Morgunblaðið - 21.08.2005, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 57
KRINGLAN KEFLAVÍKAKUREYRI
KICKING AND SCREAMING kl. 2 - 8.15
MADAGASCAR m/ensku tali kl. 4 - 10.30
MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 2 - 4 - 6
Þrælskemmtileg rómantísk
gamanmynd um dóttur sem reynir að
finna draumaprinsinn fyrir mömmuna.
HERBIE FULLY... kl. 12 2.20 -4.20 -6.30 -8.40
DECK DOGZ kl. 6 - 8 - 10
THE ISLAND kl. 10.40 B.i. 16 ára
THE PERFECT MAM kl. 4.20 - 8
MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 12-2.10-4-6.15
BATMAN BEGINS kl. 11.30-1.50-10
FANTASTIC FOUR kl. 1.50 - 3.55 - 8
SIN CITY kl.10
HERBIE FULLY... kl. 2 - 4 - 6 - 8
WHO´S YOUR DADDY kl. 6 - 10.10
400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR
KL. 3 UM HELGAR Í HÁSKÓLABÍÓI.
SKELETON KEY kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
HERBIE FULLY LOADED kl. 2 - 4 - 6 - 8
THE ISLAND kl. 10
MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 2 - 4 m/ensku tali kl. 6
Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON
ÞEIR VILJA EKKI
AÐ ÞÚ VITIR HVAÐ ÞÚ ERT!
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.
DV
Ó.H.T. RÁS 2
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.
HÁDEGISBÍÓ AR MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
Rithöfundurinn og háð-fuglinn Helen Fielding
sem er frægust fyrir að skapa
hina seinheppnu Bridget Jon-
es hefur snúið aftur til síns
fyrra starfs sem pistlahöf-
undur. Helen varð heimsfræg
á einni nóttu þegar bók hennar Brid-
get Jones’s Diary kom út en í henni
gátu fjölmargar nútímakonur fundið
sig og í seinheppni hennar í ásta-
málum. Færri vita þó að Helen hóf
feril sinn sem dálkahöfundur á borð
við þann sem Sarah Jessica Par-
ker lék í Sex and the City og nú
hefur Helen snúið sér að fyrri
iðju, mörgum til mikillar ánægju.
Áhugasamir geta nálgast pistl-
ana á netsíðu breska blaðsins
The Independent á fimmtudögum.
Fólk folk@mbl.is
AÐALHEIÐUR Jónsdóttir söng
sig inn í hjörtu landsmanna í Idol-
keppninni hér um árið og hefur síð-
an varla hætt að syngja. Heiða í
Idol, eins og hún er oftast kölluð, á
lag á plötunni Svona er sumarið en
það er bara forsmekkurinn að sóló-
plötu sem væntanleg er fyrir jól.
„Idol-keppnin hefur gefið mér
frábært tækifæri og er hálfgerður
stökkpallur,“ sagði Heiða þegar
blaðamaður tók hana tali. „Ég hef
verið á fullu að syngja og fékk út-
gáfusamning við Senu sem gefur út
plötuna í haust. Plötuna vinn ég
með Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni,
sem er þvílíkur heiður enda er hann
auðvitað snillingur.“
Frumsamin lög og tökulög
Lagið á Svona er sumarið plöt-
unni heitir „Starlight“ og er eftir
Gunnar Þórðarson sem verður lík-
lega með nokkur lög á plötunni:
„Platan verður í dramatískum og
kraftmiklum dúr – sem hentar
minni rödd mjög vel. Hún verður
bæði með tökulögum, s.s. úr smiðju
Bonnie Tyler og Heart sem var
fræg á 8. áratugnum og „Dimmum
rósum“, góðu, íslensku lagi með
Töturum, og svo með frumsömdum,
spennandi nýjum íslenskum lögum.
Ég syng lög bæði eftir óþekkta og
þekkta höfunda, bæði eftir Þorvald
Bjarna og svo fleiri unga og spræka
höfunda.“
Syngjandi frá fæðingu
Heiða hefur í sumar sungið víðs-
vegar en hún starfar einnig á leik-
skóla. Hún segir börnin kát að hafa
stjörnu fyrir kennara: „Þau eru
mjög hrifin og ótrúlegt hvað þessi
keppni nær jafnt til ungra sem ald-
inna. Þetta er auðvitað skemmtileg-
asta starf í heimi fyrir utan tónlist-
ina.“
Heiða segist alla tíð hafa stefnt á
tónlistarferil: „Ég hef verið gólandi
frá því ég fæddist og það hefur allt-
af verið stefnan að fást við tónlist,
og einhvern veginn hefur aldrei
neitt annað komið til greina.“ Ferill-
inn fór af stað þegar Heiða stundaði
nám við Verslunarskólann: „Ég tók
þátt í söngleikjunum öll árin, sinnti
því kannski meira en náminu, og var
í hljómsveitinni URL frá því ég var
16 ára.“
Heiða hefur lagt stund á klass-
ískan söng við Söngskólann í
Reykjavík þó hún segist ekki ætla
sér frama á óperusviðinu en vill
gjarna hafa þann grunn sem klass-
ísk söngmenntun veitir henni. Bráð-
um gerist Heiða sjálf kennari en
hún mun kenna söng í tónlistarskóla
Þorvaldar Bjarna þar sem mikill
stjörnufans setur sig í kennarastell-
ingar.
Heiða, sem fyrir skömmu varð 24
ára, er á leið í verðskuldað frí með
fjölskyldunni en hellir sér í upp-
tökur á nýju plötunni þegar hún
snýr aftur til landsins.
Tónlist | Ný sólóplata með Heiðu úr Idol í bígerð
Dramatísk og kraftmikil
Morgunblaðið/Árni Torfason
Aðalheiður (Heiða) Ólafsdóttir Idol-stjarna.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is