ná honum að landi og eftir tals-
verða stund og nokkrar tilraunir
hefur hann hendur á sporði sex
kílóa hrygnu. Hann losar fluguna
varlega úr fiskinum og dáist að
STANGVEIÐI | VEITT MEÐ MARC-ADRIEN MARCELLIER Í SELÁ Í VOPNAFIRÐI
Sterkustu laxar sem ég hef lent í
Morgunblaðið/Einar Falur
Gusugangur á Brúarbreiðu. Marc-Adrien Marcellier um það bil að sporðtaka tólf punda hrygnu í Selá.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Í DAG er veitt með einum þeirra fjöl-
mörgu erlendu veiðimanna sem koma
til Íslands á hverju sumri. Marc-Adrien
Marcellier var við veiðar í Selá í
Vopnafirði, þeirri
rómuðu laxveiðiá
þar sem veiðimenn
upplifa metveiði-
sumar.
Marcellier er
franskur fjár-
málamaður, búsett-
ur í París. Hann hef-
ur veitt víða um
heim, svo sem í
Chile, Argentínu,
Rússlandi, Skotlandi og Kanada, en
þegar hann var í framhaldsnámi í San
Francisco naut hann þess að veiða sjó-
birting í Bresku Kólumbíu. Þar komst
hann líka uppá lagið við að sleppa
veiddum fiski, en það er skylda vestra.
Marcellier hefur veitt á Íslandi frá
árinu 1994, fyrir tilstuðlan Orra Vig-
fússonar, er hann er stjórnarmaður í
NASF, Verndarsjóði villtra laxastofna,
sem Orri stýrir. Hann hefur veitt í
nokkrum íslenskum ám, en einkum
Laxá í Aðaldal og Selá.
Hefur veitt víða um heim
Marc-Adrien
Marcellier