Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 47
DAGBÓK
• Þekkt kaffihús í Reykjavík. Mjög góð staðsetning.
• Gott iðnfyrirtæki fyrir trésmið sem vill breyta til. Ársvelta 150 mkr.
• Matvælavinnsla með þekkt vörumerki. Hentar til flutnings og/eða sameiningar.
• Rótgróið iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu. Ársvelta 70 mkr. Góð afkoma.
• Stór heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði og góðan hagnað.
• Vinsælt veitingahús í miðbæ Reykjavíkur. Mjög góð velta.
• Lítil sérverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 40 mkr.
• Rótgróin ferðaskrifstofa með innanlands- og utanlandsdeild.
• Lítil heildverslun með byggingarvörur. Hentar vel til sameiningar.
• Stór húsgagnaverslun með góð innkaupasambönd.
• Þekkt heildverslun, sérverslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 70 mkr. Góður
hagnaður.
• Varmi, bílasprautun og réttingar. Þekkt nafn og stöðug velta.
• Stór matvælavinnsla. Ársvelta 380 mkr.
• Trésmíðafyrirtæki með eigin innflutning sem framleiðir heilsárshús. Góð verkefnastaða.
• Heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 110 mkr.
• Deildir úr heildverslunum með ýmsar vörur. Hentugar sem viðbót fyrir heildverslanir.
• Stór heildverslun með hjólbarða. Vel tækjum búin.
• Rótgróin bókabúð í miðbænum. Góður rekstur.
• Lítið vínumboðsfyrirtæki með fjórar bjórtegundir í kjarna. Hentugt til sameiningar.
• Þekkt fataverslun við Laugaveg. Ársvelta 30 mkr.
• Meðalstórt verktakafyrirtæki í jarðvinnu. Góð verkefnastaða.
• Rótgróin sérverslun með mikla vaxtarmöguleika. Ársvelta 37 mkr.
DRENGJAKÓR REYKJAVÍKUR
AUGLÝSIR EFTIR HRESSUM OG
ÁHUGASÖMUM STRÁKUM Í KÓRINN
· Drengjakórinn 8-12 ára
· Undirbúningsdeild 6-7 ára
· Eldri deild 15-20 ára
Meðal verkefna í vetur:
· Jólatónleikar í Salnum, Kópavogi
· Jólatónleikar með Karlakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju
· Vortónleikar í Hallgrímskirkju
· Söngferð til Frakklands (Parísar) í byrjun júní 2006
Heimasíða kórsins er www.drengjakor.is
Nánari uppl. í síma 896 4914 og 862 0065.
Innritun og prufusöngur fer fram í Hallgrímskirkju
mánudaginn 29. ágúst frá kl. 17.00-19.00
Til sölu BALDWIN SD 10
konsertflygill (2,70)
Mjög vandað og vel með farið hljóðfæri
Uppl. í símum 581 2725
og 897 9731
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Berjaferð „út í bláinn“ fimmtu-
daginn 25. ágúst. Brottför frá Gull-
smára kl. 13.15 og Gjábakka kl. 13.30.
Ekin Krísuvíkurleið í Selvog en þar
mun vera gott berjaland. Kaffihlað-
borð á „Hafinu bláa“. Ekin leiðin Al-
viðra – Nesjavellir. Gefi ekki til berja
verður farið í skemmtilega útsýnisferð
„út í bláinn“. Skráningarlistar í fé-
lagsmiðstöðvunum.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur sunnudagskvöld kl. 20. Klassík
leikur fyrir dansi í Stangarhyl 4. Dags-
ferð 30. ágúst Krýsuvík, Selvogur, Fló-
inn. Komið við í Krýsuvík, Herdísarvík,
Strandarkirkju og Þorlákshafnarkirkju,
söfnin og kirkjan á Eyrarbakka skoðuð.
Uppl. og skráning í síma 588 2111.
Félag kennara á eftirlaunum | Ferðin í
Fjörður og Flateyjardal miðvikudaginn
24. ágúst kl. 9 frá Umferðarmiðstöð-
inni á Akureyri. Skráning hjá KÍ í
595 1111.
Félagsstarf Gerðubergs | Á morgun
kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a.
tréútskurður og almenn handavinna.
Frá hádegi spilasalur opinn vist, brids,
skák o.fl.Veitingar í hádegi og kaffi-
tíma í Kaffi Berg.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið öllum
opið. Púttvöllur alla daga. Gönguhópar
fjórum sinnum í viku. Betri stofa og
Listasmiðja virka daga. Dagblöðin
liggja frammi. Morgunkaffi, hádeg-
ismatur og síðdegiskaffi virka daga.
Veitingar í Listigarðinum á góðviðr-
isdögum. Hárgreiðslustofa 568 3139
og fótaaðgerðarstofa 897 9801.
Norðurbrún 1, | Námskeið hefst aftur í
leirvinnslu miðvikudaginn 31. ágúst kl.
9. Myndlist verður á mánudögum kl.
9–12 og postulínsmálning kl. 13–16.30.
Á föstudögum verður myndlist kl. 9–
12, innritun er hafin í sima 568 6960.
Vesturgata 7 | Námskeið í mynd-
mennt, postulínsmálun, glerbræðslu,
ensku, spænsku og bútasaum byrja í
september, einnig er í boði leikfimi,
sund, boccía, tréskurður, leshópur, kór
og almenn handavinna. Skráning og
nánari uppl. í síma 535 2740. Allir eru
velkomnir óháð aldri.
Vesturgata 7 | Hálfsdagsferð fimmtu-
daginn 1. september kl. 13. Ekið um
höfuðborgarsvæðið. Sögusafnið í Perl-
unni skoðað (fyrir þá sem vilja). Kaffi-
veitingar í Perlunni. Skráning í síma
535 2740. Allir eru velkomnir.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Nú stendur
yfir skráning í námskeið vetrarinns,
námskeiðin eru opin öllum óháð aldri
og búsetu. Við erum með námskeið í
bútasaum, perlu- og pennasaum, bók-
bandi, glerskurði, glerbræðslu, bók-
bandi og leirmótun. Allar uppl. í síma
411 9450.
Kirkjustarf
Háteigskirkja | Eldri borgarar í Há-
teigssókn spila félagsvist alla mánu-
daga klukkan 13.00. Kaffi klukkan
15.00. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Sam-
koma sunnudaga kl. 20. Allir velkomn-
ir.
Bragð er að þá barnið finnur
4. ÁGÚST sl. hlustaði ég á „Ísland í
bítið“ á Stöð 2. Þar sungu þeir eitt
lag Bergþór Pálsson og Jóhann
Friðgeir, með orgelleik Jónasar Þór-
is.
Yndislegt að hlýða á þessa lista-
menn heima í eldhúsi hjá sér með
morgunkaffinu.
Það kom um leið upp í huga minn
lítið atvik frá 17. júní sl. og af því að
ég hef dálæti á góðum sögum um
börn sem eru orðheppin þá langar
mig að segja frá þessu.
Við fórum í hátíðarmessu að
Lágafelli og þar sem við hjónin sát-
um með sonarson (nýlega orðinn 6
ára) á milli okkar, þá hóf Jóhann
Friðgeir upp raust sína og Jónas
Þórir lék á orgelið. Gamla timb-
urkirkjan rétt titraði við þessa
sterklegu tóna og drengurinn sat öf-
ugur og starði upp á söngloftið, með
gleðisvip.
Að söngnum loknum stundi hann
upp: „Þessi gæti alveg verið óperu-
söngvari“! Bragð er að þá barnið
finnur. Hvaðan hann kunni þetta orð
veit ég ekki, en vissulega var auðvelt
að vera honum sammála.
Með þökk fyrir góðan söng.
María S. Gísladóttir.
Vistakstur og hraðahindranir
ÞAR sem það er alltaf verið að
hvetja fólk til vistaksturs langar mig
á að benda á nokkur atriði. Það er
ekki nokkur leið að stunda vistakst-
ur á höfuðborgarsvæðinu vegna
endalausra hraðahindrana úti um
allt. Einnig er aragrúi umferðarljósa
alls staðar og mörg þeirra þjóna ekki
nokkrum einasta tilgangi eins og t.d.
ljósin á horni Sundlaugavegar og
Reykjavegar. Það er mengandi að
þurfa alltaf að vera að stíga á bens-
íngjöfina þegar komið er yfir hraða-
hindrun. Einnig er það augljóst að
Íslendingar eru komnir út fyrir öll
skynsamleg mörk í gerð hraðahindr-
ana, ég hef hvergi erlendis séð eins
mikinn aragrúa af þeim alls staðar.
Miklu frekar væri að láta lögguna
vera á verði og mæla hraðann á bíl-
um í þessum götum í stað þess að
vera að planta niður þessum hraða-
hindrunum sem bæði menga,
skemma bíla og fara illa í skrokkinn
á mörgu eldra fólki.
Ökumaður.
Skorradalsvatn
Í MORGUNBLAÐINU 16. ágúst sl.
var grein eftir Guðjón Jensson í
Bréfum til blaðsins um Skorradals-
vatn og vaxandi umferð vélknúinna
farartækja á vötnum landsins.
Ég vil vekja athygli á þessari
grein, sérstaklega hjá þeim sem búa
við vötn landsins að íhuga þessa til-
lögu hans í greininni því það er með
ólíkindum hvað þeir sem fara á hrað-
bátum um vatnið virðast lítið sækj-
ast eftir kyrrð og ró.
Vil ég að eitthvað sé gert í þessum
málum.
Íbúi við Skorradalsvatn.
Gleraugu týndust
GLERAUGU í ljósbrúnni umgjörð
týndust í Skipholti að kvöldi 4. ágúst
sl. Skilvís finnandi hafi samband í
síma 565 6090.
Farsími týndist
NOKIA 3210-farsími týndist við
Skjaldbreið 6. ágúst sl. Eigandinn er
níu ára og saknar hans mikið. Skilvís
finnandi hafi samband í síma
849 7877.
Gleraugu í óskilum
FUNDIST hafa gleraugu á bíla-
stæði við Gnitaheiði í Kópavogi fyrir
um það bil tveimur vikum. Nánari
upplýsingar í síma 564 1573 eða far-
síma 824 6956.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Hlutavelta | Þessir duglegu krakk-
ar, Kristbjörg, Ingimundur og Ingi-
björg Marie, héldu hlutaveltu nýlega
og söfnuðu 2.480 kr. til styrktar
Rauða krossi Íslands.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hlutavelta | Þessi duglegu krakk-
ar, Hafþór Andri, Ásta Margrét,
Hlín, Snæfríður Birta, Sindri Heið-
ar, Kjartan og Svana Rós, héldu
hlutaveltu nýlega og söfnuðu 2.667
kr. til styrktar Rauða krossi Íslands.
OPIÐ hús verður í dag í Króki á
Garðholti í Garðabæ. Þar er um
að ræða lítinn bárujárnsklæddan
burstabæ sem endurbyggður var
úr torfbæ árið 1923. Þar eru varð-
veitt gömul húsgögn og munir
hjónanna Þorbjargar Stefaníu
Guðjónsdóttur og Vilmundar
Gíslasonar sem bjuggu á bænum á
sínum tíma.
Í Króki er einnig vinnuaðstaða
fyrir listamenn og er tekið við um-
sóknum listamanna um tíma-
bundna aðstöðu þar, í 1-3 mánuði í
senn yfir vetrartímann. Aðstaðan
hentar vel fræðimönnum en síður
listamönnum sem þurfa mikið
rými.
Krókur hefur verið opinn á
sunnudögum í sumar og verður í
dag og næstu tvær helgar opinn
frá kl. 13 til 17. Aðgangur er
ókeypis. Krókur er á Garðaholti
ská á móti samkomuhúsinu við
Garðakirkju.
Opið í Króki
Fréttir á SMS