Morgunblaðið - 21.08.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 25
Skráning og upplýsingar:
Sími: 575 1512 & 897 7922
E-mail: aria@islandia.is
Fákafeni 11 • www.poppskolinn.is • Sími 588 1111
María Björk
Skólastjóri/Kennari
Regína Ósk
Yfirkennari/Kennari
Birgitta Haukdal
Söngkona/Kennari
Hera Björk
Söngkona/Kennari
Jónsi
Söngvari/Kennari
Þóra
Söngkona/Kennari
Ragnheiður
Söngkona/Kennari
Friðrik Ómar
Söngvari/Kennari
Eivör Pálsdóttir
Söngkona/Kennari
Alma Rut
Söngkona/Kennari
Björgvin Franz
Leikari/Kennari
Yesmine
Dansari/Kennari
Gudrun Holck
Skólinn mun á
þessari önn auka
samstarf sitt við
sérhæfðan
söngskóla erlendis.
Boðið verður upp á
námskeið sem
byggir á þjálfun í
söng og raddtækni
fyrir atvinnusöngvara og þá sem eru
lengra komnir í námi. Gudrun Holck,
sem er með mastersgráðu frá þessum
skóla mun koma og stýra
námskeiðinu.
SÖNGNÁMSKEIÐ
HAUSTÖNNIN
ER AÐ HEFJAST
Á haustönn verður boðið uppá:
5 ára og eldri: Byrjenda- og framhaldsnámskeið
Unglingar: Byrjenda- og framhaldsnámskeið
Fullorðnir: Byrjenda- og framhaldsnámskeið.
Aldursskiptir hópar. Haldnir verða tónleikar á
námskeiðinu og nemendur fá upptöku með söng
sínum á geisladisk í lok námskeiðs.
Nýtt: Námskeið fyrir lengra komna með Gudrun
Holck. Einstakt tækifæri fyrir góða söngvara (ekki
bara atvinnufólk) 13 ára og eldri.
Markmið söngkennslunnar er að þjálfa nemendur í túlkun,
raddbeitingu, sjálfstyrkingu og framkomu. Skólinn
leitast við að veita nemendum sínum tækifæri á að
koma fram opinberlega svo sem við hljóðritanir,
framkomur í sjónvarpi og á öðrum vettvangi.
Skólinn leitast við að hafa sérþjálfað starfslið
sem eru atvinnumenn hver á sínu sviði.
Við erum að velja börn og unglinga í nokkur
verkefni sem unnið er að á þessu ári og á því
næsta, þ.á.m. Geisladiska, myndbönd,
sjónvarpsútsendingar ofl.
SÖNGSKÓLINN ER Í LEIT
AÐ HÆFILEIKAFÓLKI!
MARÍU BJARKAR
Stærsta
lagasafnið
yfir 2.000 lög
til að velja úr
Sólin var farin að halla sér örlítið í áttað suðurskautinu á þessu indælasumri þegar ég skreið yfir á sjö-unda áratuginn. Faðir minn elsku-legur sagði eitt sinn að ekki hefði
verið hægt að velja sér betri fæðingardag en
um miðjan júlí þegar íslenska sumarið, sem
hann unni svo mjög, skartaði sínu fegursta.
Að sjálfsögu var hann þar meiri áhrifavaldur
heldur en litli sakleysinginn sem lenti sólar-
megin í tilverunni rétt fyrir lok heimsstyrj-
aldarinnar síðari.
Samt var ég ekki há í loftinu þegar fram-
tíðin fór að virðast
nokkuð skuggaleg.
Engin vöntun var á
góðum fyrirmyndum
en mér gekk illa að
samasama mig þeim.
10 þumalfingur, sjón-
skekkja og almennur
skortur á kvenlegum dyggðum hlutu að koma
í veg fyrir að ég gæti saumað glæsifatnað á
heila fjölskyldu, soðið þvott niðri í dimmum
kjöllurum eða smellt háum hælum í takt við
vinkonur með hatt á höfði á leið niður Lauga-
veg. Svo voru það konurnar sem ég sá úti í
fiskbúð í bomsum, með slæður og töldu tíeyr-
inga upp úr snjáðum buddum. Ég gat ekki
heldur séð mig í sporum þeirra, hvað þá
bændakvennanna sem ég dvaldist hjá í torf-
bæjum á sumrin og reyndu eftir megni að
koma einhverju verksviti inn í lítinn sveim-
huga.
Til allrar hamingju glaðnaði smám saman
til því samfara bættum efnahag hópuðust
stúlkur unnvörpum í framhaldsnám. Samt
litu flestir á það sem undirstöðu að góðu
hjónabandi. Þar vandaðist málið. Að vísu
hafði margs konar tækni auðveldað heim-
ilishald en allt sem að því laut varð sjálfkrafa
á verksviði kvenna og barnaheimili fágætur
munaður. Hlutskipti ógiftra kvenna þótti
heldur dapurlegt og fáar völdu sér það af
ráðnum hug.
En svo breyttist heimurinn. Það þóttu mik-
il tímamót þegar við þrömmuðum með stytt-
una af Lýsiströtu niður Laugaveg undir vor-
himni árið 1970 og stofnuðum síðan
Rauðsokkahreyfinguna af ólgandi krafti.
Markmiðið var umfram allt að hrista Þyrni-
rósarsvefninn af okkur sjálfum og finna að
við værum ekki einungis í heiminn bornar til
að annast börn og bú þótt við vildum gjarnan
lifa eðlilegu fjölskyldulífi. Og straumar frá
þessari kjarnmiklu hreyfingu seytluðu um
samfélagið, hnikuðu við gömlum gildum og
ruddu braut fyrir önnur ný – sólarmegin.
Allt þetta flaug í gegnum kollinn á mér á
afmælisdaginn og niðurstaðan varð sú að ég
hefði komið í heiminn á hárréttu andartaki.
Það var sem árin mín sextíu hefðu flest verið
skrifuð sólstöfum.
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Guðrúnu
Egilson
gudrun@verslo.is
Sólar-
megin