Morgunblaðið - 22.08.2005, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GÖNG milli Dýrafjarðar og Arnar-
fjarðar skila viðunandi arðsemi,
miðað við gefnar forsendur sem eru
m.a. þær að göngin verði opnuð árið
2012 og þrír firðir í Breiðafirði verði
þveraðir en göng undir Dynjandis-
heiði skila hins vegar tapi. Þetta er
meðal þess sem fram kemur í
skýrslu sem ber heitið Samanburður
vegtenginga á Vestfjörðum - Sam-
félagsáhrif og arðsemi og Rann-
sóknarstofnun Háskólans á Akur-
eyri vann að ósk
Tálknafjarðarhrepps, Reykhóla-
hrepps og Vesturbyggðar.
Í rannsókninni var annars vegar
til skoðunar Vestfjarðavegur nr. 60
með jarðgöngum undir Hrafnseyr-
arheiði og styttingum í Breiðafirði.
Hins vegar voru endurbætur á
Djúpvegi nr. 61 og gerð nýs vegar
yfir Tröllatunguheiði á svokallaðri
Arnkötludalsleið rannsökuð.
Vegur um Arnkötludal
arðsamur
Í niðurstöðum rannsóknarinnar
segir m.a. að vegur um Arnkötludal
virðist skila mikilli arðsemi þó að
göng um Dýrafjörð yrðu gerð á
sama tíma en göngin myndu þó
draga eitthvað úr arðseminni.
Þá er bent á að þegar breytingar
á samskiptum milli fjögurra svæða
Vestfjarða eru skoðaðar virðast end-
urbætur og styttingar á Vestfjarða-
vegi nr. 60 leiða oftar til aukningar á
samskiptum en endurbætur og
styttingar á Djúpvegi auk þess sem
samskipti gagnvart höfuðborgar-
svæðinu muni aukast vegna stytt-
inga vegalengda. Enn fremur telja
rannsakendur að samskipti Ísafjarð-
arsýslna og höfuðborgarsvæðisins
muni aukast meira með endurbótum
og styttingum á Vestfjarðavegi en
Djúpvegi.
Endurbygging
Vestfjarðavegar
Skýrsluhöfundar segja að endur-
bygging Vestfjarðavegar og þar
með tenging byggðarlaganna í Vest-
ur-Barðastrandarsýslu og Ísafjarð-
arsýslna sé í góðu samræmi við
grundvallaratriði byggðaáætlunar
2002-5 og byggðaáætlunar fyrir
Vestfirði frá janúar 2005. Sama gildi
um fyrri áætlanir fyrir landshlut-
ann, allt aftur til ársins 1965, þar
sem gjarnan hafi verið lögð áhersla
á góðar tengingar innan landhlutans
og styrkingu byggðarkjarna.
Þá er bent á að endurbætur á
vegakerfi Vestfjarða muni draga úr
þeirri áhættu sem Vestfirðingar
upplifi á ferðum sínum að vetrarlagi,
þar sem ófærð, skriðu- og snjóföll,
sviptivindar og viðsjárverðir vegir
skapi hættu. Bent er á að dregið
gæti úr notkun Vestfirðinga á innan-
landsflugi þar sem hægt verði að
auka samskipti við höfuðborgar-
svæðið verði gerðar lagfæringar á
vegakerfinu. Endurbætur á vega-
kerfinu gætu ennfremur aukið við
ferðaþjónustu á Vestfjörðum og
komið þannig landsmönnum öllum
til góða.
Talið er að vegur um Arnkötludal
og Gautsdal kosti um 625 milljónir
króna án virðisaukaskatts. Miðað
við 5% vexti er hagnaður um 794
milljónir en sé miðað við 6% vexti er
hann 654 milljónir.
Göng undir Dynjandisheiði
óarðbær
Dýrafjarðargöng yrðu rúmlega
fimm kílómetra löng og áætla
skýrsluhöfundar að kostnaður við
gangagerð, þ.e. göng, vegskála,
vegagerð á Dynjandisheiði og vaxta-
kostnaður á framkvæmdatíma sé
um 2,7 milljarðar króna. Sé miðað
við 5% vexti og lítið atvinnuleysi yrði
hagnaðurinn af göngunum um 445
milljónir en 645 milljónir sé miðað
við mikið atvinnuleysi. Ef vextir
væru hins vegar 6% yrði ábatinn 103
milljónir í litlu atvinnuleysi og 303
milljónir í miklu atvinnuleysi.
Göng um Dynjandisheiði myndu
hins vegar skila töluverðu tapi,
hvort sem þau yrðu gerð sem viðbót
við Dýrafjarðargöng eða samhliða
þeim. Yrði fyrri kosturinn valinn
væri arðsemin neikvæð um 2,5 til 3,3
milljarða króna miðað við 5-6%
vexti. Yrði seinni kosturinn fyrir val-
inu yrði hins vegar arðsemin nei-
kvæð um 1,9 til 3,2 milljarða króna
miðað við sömu forsendur.
Í öllum þessum vegaframkvæmd-
um er gert ráð fyrir töluverðri um-
ferðaraukningu á næstu árum.
Skýrslan verður til umfjöllunar á
Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Pat-
reksfirði í byrjun september. Sveit-
arfélögin sem stóðu að gerð skýrsl-
unnar stefna á að senda hana til
Skipulagsstofnunar sem lið í athuga-
semdum við matsskýrslu Vegagerð-
arinnar um Vestfjarðaveg nr. 60.
„ÉG ER jákvæður á þessa skýrslu
sem hefur sýnt og sannað það sem
mann hefur lengi grunað að í fram-
tíðinni verði aðalleiðin til Ísafjarðar
Vestfjarðarvegur en ekki Djúpveg-
ur þannig að leiðin muni liggja í
gegnum Reykhólahrepp,“ segir
Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri
í Reykhólahreppi, sem er einn
hreppanna sem lét vinna skýrsluna.
Hann segir ákaflega mikilvægt
að þær vegabætur sem skýrslan
nefnir verði að veruleika. „Ég held
að það sé skynsamlegt að verja pen-
ingunum í þetta því þetta skapar
ekki bara stystu
leiðina milli
norðurhluta
Vestfjarða og
allra landshluta
heldur tengir
einnig alla hluta
Vestfjarða,“ seg-
ir Einar sem tel-
ur að Vestfirð-
ingar eigi hvergi
að gefa eftir og
fara fram á að bæði Dýrafjarðar-
og Dynjandisheiðargöng verði
gerð.
Ný skýrsla um samanburð vegtenginga á Vestfjörðum
lögð fyrir Fjórðungsþing Vestfirðinga
Dýrafjarðargöng skila
viðunandi arðsemi
Hér má sjá þær vegaframkvæmdir á Vestfjörðum sem rannsakaðar eru í
skýrslunni, en hún verður rædd á þingi Fjórðungssambands Vestfjarða.
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Vestfirðingar eiga
hvergi að gefa eftir
Einar Örn
Thorlacius
UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík,
ungliðahreyfing Samfylkingarinn-
ar, hafna málamiðlunartillögu um
flugvöll á Lönguskerjum í Skerja-
firði. Þeir vilja að flugvöllurinn fari
úr Vatnsmýrinni hið fyrsta og að
innanlandsflugið fari til Keflavíkur.
Í fréttatilkynningu frá Ungum
jafnaðarmönnum í Reykjavík segir
að við óbreytt ástand verði ekki
lengur unað því byggðin muni að
öðrum kosti halda áfram að þenjast
út og þynnast til tjóns fyrir allt
borgarsamfélagið. Vatnsmýrin sé
gríðarlega verðmæt fyrir framtíð-
arþróun borgarinnar og hægt sé að
koma mörg þúsund manna íbúða-
byggð ásamt ýmiss konar atvinnu-
starfsemi fyrir á svæðinu sem nú sé
undirlagt af flugvellinum.
„Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík
telja hagsmuni Reykvíkinga fram-
tíðarinnar vega þyngra en slæmar
málamiðlanir stjórnmálamanna
dagsins í dag. Ungir jafnaðarmenn
í Reykjavík vilja af þessum sökum
að innanlandsflugið fari til Kefla-
víkur og hafna öllum málmiðlunar-
tillögum líkt og þeirri að færa flug-
völlinn á Löngusker í Skerjafirði.
Fyrst hægt er að reisa flugvöll á
skerjunum þá er vel hægt að reisa
þar blandaða byggð í náinni framtíð
og þá má svæðið ekki vera und-
irlagt af flugvelli; annars munu
Reykvíkingar standa á nákvæm-
lega sama punkti og þeir gera núna
varðandi Vatnsmýrina,“ segir í til-
kynningunni.
Þá segir að mörg önnur rök mæli
gegn byggingu nýs innanlandsflug-
vallar á höfuðborgarsvæðinu, t.d.
mikill stofnkostnaður og meiri
rekstrarkostnaður en ef notast yrði
við Keflavíkurflugvöll fyrir innan-
landsflug. Með því að flytja innan-
landsflugið til Keflavíkur megi líka
losna við þá hávaðamengun og
slysahættu sem fylgir flugi í svo
mikilli nálægð við byggðina á höf-
uðborgarsvæðinu.
UJ hafna flugvelli á Lönguskerjum
BENEDIKT S. Lafleur hóf í gær
Vestfjarðasundið svokallaða, en
hann hyggst synda Vestfirðina
þvera til að vekja athygli á um-
hverfisperlum þeirra og vekja
menn til vitundar um gildi hinnar
ósnortnu náttúru. Sund sunnudags-
ins hófst klukkan átta á sunnudags-
morgun í Gilsfirðinum og Benedikt
synti yfir hann, Króksfjörð og
Berufjörð. Sundið gekk vel. Næsti
fjörður í röðinni er Djúpifjörður.
Ljósmynd/GAK
Benedikt lagður af stað
á morgun
Umræðan
Daglegt
málþing
þjóðarinnar