Morgunblaðið - 22.08.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.08.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 33 MENNING 10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 nokkur sæti laus 11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 nokkur sæti laus 12. sýn. sun. 4/9 kl. 16 sæti laus Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14. Bókabíllinn kl. 13.30–14, boccia kl. 10. Ath. baðþjónusta fyrir hádegi alla daga nema miðvikudaga frá kl. 13–16. Vinnustofa frá kl. 9, hádegismatur frá kl. 12–13. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, fótaaðgerð, samverustund. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13–16 brids. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan er opin í dag frá kl. 10. til 11.30. Félagsvist verður spiluð í kvöld í Gull- smára kl 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Dagsferð 25. ágúst – Reykjanesskagi. Ekið um Vatnsleysu- strönd og Voga, Jarðfræðisafnið í Gjánni í Svartsengi skoðað og Salt- fisksetrið í Grindavík, síðan ekið að Reykjanesvita, að Garðskagavita og til Sandgerðis, Hvalneskirkja skoðuð. Uppl. og skráning í síma 588 2111. Félag kennara á eftirlaunum | Ferðin í Fjörður og Flateyjardal miðvikudaginn 24. ágúst kl. 9 frá Umferðarmiðstöð- inni á Akureyri. Skráning hjá KÍ í 595 1111. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. tréútskurður og almenn handavinna. Frá hádegi spilasalur opinn, vist, brids, skák. „Litaljóð“ myndlistarsýning Lóu Guð- jónsdóttur stendur yfir. Veitingar í há- degi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi – spjall – dagblöðin, kl. 10 fótaaðgerð, bæna- stund, kl. 12 hádegismatur, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl 9. Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Fótaað- gerðir, s. 588 2320. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Púttvöllur opinn alla daga. Listasmiðja og Betri stofa kl. 9–16. Dagblöðin liggja frammi. Morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Fé- lagsvist kl.13.30. Hárgreiðslustofa 568 3139. Fótaaðgerðarstofa, s. 897 9801. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handa- vinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 leikfimi (júní–júlí). Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja 8.45, handavinnustofan opin, hár- greiðsla og böðun, frjáls spilamennska kl. 13. Skráning stendur yfir í námskeið vetrarins sem eru opin öllum og öllum aldurshópum. Uppl. í síma 411 9450. KETILHÚSIÐ á Akureyri hýsir nokkuð stórt fjölnota rými, m.a. notað til þess að sýna mynd- list. Sýning Guðrúnar Pálínu er ekki umfangs- mikil en nær þó að fylla vel upp í rýmið og er framsetning hennar til fyrirmyndar. Við upp- setningu verka sinna naut listakonan aðstoðar eiginmanns síns en samvinnu af þessum toga mættu fleiri myndlistarmenn tileinka sér. Oft getur utanaðkomandi aðili komið með ferska sýn á listaverk og brotið upp staðnaðar hug- myndir um framsetningu. Sýning Guðrúnar Pálínu er tvískipt, annars vegar málverk og hins vegar portrettinnsetn- ing af fjöllistakonunni Önnu Richardsdóttur. Í báðum tilfellum er um portrettmyndir að ræða og forvitnilegt að bera saman þá ólíku miðla sem listakonan nýtir sér. Portrettið Anna, bara Anna er byggt á ljósmyndum, myndbandi sem sýnir dansgjörning og öðru sem sýnir samtal kvennanna tveggja um stjörnukort Önnu. Stjörnukortið er einnig hluti af sýningunni, handskrifaður texti og ljósmyndir fylgja því. Föt Önnu má sjá á stól og litríkar slæður og einskonar sjálfshjálpar-stikkorð þekja heilan vegg. Í sýningarskrá kemur fram að listakonan hefur dálæti á tungumálinu og sér í lagi hand- skrifuðum texta. Hún segir einnig eitthvað á þá leið að stjörnuspekina megi sjá sem leið til skilnings á manneskjunni líkt og málfræðin sé ein leið til skilnings á tungumálinu. Þetta er lík- ing sem vekur upp margar spurningar og er ef til vil ekki til þess fallin að opna augu áhorfand- ans fyrir ætlun listakonunnar, samanburður á hlutverki og virkni kerfa á borð við stjörnu- speki og málfræði er spennandi en of umfangs- mikill og flókinn í þessu tilfelli. Hið sama má segja um þá aðferð Guðrúnar Pálínu að setja fram upplýsingar um stjörnukort Önnu með handskrifuðum texta. Hér er um það mikið magn texta að ræða og flókið kerfi, að hafi ætl- unin verið að gefa áhorfandanum greinargóða mynd af stjörnukortinu hefur það ekki tekist. Einhvers konar óljós hugmynd er nærri lagi, ég er ekki viss um að margir leggi það á sig að lesa þennan massa. Samtal við Önnu á mynd- bandi sem hljómar í eyrum áhorfenda virkar betur í þessu samhengi og slitur úr því ná at- hyglinni. Myndband sem sýnir dansgjörning vekur án efa upp mismunandi tilfinningar hjá áhorfendum sem mynda sér einhverja skoðun á persónu Önnu út frá því, hver á sinn hátt. Sama má segja um ljósmyndir, slæður og stikkorð. Föt á stól eru síðan að mínu mati of nálæg per- sónu Önnu og stinga í stúf við aðra hluta sýn- ingarinnar sem byggja á sýn Guðrúnar Pálínu og samspili þeirra tveggja. Þegar maður síðan veltir því fyrir sér hvernig listakonunni tekst að draga upp mynd af Önnu verður dálítið fátt um svör. Hér er nokkuð mikið magn upplýsinga saman komið en þó engin skýr mynd, ekkert sem stendur upp úr eða situr eftir í huganum. Ef til vill hefði annars konar áhersla á einstök atriði getað skapað eftirminnilegri innsetningu, en ekki er hægt að útiloka að ætlunin hafi verið einmitt þessi og skilaboðin þá kannski þau að við séum öll flóknir persónuleikar og ómögu- legt að birta skýra mynd. Einna best tekst Guðrúnu Pálínu ef til vill að sýna fram á að öll eigum við margt sameiginlegt, veikar hliðar og sterkar. Málverkin Svipir eru andlitsmyndir sem sýna mismunandi samsetningar af fólki sem tengist hvert öðru á einhvern máta, hjón, nöfn- ur, ættliðir o.s.frv. Hér birtast sterkari myndir af einstaklingum sem einnig eru eftirminnilegri en innsetningin á neðri hæð. Manneskjan sem fyrirbæri er listakonunni augljóslega hugleikið viðfangsefni og að mínu mati nálgast hún það á persónulegri hátt í málverkum sín- um. Samhangandi og metnaðarfull vinna við málverkið myndi síðan skila enn áhugaverðari árangri. Þannig er í pottinn búið í íslensku samfélagi að listamenn eru gjarnan mikið út og suður við ýmis störf, einnig er myndlistin í dag nokkuð tætt að því leyti að svo margir miðlar eru í gangi og stundum of margir. En ég gæti einnig ímyndað mér sýningu með enn frekara samblandi allra þessara miðla sem Guð- rún Pálína notar hér, þar sem stjörnukort og texti, ljósmyndir og myndbönd væru sjálfstæð hjálpartæki málverksins eða öf- ugt, að mínu mati er þetta tvennt hér óþarflega aðskilið. Myndir af mér og þér Morgunblaðið/Kristján Forfeður og mæður, mynd á sýningu Guðrúnar Pálínu í Ketilhúsinu á Akureyri. MYNDLIST Ketilhúsið, Akureyri Sýningu lokið. Anna, bara Anna, svipir, málverk og blönduð tækni, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir Ragna Sigurðardóttir ÞAÐ er rík tilhneiging í nútímanum að líta á skáld- skap sem lokaðan heim. Ljóðið er geimfar á óvissri leið. Skáldið hefur lokið sínu verki. Það hefur skot- ið kveðskapnum á loft. Það er jafnvel horfið af sviðinu. Eftir stendur ljóðið, sjálf- stæður heimur, sem lýtur sínum lögmálum, óháð tíma og rúmi, á hraðferð inn í heim sem er afstæður. En mynd ljóðsins hefur litla þýðingu þannig. Merking þess er ávallt hluti af orð- ræðu, tjáning þess ævinlega háð stund og stað. Þegar Halldór Laxness gaf út Kvæðakver sitt datt honum ekki í hug annað en tengja kvæði sín stund og stað. Þeim fylgdu skýringar, stað- setningar og jafnvel dagsetningar. Hann hafði þann skilning á ljóðum sínum að þau væru virk orðræða, uppgjör við mál og málefni. Nýlega kom út úrval kvæða Halldórs í kveri sem nefnist Dáið er alt án drauma & fleiri kvæði. Útgefandi hefur valið all- nokkur kvæði úr Kvæðakveri og aug- ljóslega hefur hann í huga að gera kvæðin með því aðgengileg almenn- ingi. Ljóð Halldórs eru ekki alltaf létt viðureignar. Mörg þeirra eru mód- ernísk, expressíonísk og súrrealísk. Raunar má sega að mesta gildi kvæða Halldórs sé fólgið í þeirri til- raunastefnu sem birtist í hinum mód- ernísku kvæðum hans en þar er Úng- língurinn í skóginum besta dæmið. Hér er aftur á móti valin sú leið að sleppa slíkum kvæðum. Fyrir bragð- ið verður sú mynd sem lesandi fær af ljóðum Halldórs í þessu litla kveri einhvers konar bragðdauft sambland af nýrómantík og raunsæi svo að manni dettur í hug Davíð Stefánsson frá Fagraskógi eða Guðmundur Böðvarsson án þess ég vilji rýra gildi þeirra góðu skálda. Valið minnir nefnilega dálítið á það þegar tónlist- arútgefendur velja að gefa út geisladiska sem hefjast á ensku orðunum Best of … og slíkar útgáfur eru ekki alltaf bragðmiklar. Ég segi ekki að kvæðakver- ið nýja sé bragðlaust. Í því eru mörg ágæt kvæði eins og Hall- ormsstaðarskógur og Íslenskt vögguljóð. En margt af því sem Halldór orti kvað hann í orðastað skáldsagnapersóna sem áttu að vera misjafnlega orð- hagir menn og ljóðin í kverinu bera þess vitni. En þá verða lesendur líka að vita hvað býr að baki þeim, hvers konar veruleika þau túlka. Án slíks paródísks samhengis rista þau ekki djúpt. Þó er Halldór ævinlega slíkur orðafrömuður að í hvunndagslegasta og raunsæislegasta skáldskap hans stöndum við allt í einu frammi fyrir hinum magnaðasta dadaisma. Skoð- um bara kvæðið Á þjóðveginum sem er uppfullt af Ólafi Kárasyni Ljósvík- ingi, hinu raunsanna alþýðuskáldi. Síðasta erindi þess kvæðis er óborg- anlegt, í senn partur af raunsæisver- öld skáldsögunnar og dadaísk til- raunastarfsemi: Á morgun ó og aska, hí og hæ og ha og uss og pú og kanski og seisei og korríró og amen, bí og bæ og basl í hnasli, sýsl í rusli og þeyþey Kvæði Halldórs Laxness standa ævinlega fyrir sínu. Samt sem áður finnst mér það ekki góð latína að gefa út jafneinhliða kvæðasafn og hér um ræðir. Í slíku úrvali missum við sjón- ar á þeirri breidd sem einkenndi ljóðagerð hans. „Úrval“ kvæða Halldórs Laxness BÆKUR Ljóð eftir Halldór Laxness. Vaka-Helgafell. 2005 – 58 bls. Dáið er allt án drauma og önnur önnur kvæði Skafti Þ. Halldórsson Halldór Laxness LORNA er félag áhugafólks um raf- ræna list og hefur staðið fyrir sýn- ingum og ýmsum uppákomum síðan félagsskapurinn var stofnaður árið 2002. Í Nýlistasafninu stendur nú yf- ir sýning á verkum eftir nokkra af liðsmönnum Lornu, þá Ragnar Helga Ólafsson, Pál Thayer, Harald Karlsson, Hlyn Helgason, Frank Hall og Finnboga Pétursson. Mér sýnist listamennirnir þó eiga annað sammerkt en áhuga á rafrænum list- um og af verkum þeirra í Ný- listasafninu að dæma sjá þeir heim- inn í stóru samhengi, velta sér ekki upp úr samfélagslegum dægurmál- efnum eins og títt er í samtímalist. Þeir skoða eðli heimsins út frá vís- indalegum kenningum og lögmálum. Finnbogi Pétursson er vafalaust þekktastur þessara listamanna. Framlag hans nefnist „Miðja“ og er steinn á stöpli sem listamaðurinn fann á Snæfellsnesi. Verkið er til- einkað Jules Verne, væntanlega vegna ferðarinnar til miðju jarðar gegnum Snæfellsjökul. Miðja steins- ins er send út á FM 103,7 fyrir þá sem vilja hlusta en þar heyrist ekk- ert. Má vera að listamaðurinn sé að vísa til þess að kjarni alls sé þögn. Út frá því sjónarmiði er verkið nokk- uð heillandi. Verk Hlyns Helgasonar er metn- aðarfull tilraun til að kynna svokall- að DTP-tímatal sem byggist á tuga- kerfi líkt og mælingar á þyngd og stærð hluta. Verulega vel útfært hjá listamanninum, skýrt og skorið, jafnt í sýningarsalnum sem á net- slóðinni www.dada.is/DTP/. Ragnar Helgi er öllu rómantískari en Hlynur hvað tímann varðar og sýnir gagnvirkt verk, „Baksýnis- spegil v.0.9“, þar sem bjagaðri mynd af sýningargestum er varpað á vegg- inn og blandast saman við myndir af sýningargestum sem hafa áður skoðað sýninguna. Þeir verða sem draugar og fortíð og nútíð blandast þá saman. Þetta er kannski ekki frumlegasta verkið á sýningunni og má jafnvel rekja það til gagnvirkra verka konseptlistamannsins Dans Grahams. Einnig sýndi Haraldur Karlsson sams konar verk í Galleríi Reykjavík fyrir nokkrum árum. Engu að síður er þetta skemmtileg upplifun og hefur baksýnisspegillinn það líka umfram restina af verk- unum á sýningunni að vera ekki bil- aður. Verk Franks Hall, Haralds Karlssonar og Páls Thayer voru nefnilega úr leik sökum tæknigalla í þau tvö skipti sem ég hef heimsótt sýninguna. Kannski er eitthvert skipulagsvandamál í gangi og/eða erfitt að útvega viðeigandi tækni- búnað. Sjálfsagt hefði gervi- þrívíddarverk Haralds Karlssonar líka notið sín þrátt fyrir tækniörð- ugleika ef það væri sýnilegt á veggn- um. En þar sem Krútt-sýningin í forsalnum þarf á ljósi að halda sem leitar inn í aftari rýmið þar sem fé- lagar Lornu sýna er skjáverk Har- aldar nær ósýnilegt á veggnum. Maður getur svo sem klórað sig gegnum biluðu verkin með því að nota ímyndunaraflið sem uppfyll- ingu á það sem vantar. En samt leitt að sýningin skuli ekki njóta sín til fulls í safninu því þetta eru þræl- áhugaverð verk og vangaveltur. Biluð raflist Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hlynur Helgason gerir tilraun til að sannfæra sýningargesti um breytt og betra tímatal á jörðinni byggt á tugakerfi á sýningu félaganna í Lornu. MYNDLIST Nýlistasafnið Opið miðvikudaga til sunnudags frá 13– 17. Sýningu lýkur 3. september. Lorna – félag um rafræna list Jón B.K. Ransu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.