Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýr hús-
bóndi í Hafn-
arhúsinu
á morgun
Hafþór Yngvason tekur við
lyklavöldum í Listasafni
Reykjavíkur í næstu viku.
MARGAR ár hafa tekið við sér eftir
vætutíð undafarna daga. 1.450 laxar
eru komnir á land í Víðidalsá, en
meira en helmingur aflans var
veiddur eftir 9. ágúst þegar maðka-
og spúnaveiði var leyfð. Mest hefur
veiðst í Fitjuá en veiðin hefur verið
góð um ána alla.
Í vikunni hefur að jafnaði 60 löx-
um verið landað á dag í Eystri
Rangá og er veiðin í sumar komin í
3.200 laxa. „Miðað við meðalveiði á
haustin síðustu ár er þetta að stefna
í 4.000 fiska í sumar sem er þá nýtt
Íslandsmet,“ segir Einar Lúðvíks-
son, umsjónarmaður árinnar.
„Í sumar hafa menn verið að landa
í kringum 40 fiskum eftir tveggja
daga holl,“ segir Jón Þór Júlíusson,
leigutaki Korpu og Grímsár. Heild-
artala sumarsins er að nálgast 1.000
laxa og það eru 200 fleiri fiskar en
meðalveiði síðustu fjögur ár. „Hún á
líka töluvert inni og markmiðið er að
ná 1.300 fiskum yfir sumarið,“ segir
Jón, en veiðinni í Grímsá lýkur 22.
september
Þeir síðustu verða fyrstir
Það var beljandi rigning, kalt og
hvasst við Vatnsdalsá í gær, en þrátt
fyrir erfiðar aðstæður var sjö löxum
landað um morguninn og þar af voru
fjórir maríulaxar. „Nú er ástandið
þannig að þeir sem kunna að veiða fá
ekkert, en hinir sem klúðra þessu
einhvern veginn út í ána eru að fá
hann,“ sagði Pétur Pétursson leigu-
taki.
790 laxar hafa veiðst í Vatnsdalsá í
sumar sem er 12 fiskum meira en á
sama tíma í fyrra og Pétur er bjart-
sýnn fyrir haustið. „Þá eru stóru
fiskarnir orðnir grimmir og gefa sig
frekar.“
Þriðjungur úr sama hylnum
Í Leirvogsá eru 580 laxar komnir
á land í sumar sem er 70 fiskum
minna en á sama tíma í fyrra, en
veiðin er þó yfir meðalveiði. Skúli
Skarphéðinsson segir þurrkinn í
upphafi ágústmánaðar hafa sett
strik í reikninginn, en eftir rigning-
arnar er tæplega 10 fiskum landað á
dag. 167 laxar hafa veiðst í Brúar-
hylnum einum og er það óvanalegt
því áin er löng og veiðistaðirnir yfir
30.
„Veiðin tekur oft dýfu í ágúst en
svo þegar líða tekur á haustið lifnar
oft yfir og sérstaklega gefa hæng-
arnir sig. Í rokinu á miðvikudaginn
fengum við t.d. fjóra á beit með túp-
um úr einum hylnum og þrír af þeim
voru hængar, allir vel legnir, þannig
þeir eru farnir að bíta frá sér,“ sagði
Skúli.
STANGVEIÐI
Góð veiði eftir vætutíð
Morgunblaðið/Golli
Þessi lax var veiddur við Syðri-Brú í Soginu í sumar.
DAGFORELDRAR í Reykjavík
hafa þungar áhyggjur af starfsum-
hverfi stéttarinnar og mikilli fækk-
un í henni að undanförnu. Félag
dagforeldra, Barnavistun, stóð fyrir
fundi í fyrrakvöld þar sem for-
ráðamenn Reykjavíkurborgar voru
m.a. krafðir um úrbætur. Meg-
inkrafan er að borgin auki nið-
urgreiðslur til foreldra ungra
barna en einnig eru dagforeldrar
ósáttir við herferð skattayfirvalda
á hendur þeim og aukið eftirlit.
Fundinn sátu Stefán Jón Haf-
stein, formaður menntaráðs, og
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri
rekstrar- og þjónustusviðs borg-
arinnar. Í dag starfa um 140 dag-
foreldrar í Reykjavík en síðastlið-
inn vetur voru þeir flestir um 165.
Til marks um áhyggjur dagforeldra
af sínum hag mættu yfir 100 á
fundinn í fyrrakvöld.
Ófremdarástand í borginni
Rut Kjartansdóttir situr í stjórn
Barnavistunar. Hún segir að í allri
umræðu um dagvistunarmál og
leikskólapláss í Reykjavík hafi mál-
efni dagforeldra orðið út undan.
„Við erum alls ekki sáttar við það,“
segir Rut og bendir á þann fjölda
dagforeldra sem hafi hætt störfum
vegna óánægju með sín kjör. Að-
eins í sumar hafi 20 konur hætt
störfum og víða í borginni ríki
ófremdarástand. Foreldrum ungra
barna gangi illa að fá vistun og
börn hjá dagforeldrum fái heldur
ekki inni á leikskólum fyrr en í
óefni sé komið. Rut segir stöðuna
vera sérlega slæma í hverfum eins
og Árbæ og Vesturbæ. Ef engin
breyting verði á muni enn fleiri
dagmæður og -feður hætta störf-
um.
Rut segir meginkröfuna vera þá
að borgin hækki niðurgreiðslur til
foreldra. Á fundinum hafi þau svör
fengist að eitthvað ætti að skoða
þeirra mál en erfitt sé að meta hve
mikið það verði. Ítrekað hafi þeir
óskað eftir meiri niðurgreiðslum en
ávallt fengið neitun í leikskólaráði,
nú menntaráði. Á sama tíma hafi
niðurgreiðslur verið hækkaðar til
foreldra með börn á einkareknum
leikskólum.
„Þetta er orðið skelfilegt ástand.
Foreldrar yngri barna eru í algjör-
um vandræðum. Sem dæmi get ég
nefnt að daglega fæ ég margar
hringingar frá konum sem þurfa að
koma börnum sínum í gæslu. Sam-
kvæmt reglugerð megum við að-
eins hafa fimm börn hver. Við er-
um stöðugt að vísa frá fólki og það
nánast stendur hérna við dyrnar
með börnin, bíðandi eftir plássi. Ég
hef starfað í þessu í 17 ár en aldrei
kynnst öðru eins ástandi. Það yrði
sorglegt ef þessi stétt yrði brotin
upp og henni gert ókleift að
starfa,“ segir Rut og bendir á að
þegar hún hafi byrjað sem dag-
móðir fyrir 17 árum hafi um 260
dagforeldrar verið starfandi í borg-
inni.
Foreldrar veita besta eftirlitið
Hún segir dagforeldra vilja
leggja áherslu á gæði í þeirra þjón-
ustu og störfum. Að dagheimilin
séu það vönduð að vel sé gert við
foreldra. Dagforeldrar fái heldur
ekki vinnufrið fyrir skatta-
yfirvöldum og ströngu eftirliti ann-
arra yfirvalda.
„Við erum mjög ánægð með að
til okkar komi eftirlitsaðilar þrisvar
á ári til að fara yfir öryggismálin
og fleira því tengt en sjáum ekki
þörf á að sérstakir ráðgjafar séu
reglulega að heimsækja okkur. Eft-
irlitsaðilar hafa gefið okkur mjög
góða einkunn en foreldrar eru þar
að auki besta eftirlitið og aðhaldið
sem við höfum,“ segir hún.
Að sögn Rutar fengu margir
dagforeldrar bréf frá skattstjór-
anum í sumar, þar sem tilkynnt
var að farið yrði yfir þeirra skatta-
mál aftur í tímann. Dagforeldrar
séu flestir verktakar og vilji hafa
meiri frádrátt frá skatti. Nú sé að-
eins hægt að fá 14% frádrátt vegna
kostnaðar við leikföng, viðhald á
dagheimili og fleira, en dagfor-
eldrar telji réttlátara og nær raun-
veruleikanum að frádrátturinn
verði 30%. Félagið Barnavistun
hafi leitað á náðir fjármálaráðu-
neytisins til að fá þessu breytt.
Dagforeldrum fækkar stöðugt í Reykjavík og hafa þeir
þungar áhyggjur af starfsumhverfi sínu
„Þetta er orðið skelfilegt ástand“
Morgunblaðið/ÞÖK
Kaffitími hjá börnunum sem eru í vistun hjá Rut Kjartansdóttur dagmóður.
Hún starfar í Árbænum og fær daglega margar hringingar frá foreldrum
sem vantar pláss fyrir börnin sín. „Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt,“
segir Rut sem starfað hefur sem dagmóðir í 17 ár.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
STEFÁN Jón Hafstein, formað-
ur menntaráðs, segir að á fund-
inum með dagforeldrum hafi
hann aðallega mætt til að
hlusta á þeirra sjónarmið og
setja sig inn í málin. Fundurinn
hafi verið upplýsandi og um-
ræður hreinskiptar.
Varðandi kröfu dagforeldra
um auknar niðurgreiðslur borg-
arinnar til foreldra barnanna
segir Stefán Jón að borgin geti
ekki lofað neinu á þessu stigi
málsins. Nauðsynlegt hafi verið
að ræða málin en engar skyndi-
lausnir séu uppi á borðum.
Ljóst sé að staða dagforeldra
þurfi að styrkjast á margan
hátt, bæði með aðkomu borg-
arinnar og ríkisins.
„Þær skynja sterkt að mikil
áhersla sé á leikskólana, sem er
rétt, en ég hef þá trú að þjón-
usta dagforeldra sé mjög mik-
ilvæg í borginni. Það þarf að
hugsa um þeirra hag um leið
og við byggjum upp betri leik-
skóla,“ segir Stefán Jón.
Hann segir það greinilega
hafa áhrif á rekstur dagheimila
að börnum var fækkað á hvert
dagforeldri. Það hafi verið um-
deild ákvörðun félagsmálaráðu-
neytisins á sínum tíma og ekki
endilega svo skynsamleg.
Að sögn Stefáns Jóns fengu
dagforeldrar þá kynningu á
fundinum að þjónustu-
miðstöðvum í
hverfum borg-
arinnar sé ætl-
að að hafa
meira samráð
við dagforeldra
í viðkomandi
hverfi og veita
þeim meiri
þjónustu. Upp-
lýsingar hafi
verið veittar
um starfsdaga og aðra þá þjón-
ustu sem borgin geti veitt dag-
foreldrum, m.a. í mennt-
unarmálum. Gott samstarf geti
komist á við þjónustumiðstöðv-
arnar varðandi ýmis hagsmuna-
mál stéttarinnar.
Hart að þeim
vegið í skattamálum
Stefán Jón segist skilja vel
áhyggjur dagforeldra yfir
skattamálum sínum. Þar sé hart
að þeim vegið og réttlátt að
þeir fái meiri frádrátt vegna
kostnaðar við reksturinn. Miðað
við þennan rekstur sé reikn-
aður kostnaður mjög lágur.
Frádráttur upp á 14% sé æði
knappur, miðað við fjögur eða
fimm börn á heimilinu og allar
þeirra þarfir. Fjármálaráðu-
neytið þurfi að láta til sín taka í
þeim efnum. Ekki sé um hófleg-
ar álögur á dagforeldra að
ræða.
Staða dagforeldra
þarf að styrkjast
Stefán
Jón Hafstein