Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÆGIR Ólafsson, fyrr-
verandi forstjóri, lést á
hjúkrunarheimilinu Eir
fimmtudaginn 18.
ágúst, 93 ára að aldri.
Ægir fæddist 10.
mars 1912. Foreldrar
hans voru Ólafur Sig-
urðsson, skipstjóri úr
Flatey í Breiðafirði, og
Guðrún Baldvinsdóttir.
Ægir brautskráðist
úr Samvinnuskólanum í
Reykjavík 1930. Hann
vann ýmsa verka-
mannavinnu og verslun-
arstörf 1930–36, í Hrís-
ey og Reykjavík. Veturinn 1931
stundaði hann málakennslu í Kefla-
vík.
Hann fór til Kaupmannahafnar
1936 og lærði verksmiðjuframleiðslu
m.a. á hönskum. Starfaði hann næstu
ár við Herkúles hf. og rak hanska-
gerð. Hann fór til Svíþjóðar 1939 og
lærði skóiðnað, en kom heim í Pet-
samoferð með Esjunni og rak síðan
skóverksmiðjuna Þór til
ársins 1941.
Ægir fór þá til
Bandaríkjanna, lærði
viðskiptafræði, og
dvaldist þar til ársins
1945. Hann stofnaði
heildverslunina Mars
Trading Company árið
1944 og var það ævi-
starf Ægis eftir það.
Ægir var einn af
stofnendum félags eldri
borgara í Reykjavík og
starfaði þar á skrifstof-
unni eftir að hefðbundn-
um starfsferli lauk
snemma á níunda áratugnum.
Hann kvæntist Láru Gunnarsdótt-
ur fóstru árið 1946 en þau skildu. Þau
eignuðust saman tvö börn, Guðrúnu
og Gunnar. Árið 1956 kvæntist Ægir
Jarmilu Veru Friðriksdóttur frá
Tékklandi en hún lést árið 1992. Sam-
an eignuðust þau börnin Ólaf og Evu
en fyrir átti Jarmila börnin Bennó og
Marcelu sem Ægir ættleiddi.
Andlát
ÆGIR
ÓLAFSSON
ÞRENNT var flutt á slysadeild eft-
ir að tveir bílar sem komu hvor úr
sinni áttinni rákust saman við
Straum á Reykjanesbraut um
klukkan fjögur aðfaranótt sunnu-
dags.
Fólkið sem slasaðist var allt í
öðrum bílnum en ökumaður hins
bílsins var einn í bílnum og er
hann grunaður um ölvun við akst-
ur.
Þrír á slysadeild
eftir árekstur
LÖGREGLAN á Húsavík handtók
mann aðfaranótt sunnudags fyrir
að hafa brotið rúðu í bakaríi og
verslunarmiðstöð í bænum.
Maðurinn var handtekinn nálægt
bakaríinu og fékk að sofa úr sér í
fangageymslum lögreglu. Honum
var sleppt í gærmorgun að lokinni
skýrslutöku.
Braut
rúðu í bakaríi
HANDALÖGMÁLUM milli
tveggja útlendinga fyrir utan
skemmtistaðinn í Hafnargötu í
Keflavík á laugardagskvöld lauk
með því að annar beit hinn í nef-
ið. Átökin hófust inni á staðnum
en lauk fyrir utan hann. Sá sem
varð fyrir áverkunum var að
sögn lögreglu fluttur til aðhlynn-
ingar á Heilbrigðisstofnun Suð-
urnesja.
Haft var uppi á gerandanum og
viðurkenndi hann aðild sína að
málinu. Báðir mennirnir eru á
fertugsaldri og starfa á Suð-
urnesjum.
Þá var talsvert um hraðakstur
á Suðurnesjum um helgina. Lög-
reglan mældi ökumann aðfara-
nótt sunnudags á 139 km hraða á
Reykjanesbraut þar sem há-
markshraði er 90 km en ökumað-
urinn er grunaður um ölvun við
akstur.
Á laugardagskvöld voru fjórir
ökumenn kærðir fyrir hraðakstur
og sá sem fór hraðast var mæld-
ur á 143 km á Reykjanesbraut.
Maður
bitinn í nefið
SKEMMTIBÁTURINN Sigurður
Þorkelsson slitnaði af legufærum
í Látrum í Aðalvík og rak um 200
metra á land í gærmorgun.
Talið er að legufærin hafi
brotnað vegna sjógangs og brims
en báturinn var mannlaus þegar
hann rak af stað.
Í kjölfarið var björgunarskipið
Gunnar Friðriksson kallað út og
lagði það af stað frá Ísafirði
klukkan hálfníu um morguninn
og kom til Aðalvíkur um tíuleyt-
ið.
Báturinn var nokkuð skemmd-
ur þegar björgunarmenn komu
að og þurfti að rífa talsvert af
tækjum úr honum og gera við
leka.
Áhöfn Gunnars Friðrikssonar
ákvað að bíða eftir flóði til að
koma bátnum á flot aftur. Sex
manns eru í áhöfninni og búist
var við því að skipið kæmi aftur
til Ísafjarðar um miðnætti.
Skemmtibát rak
á land í Aðalvík
„ÞAÐ er sókn í öllum greinum land-
búnaðarins, afurðir seljast vel og nýir
samningar um sölu landbúnaðaraf-
urða verða að þessu sinni ekki gerðir í
skugga birgða frá síðasta framleiðslu-
ári,“ sagði Haraldur Benediktsson,
formaður Bændasamtaka Íslands, í
setningarræðu sinni á landbúnaðar-
sýningunni í reiðhöllinni Svaðastöð-
um síðastliðinn laugardag. Haraldur
sagði það ánægjulegt að verða vitni
að svo stórri og yfirgripsmikilli sýn-
ingu sem þeirri sem hér væri sett upp
þar sem bæði væri um fagsýningu að
ræða og svo einnig sýningu á flestum
öðrum þáttum sem tengdust land-
búnaði.
Bjartara framundan í útflutn-
ingi landbúnaðarafurða
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra ávarpaði samkomugesti og
flutti kveðjur frá landbúnaðarráð-
herra og ríkisstjórn Íslands. Sagði
hann ánægjulegt að sjá eflingu allra
greina landbúnaðarins, sem kæmi
fram á þessari sýningu. Besti vottur-
inn um vaxandi starfsemi í sveitum
landsins kæmi ef til vill fram í því að
báðir háskólarnir sem tengjast land-
búnaði, á Hvanneyri og á Hólum,
nytu vaxandi vinsælda og mikil ásókn
væri í skólavist. Taldi ráðherra að
mikil sóknarfæri væru innan land-
búnaðarins, og nefndi í því sambandi
glæsilegt heimsmeistaramót íslenska
hestsins í Svíþjóð, kynningu á mjólk-
urafurðum í Danmörku og mjög vax-
andi eftirspurn eftir lambakjöti í
Bandaríkjunum.
Að loknum ávörpum voru veittar
umhverfisviðurkenningar Sveitarfé-
lagsins Skagafjarðar. Að þessu sinni
tóku við viðurkenningum bændurnir
Kristín Ólafsdóttir og Leifur Þórar-
insson vegna Keldudalsbúsins,
Ólafur Jónsson vegna fyrirtækisins
Lónkots á Höfðaströnd, Hallfríður
Sverrisdóttir og Sigurlaugur Elías-
son eigendur garðsins að Suðurgötu
20 á Sauðárkróki, og Sigríður Sigurð-
ardóttir safnvörður vegna Byggða-
safnsins í Glaumbæ. Fallegasta gatan
í þéttbýli þótti vera Brekkutún á
Sauðárkróki og tók Margrét Grétars-
dóttir við þeirri viðurkenningu, en að
lokum var Sveini Guðmundssyni veitt
viðurkenning fyrir einstakt framtak í
umhverfismálum.
Að þessu loknu var gestum boðið
að ganga út í Víðishólma, en það er
grösugur, manngerður hólmi rétt við
heimreiðina að Svaðastöðum. Þar
hefur Sveinn Guðmundsson gert fal-
legan reit með gróðursetningu, en
einnig með uppsetningu minnisvarða,
fyrst stórs steins með glæsilegri
hestsmynd, en nú var afhjúpaður
annar steinn með listaverki eftir Ein-
ar Gíslason, myndlistarmann á Akur-
eyri. Afhjúpaði Sturla Böðvarsson
minnisvarðann.
Á steininum er mynd af fjárrekstri
og kom fram í ávarpi listamannsins að
með þessu væri verið að minnast
horfinna búskaparhátta þegar bænd-
ur í Hegranesi ráku fé sitt í og úr af-
rétti um Sandana.
Fjöldi gesta og margt að skoða
Í sýningarhúsi var margt að sjá og
skoða. Innandyra var vísir að hús-
dýragarði, úti glæsileg vinnuvélasýn-
ing, á skeiðvelli Léttfeta gæðinga-
keppni en hinum megin húss sýndu
frábærir fjárhundar hvernig þeir
spara eigendum sínum sporin við
smölun og rekstur búfjár og kunnu
gestir vel að meta það sem fyrir augu
og eyru bar.
Birna Sigurðardóttir frá Mark
markaðsmálum, sem skipulagði sýn-
inguna, var mjög ánægð með hvernig
til hefði tekist, sagði húsið og staðinn
allan bjóða upp á sýningu sem þessa.
Hún sagðist ekki minnast svona sýn-
ingar hérlendis áður. Menn hefðu
rennt svolítið blint í sjóinn með það
hvernig til tækist, en þetta hefði allt
gengið upp og allir sýnendur sem nú
væru með sýningarbása væru búnir
að tilkynna um þátttöku að ári. Hús-
rými væri fyrir miklu fleiri sýning-
arbása innandyra og athafnarými og
öll aðstaða til að vera með góðar sýn-
ingar utandyra.
Mikil sala á
hnökkum og fatnaði
Bjarni Th. Sigurðsson hjá fyrir-
tækinu Hestar og menn sagðist mjög
ánægður með sýninguna. „Hér hefur
verið stanslaus ös og við erum búin að
selja mikið af hnökkum og allskonar
hestavörum. Við erum líka með fatn-
að og ýmsar rekstrarvörur fyrir
bændur og þetta er búin að vera góð
helgi.“
„Við erum hér með vélar fyrir um
það bil sextíu milljónir króna,“ sagði
Eyjólfur Pétur Pálmason hjá Vél-
fangi.
„Hér hefur verið fullt út úr dyrum
og við erum að sýna það nýjasta og
besta sem er á boðstólum. Við fengum
viðskiptavinina í lið með okkur og all-
ar vélarnar eru seldar sem hér eru.
Nú þegar til dæmis heyskapurinn
snýst um afköst og tíma verða bænd-
ur að hafa góðar og stórvirkar vélar,“
sagði Eyjólfur og benti á geysistóra
dráttarvél með sláttuáhöldum sem
skila níu metra vinnsluskára. „Þessi
vél er í eigu Jóns Elvars og Grettis á
Hrafnagilsbúinu og þeir voru svo lipr-
ir að lána mér hana til að sýna hér.
Við erum þrír sem erum að kynna
vörurnar, ég einn er sölumaður en
með mér eru verktaki og bóndi og
þeir geta miðlað af reynslu sinni af
vélunum í vinnu. Við höfum ekki haft
undan við að leyfa mönnum að taka í
vélarnar og reyna þær,“ sagði Eyjólf-
ur.
Ingimar Ingimarsson, fram-
kvæmdastjóri Svaðastaða, sagði við
lok sýningar að þessi helgi hefði verið
góð. „Veðrið lék við okkur, um það bil
tvö þúsund gestir komu á sýninguna
og allir fóru ánægðir, gestir og sýn-
endur,“ sagði hann.
Fjölmenni á landbúnaðarsýningu í reiðhöllinni á Sauðárkróki um helgina
Sókn í öllum greinum
íslensks landbúnaðar
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ávarpaði gesti í Víðishólma.
Skagfirsku bændurnir Bjarni Maronsson og Birgir Haraldsson ræða málin.
Eftir Björn Björnsson
bjorn@gsh.is
VERKAMAÐUR sem vinnur við
byggingu stöðvarhúss við Kára-
hnjúkavirkjun meiddist illa í baki
um helgina þegar steypurör fór í
sundur og slóst í bakið á honum.
Maðurinn var fluttur á heilsu-
gæsluna á Egilsstöðum og kom
þar í ljós að hann hafði hrygg-
brotnað, að sögn lögreglunnar á
Seyðisfirði.
Hryggbrotið er þó ekki talið
mjög alvarlegt og er búist við því
að það grói sjálft.
Verkamaður
hryggbrotnaði er
rör fór í sundur