Morgunblaðið - 21.08.2005, Side 32

Morgunblaðið - 21.08.2005, Side 32
32 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skipholti 29a, 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is Einar Guðmundsson, lögg. fast. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast. Bogi Pétursson, lögg. fast. sími 530 6500 Sumarbústaðalóð við Sogið - Tilboð Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. 5.321 fm eignarlóð stutt frá Álftavatni. Lóðin er kjarri vaxin með fallegum lautum og frábæru útsýni. Heitt og kalt vatn, háhraðatenging og rafmagn. Lóðin er tilbúin til framkvæmda strax. Óskað er eftir tilboði. Lóðin er til sýnis í dag, sunnudag, kl. 14-16. Nánari upplýsingar gefur Óli í síma 892 9804. ÞINGVALLAVATN - SUMARHÚSALÓÐ (EIGNARLÓÐ) Á besta stað við Þingvallavatn í gróinni hlíð er til sölu 7.500 fm (0,75 ha) eignarlóð. Lóðin er með vatnslögn og rafmagni heim að lóðarmörkum. Hún stendur undir hlíð við Þingvallavatn og í hvarfi frá Þingvallavegi. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM í síma 550 3000. Sjá einnig á fmeignir.is og skálabrekku.is. 13734 Höfum verið beðin um að útvega rúmgott einbýlihús á Seltjarnar- nesi fyrir traustan kaupanda. Afhending er samkomulag. Skipti á 260 fm glæsilegu raðhúsi með sjávarútsýni koma til greina. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. EINBÝLI Á SELTJARNARNESI ÓSKAST Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. ☎ 564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Litlubæjarvör Álftanesi, sjávarlóð Eignaborg, sími 564 1500, er með til sölu glæsilegt 208,9 fm einbýlishús í byggingu á sjávarlóð. Húsið stendur við sjávarbakka. Húsið er fullfrágengið að utan, með steinsalla, allt gler er ísett og útihurðir verða komnar innan fárra dag. Tvöfaldur 49,4 fm bílskúr, íbúðarstærð er 157,9 fm. Gert er ráð fyrir fjórum svefnherbergjum, tveimur baðherbergj- um. Loft einangruð með steinull og rakavarnarlagi. Allar tengingar við frá- veitu eru komnar. Inntaksgjöld hitaveitu og rafmagns greiðir kaupandi og skipu- lagsgjald þegar það verður lagt á. Lóð verður skilað eins og hún er í dag. Til afhend- ingar mjög fljótlega. Glæsileg staðsetning með miklu útsýni. Verð kr. 35 milljónir. EITT af helstu baráttumálum Framsóknarflokksins á umliðnum árum hef- ur verið að bæta kjör námsmanna. Þegar Framsóknarflokkurinn kom í ríkisstjórn árið 1995 var staða náms- manna hér á landi óvið- unandi. Sem dæmi má nefna að endur- greiðslubyrði náms- lána var gríðarleg á þeim tíma, sem bitnaði harkalega á ungu fólki þegar námi lauk. End- urgreiðslubyrði náms- lána hefur lækkað um helming frá því að Framsóknarflokkurinn tók sæti í ríkisstjórn árið 1995. Samfylkingarmenn vilja ekkert kannast við fortíð sína í ríkisstjórn- inni 1991–1995, þá var vegið sér- staklega að kjörum íslenskra náms- manna, meðal annars með gríðarlega hárri endurgreiðslubyrði námslána. Össur, Jóhanna og fleiri- voru meðal annars í ríkisstjórn á þeim tíma. En Samfylkingin virðist engu hafa gleymt. Til stóð af hálfu forsvarsmanna R-listans að hækka leikskólagjöld náms- manna umtalsvert. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, varði fyrirhugaðar hækkanir gagnvart forystumönnum náms- manna nú í vikunni. Flokksþing Fram- sóknarflokksins álykt- aði í febrúar síðast- liðnum að leikskólinn ætti að verða gjald- frjáls og forystumenn R-listans boðuðu í framhaldinu sömu áætlanir. Þá var ljóst að meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur stæði að því að afnema leikskólagjöld í áföngum. Því var það algjörlega út í hött af forystumönnum R-listans að boða hækkun á leikskólagjöldum, meðal annars sérstaklega á ungt fólk í háskólanámi. Núverandi rík- isstjórn hefur haft það að markmiði að bæta kjör þessa hóps sem ég hef hér að framan rakið. Svo virðist sem ákveðnir aðilar innan R-listans hafi ætlað að sæta lagi og seilast í vasa námsmanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti fram- sóknarmanna og forseti borg- astjórnar, lagði fram tillögu í borg- arráði í vikunni þar sem hann lagði til að fallið yrði frá umræddum hækkunum gagnvart námsmönnum. Ég tek undir með Alfreð, slíkt væri ekki í samræmi við samþykktir flokksins. Alfreð Þorsteinsson hefur gengið vasklega fram málinu og von- andi hefur hann náð með þessu að forða R-listanum frá skömm í þessu máli. Höfundur er alþingismaður. Á að skerða hag námsmanna? Birkir Jón Jónsson fjallar um kjör námsmanna ’Svo virðist semákveðnir aðilar innan R-listans hafi ætlað að sæta lagi og seilast í vasa námsmanna.‘ Birkir Jón Jónsson Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins. ÞEGAR þetta er skrifað, er nýbú- ið að grafa R-listann. Það á bara eftir að kasta rekunum, væntanlega í næstu kosningum. Það fer vel, því einhvern veginn hafa velferðarmál í borginni orðið útundan þau ár sem R-listinn hefur verið við völd. Listi sem kenndi sig við fé- lagshyggju hefur ekki staðið undir nafni. Allir vita að innan þessa lista hafa vinstri-grænir haft velferðarsvið á sinni könnu og vægast sagt með hörmulegum árangri. Helsta afrek þeirra er að skipta um nafn á bákninu sem á að sjá um velferð borg- aranna. Það sem áður hét Félagsmála- stofnun, síðar Fé- lagsþjónustan, heitir nú Velferð- arsvið. Fínt skal það vera. Það sem helst einkennir þessa stofnun er mik- ið reglugerðabákn sem virðist miða að því að hefta alla nauðsynlega þjón- ustu sem borgararnir eiga rétt á skv. lögum, en yfirmenn Velferðarsviðs virðast ekki átta sig á því að reglu- gerðir eru ekki hafnar yfir lög um mannréttindi. Til eru lög í landinu sem kveða á um framfærsluskyldu sveitarfélaga sem þýða m.a. að þeim ber skylda til að sjá fólki, sem ekki er fært um að framfleyta sér vegna veikinda, örorku eða fátæktar, fyrir húsnæði, mat og öðru sem þarf til að lifa mannsæmandi lífi. Þetta hefur brugðist hjá R-listanum. Það er alltof algengt að fólk fer erindisleysu til þessarar stofnunar sem hikar ekki við að vísa sveltandi fólki á dyr og benda í staðinn á ýmsar hjálparstofn- anir og súpueldhús útí bæ þar sem fólk þarf að niðurlægja sig með betli. Einnig eru dæmi þess að neita fólki um aðstoð við lyfjakostnað, sem í sumum tilfellum er lífsnauðsynlegt fyrir fólk að taka. Félagsráðgjöfum er þetta auðvelt, því nóg er af reglu- gerðunum til að vísa í. Því miður hef- ur íslenskt þjóðfélag þróast þannig und- anfarin ár að í landinu búa þrjár stéttir. Efst trónar milljarðamær- ingastéttin, sem nú tal- ar í billjónum og berast reglulega fréttir af því liði í öllum fréttatímum, þá er millistéttin sem dansar á kreditkort- unum í botnlausri skuldasöfnun með yf- irdrátt upp á 60 millj- arða skv. síðustu tölum, svo eru öryrkjar, ellilíf- eyrisþegar og láglauna- stéttirnar sem berjast við að eiga fyrir mat og öðrum nauðsynjum milli mánaðamóta. Það er þessi hópur, einkum öryrkjar, sem oftast þarf að leita til Velferðarsviðs, því ekkert má útaf bera svo þetta fólk þurfi ekki að svelta og neita sér um lyf og annað til að lifa út mánuðinn. Þessi hópur lifir ekki við mannsæmandi kjör í landi sem trónar ofarlega á lista helstu vel- ferðarríkja heims. Þetta er fólkið sem þarf að neita sér um margt sem aðrir hópar telja sjálfsagðan hlut, svo sem tannlæknaþjónustu o.fl. Þessu tengt skulum við rifja upp Mannrétt- indayfirlýsingu SÞ sem við Íslend- ingar höfum undirritað: „25. grein: Hver maður á kröfu til lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagshjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, ör- orku, fyrirvinnumissi, elli eða öðrum áföllum sem skorti valda og hann getur ekki við gert. Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð. Öll börn skilgetin sem óskilgetin skulu njóta sömu félagsverndar.“ Þannig hljóðar það. Við vitum að þessi yfirlýsing er marklaust plagg víða í 3. heiminum. Skyldi Velferðar- ráð R-listans hafa lesið þessa yfir- lýsingu þegar verið var að semja all- ar reglugerðirnar sem valda því að fólk sveltur á Íslandi eða hafa þau kannski sett Ísland í flokk með þeim þjóðum? Það er því erfitt að kyngja því að hópur fólks hefur nú komið saman og stofnað félag undir heitinu „Samtök um velferð“ og er tilgangurinn að berjast fyrir almennum mannrétt- indum á Íslandi, sjálfu velferðarrík- inu! Sett hefur verið saman stefnu- skrá samtakanna í 15 liðum sem allir varða velferðar- og mannréttinda- mál. Nú þegar eru um 300 manns skráðir í samtökin og munum við halda reglulega opna fundi í vetur og skora á hina pólitísku aðila sem sitja við völd í þjóðfélaginu að sitja fyrir svörum um velferðarmál og hvers við megum vænta í framtíðinni. Munum við krefjast ákveðinna svara við áleitnum spurningum eins og t.d. á að einkavæða Félagsbústaði, á að halda áfram að bera öryrkja út með lögregluvaldi ef þeir eiga ekki fyrir leigunni? Á að skapa öryrkjum og ellilífeyrisþegum skilyrði til að geta haldið mannlegri reisn í þessu þjóð- félagi? Ætla félagsráðgjafar að halda áfram að segja fólki að neita sér um síma, sjónvarp og annað sem teljast sjálfsagðir hlutir? Ætlar rík- isstjórnin að standa við loforð sín gagnvart öryrkjum? Á að lækka skatta á nauðsynjavörur? Ætlar Tryggingastofnun að semja við tann- lækna og sálfræðinga? Listinn er endalaus og of langur fyrir þessa grein. Eða er það pólitískur vilji að halda uppi fátækt á Íslandi? Það skyldi þó aldrei vera! „Samtök um velferð“ munu aldrei kvitta undir það að hér í landinu búi hópar við sömu kjör og í 3. heiminum. Fátækt fólk hefur tvö vopn til að berjast með: Samstöðuna og atkvæðisréttinn! Samtök um velferð Haraldur Páll Sigurðsson segir frá nýjum samtökum ’… er tilgangurinn að berjast fyrir almenn- um mannréttindum á Íslandi, sjálfu velferðarríkinu!‘ Haraldur Páll Sigurðsson Höfundur er formaður Samtaka um velferð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.