Morgunblaðið - 21.08.2005, Síða 52

Morgunblaðið - 21.08.2005, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GOSPELKÓR Reykjavíkur blæs til mikillar gospelveislu í Laug- ardalshöllinni laugardaginn 3. september næstkomandi. Þar mun kórinn koma fram undir stjórn Óskars Einarssonar ásamt fjölda tónlistarmanna. Sérstakur gesta- söngvari á tónleikunum verður Páll Rósinkrans. Hljómsveitina sem leikur undir skipa þeir Jó- hann Ásmundsson, Eyþór Gunnarsson, Halldór G. Hauks- son, Agnar Smári Magnússon, Ómar Guðjónsson, Sigurður Flosason, Óskar Guðjónsson, Kjartan Há- konarson, Samúel Samúelsson, Einar St. Jónsson og Jóhann Hjörleifsson. Það er tónleikafyrirtækið Con- cert sem sér um framkvæmd tón- leikanna í samvinnu við Gospel- kórinn. Miðasala er hafin og hefur farið afar vel af stað, að sögn Einars Bárðarsonar hjá Concert. Áhuga- samir geta enn nálgast miða á vefnum concert.is og í verslunum Skífunnar í Reykjavík og BT á Akureyri, Selfossi og Egilsstöðum. Gospelkór Reykjavíkur var stofnaður í tilefni Kristnihátíðar á þingvöllum árið 2000. Stofnandi kórsins, Óskar Einarsson tónlist- arstjóri Fíladelfíu, var tónlistar- stjóri Gospeltónleikanna á Þing- völlum. Kórinn hefur síðan haldið fjölmarga tónleika bæði í Reykja- vík og úti á landi og komið fram í sjónvarpi, útvarpi og sungið inn á geisladiska. Allur ágóði sem kórinn vinnur sér inn hvort sem er með tónleika- haldi eða öðrum uppákomum rennur til góðgerðamála ýmiss konar og hefur það verið markmið hans frá upphafi. Meðlimir í kórnum voru í upp- hafi átján talsins en eru nú um þrjátíu og koma úr hinum ýmsu kirkjudeildum á Reykjavíkur- svæðinu. Tónlist | Gospelveisla í Laugardalshöllinni Morgunblaðið/Kristinn Gospelkór Reykjavíkur á æfingu. Miðasala fer vel af stað BRESKA sendiráðið við Laufásveg í Reykjavík bauð til veislu síðastliðinn fimmtudag fyrir IFAW, Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin. Opnuð var ljósmyndasýning að viðstöddum gestum en margt var um manninn í boðinu. Meðal þeirra sem létu sjá sig var breski leikarinn Terence Stamp. Morgunblaðið/Jim Smart Clare Sterling, Robbie Marsland, Ellie Dickson og Joth Singh. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Loretta Michaels, Clive Crook, Robert Wade, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Alpher Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi. Dýravernd í sendiráðinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.