Morgunblaðið - 26.08.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 229. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Þungarokk í
Neskaupstað
Eistnaflug 2005 — Metalfest hald-
ið næstkomandi laugardag | 51
Bílar og Íþróttir í dag
Bílar | Askja ekur B-línunni af stað Dísilvél sem kem-
ur á óvart Íþróttir | Breiðablik meistari í 1. deild karla
Mainz lagði Keflavík 2-0 í UEFA-bikarnum
Bagdad. AFP, AP. | Þriðji frestur
íraska þingsins til að ljúka samn-
ingaviðræðum um drög að nýrri
stjórnarskrá rann út í gærkvöldi og
var framlengdur um einn sólarhring
þar sem fulltrúar súnníta neituðu
enn að samþykkja drögin. Stjórn-
arskrárdrögin voru því ekki borin
undir atkvæði á þinginu í gær eins
og stefnt var að
en haft var eftir
samningamönn-
um í gærkvöldi
að þeir vonuðust
enn eftir sam-
komulagi. Hajim
al-Hassani, for-
seti þingsins,
sagði að stjórnar-
skrárdrögin yrðu
borin undir þjóð-
aratkvæði 15. október þótt fulltrúar
súnníta samþykktu þau ekki.
Upphaflega var gert ráð fyrir því
að stjórnarskrárdrögin yrðu lögð
fyrir þingið 15. ágúst en samninga-
viðræðurnar hafa dregist á langinn
vegna deilna um nokkur mikilvæg
mál, meðal annars ákvæði um að
Írak eigi að vera sambandsríki, hlut-
verk íslam og skiptingu olíuauðsins.
Vona að súnnítar gefi eftir
Þingmenn íraskra sjíta og Kúrda,
sem eru í meirihluta á þinginu, náðu
samkomulagi um ófullgerð stjórnar-
skrárdrög sem lögð voru fyrir þingið
á mánudag. Þeim hefur hins vegar
ekki tekist að fá súnní-araba til að
samþykkja drögin en samninga-
mennirnir vonuðu þó enn í gær-
kvöldi að fulltrúar súnníta gæfu eft-
ir.
Þingmenn sjíta og Kúrda eru
nógu margir til að samþykkja drög-
in með tilskildum þingmeirihluta en
sameinist súnnítar gegn þeim geta
þeir fellt drögin í þjóðaratkvæða-
greiðslunni í október.
Þriðji frest-
ur íraska
þingsins
rennur út
Blóðug átök | 16
Hajim al-Hassani
SIGURJÓN Sighvatsson, kvik-
myndaframleiðandi, mun að öllum
líkindum kaupa verk Ólafs Elías-
sonar, Blinda skálann, sem staðið
hefur í Viðey í sumar en Menning-
ar- og ferðamálaráð Reykjavíkur
samþykkti á miðvikudaginn að
ganga til samninga við Sigurjón
um kaup á sýningarrétti til
tveggja ára í viðbót. Minnihluti
ráðsins sat hjá við ákvörðunina.
Stefán Jón Hafstein, formaður
ráðsins, segir að ekki hafi enn ver-
ið gengið frá formsatriðum varð-
andi málið en að borgin sé tilbúin
að greiða Sigurjóni eina milljón
króna á ári næstu tvö ár, ásamt
tryggingakostnaði. Ólafur lánaði
verkið endurgjaldslaust í vor, en
borgin greiddi tæpar tvær millj-
ónir króna fyrir flutning og upp-
setningu verksins.
Sýn á framtíð Viðeyjar
„Samkvæmt samningi átti að
taka verkið niður í vikunni en Sig-
urjón spurði hvort okkur væri
akkur í að hafa verkið áfram í Við-
ey. Við vorum tilbúin að athuga
málið í samhengi við ýmislegt ann-
að sem við erum að gera,“ segir
Stefán. „Við viljum leggja okkar af
mörkum til að verkið verði þarna
áfram og við ætlum að kynna bet-
ur verk Richards Serra sem hefur
verið í eynni í fimmtán ár, en hann
og Ólafur eru meðal stærstu núlif-
andi myndlistarmanna. Næsta
sumar munu myndhöggvarar sýna
útiverk í eynni í tengslum við al-
þjóðlegt verkefni og grunnskóla-
börn munu koma að því. Okkar
sýn er að Viðey verði aðlaðandi
ferðamannastaður með menning-
artengdu ívafi.“
Stefán segir tryggingaverð
verksins vera 225.000 evrur en
markaðsvirðið hljóti þó að vera
tugir milljóna króna. Hann segir
óvenjulegt að greiða fyrir sýning-
arrétt til skamms tíma en segir
verð listaverksins mun hærra en
svo að borgin geti keypt það. Þá
telur hann kostnað við sýningar-
réttinn ekki mjög háan. Verkið
hafi verið sýnt á Feneyjatvíær-
ingnum og hlotið mikla athygli.
Ólafur Elíasson selur Sigurjóni Sighvatssyni Blinda skálann
Borgin greiðir fyrir sýn-
ingarrétt í Viðey í tvö ár
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
VERKTAKAR á vegum Vegagerðarinnar og
Reykjavíkurborgar unnu að því í gærkvöldi að
setja upp ný umferðarljós á gatnamótum
Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Nýju
ljósin eru á sérstökum umferðarljósabrúm, eins
og sjá má á myndinni, og var stefnt að því að
ljúka uppsetningu þeirra í nótt. Neðri mörk
brúnna eru í 5,25 metra hæð.
Nýju ljósin verða þó ekki tekin í notkun fyrr
en á sunnudaginn, að sögn Dagbjarts Sigur-
brandssonar hjá framkvæmdasviði Reykja-
Með breytingunum verða sérstök umferðar-
ljós fyrir beygjuumferð annars vegar og sér-
stök ljós fyrir umferð beint yfir gatnamótin
hins vegar. Dagbjartur segir að með þessu
verði unnt að taka í notkun svonefnd fjögurra
fasa gatnamót en í því felst að sérstök beygju-
ljós verða á öllum beygjuakreinum á gatnamót-
unum. Fram að þessu hafa ljós á beygjuakrein-
um frá Kringlumýrarbraut inn á Miklubraut
einungis verið virk frá kl. 19.30 á kvöldin til
7.00 á morgnana.
víkurborgar. Hann segir að slökkt verði á um-
ferðarljósum við gatnamótin frá klukkan átta
um morguninn og fram eftir degi á sunnudag
meðan unnið er að breytingunum. Dagbjartur
segir að einnig verði slökkt á ljósunum í
nokkrar klukkustundir á mánudagsmorgni
vegna enduruppsetningar á stýrisbúnaði ljós-
anna. Ekki þurfti að slökkva á ljósunum í gær-
kvöldi vegna uppsetningarinnar, en umferð var
stöðvuð í stutta stund á meðan brýrnar voru
hífðar upp og þeim komið fyrir.
Morgunblaðið/Júlíus
Nýjum umferðarljósum komið fyrir
Fjögurra fasa gatnamót tekin í notkun á sunnudag
Tókýó. AFP. | Reykingafólki hefur
fækkað svo stórlega í Japan á síð-
ustu árum að eina tóbaksfyrirtæki
landsins hefur brugðið á það ráð að
bjóða reykingamönnum gull, sjón-
varpstæki og miða á forsýningu
kvikmyndar frá Hollywood.
Reykingamennirnir þurfa að
senda fyrirtækinu póstkort þar sem
þeir svara nokkrum léttum spurn-
ingum um nýja sígarettutegund og
lýsa því yfir að þeir reyki. Einn
reykingamannanna fær gullstangir
að andvirði 4,6 milljóna króna,
hundrað fá hágæðasjónvarpstæki
og 75 fá tvo miða á forsýningu vin-
sællar bandarískrar kvikmyndar.
Nýleg könnun bendir til þess að
29,4% fullorðinna Japana reyki og
að reykingamennirnir hafi ekki
verið jafnfáir í áratugi.
Bjóða gull og
græna skóga
♦♦♦
SIGURJÓN segir um mjög athygl-
isvert verk að ræða og að fengur sé
í að hafa það á landinu. „Ólafi
bauðst að selja það til Ameríku en
hann vildi það ekki. Honum fannst
spennandi að hafa það einhvern
tíma í Viðey, og nálægðin við Serra
er ekki verri,“ segir Sigurjón. „Við
Ólafur höfum ákveðnar hugmyndir
um framhaldið og verkið verður
örugglega á áhugaverðum stöðum
á landinu í ákveðinn tíma í senn.“
Blindi skálinn er fyrsta stóra úti-
verkið sem Sigurjón kaupir og stað-
festir hann að kaupverðið hlaupi á
tugum milljóna. Hann segir gott að
verkið sé umdeilt. „Þá fara vonandi
fleiri til að sjá það,“ segir hann.
„Þetta er spurning um hvernig við
sjáum umhverfið og hægt er að
skoða það út frá sjónarhorni verks-
ins hverju sinni. Þetta er líka inn-
legg í umræðuna um Viðey, en ég
er alveg á móti byggð þar.“
Ákveðnar hugmyndir um framhaldið