Morgunblaðið - 22.08.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.08.2005, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AUKIÐ hreyfingarleysi barna í nútímasamfélagi er orðið umhugs- unarefni vegna þeirra fylgifiska sem það hefur í för með sér. Í þessu sambandi er oftast bent á offitu sem helstu afleiðingu hreyf- ingarleysis en í umræðunni hafa gleymst aðrir mik- ilvægir þættir. Hreyfingarleysið hef- ur nefnilega ekki að- eins áhrif á holdafar barna heldur hefur það einnig neikvæð áhrif á almenna þroskaþætti þeirra, s.s. hreyfi- og fé- lagsþroska. Hreyfing- arleysinu fylgja keðjuverkandi áhrif sem geta komið niður á eðlilegri þróun þessara þroskaþátta. Þau börn sem ekki taka þátt í íþróttum og leikjum með öðrum eiga það á hættu að fá ekki næga hreyfiörvun og staðna því að hluta til í hreyfi- þroska. Ef það gerist veigra börn sér við því að taka þátt í íþróttum og leikjum og eiga þá oft erfitt með að öðlast félagslega við- urkenningu jafningjahópsins. Ný íslensk rannsókn sem gerð var á tengslum hreyfiþroska barna og félagslegrar stöðu þeirra innan jafningjahópsins (Heiðrún Björk Jónsdóttir og Pétur Veigar Pét- ursson 2005) sýnir fram á sterk tengsl milli þessara tveggja þátta. Þau börn sem fengu háa einkunn á hreyfifærniprófi (Movement ABC) komu yfirleitt einnig vel út á fé- lagstengslaprófi (sociometry). Þessu var einnig öfugt farið, þ.e. að þau börn sem fengu lágt á hreyfifærniprófi komu yfirleitt verr út á félagstengslaprófi en þeir sem höfðu yfir góðum heyfi- þroska að ráða. Fylgni rannsókn- arþáttanna tveggja var marktæk miðað við tölfræðileg öryggismörk 0,01, sem þýðir að hægt er að segja með 99% vissu að tengslin eru ekki til komin fyr- ir tilviljun. Í ljósi þessa er mik- ilvægt að þeir sem standa á bak við barna- og unglingaí- þróttir, þjálfarar og aðrir stjórnendur, til- einki sér fagleg vinnu- brögð því á herðum þeirra hvílir mikil ábyrgð. Iðkendur eiga að fá krefjandi verk- efni við hæfi og með því fá þeir tækifæri til að efla líkams- og félagsþroska ásamt öðrum þroskaþáttum. Knattspyrnufélagið Valur mót- aði árið 2003 stefnu félagsins í málefnum barna og unglinga í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur. Markmið stefnumót- unarinnar var að auka almennt faglega starfsemi félagsins á öllum sviðum, t.d. í málefnum þjálfunar, stjórnsýslu, vímuvarna, eineltis og jafnréttis. Stefnunni voru gerð góð skil í útgefinni íþróttanámskrá Knattspyrnufélagsins Vals. Til að sinna þeirri samfélagslegu skyldu sem Valur gegnir býður fé- lagið upp á skipulagða íþrótta- iðkun fyrir börn allt frá þriggja ára aldri. Í haust er ráðgert að Valur bjóði í fyrsta skipti upp á íþróttaskóla fyrir 3–6 ára börn þar sem unnið verður markvisst að efl- ingu hreyfi- og félagsþroska barnanna. Einnig býður Valur upp á íþróttaskóla barnanna í sam- starfi við hverfisskólana, ÍTR og ÍBR fyrir börn í 1. bekk grunn- skóla. Íþróttaskólarnir verða starf- ræktir á veturna en á sumrin býð- ur Valur upp á Sumarbúðir í borg (sjá upplýsingar á valur.is) sem er leikjanámskeið fyrir 5–10 ára börn þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Frá sex ára aldri gefst börnum kostur á að hefja æfingar innan deilda félags- ins m.t.t. iðkendalista og geta þá byrjað að æfa knattspyrnu, hand- knattleik og körfuknattleik. Á öll- um sviðum og á öllum aldurs- skeiðum býður Valur upp á faglega þjónustu sem hefur það að markmiði að efla almennan þroska einstaklingsins í gegnum leik og starf. Mikill uppgangur er innan Knattspyrnufélagsins Vals og bjóðum við börn og unglinga vel- komna til leiks með okkur. Segjum hreyfingarleysinu stríð á hendur og leyfum börnunum okkar að stunda uppbyggilegar, þroskandi og skipulagðar íþróttir og hreyf- ingu. Hugum að hreyfingu og hreysti meðal barnanna okkar Pétur Veigar Pétursson fjallar um gildi þess að börn fái næga hreyfingu Pétur Veigar Pétursson ’Þau börn sem fenguháa einkunn á hreyfi- færniprófi komu yf- irleitt einnig vel út á fé- lagstengslaprófi …‘ Höfundur er íþróttafulltrúi Knattspyrnufélagsins Vals. DAGFORELDRAR reka einka- dagvistun á heimilum sínum eða leigja húsnæði undir starfsemi sína. Ég álít að flestir geri sér grein fyrir að öll einkafyrirtæki bera fulla ábyrgð á fyrirtæki sínu og þurfa að borga það sem kostar að reka fyrirtækið. Hvað varð- ar þessi mikilvægu verktakafyrirtæki virðist það standa í mörgum að þau eiga alfarið allan þann rétt sem önnur einkafyr- irtæki hafa en að sjálfsögðu einnig þær skyldur sem fylgja rekstr- inum. Mikils misskilnings virðist gæta í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar um þessi atriði. Allt frá því að Reykja- víkurlistinn tók við stjórn borg- arinnar hefur barátta dagforeldra við stjórnsýsluna einkennst af því að þurfa að verja rétt sinn daginn út og inn. Virðist öll afgreiðsla mála einkennast af að þeir sem koma að þessari stétt frá borg- arinnar hálfu séu ekki færir um að gera sér grein fyrir að dagvist- unin sé rekin sem einkafyrirtæki en álíta að þeir megi skipta sér af daglegum rekstri þess eins og að borgin reki það. Mitt álit er að borg- arstarfsmenn hafi að- eins leyfi til að huga að barnavernd og ör- yggismálum innan íbúðarinnar. Ég byggi þetta á þeim lögum sem gilda um starfsemina og tel mig vera vel inni í þeim málum þar sem ég var í forustu til margra ára til að fá þau lög gerð og með í að gera reglugerðina. Því miður einkennist starfsemi umsjónaraðila mjög oft af hroka og er eins og þeir ásamt stjórn Leik- skóla Reykjavíkur geri sér ekki grein fyrir í hverju starfsemi þeirra felst. Umboðsmaður Alþingis hefur dæmt í máli tveggja dagmæðra þar sem kom fram að stjórnsýslan frá A til Ö hafði brotið á rétti þeirra til réttrar málsmeðferðar. Virðist vera að stjórnsýslufólkið hafi fyrst og fremst reynt að verja eigin starfsmenn í þeirra lögleysu og órétti gagnvart dagmæðrunum. Þetta kostaði um það bil 600.000 kr. sem dagmæðurnar og „Barna- vistun“, félag dagforeldra í Reykja- vík borguðu. Það gefur auga leið að dagforeldrar hafa ekki efni á að standa í svona stríði við stjórn- sýsluna. Nú hefur komið upp rannsókn á skattamálum þessara einkafyr- irtækja. Þau mál hafa verið mjög einkennileg frá upphafi og er nauð- synlegt að gengið sé rétt frá þeim á landsvísu og þess verði gætt að þessi fyrirtæki fái sinn lagalega rétt og einnig borgi þá rétta skatta eftir landslögum. Svo einkennilega er unnið að þessum málum að í nóvember 2004 eru Leikskólar Reykjavíkur beðnir um að gefa upp það sem þeir hlutuðust til um að borga fyrir foreldrana til dag- foreldranna. Borgin styrkir ekki dagforeldrana um eina krónu en foreldrar vistaðra barna fá nið- urgreiðslu frá borginni. Gögnin voru send án þess að láta dagfor- eldra vita og þeir sem unnu fyrir skattstjóra að þessu máli höfðu aldrei samband við rétta aðila eins og gert er við sjálfstæð fyrirtæki. Þarna varð algjör trúnaðarbrestur milli flestra dagforeldra og starfs- manna Leikskóla Reykjavíkur. Síð- an hafa þessir starfsmenn skatt- stjórans verið að funda með starfsmönnum Leikskóla Reykja- víkur en ekki talað við for- ustumenn félags dagforeldra. Ég tel þetta lögleysu og algjöra lítilsvirðingu við starfsemi dagfor- eldra. Mun þessu verða mótmælt af hörku og því miður þarf að kosta til lögfræðiaðstoð einu sinni enn til að verjast stjórnsýslu op- inberra starfsmanna Reykjavík- urborgar. Einnig þarf að ganga úr skugga um að starfsmenn skatt- stjórans fari eftir lögum og séu ekki að kalla til fólk sem hefur engan rétt til að fjalla um fjármál dagvistunar á einkaheimilum. Lögð hefur verið inn beiðni til Fjármálaráðuneytisins að vinna að reglugerð um þessa dagvistun vegna skattamálanna sem mun þá vera fyrir allt landið. Var mjög vel tekið í að athuga þetta mál og hef ég verið beðin um að fylgja þessum málum eftir fyrir hönd dagfor- eldra. Dagvistun á einkaheimilum Selma Júlíusdóttir fjallar um dagvistarmál Selma Júlíusdóttir ’Borgin styrkir ekkidagforeldrana um eina krónu en foreldrar vistaðra barna fá niðurgreiðslu frá borginni.‘ Höfundur er fyrrverandi formaður dagforeldra í Reykjavík. FRÁ blautu barnsbeini stefna flestir að því að mennta sig, koma sér upp heimili, eignast börn, hvítt grindverk og allan pakkann. Þetta er það sem samfélagið ætlast til og ber í raun hag af. En hvernig styður það umhverfi sem við búum við þessa „gullnu“ leið? Húsnæð- isverð fer hækkandi, en er leyst með hærri lánum sem hægt er að borga af það sem eftir er af lífinu og jafnvel arfleiða börnin sín að. Krafa um menntun er alltaf að aukast og fólk er því lengur en áð- ur að koma sér upp því lífi sem það stefnir að. Breyting á lögum Á þessu ári tóku í gildi ný lög um fæð- ingarorlof sem segja að nú skuli reikna greiðslur orlofsins miðað við laun til- vonandi foreldra tvö ár til baka, í stað eins árs áður. Þegar fólk er að koma á vinnumark- aðinn eftir langt og strangt framhalds- nám tekur það ein- hvern tíma að komast í þann launaflokk sem það stefnir að. Fólk á barneignaraldri er það fólk sem hækkar hvað hraðast í laun- um og stendur auk þess oft á tíð- um undir hærri afborgunum en þeir sem náð hafa lengri starfs- aldri. Greiðslur úr Fæðingaorlofssjóði fá foreldrar sem hafa verið sam- fellt í starfi í a.m.k. sex mánuði fyrir töku fæðingarorlofs. Mán- aðarleg greiðsla til foreldra í fullu orlofi nemur 80% af meðallaunum síðustu tveggja ára. Þá skiptir ekki máli hvort viðkomandi er ný- kominn á vinnumarkaðinn eða ekki. Þess má einnig geta að rík- isstarfsmenn fá 100% laun greidd í fæðingarorlofi en borga þó hlut- fallslega jafnháan skatt og þeir sem vinna hjá einkareknum fyr- irtækjum. Útreikningur orlofsins hjá námsmönnum Einstaklingur sem er nýkominn úr námi og hefur unnið í eitt ár fær fæðingarorlof samkvæmt þessu eina ári. Auk þess eru reiknaðir með þeir mánuðir sem viðkomandi vann í sumarvinnu meðan á námi stóð, í þessu tilfelli eitt sumar. Þeir mánuðir sem við- komandi var í skóla eru reyndar frátaldir. Þetta gefur ekki raun- verulega mynd af tekjum viðkom- andi því sumarvinna gefur í flest- um tilfellum lægri laun en fram- tíðarstarf og oft á tíðum munar þetta drjúgri upphæð. Þegar litið er til þess að við- komandi á mjög líklega eftir að vera á vinnu- markaðnum í mörg ár og hækka nokkuð hratt í launum, er þetta „lé- leg tímasetning“ til að eignast barn. Við erum jú flest að mennta okk- ur meðal annars til þess að eiga möguleika á hærri launum. Við útreikning á fæð- ingarorlofsgreiðslum er miðað við tvö tekjuár fyrir fæðingu barns sem þýðir að síðasti mánuður sem tekinn er með í reikninginn er desember. Greiðsluviðmiðunin fer því algerlega eftir því hvenær barnið fæðist. Ef það fæðist í jan- úar eru allir mánuðir teknir með í reikninginn að fæðingu barnsins. Aftur á móti ef barnið fæðist í nóvember skiptir ekki máli hvort laun hafi hækkað síðasta árið. Ef hægt er að horfa til baka tvö ár launalega séð hversvegna er þá ekki hægt að taka tillit til launa síðustu mánuði fyrir fæðingu barns? Mín skoðun er sú að vinnufært fólk eigi að skila sínu til sam- félagsins og uppskera samkvæmt því. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að við borgum öll skatt af laununum okkar. Er því ekki eðlilegt að fæðingarorlof sé reiknað miðað við þær tekjur sem einstaklingur hefur rétt fyrir fæð- ingu barns og á líklega eftir að hafa í framtíðinni, en ekki miðað við laun löngu fyrir fæðingu barnsins og á námstíma. Fæðingarorlof námsmanna Kristín Þorleifsdóttir fjallar um fæðingarorlofsrétt ’Er því ekki eðlilegt aðfæðingarorlof sé reikn- að miðað við þær tekjur sem einstaklingur hefur rétt fyrir fæðingu barns og á líklega eftir að hafa í framtíðinni...‘ Kristín Þorleifsdóttir Höfundur er varaformaður Banda- lags íslenskra námsmanna (BÍSN). Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kalrifjaðan siðblindan mann fyrri tíma má nefna Rocke- feller sem Hare telur einn spillt- asta mógúl spilltustu tíma... Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka um- ræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi.                     

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.